Tíminn - 09.07.1964, Blaðsíða 9
aöfðu rakið slóð sauðfjár síns
og hrossa að eldhúsdyrum
oeirra útlaganna.
Auk þess að skyggnast um
iar efra, verður nú stiklað á
íokkrum steinum á leiðinni
)angað. Ekki leit nú vel út um
’eður er við lögðum af stað,
Jungbúið loft og skúrir hellt-
ist úr skýjum annað veifið.
Jn austur á Kambabrún sýnd
st rofa til og allir urðu sann
íerðír um að komið væri sól-
kin strax á Skeiðum, sem síð
ai fylgdi okkur alla leið. En
Jetta veðurlag hélzt nálega alla
Isið, lágskýjað og skúrir, en
ólskin ekki meira en á við dag
nájaglennu hverju sinni. Skilj
mlega var ekki eytt tíma í að
bísvitja á bæjunum, en vel
fingu menn í svanginn hjá
hísfreyjunni á Skarði á Landi.
Sömmu seinna fórum við
fiam hjá efsta bænum og þá
v>rum við komnir I óbyggðir.
Vð förum Rjúpnavelli og ger
un stanz á leiðinni hjá Tröll-
lonuhlaupi til að horfa á þenn
ai myndarlega foss, sem heit
i- ekki eínu sinni foss, „og allt
ff það kvenfólkinu að kenna.“
Kenn þykjast alltaf vera að
s.á Þjórsá, en við komumst
erki í námunda við hana fyrr
þer falla saman hún og
Tungnaá. Einkum er tilkomu-
mikið að sjá það, þegar við
erum komin nokkuð upp fyr-
ir, þá breiða ármótin svo úr
sér, að líkast er miklum árós-
um, þegar stórfljót mynnist
við hafið.
Við höldum sem leið liggur
upp með Tungnaá til að 'kom-
ast að vaðinu, því að við þurf
um að komast yfir fljótið. Þar
heitir Tangavað. En þá sjáum
við gnæfa þar hátimbrað mann
virki nokkuð ofar með ánni
og við förum að skoða það,
hina nýju brúarkláfferju, sem
Vegagerð ríkisins er að
byggja rétt fyrir ofan svokall-
að Hald. Verkið er langt kom-
ið, og ætti ferjan að komast í
gagnið eftir nokkrar vikur. Eng
inn var þar að verki, því að
það var hvíldardagur. En það
sem sumir furða sig mest á,
er að svo sem tvö hundruð
metrum neðar er þúið að leggja
streng yfir fljótið, og þar ætla
Rafveitur ríkisins að byggja
aðra kláfferju. Við vitum ekki
um kostnað hvors mannvirkis
fyrir sig, en þessar tvær rík-
isstofnanir gátu sem sagt ekki
komið sér saman um eina.
Þessu velta menn fyrir sér á
leiðinni niður að Tangavaði,
þar sem á að leggja í ána.
í hjólförunum framundan hljóp heiSagæs meS unga sína, þar sem
viS vorum aS stanza. Dóri hljóp á eftir og náSi í tvo, bara til aS
láta taka mynd af þeim. Svo fengu þelr frelsiS aftur.
fpít' ' ?ss
//A . V, ■/ ,
Ir
taS vildi stundum
Dóri á RauSalæk
flag.
blotna á kertunum á Gamla Ford, en bílstjórarnir
(nær) og HörSur fóru í bússurnar og kipptu öliu
T í M I N N, fimmtudagur 9. júlí 1964. •—
MAL VERKASYMNG AS-
GHRS BJARNÞÓRSSONAR
Ásgeir Bjarnþórsson, listmálari,
heldur nú sýningu i nýja Iðnskól-
anum á allmörgum úrvalsverka
sinna, meðal annars nokkur þeirra
er hann sýndi alveg nýlega í
sjálfri Rómaborg, en þaðan er
hann nýkominn úr sýning
arför og hef ég átt þess kost
að sjá ummæli úr blaðinu ,,Rödd
suðursins" í Róm, eftir Enrico
Contardi, sem bæði er listfræðing
ur og ritstjóri. Hann segir svo
m. a. um sýningu Ásgeirs. Nefnd
ur listamaður er mikill persónu-
leiki og mjög frægur meðal landa
sinna á „eyju hins eilífa íss“. Þau
listaverk sem hann sýnir hér eru
á þá lund að hann hlýtur óhjá-
kvæmilega að vera einn alfremsti
listmálari sinnar þjóðar. Gildi
verka hans hljóta að veita honum
þann titil. Margar landslags-
myndanna meðal verka hans, eru
málaðar á hinu skatnmvinna sumri
norður þar og bera augljósan vott
um litauðgi hinnar óvenjulega
þróttmiklu náttúrufegurðar fs-
lands. Aðeins ein mjög áhrifamik
il landslagsmynd er helguð hinum
íslenzka vetri, sem sýnir öskugrá
an himin og kalda birtu, sem tjáð
er á mjög skýran hátt.
