Tíminn - 09.07.1964, Qupperneq 7

Tíminn - 09.07.1964, Qupperneq 7
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þnrsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsinga'stj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skrif stoíur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl. sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald, kr 90,00 á mán. innan- iands. — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. „Viðreisnin“ íhaldsblöðin vilja ógjarnan ræða um „viðreisnina“ svo- kölluðu um þessar mundir. Þau reyna frekar að tala um allt annað. Á þessu er eðlileg skýring. Það er ekkert eftir af því, sem stjórnarblöðin kölluðu „viðreisnar- stefnu“ á sínum tíma. Skuldasöfnunin við útlönd, sem átti að hætta, hefur aldrei verið meiri. Uppbótakerfið, sem átti að hverfa úr sögunni, þenst út með hverjum degi. Verðgildi gjaldmiðilsins, sem átti að verða stöðugt, hefur aldrei rýrnað meira. Og samningar við „öfl utan Alþing- is“, sem ekki áttu að þekkjast lengur, hafa aldrei verið gerðir víðtækari. Þannig stendur ekki neitt eftir af því, sem stjórnarblöð- in lýstu sem meginkjarna „viðreisnarinnar11 Þetta skýrir það, að spádómar Framsóknarmanna um ,,viðreisnina“ hafa ekki rætzt að öllu leyti. Þeir spádómar voru eðlilega miðaðir við það, að ríkisstjórnin reyndi að framkvæma „viðreisnina“ eins og henni var lýst, en gæf- ist ekki upp við það. Hitt skal svo viðurkennt, að sá meginþáttur ^viðreisn- arinnar“, sem stjórnarblöðin höfðu hljótt um og reyndu að fela, stendur í fullum blóma. Hann er sá, að hvernig sem atvinnuástandi sé háttað, skulu hinir ríku hafa óbundnar hendur til athafna. Framkvæmdir þeirra skulu hafa forgangsrétt, jafnt ónauðsynlegar sem nauðsynlegar. Vegna þessarar stefnu ríkisstjórnarinnar ríkir nú full- kominn glundroði og óstjórn í efnahagsmálum. Nauðsyn- legustu atvinnugreinar skortir vinnuafl, gagnlegustu fram kvæmdir eru stöðvaðar vegna fjárskorts meðan keppzt er við að hraða því, sem vel má bíða. Þessi óstjórn „við- reisnarinnar“ hefur aldrei verið taumlausari en nú. Spítalamálln Mikla athygli hefur vakið greinargerð frá læknum um skort á hjúkrunarfólki á spítölum, m. a. vegna dráttar við byggingu hjúkrunarskólans. Sleifarlagið í spítala- málunum hefur verið furðulegt. Spítalabyggingar, sem hefur verið byrjað á, hafa staðið hálfgerðar árum saman. Fyrir nokkrum árum lögðu Framsóknarmenn til á Al- þingi, að tekið yrði sérstakt lán til að ljúka öllum við- byggingum, sem voru hafnar eða ráðgerðar í náinni fram- tíð við Landsspítalann. Stjórnarliðið felldi þessa tillögu. Samkvæmt stjórnarstefnunni þar að draga úr opinberum framkvæmdum, m. a. spítalabyggingunum. Meira og minna ónauðsynlegar framkvæmdir hinna ríku skyldu hafa forgangsrétt. Mílwood Morgunblaðið finnur, að erfitt er að verja framgöngu íslenzku ríkisstjórnarinnar 1 Milwood-málinu Það segir, að Tíminn fari með níð um' brezku þjóðina. Tíminn hefur í þessu sambandi ekki minnzt einu orði á brezku þjóðina, svo að þetta er hreinn tilbúningur hjá Mbl. Hins vegar hefur Tíminn fært rök að því, að brezka ríkisstjórnin háfi sýnt íslendingum „yfirgang og óvirðingu" í sam- bandi við þetta mál. Þeim rökum reynir Mbl. ékki að hnekkja. Enn síður minnist Mbl. á það. að Tíminn hefur fært fram þær málsbætur fyrir brezku stjórnina, að fram- koma íslenzku stjórnarinnar hafi verið eins slæleg og aum og verða má. Frá íslenzku sjónarmiði er það þó kjarni málsins. Mikil ástæða er til að ætla, að endanleg afstaða brezku stjórnarinnar hefði orðið önnur og viðun- anlegri, ef íslenzka ríkisstjórnin hefði ekki lyppazt niður. 