Tíminn - 09.07.1964, Side 16

Tíminn - 09.07.1964, Side 16
’WIWilil’ Fimmíudagur 9. júlí 1964. STÆÐU EN NU Ungir lúður- þeytarar frá norska KRJIVI EJ-Reykjavík, 8. júlí. í MORGUN kom með Hekl- unni til Reykjavíkur norsk drengjalúðrasveit frá KFUM í Örkerniund í Oslo. í hópn- um eru 48 manns, en hljóm- sveitarstjóri er Per Kranöy. í dag fóru drengirnir upp í Háskóiabíó, og fór þar fram upptaka á nokkrum lögum fyrlr rikisútvarpið. Síðan skoðuðu þcir borgina og ná- grenni hennar. Á morgun fara þeir í ferð til Gullfoss og Geysis, en um kvöldið halda þeir hljómleika í Frí- kirkjunni. Þeir munu einnig ferðast eitthvað á föstudag- inn, en halda síðan tll Noregs mcð Heklunni á laugardag. STYÐJA BRETÁR GÆZLU- IIÐSTILLÖGU RÚSSANNA ? NTB-Lundúnum og Washington. Haft er eftir áreiðanlegum heim ildum í Lundúnum í d*ag, að brezka stjórnin líti mjög jákvætt á tillögur Sovétstjórnarinnar um, aS stofnað verði fast gæzlulið á vegum Sameinuðu þjóðanna í þeim tilgangi að auka möguleika samtakanna á að tryggja frið í heiminum með ákveðnari aðgerð um en hingað til. \ Bandarísk blöð hiafa hins vegar litið á tillögur Sovétríkjanna með nokkurri tortryggni, en bandarísk ir stjórnmálamcnn hafa enn ekki látið neitt ákveðið hafa eftir sér í þessu sambandí. Talsmaður brezka utanríkisráðu (Tímamynd, GE). neytisins sagði í dag, að tillögur m—Sovétríkjatnna, sem væru mjög ýt i r ÞORSMERKURFERÐIN Ennþá er hægt að komast með í skemmtiferð Pram- sóknarfélaganna í Þórsmöirk næst komamdi sunudag. Áætl- að er, að ferðin taki 16 tíma og að stanzað verði í Þórs- mörk 4—5 tíma auk annarra viðkomustaða á leiðinni. Aðal- Ieiðsögumaður verður Guð- mundur Kjartansson, jarðfræð ingur, en auk hans verður leið sögumaður í hverjum bfl. f Þórsmörk mun Jón Böðvars- son, eftirlit^maður Ferðafélags íslands, lýsa umhverfi og stjórna stuttum gönguferðum m. a. á Valahnúk og í Húsa- dal. Farseðlar eru afgreiddir í Tjarnargötu 26 og þarf að sækja þá fyrir kl. 7 í kvöld. arlegar, yrðu rannsakaðar mjög gaumgæfilega, en vjildi ekki segja neitt frekar að svo stöddu. Sagði hann að tillögurnar hefðu verið afhentar fulltrúa brezku stjórnar innar í New York í gær, en væru nú komnar til Lundúna. Brezkir stjórnmálamenn velta nú fyrir sér, hver orsök sé til þessa frumkvæðis Sovétríkjanna, og hafa sumir látið í Ijós þá skoð un, að hér sé af hálfu Sovétríkj anna um að ræða tilraun til að bjarga sér út úr þeim ógöngum, sem Sovétstjórnin er komin í, vegna neitunar hennar um að veita fjárstyrk til aðgerða S.þ. í Kongó og Asíu. U Thant, framkvæmdastjóri S. þ. sagði, á blaðamannafundi í dag, að í sovézku tillögunum væri rækilega undirstrikað, að einung is Öryggisráðið hefði heimild til Framhald á 15 slðu Síðastliðinn laugardag fór fram allsherjaruppgjör ávísana, með líku sniði og 9. nóv. og 21. febr. s.I., en frá því var skýrt í fréttum útvarps og blaða á sínuni tíma. í uppgjöri þessu kom í ljós, að í umferð voru 154 ávísanir, sam- tals að fjárhæð um 1,3 millj. króna, sem innstæða reyndist ó- nóg fyrir. Til samanburðar skal þess getið, > að við uppgjörið 9. nóv. s.L reynd-1 ust 210 ávísanir vera innstæðu- i lausar, samtals að fjárhæð um 1,3 millj. króna. Uppgjörið leiðir í ljós, að mis- notkun ávísana er enn allalmenn, 1 og mun samræmdum aðgerðum bankanna til að sporna við mis- Framh. á bls 