Tíminn - 12.07.1964, Qupperneq 14

Tíminn - 12.07.1964, Qupperneq 14
%2B Þar sem, ég hélt, að Clementine væri þarna einnig, sagði ég við Mary: „Er mamma þ'ín uppi á loíti? — Mig mundi langa til að hitta hana.„ Mary svaraði: „Móðir mín er cins mikil lcona eins og hún er mikil eiginkona. Móðir mín tel- ur, að því seinna, sem hún komi þeim mun betra fyrir hann.“ Eg spurði, hvað hún ætti við og þá svaraði hún: „Ja, hann er í stöð- ugri framför og það, sem fer i taugarnar á honum verður hann að gera upp við sjálfan sig, svo að hún heldur sig í fjarlaegð, Móð ir mín er vitur kona." Þetta eru viðurkenningarorð ■hennar um þolinmæði og hyggindi móðurinnar. Við eyddum síð-deg- inu við samræður um allt milli hímins og jarðar, og þó að Clem- entine væri ekki þarna gtödd, var eiris og maður fyndi nálægð henn- ar samt sem áður, Eg held að Mary svipi einna mest til hennar af öllum dætrpn- um. Alúðleg, skilningsfull — þessi heimilslegi hlýleiki — þessi fjölskylduást, sem móðir hennar hefur einnig. Lafði Churchill hefur ætíð ver ið yndisleg móðir. Hún hefur átt í erfiðleikum vegna barna sinna eins og milljónir annara foreldra en börn frægra stjórnmálamanna þurfa að hljta því að vandræði þeirra séu blásin út í fréttum um allan heim. Það er ekki unnt að Jeyna þeim ne þagga þau niðuri Móðir þeirra hefur sýnt mikla still ingu og virðuleika þó að ýmsir örðugleikar hafði steðjað að fjöl- skyldunni. Það er fáum konum lagið. Flestar mundu á einhver.n hátt sýna börnum sínum vantraust eða ámæla þeim opinberum vett- vangi. Það flökraði aldrei að Cle- mentine. Hvað sem á bjátaði inn- an fjölskyldunnar, sýndi hún alltaf sömu stillingu og skynsemi, sem gert hefur hana að svo merkri konu, sem raun ber vitni.‘- En Mary fetaði í fótspor móður sinnar á annan hátt einnig. Hún hólt ýmsu af þeim líknarstörfum, er hún tók að sór, leyndum fyrir föður sínum. En hún hélt þeim! einnig lengi ieyndum fyrir móður. sinni. Mary tekur mjög virkan þátt í skipulagningu og endur-1 skipulagningu kirkjulegrá hergisti heimila. Clementine sagði við vink°nu; sína; „Ég komst að þessu af til- viljun. Hún hafði ekki einu sinni sagt mér það,“ í f jölskyldu Clementine og Churchills eru ennfremur barna börnin Julian, Edwina, og Celia,1 sem eru börn hr. og frú Duncan Sandys. Þá eru Winston Churchill yngri og Arabella, sem eru börn Randolfs, Mary fæddi þeim fimm barna- börn, þar á meðal Winston Soames | og Clementine Somes. En Mary gaf foreldrum sínum einnig dálítið annað, — fæðing hennar færði þeim huggun í mikl um harmi. Nóttin 23. ágúst 1921 var nótt í lífi þeirra, sem þau aldrei gátu gleymt. Marigold Frances Churchill var fjórða barn þeirra. Marigold hafði sama jarpa hárið og faðir hennar og einnig fallegt bros móðurinnar. Þegar á þriðja ári var ’hún fjörið og lífsgleðin uppmáluð. söng barnavísur fyrir hvern sem heyra vildi og hljóp hlæjandi á undan þjónustuliðinn i kringum mat- borðið. Hún va „mömmubarn“, og fylgdi móður sinni eins og skuggi hennar. Marigold var miklu hænd ari að móður sinni, en hlódræga stúlkan Sara, Sumarið 1921 sendi Clementine Marigold ásamt barn- fóstru hennar, ungfrú White til Brodstairs, svo að þær íengju and að að sér sjávarloftinu. Marigold undi sér hið bezta á baðströnd- inni, unz hún skyndilega veiktist Clementine hraðaði sér til þeirra