1' í M I N N, fimmtudagur 9. júlí 1964. — Sigursæl baráfta Goldwaters er einkum þökku9 Kítchel ATHYGLI manna beinist nú mjög að San Fransisco, þal sem flokksþing republikana mun koma saman næstk. mánu dag. Nefnd, sem semja á stef.au skrá flokksins, er þegar setzt þar á rökstóla. Fulltrúar eru einnig byrjaðir að koma þang- að. Goldwater mun koma þang að á morgun og aðrir leiðtog ar flokksins þá eða á föstu- daginn. Samkvæmt seinustu athugun, sem ein helzta fréttastofa Bandaríkjanna hefur látið gera er Goldwater nú líklegur til að fá 710 atkvæði í fyrstu atkvæða greiðslu um forsetaefni á flokks þinginu eða 55 atkvæðum meira en hann þarf. Þess er hins veg ar að gæta, að þessi atkvæði Jeru ekki örugg, því að ekki er nema um helmingur umræddra fulltrúa siðferðilega skuldbund inn til að fylgja honum. Hinir geta breytt afstöðu sinni alveg fram á seinustu stundu. Um at kvæði þeirra verður barizt af mikilli hörku að tjaldabaki næstu daga í San Francisco. Andstæðingar Goldwaters gera sér helzt von um, að Eisen- hower komi þeim til hjálpar á seinustu stundu, en hann hef- ur lýst yfir því, að hann muni ekki gera grein fyrir afstöðu sinni fyrr en á floksþinginu. Andstæðingar Goldwaters byggja þessar vonir m.a. á því, að Milton Eisenhower, sem Eisenhower metur mest bræðra sinna, mun flytja aðalræðuna til stuðnings ’Scranton á flokks þinginu. Þá hefur einkasonur Eisenhowers lýst eindregnu fylgi sínu við Scranton. Aðal- ræðumaðurinn til stuðnings framboði Goldwaters verður Dirksen öldungadeildarþing- maður og er það mikilvægur stuðningur fyrir Goldwater, því að Dirksen, sem er leiðtogi republikana í öldungadeildinni, hefur aldrei verið í meira áliti en nú sakir framkomu hans í réttindamálum svertingja. Annars byggja andstæðingar Goldwaters nú aðalvon sína á því, að þeim takist að orða þannig kaflann í stefnuskránni Denny Kitchel um réttindamál svertingja, að það verði óhægt fyrir Gold- water að fallast á hann, en hann greiddi atkvæði gegn rétt- indalöggjöfinni. Þessi kafli stefnuskrárinnar verður mesta átakamálið á flokksþinginu. Ef Goldwater kemst klakklaust fram hjá þvi, verður erfitt að stöðva hann, jafnvel þótt Eisen- hower snúizt gegn honum á seinustu stundu. í ÞEIM átökum, sem eru framundan í sambandi við flokksþingið, mun reyna mjög á þann mann í liði Goldwaters, sem öllum öðrum fremur hefur stjórnað baráttu hans fram að þessu og oft er nefndur „mað- urinn bak við Goldwater“. Þessi maður er Dennison (Denny) Kitchel, 56 ára gamall lögfræðingur, ættaður frá New York, en hefur dvalizt i Arizona þrjátíu seinustu árin. Hann flutti til Arizona fljótlega eftir að hafa lokið lagaprófi við Harwardháskóla. Áður hafði hann stundað nám við Yale- háskólann. Hann kynntist Gold- water fljótlega eftir komuna til Arizona og hafa þeir verið nánir vinir stöðugt síðan. Kitc- hel hefur lengstum verið lög- fræðingur fyrir námufélög og unnið sér mikið álit í því starfi. Nálægt stjórnmálum kom hann fyrst opinberlega fyrir sjö ár- um, er hann gerðist formaður miðnefndar republikana í Ari- zona fyrir áeggjan Goldwaters. Hann þótti vinna þar svo gott starf í kyrrþey að Gold- water réði hann á sl. hausti til að stjórna baráttunni fyrir útnefningu hans sem forseta- efnis republikana. Kitchel flutti þá til Washington og hef ur verið þar síðan. Hann flutti með sér nokkra samstarfsmenn frá Arizona, er hafa unnið að þessum málum með honum. MARGIR stuðningsmenn Gold- waters, töldu það mjög misráð- ið, er hann fól Kitchei þetta starf. Hann væri algerlega ó- reyndur í þessum efnum og ekki nægilega mikill auglýsinga- maður, Ilann er lágur vexti og ekki mikiil fyrir man nað sjá, hæglátur í framgöngu og hlé- drægur. Hvorki ytra útlit hans eða framganga mælti með hon um í þessa stöðu. Goldwater trúði hins vegar takmarkalaust á hann og hefur oft sýnt það í verki með því að fara að ráð um hans. Stefna Kitchels hefur verið sú, að Goldwatersmenn ættu að vinna að því í kyrrþey að tala við rétta menn eða þá, sem réðu mestu i hinum ein- stöku ríkjum, en leggja minna kapp á auglýsingamennsku gagnvart almenningi. Það væri fyrst nauðsynlegt, ef Gold- water næði útnefningu. Gold- water ætti ekki heldur að hafa sig mjög mikið í frammi, heldur láta trúnaðarmenn sína annast málin sem mest fyrir sig. Það er almennt viðurkennt nú að Kitchel hafi með þessum hætti unnið mun árangursríkara starf en’ hinir reyndu aðstoðarmenn Rockefellers, sem lögðu meira kapp á auglýsingamennskuna. Þetta hafi ekki sízt sýnt sig í Kaliforníu, en þar lagði Kitchel ekki megináherzlu á, að Gold- water kæmi mikið fram opinber lega, heldur ástundaði „rétt Framhalo 4 13 si3u Kitchel flytur ræðu með mynd af Goldwater í baksýn. t

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.