Ásgeir Bjarnþórsson er ekki
hvað sízt alveg frábær „Portrett-
ísti“, hann hefur hvorki yndi,
ánægju né þörf til að afskræma
né skrumskæla andlit fólksins
heldur lætur hann skaparann ráða
þar í stað.
Hann sýnir okkur m. a. aðdáan
lega andlitsmynd af íslenzku barni,
Ijóshærðu, rjóðu með sérkenni-
lega áberandi norræn blá augu.
Frábærlega fagrar konumyndir,
sýnir hann einnig.
Já, hér er um að ræða mjög sér
stæðan málara, sem m. a. er
mjög eftirsóttur Portrettmálari.
Svona talar nú þessi listfræð-
ingur sjálfrar Rómaborgar, og skal
þess ekki ógetið, að hér er um að
ræða sömu myndimar, sem verið
hafa á Vorsýningum Litamannafé-:
lagsins og oft fengið kalda dóma.
Misjafn er nú smekkurinn þar og
hér.
Ásgeir Bjarnþórsson var mjög
snemmþroska í list sinni, skjótlega
afbragðs teiknari sem hefur komið
sér vel, í hans frábæru Portrett-
list, sem oftast nær er svo fullkom
in að trauðlega verður betrum
bætt. Ásgeir þarf ekki að vera
hálfan daginn að spyrja sjálfan
sig, hvað á ég nú að gjöra til
þess að einn eður annar ákveðinn
svipur komi á myndina. Hin ýmis
legu svipbrigði þjóta bara úr
pensli hans.
Oftast bera myndir Ásgeirs
vitni um óskeikulan litameistara,
sem kann að nota ljós og skugga
til hins ýtrasta, og litastigann upp
út og niður úr í gegn.
Ásgeir er einn þeirra örfáu
Ný sjálfsmynd Ásgeirs Bjarnþórs-
sonar.
manna, sem alltaf hefur haldið
sínu sjálfstæði, aldrei látið skipa
sér að mála eins og einhverjir aðr
ir, hvorki í útlandinu né annars
staðar. „Skipunum eins og „Svona
á listin að vera í dag og svona á
morgun", (eins og fatatízka) hefur
Ásgeir Bjarnþórsson harla lítið
sinnt né heldur tízkustraum
ana og vöður sem rísa og falla
eins og „Brimaldan __ stríða sem
við ströndina svall“. Ásgeir hefur
,-haldið sitt strik, verið í hættunni
stór“, eins og skáldið mikla segir.
Þess vegna stendur hann nú keik
ur, beinn og auðkennilegur upp
úr hringiðu lífsins.
Eg vil hvetja alla sem hafa
áhuga og tækfæri til þess að sjá
þessa merku sýningu Ásgeirs.
Þar er fyrst og fremst hið mikla
glæsilega málverk „Við hylinn“,
sem sjálfsagt verður merkur safn
gripur, þó síðar sé en vænta
mátti.
Ef til vill sýnir „Kyrralífs“ mynd
in nr. 6, samstilling, jurtapottur,
epli, ítölsk vínflaska og ösku-
bakki úr eir, einna bezt, hvílíkur
dæmafár litameistari Ásgeir er.
Af portrettunum, sem eiginlega
eru hvort öðru betra vil ég aðeins
leyfa mér að nefna, Frú Bryndís
nr. 3, Ingunn nr. 4 og svo hlna
bráðsnjöllu sjálfsmynd Ásgeirs,
sem er alveg ný af nálinni.
Ríkarður Jónsson.
a.