Tíminn - 22.07.1964, Page 5
RITSTJÓRl: HALLUR SÍMONARSON
Hnífjöfn keppni Islendinga og
Norðmanna
Eftir 10 greinar er
staðan jöfn 53—53
Alf — Reykjavík.
íslenzku og norsku frjálsíþróttamennirnir háðu harða og
—
LlSSSsMÍÍSjSs
| ■
,
tvísýna baráttu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi — og eftir
hinar 10 greinar skiptast stigin jafnt á mjlli þjóðanna, 53:53.
Eftir 8 greinar í gærkvöldi var staðan jöfn, 44:44. Þá var \
keppni ólokið í kúluvarpi og 4 x 100 metra boðhlaupi. Guð-
mundur Hermannsson sigraði í kúluvarpinu og Jón Péturs
hlaut þriðja sæti Eftir þetta hafði ísland hlotið 51 stig gegn |
48 stigum V-Noregs Hápunkturinn var sem sé síðasta grein-
in, boðhlaupið En þrátt fyrir góða viðleitni kræktu Norð-
menn í fyrsta sæti í þeirri grein, en þó hlaut íslenzka sveitin
sama tíma, 43.8 sek. Mikil forföll voru í íslenzku sveitinni
og komu varamenn inn og eftir tvo fyrstu sprettina hafði
norska sveitin náð góðu forskoti. Ólafur Guðmundsson sax-
aði örlítið á þetta forskot — og í síðasta sprettinum jafnaði
Valbjörn Þorláksson bilið með frábæru hlaupi. En því miður,
þrátt fyrir sama tíma var norsku sveitinni dæmdur sigur, og
í staðinn fyrir að hljóta 5 stig, hlaut ísland 2 stig. Hefði
verið um íslenzkan sigur að ræða í þessari síðustu grein,
hefðu stigin eftir fyrri dag verið 56:50 fyrir ísland Og ég er
ekki frá því að þetta boðhlaup hafi úrslitaáhrif — hafi kostað
ísland sigur. En vissulega getur þó allt gerzt í kvöld.
Valbjörn og Ólafur Guðmundsson koma fyrstir í mark í 100 metra hlauplnu. Tvöfaldur íslenzkur sigur.
VeSur til keppni var miög óhag
stætt á Laugardalsvellinum í gær
kvöldi — sunnan strekkingur og
kalt. Og það var hálfgerður hroll
ur í hinum fimm hundruð áhorf-
endum, sem komu til að horfa á
keppnina. Eftir látlausa setningar-
athöfn hófst svo keppnin. Og
hrollurinn hvarf að mestu eftir
fyrstu grein kvöldsins, 110 m.
grindahlaup, þar sem ísland vann
tvöfaldan sigur. Valbjörn og Þor
valdur Ben. byrjuðu ckki vel og
Norðmennirnir Gismervik og
?.lyklebust náðu strax forystu. En
um mitt hlaup fóru bæði Valbjörn
og Þorvaldur framúr og kom Val-
björn fyrstur í mark á 15.5 sek. en
Þorvaldur annar á 15.7 sek.
j Sem sé — þetta var góð byrjun.
! Síðan rak hver greinin aðra, og
allan tíimann var keppnin jöfn.
| Þórður B. Sigurðsson vann óvænt
; í sleggjukasti. í 100 metrum vann
! ísland tvöfaldan sigur, og var
það önnur greinin, þar sem ís-
land vann tvöfaldan sigur. í 1500
metrum sigruðu Norðmenn tvö-
l falt — höfðu mikla yfirburði. í
langstökki háðu Úlfar Teitsson
og HopLand harða baráttu um
fyrsta sæti og þegar yfir lauk
var Hopland sigurvegari, stökk
6.96 metra, en Úlfar 6.92 m. í
stangarstökki sigraði Valbjörn
með miklum yfirburðum, stökk
4.30 tnetra, en Norðmaðurinn í
öðru sæti stökk 4.10 m. í 5000
metra hlaupi sigraði Per Lien
nokkuð örugglega en Kristleifur
hlaut annað sæti — fylgdi honum
fast eftir allt þar til einn hring-
ur var eftir. í 400 metra hlaupi
sigraði Skjelvág, en Ólafur Guð-
mundsson varð annar.
