Tíminn - 22.07.1964, Page 2

Tíminn - 22.07.1964, Page 2
ÞriSjiudagur, 21. júlí. NTB-Lundúnum. — Alec Dou- glas-Home, forsætisráðherra Bretlands, skoraði í "dag á Pap- andreou, forsætisráðherra Grikklands, að stöðva sending- ar hermanna og hergagna til Kýpur Papandreou kom til Lundúna í gær og sat fund með brezku rikisstjórninni í dag í opinberri yfirlýsingu, sem send var út eftir fundinn, segir, að forsætisráðherrarnir hafi verið sammála um, að Kýpur-deiluna bæri að leysa innan ramma s.þ. NTB-Saigon. — Um tvö hundr- uð stúdentar, sem fóru í mót- mælagöngu að franska sendi- ráðinu í Saigon, hrópandi: „Nið .ur með de Gaulle!“, brutu margar rúður í byggingunni, eyðilögðu húsgögn og skiala- skápa og brenndu bíl fyrir ut- an sendiráðið Samkomulagið milli Suður- Vietnam og Frakklands hefur stórlega versnað síðustu vik- urnar og velta menn því nú fyrir sér, hvort Frakkar muni draga úr fjárframlögum til landsins. NTB-NewYork. — Franska flutningaskipið Margerete sendi [ dag frá sér neyðarskeyti, er það var statt um 795 sjómílur aust-suð-austur af Cape Race á Nýfundnalandi, þar sem sagði, að mikill eldur væri laus í skip-' inu. Bátar voru sendir á vett- vang og sömuleiðis flugvél- Tilkynnti hún síðdegis, að hún Ihefði séð tvo björgunarbáta skammt frá slysstaðnum, en flutningaskipið virtist alelda. Slæmt veður er á þessum slóð- um og haugasjór og erfitt að fylgjast með björgunarbátum. 20 manna áhöfn mun hafa verið á skipinu. NTB-Kairó. — Á ráðstefnu 32 Afríkuríkja í Kairó var í dag samþykkt að leggja til, að refsiaðgerðum yrði beitt gegn stjórn Suður-Afríku, vegna af- stöðu hennar í kynþáttamálum NTB-Varsjá — Ríkisstjórn Pól lands fyrirskipaði í dag fjölda- náðanir í tilefni af hátíðahöld- unum í sambandi við 2 ára af- mæli kommúnistastjórnarinnar í landinu. NTB-Dortmund. — Alexei Ad- sjubei, aðalritstjóri Isvestija, málgagns sovézku stjórnarinn- ar, kom í dag ásamt konu sinni, dóttur Krústjoffs, forsætisráð- herra, í heimsókn til V-Þýzka- lands í boði tveggja dagblaða í Dortmund. Segja fréttamenn, að þessi heimsókn geti leitt til þess, að tengdafaðir ritstjórans, Krúst- joff, komi i opinbera heimsókn til V-Þýzkalands, einhvern tíma bráðlega. NTB-París. — U Thant, fram kvæmdastjóri S.þ. kom til Par- ísar frá Genf í dag, þar sem hann mun eiga viðræður við de Gaulle, forseta um S-Vietnam og ástandið á Kýpur. 2 KrustjoN segist ekki óttast Goidwater NTB-Varsjá, 21. júlí. j herra Sovétríkjanna, sagði í langrl !át'i sér ekki stamda á sama um, Nikita Krústjoff, forsætisráð- ræðu í Varsjá í dag, að Sovétríkirl Iivað Barry Goldwater, öldunga- Myndin er tekin á sunnudan, þegar óeirðirnar urðu hvað mestar í Harlem, svertingjahverfi New Yorkborgar. Lögreglumenn, meS hjálma á höfði og vopnaðir kylfum, reyna að dreifa æstum mannfjöldanum. Sést t. d. einn lögreglumannanna greiða mannl þunnt högg í bakið með kylfu sinnl. FBI RANNSAKAR HARLEM-MÁLIÐ NTB-Washington, 21. júlí. j son atburði þá, sem orðið hafa í f tilkynningu, sem send var frá i Harlem, svertingjahverfi New Hvíta húsinu í Washington í York og lýsti jafnframt yfir, að dag, fordæmdi Lyndon B. John- hann hefði gefið ríkislögreglunni, Dómur í Brimnes-máli EJ-Reykjavík, 21. júlí. Dómuir féll mýlega í Brimnes- Þórsmerkurferð „Ferðaskrifstofa Úlfars Jacob- sen gengst fyrir ferðum í Þórs- mörk um verzlunarmannahelgina, eins og hún hefur gert undan- farin ár. Farið verður úr bænum á föstudag og laugardag Ferða-j skrifstofan mun gera sitt til þess að farþegar hennar geti haft