Marigold var of sjúk ti] að unnt væri að flytja hana og læknum reyndist ókleift að greina sjúk-, dóm hennar nákvæmlega. Winston sem þá var fjármálaráðheri-a! komst ekki til Broadstairs fyrr en um næstu helgi, en þurfti svo að fara eftur til Lundúna í einhverj-' um mikilvægum erindagerðum. Clementine og ungfrú Wite viku vart frá sjúkrabeði Marigold og skiptust á um að vaka yfir henni dag og nótt. Strax og Winston gat losað sig frá stjórnarstörfunum, flýtti hann sér þangað aftur til að vera með konu sinni og barni, en neyddist m að fara aftur til Whitehall, Morgun nokkurn kom skeyti frá Clomentine til Downing Street 11., þar sem hún bað hann að hraða sér aftur til Broadstairs Ifann sat um stund með Clemen- tine við rúmstokkinn hjá Marigold Snemma kvölds gekk hann út og gekk þar fram og aftur um garð ana umhverfis húsið í South Cliff Parado Tár hrundu honum af augum, Ilann talaði ekki til neins Clementine varð eftir inni hjá Marigold. Konan hans kallaði á hann og hann flýtti sér inn, Eflir stutta stund birtisl hann aftur í garðinum. I fyrsta sinni í margar klukkustundir lauk hannj nú upp munni og talaði til eins| mannsins í starfsliði þeirra. ,,Eg veit, að yður þótti mjög vænt um hana", sagði .hann. „Þór rnunduð vfst vilja sjá hana" Winston virtist algeylega nið- urbrotinn maður og gat ekki hald- ið aftur af tárunum Clementine! kom til hans, en enginn sá henni falla tár af hvarmi. Það var einsj og sjálfsögun sú. er hún hafði tileinkað sér svo mörg ár. héldi j tilfinningum hennar í spennitreyju; Hún grét hvorki né talaði Hún var einmitt að missa barn sitt. Núj vildi hún aðeins reyna að sefa harm manns síns. Sjálfsagi Clementine leyfði henni sjaldan þann munað að gefa innri tilfinningum sínum lausan taum- inn. Hún stælti sjálfa sig gegn harmi og sorg á eigin hátt og leit á dauðann frá öðrum sjónarhóli en flestir aðrir. Minningu systur sinnar heiðraði hún með mynd, sem hún átti af henni liggjandi í líkkistu. Hún lét taka myndina, vegna þess að systir hennar var jafnvel falleg í dauðanum. Þegar móðir hennar dó í Dieppe fóru Clementine og Winston þangaö saman Enn hélt hún aftur af tár- unum Mörgum árum síðar leyfði húh prófessor Lindeman að skyggnast inn i hugskot sitt, er hún skrifaði honum huggunarbréf vegna and- láts móður hans. Hún skrifaði: „Móðirmissir er dapurleg lífs- reynsla. Eftir það or maður einskis barn lengur og það er afar ein- manaleg ti]finning.“ Hún er ófeimin við að láta í ljósi gleði og hlátur hvarvetna. Harmi sínum deilir hún ekki með noinum, nema eiginmanni sínum. Clementne talar gjarnan um móður sína, systur sína, en aldrei um Marigold. TIGNI ÁHEYRANDINN. 8, júní 1946 tóku Winston og Clementine sér stöðú á stórum fyrirfólkssvölum, sem smíðaðar höfðu verið í tilefni dagsins mikla —- sigurdagnn. Þar voru þau ásamt konungsfjölsky.ldunni, hr. og frú Clement Atlee og loks kónginum og horfðu þaðan á hergönguna miklu, þar sem þátt tóku fulltrúar nær allra greina hersins, auk al- mennra borgara, sem barizt höfðu af jafn miklum krafti í hehnavarn- arliðinu Þegar þessari miklu hergöngu var lokið fóru þau öll til Downing Street, þar sem snæddur var há degisverður og um kvöldið fóru þau í Neðri málstofuna til að horfa á flugeldasýninguna yfir Thames fljóti. Þar hitti'þau konunginn fyr ir ásamt drottningu