15 j Bræla FB-Reykjavík, 8. júlí. ÖLL SKIP hafa legið inni í dag vegna brælunnar, sem er á miðun um fyrir austan. Allar þrær fyrir austan eru fullar, að því undan- skildu, að smávegis þróarrými var á Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði í dag. Sfldarbræðslan gengur alls staðar vel. Á Siglufirði er búið að bræða allt, sem borizt hefur og bræðslumar hættar að bræða. Á Raufarhöfn var norðanátt og rigning í dag. Þar er síldarbræðsl- an búin að taka á móti 170 þús. málum, og var í dag að losna þró arrými fyrir um 12.000 mál til við bótar. Á Vopnafirði var allt fullt, og nokkrir bátar biðu löndunar. Þar voru komir. 112 þúsund mál i bræðsluna Um tvö hundruð skip liggja inni á Seyðisfirði, aðallega íslenzk, en Framh. á bls 15 VÍSITAZÍA Á STRÖNDUM GPV-Trékyllisvík, 8. júlí. Hingað kom biskupinn yfir ís- Ian.d-i, hr. Sigurbjörn Einarsson, með fríðu föruneyti í gær. í fylgd með honum voru biskupsrit arinn, Ingólfur Ástmarsson, og prófasturinn, Andrés Ólafsson. Biskupinn og fylgdarlið hans var sótt á báti að Kaldbak og tóku þeir land á Gjögri. Hrepptu þeir töluvert hvassviðri á leiðinni. Gestirnir komu hingað um há- degisbilið í gær og fóru aftur um klukkan 8 í gærkvöldi. Mess að vár í Árnesi og var mikið fjöl menni við kírkju. Prédikaði bisk- upinn og Andrés Ólafsson, prófast ur, þjónaði fyrir altari. Þetta var í fyrsta sinn, sem biskupinn kom hingað norður og þótti honum gaman að skoða kirkj una í Ámesi, en hún er yfír 100 ára gömul. Að messu lokinni þakk aði Sigríður Guðmundsdóttir frá Ófeigsfirði, formaður sóknarnefnd ar, gestunum fyrir komuna, en síðan var farið til kaffidrykkju, sem var í samkomuhúsinu í Ár- nesi. Á eftir fóru fram sóknarnefndar fundir, og að lokum skoðaði bisk up staðinn. Allhvasst var hér í gærdag, og kólnaði heldur, þegar líða tók á daginn, og var veður því ekki sem bezt, en þó var nægilega bjart til þess, að sást til fjalla. Þess má geta, að Ingólf ur Ástmarsson, biskupsritari, þjón aði Ámesprestakalli um tíma fyr ir nokkrum árum. BARNAMORÐINGINN NÁDiST EFTIR FIM BÞG-Reykjavík, 8. júlí. Á sunnudaginn hantttók Par ísarlögreglan 27 ára gamlan mann, Lucien Leger að nafni, scm cftir 25 klukkustunda stöð ugar yfirheyrslur játaði að hafa myrt 7 ára gamlan dreng, Luc Taron, á hinn hroðaleg- asta hátt, 38 dögum áður. Morð þetta vakti gífurlegan óhugnað, ekki aðeins í Frakk- LEIT landi, heldur víða um helm, og var skýrt frá leit lögreglunn ar að morðingjanum.á forsíðum blaða um alla Evrópu. f 38 langa daga leilaði franska lögreglan morðingjans, og á sama tíma hafði ’morðing inn stöðugt samband við lög- regluna og blöðin, með bréfa skriftum og símahringingum. Hann lýsti ekki aðeins í smá atriðum, hvernig hann hefði myrt litla drenginn, eftir að hafa tælt hann heiman frá sér inn í skógarþykkni, held ur greir.di og frá fyrirætlunum sínum um að fremja fleiri morð, ef ekki yrði greitt svo og svo mikið i ,,lausnargjald“. Þá sagði hann sömu aðilurn frá því, að hann hefði framið fjögur önnur morð, en lögregl an telur nú, að sú frásögn hans hafi ekki við rök að styðj ast, heldur sé þetta bara ein afleiðing geðveilu hans. f bréfum til blaðanna kynnti hann slg nákvæmlega, án þess þó að greina nafn sitt. Sagðist Framhald 4 15. tfðu. LUCIEN LEGER hx

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.