sem mesta ánægju af dvölinni i Þórs mörk, t.d. heldur hún dansleiki I Þórsmörk, bæði kvöldin, og mun Sóló-hljómsveitin spila, jafnframt( verður boðið upp á leiki, söng og^ gönguferðir Um gönguferðirnar, sjá reyndir fararstjórar. Síðast en ekki sízt verður svo læknir með íj förinni, á vegum feröaskrifstof-, unnar I málinu svonefnda, og var annar hinna ákærðu, Axel Krístjánsson- í Rafha, dæmdur í 10 þús. kr. sekt fyrir brot á bókhaldslögun- um, en ákærði Sigurður Lárus Ei- ríksson, bókhaldari, var sýknaður. * Þetta mál reis út af rekstri tog- arans Brimnes, en Axel Kristjáns- syni var falið að annast hann um skeið fyrir ríkissjóð. Þóttu fjár- reiður útgerðarinnar allvafasamar, og var höfðað mál á hendur hon- um. Dómurinn féll s.l. fimmtudag, og var Axel þar dæmdur í 10 þús- und kr. sekt, auk þess sem hann skal greiðla % af málflutnings- j launum verjanda hans og Sigurðarj og allan annan sakarkostnað. Sig-’ urður L. Eiríksson, bókhaldari, var sýknaður af öllum ákærum. FBI, skipun um að rannsaka alla málavexti gaumgæfilega. Mikil spenna var enn í dag í blökkumannahverfinu eftir átökin, sem - urðu þar í gærkvöldi og var óttazt, að til nýrra átaka kynni að koma. f yfirlýsingu forsetans segir, að hann hafi beðið yfirmann FBI, Hoover, að tilkynna Nelson Rocke feller, ríkisstjóra i New York og lögregluyfirvöldum ríkisins, að ríkislögreglan myndi á eigin spýt- ur rannsaka alla málavexti til að komast að því, hvort sambandslög in hefðu verið brotih með atburði þeim er varð í borginni á fimmtu- dag, en þá skaut óeinkennisklædd ur lögreglumaður 15 ára blökku dreng til bana. Þá heitir forsetinn borgaryfir- völdum í New York öllum þeim stuðningi, sem hún telur sig þurfa vegna óeirðanna í Harlem. Hins vegar sagði blaðafulltrúi Johnsons, forseta, seinna í dag, að ekki hefði komið til tals að senda hersveitir frá sambandsstjórninni til borgarinnar og ekki heldur að setja lögregluna í New York und ir fulla stjórn sambandsstjórnar- innar. deildarþingmaður segir Hins vegar óttist Sovétríkin ekki hótanir hans, en muni hafa vopnbúnað sinn í fullkomnu Iagi til að geta svarað hinum bandairísku heims- valdasinnum í sömu mynt. Sovézki forsætisráðherrann við- hafði þessi ummæli í ræðu, sem hann flutti í hófi í Varsjá í tilefni af hátíðahöldum í sambandi við, að 20 ár eru liðin frá frelsui Póllands í síðustu heimsstyrjöld. Hóf þetta varð allsögulegt, því að sendiherra Bandaríkjanna í Var- sjá, John Cabot, yfirgaf fundar- salinn í mótmælaskyni við ummæli kommúnistaleiðtogans Wladyslaw Gomulka, sem réðst harkalega gegn hernaðarstefnu Bandaríkj- anna, og ekki hafði Gomulka lokið ræðu sinni, er brezki sendiherr- ann, sir George Clutton, stóð einn- ig upp og gekk brott. í ræðu sinni vék Krústjoff að kjöri Goldwaters til forsetafram- boðs í Bandaríkjunum og sagði hann m.a., að maður þessi stefndi nú til Hvíta hússins með and- j kommúnistísk slagorð á vörum. Við óskum ekki eftir að blanda okkur inn i styrjöld hinna tveggja . borgaralegu flokka Bandaríkjanna, en við hljótum þó að fylgjast með því, sem gerist I Við verðum að draga okkar á- ilyktanir af ummælum Goldwaters, og getum ekki látið þau eins og vind um eyru þjóta. En eitt er víst, að hugsanleg styrjöld, ef þeir hafa slíkt í huga, mun leiða til tortímingar þess ríkis, sem byrjar hana, sagði Krústjoff. SlLDAR- AFUNN Þriðjudaginn 21. júlí: Óhag- stætt veður á síldarmiðunum s.l. sólarhring og var síldarleitirni'i að- ein-s kunnugt um afla 6 skipa sam- tals 3.500 mál og tn. Skarðsvík