sinni, Mary, Elísabetu prinsessu og Margréti prinsessu hertogaynjuna af Kent, krónprins Noregs, Athlonana, og 35 koma og fá okkur að borða. Þú ert þreytuleg, Þegar þau voru sezt sagði Mark upp úr eins manns hljóði: — Ég er að brjóta heilann um, hver sé ástæðan fyrir því að Brett ætlar að hafna stöðunni í Kali- forníu. Það er hreinasta vitfirr- ing. Ósköp voru þær alltaf skamm- vinnar hinar gleðilegu stundir í lífi hennar, hugsaði Tracy dapurlega, Hún hafði verið svo róleg og glöð, en orð Marks höfðu eyðilagt allt. — En hann útskýrði fyrir okk- ur, að hann vildi heldur fara til Afganistan? — Enginn með fullu viti myndi kjósa slíkan leiðangur frek ar heldur þýðingarmikla ábyrgð- arstöðu, svaraði Mark stutllega. — Það er einhver ástæða fyrir þessu og ég held að ég hafi grun um, hver hún er. Tracy kingdi kaffinu, , en minnstu munaði að henni svelgd- ist á. Reyndi Mark að leggja gildru fyrir hana? Jafnvel þótt hann tryði því í raun og veru að hún myndi ekkert frá því sem gerzt hafði fyrir flugslysið, gat þá átt sér stað að tortryggni hans væri vakip á ný? Hún sagði ekk- ert og svo virtist sem hann veitti ekki þögn hennar eftirtekt. — Það hlýtur að vera Lenora, hélt hann hugsi áfram. — Það hefur hlaupið snurða á þráðinn og hann vill ekki vera nálægt henni og eiga á hættu að hitta hana hvenær sem er. Það er leið- inlegt, sérstaklega núna þegar ég var farin að halda að þau mundu loksins gifta sig ,.. * — Brett . . . og Lenora? — Furða þig mjög á því? Þau hafa þekkzt árum saman og Len- ora er mjög aðlaðandi kona. Brett var að byrja að skilja, hversu aðlaðandi hún var í fyrra . . . en HULIN FORTIÐ MARGARET FERGUSON svo kom ýmislegt til sögunnar, sem dreifði huga hans um tíma. Mark kveikti sér seinlega í síg- arettu. — Ég veit ekki hvað hefur gerzt milli þeirra, en það er alla vega dapurlegt. Brett á skilið að fá tækifæri til að lifa sínu eigin lífi . . . Eigum við að fara núna? Henni var reglulega kalt núna og hún vafði kápunni fastár að sér og settist undir stýri. Hún fór loks að skilja, hvað það var, sem hún hafði gert á hluta Bretts þessa nótt er hún fór til hans inn í vinnuherbergið hans. Hann hafði reynt að byggja upp nýtt óg sjálfstætt líf, en hún hafði veitt hann í net sitt og hert að, svo að hann átti sér engrar undan- komu auðið. Ósjálfrátt ýtti hún fætinum fastar á benzíngjöfina og ók fram úr stórum vröubíl á krappri beyju, án þess að taka eftir því. — Það er slæm beygja hérna til vinstri skammt frá — og vegur- inn mjórri þar, sagði Mark ró- lega, Hún hægði samstundis á ferð- inni og nokkar sekúndur fannst henni hendur sínar sem lamaðar. Mark hlaut að hafa beitt allri stillingu sinni til að hafa ekki skipað henni að aka gætilega. Nú skildi hún ljóslega, hvernig slysið hafði borið að höndum. Hún hafði verið í uppnámi yfir einhverju og ekki hugsað um, hvernig hún ók, ekki skeytt ura hversu ofsalega hún ók eða hver varð að líða fyrir það. Leyndardómurinn var þá eng inn leyndardómur eftir allt sam- an, hún var vissulega fær um að drepa mann. Hún sá sjálfa sig í speglinum þegar hún rétti sig upp í sætinu. Hún trúði varla sínum eigin aug- um að sjá andlitið sem hún bar núna, þegar það hefði átt að vera andlitið á brúðarmyndinni — and litið á hinni einu Tracy Sheldon. 