í heild má segja, að keppnin
hafi farið vel fram, en eftir öllu
hefði ísland átt að vera með 6
stiga forskot, hefðu engin forföll
verið í boðhlaunssveitinni. En um
það þýðir ekki að fást úr þessu:
Úrslitin í gær urðu eins og hér
segir:
Fyrri dagur: Úrslit.
110 m. grindahlaup.
1. Valbjörn Þorláksson í 15.5 sek.
2. Þorv. Benediktss. í. 15.7 sek.
3. Björn Gismervik VN 16.0 sek.
4. Magnar Myklebust VN16.0 sek.
Stig í: 8. VN: 3.
Sleggjukast:
1. Þórður B. Sigurðss. í 51.80 m.
2. Arnfinn Bigseth, VN 50.38 m.
3. Jón Ö. Þormóðss. í 49.11 m.
4. A. Alsakær VN 45.62 m. j
Stig f: 7 VN: 4.
2. Ulfar Teitsson I 6.92 m.
3. J. Rypdal VN. 6.49 m.
4. Þorvaldur Bened. í 6.21 m.
Stig í: 4 VN: 7.
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson í 4.30 m.
2. Haldor Sæther VN 4.10 m.
3. Hermund Högheim VN 3.80 m.
4. Valgarður Sigurðss. í. 3.65 m.
Stig í: 6. VN: 5.
1500 m. lilaup:
1. Thor Solberg VN 4:00,0 mín.
2. Dagfinn Kleppe VN 4:03,8 tnín,
3. Halld. Guðbj.ss. í. 4:11,0 mín.
4. Halld. Jóhanness. í. 4:12,2 mín.
Stig f: 3. NV: 8.
100 m. hlaup:
1. yalbjörn Þorlákss. í. 11,1 sek.
2. Ól. Guðmundsson í. 11,2 sek.
3. Anders Jensen VN 11,4 sek.
4. Svein Rekdal VN. 11,6 sek.
Stig í.: 8. VN.: 3.
Langstökk:
1. Öyvind Hopland VN
6.96 m.
t.Cfaldan sigur í grelnlnni.
5000 m. hlaup:
1. Per Lien VN. 14:48,6 mín.
2. Kristl. Guðbj. í. 15:29,4 min.
3. Odd Nedrebö VN. 15:30,8 mín.
4. Agnar Levý f. 15:47,6 min.
Stig: í.: 4. VN.: 7.
Kúluvarp.
1. Guðm. Hermannss. f. 15.87 m.
2. Ola Öydegard VN. 15.37 m.
3. Jón Pétursson í. 15,03 m.
4. Trand Gjul VN. 14,39 m.
400 m. hlaup:
1. John Skjelvág VN. 49,2 mín.
2. Ól. Guðmundss. í. 50,2 mín.
3. Otto Heramb VN. 50,6 mín.
4. Þórarinn Ragnarss. f. 51,1 mín.
Stig: 1: 4. VN. 7.
4x100 m. boðhlaup:
Vestur-Noregur
fsland
43,8 sek.
43,8 sek.
Norðmaðurlnn Hopland
langstðkkinu. Hann sigraði, stökk 6.96 metra.
(Timamyndlr-GE).
I kvöld
Alf — Reykjavík.
í kvöld heldur landskeppnin við V-Noreg áfram og
verður þá keppt í eftirtöldum greinum-’
200 m. hlaupi
800 m. hlaupi
400 m. grindahlaupi
3000 m. hindrunarhlaupi
hástökki
þrístökki
spjótkasti
kringlukasti
4x400 m. boðhlaupi.
Keppnin hefst klukkar 20.30.
T í M I N N, miðvikudagur 22. júlí 1964.
T