SH 450, Húni II HU 300, Lómur KE 650, Jón Kjart- ansson SU 900, Höfrungur III AK 900, Hafþór RE 500. SÓÐAR í FERÐALÖGUM KH-Reykjavík, 21. júlí. Verzlunarmannahelgin nálgast, og menn eru þegar farnir að búa sig undir hana, hver á sinn hátt. Sumir eru kátir og liugsa gott til aö skemmta sér, aðrir eru kvíðnir, — það eru til dæmis þeir, sem þurfa að hreinsa til eftir þessa almennu frí- og skemmtanahelgi. Skógrækt ríkisins hefur nú á síð- ustu árum orðið að kosta til tug- um þúsunda króna við hreinsun cftir slíka helgi I Þórsmörk einni, en þangað sækir alltaf gífurlegur fjöldi fólks. Nú ætlar Skógræktin að láta fólkið sjálft bera kostnað af hreinsuninni að einhverju leyti með því að taka 30 kr. gjald af hverjum, sem í Mörkina fer um verzlunarmannahelgina. Hákon Guðmundsson, skógrækt- arstjóri, Garðar Jónsson, skógar- vörður á Suðurlandi, og Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs, sátu fund með fréttamönnum í dag og skýrðu frá þeirra undirbúningi undir komandi verzlunarmannahelgi. — Þessar helgar eru að verða eins og smalabúsreiðin forðum, sagði skógræktarstjóri, og kannski þær verði bannaðar eins og smala búsreiðin á sínum tíma, þegar spillingin þótti keyra úr hófi fram. Það kom fram á fundinum, að með síauknum ferðamannastraumi um allt landið hefur umgengnin versnað mikið, og sem dæmi má nefna, að skógræktin þarf nú að láta hreinsa meðfram helztu leið- unum í Vaglaskógi, Hallormsstaða skógi og Ásbyrgi tvisvar í hverri viku á sumrin. Verzlunarmanna- helgin er alltaf mesta sóðahelgi sumarsins, og hefur hreinsun eft- ir hana eina kostað Skógræktina gífurlegt fé og fyrirhöfn. Þórs- mörkin er yfirleitt langmest sótt, og umgengni hefur þar farið versn andi eins og annars staðar. Verst er alltaf með glerbrotin, sem vald ið hafa meiðslum á saklausu fólki, ef ekki hefur náðst að fjarlægja þau fljótt og vel. Garðar Jónsson sagði okkur, að eftir verzlunarmannahelgina í fyrra hefðu 3 þúsund flöskulík komið.í leitirnar í Þórsmörk, en að auki voru glerbrotin úti um allt. «30 króna gjaldið, sem Skóg- ræktin ætlar að innheimta í hverj um bíl, sem að Mörkinni ekur, fer í að kosta hreinsun og viðhald staðarins. Skógræktarstjóri sagði, að það væri raunar á móti sjónar miðum þeirra að selja inn á al- menningsstaði eins og Þórsmörk, það væri neyðarúrræði, og hann kvaðst þess fullviss, að með tím- .anum mundi fólki lærast að ganga sómasamlega um. Margir gengju líka vel um, sagði hann, t. d. Ferðafélag íslands og Litli ferða- klúbburinn, sem alls staðar væru til fyrirmyndar. Að venju er búizt við talsverð- um drykkjuskap og jafnvel ólát- um, og hefur Skógrækt ríkisins fengið lækni til þess að vera 1 Mörkinni yfir helgina. í fyrra voru þar tveir læknar og höfðu meira en nóg að gera. Hákon tók fram, að Skógræktinni væri í rauninni ekkert kærara en að fólk sækti á girta og friðaða staði, en hún vildi, að það gengi þrifalega um og hegðaði sér á mannsæmandi hátt. í Þórsmörk eru ruslatunnur eins víða og unnt er, salerni eru á fjórum stöðum, og vatnsleiðsla hefur verið lögð um langan veg í Húsadal til að búa sem bezt að ferðafólki. Einnig voru blöðin beð in að minna fólk á að leggja ekki upp í Þórsmerkurferð á litlum bílum, því að þeir gætu stór- skemmzt. Reynir Karlsson sagði, að Æsku lýðsráð stæði ekki fyrir neinum skemmtunum eða ferðalögum að þessu sinni, en hún gæfi ráð varðandi ferðalög, sem hún teldi heppileg fyrir unglinga. T f M I N N, miðvlkudagur 22. júlí 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.