10. KAFLI. — Ég held að þú hljótir að hafa misst vitið, Brett. Þú horfðir ró- legur á að Tracy eyðilagði líf Marks að maður nú minnist ekki á mitt og nú lætur þú hana fara eins með þig. Þú hegðar þér eins og kanína sem slanga hefur dáleitt Nan klippti í gríð og erg nf runn- unum. — Það er hreint ekki nauðsyn- legt að brúka slík orð, sagði Brett rólegur. — Líf Marks er alls ekki eyði- legt. Ekki þitt heldur. Ég vil síð- ur að þú haldir að ég sé ónær- gætinn, Nan, en óhappið á hjól- inu var ekki annað en slys . . og hvað snertir Norris Adams, þá varst þú . . . — Hlífðu mér við þeirri gömlu ræðu að ég geti prísað mig sæla að það fór sem fór fyrst hann var ekki áreiðanlegri en svo að hann gleymdi mér á sama augna- bliki og Tracy lygndi framan í hann augunum. Eg hef heyrt það þúsund sinnum áður, Nan kramdi niður blómin undir skónum. —- En við skulum ræða aðeins meira um Mark. Þú veizt ósköp vel, hve hann á erfitt núna. Hann hefur enga von um almennilega vinnu. Vinir hans koma fram við hann á yfirdriíinn og vandræðalegan hátt og þeir sem verstir eru þykj- J ast ekki þekkja hann, Ég tel víst j að þú sért á þeirri skoðun að ' meðan hann hefur Tracy þá geri hitt ekki vitund til. Hún sneri sér að honum og otaði að honum garð klippunum. — Ég er bara að velta fyrir mér, hvað hún tollir hér lengi! Henni hundleiddist hér — og í hjónabandinu — löngu áður en slysið varð. — Ég held að þú sórt ekki með fulla dómdreind, þegar Tracy á í hlut, sagði Brett stillilega, en hún hlustaði ekki á hann. Hatur henn- ar á Tracy var sem ómótstæðilegt afl, sem hún reyndi ekki lengur að yfirbuga. — Og sjáðu bara hvort henni fer ekki að leiðast bráðum aft.ur — og meira en áður, vegna þess að henni finnst hún standa i ein- hvers konar skuld við hann. Hún leit á blómin, sem hún hólt á í hendinni og bætti við: — Það er bezt að ég fai'i inn með þessar og seti þær í vatn áður en ég eyðilegg fjeiri! Brett gekk yfir illa hirtan mat- jurtagarðinn, djúpt hugsi. Auð- vitað hafði verið flónska að búa hér áfram öll saman eins og með- an þau voru börn. Þegar Mark og Tracy giftu sig hafði hann fengið æskilega átyllu til að fara og-lifa sínu eigin lífi, óháður þeim hin- um. En honum hafði bara ekki komið það í hug, Pilagrims Barn var heimili hans — og meira heim ili hans en þeirra, þar sem honum hafði alla tið þótt sérlega vænt j um það. Hann hafði verið skotinn í Tracy í gamla daga, en það hafði verið meira af vana en alvöru.' Iíann hefði aldrei trúað að hann ætti seftir að finna til þessarar ólý anlegu ástar, ástríðu, löngunar- innar að eiga hana einn. Nei, það varð að vera Afganistan í næsta mánuði og ekki Kalifornía um haustið. Hann varð að komast héð an burt frá Pilagrims Barn og Tracy. Og svo yrðu þau að sjá um sig sjálf. Skyndilega rakst hann á Tracy, Hún sat undir gömlum bekk undir eplatré og hélt á einum af hvolp- unum í fanginu. Hún hrökk við, þegar hún kom auga á hann. — Ó, éi't það þú! Ég hélt kannski að það væri Nan, sem hefði saknað eins af hvolpunum og kæmi að sækja hann áður en ég kyrkti hann, sagði hún gleði- laust. — Það var kjánalegt af mér að taka hann upp en ég fann hann þarna og hann var svo þreytt ur, veslingurinn litli. Og hvolpurinn var lifandi og FERÐIR VIKULEGA TIL^ SKANDINAVIU T í M I N N, sunnudagur 12. iúlí 1964. — l «

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.