Tíminn - 22.07.1964, Page 7
V
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson
Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skrif
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl. sími 19523 Aðrai
skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán ínnan
lands — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
Tíu staðreyndir
Morgunblaðið er öðru hverju að ráðast mjög harkalega
á vinstri stjórnina. í tilefni af þessum skrifum Mbl., vill
Tíminn leggja fyrir það þá spurningu, hvort það treyst-
ir sér til að mótmæla eftirgreindum staðreyndum:
1. Skuldir þjóðárinnar við útlönd, að frádregnum inn-
eignum bankana, voru mun minni í árslok 1958, þegar
vinstri stjórnin lét af völdum, en þær eru nú.
2- Útgjöld ríkisins hafa margfaldazt síðan vinstri
stjórnin lét af völdum og álögurnar, sem ríkið leggur á
almenning, hafa þó aukizt enn meira.
3. í kaupsamningum þeim, sem gerðir voru í vor, urðu
verkamenn að sætta sig við daglaun, sem hafa mun minni
kaupmátt en þau laun, sem þeim stóðu til boða í samn-
ingum við vinstri stjórnina haustið 1958.
4. Hagur landbúnaðarins hefur stórversnað á þessum
tíma vegn stóraukins stofn- og reksturskostnaðar. og stór-
um óhentugri lánskjara.
5. Vinstri stjórnin var á góðri leið með að útrýma
húsnæðisskorti í kaupstöðum og kauptúnum en hann hef-
ur stóraukizt aftur vegna ónógra íbúðarbygginga
6. Mjög hefur hallað á ýms byggðarlög seinustu árin
og jafnvægisleysið í byggð landsins er því orðið mun
stærra vandamál en það var fyrir sex árum.
7. Þau höft, sem lama hvað mest framt.ak og sjálfs-
bjargarviðleitni hinna mörgu, lánsfjárhöft og vaxtahöft,
hafe verið stóraukin síðan vinstri stjórnin fór frá völdum.
8. Skipulagsleysi og glundroði í fjárfestingarmálum
hefur vaxið úr hófi fram, því að stjórnin hefur ekkert
vflfað gera til að þrengja olnbogarými hinna ríku.
9. Verðmæti gjaldmiðilsins — krónunnar — er nú í
mörgum tilfellum um það bil helmingi minna en það var,
þegar vinstri stjórnin lét af völdum, sökum hinnar hóf-
lausu verðhækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar.
10. íslendingar voru búnir að fá 12 mílna fiskveiðiland-
helgi, þegar vinstri stjórnin lét af völdum, og höfðu auk
þess einhliða útfærslurétt og gátu því hvenær, sem þeir
vildu helgað sér landgrunnið allt. Þessum mikilvæga
rétti hefur ríkisstjórnin afsalaða.
Hér með er skorað á Mbl. að reyna að hnekkja þess-
um staðreyndum, ef það þorir. En því meira, sem þessi
mál verða rædd, mun það koma betur 1 ljós, að engin
stíórn hefur haft meiri möguleika til að áorka miklu til
póðr op mjv rikisstjórn. sakir óvenjulegs góðæris. og að
ennin s+iórn hefur notað möguleika sín verr sakir þjón-
ustu við stórgróðamennina.
Pólland
Pólverjar halda í dag tuttugu ára afmæli sjálfstæðis
síns. Oki nazismans var þá létt af Póllandi fyrir atbeina
herja Rússa og vesturveldanna. Fáar þjóðir hafa sárari
reynslu af því en Pólverjar, hvað það er að búa við er-
lenda undirokun um lengra skeið. Slík undirokun hefur
þó aldrei bueað frelsisvilja Pólverja. heldur aukið hann
Svo vel höfðu íslendingar fylgzt með frelsisbaráttu Pól-
verja, að þeim var það sérstakt fagnaðarefni, er Pólland
endurheimti frelsi sitt eft.ir fvrri heimsstyrjöldina um
líkt levti og ísland varð siálfstætt.
Miklar framfarir hafa orðið í Póllandi á undanförnum
árum T.ífqkiör Pólverja fara batnandi Auægiulegast er
samt að fx^eia.sT með því. að hinn forni fr''i'-isandi lifir
enn góðu lífi í Póllandi og sýnir það m. a. glöggt í bók-
mennt.um og listum.
Hefur Goldwater siprvonir?
Til þess þarf vióliorf kjósenda aS breyfast mikið fram a$ kosningunpm
BARRY GOLDWATER sýndi
það fljótt eftir, að hann var út
nefndur frambjóðandi republik
ana í forsetakosningunum )
sumar, að hann ættar ekki að
víkja frá þeim ásetningi að
gera flokk republikana að var-
anlegum íhaldsflokki. í ræðu
sinni á flokksþinginu, þegar
hann gekkst undir útnefning
una og þakkaði fyrir hana, lét
hann falla svo vinsamleg um-
mæli um öfgastefnur, að Roche-
feller, Eisenhower og fleiri leið
togar republikana hafa lýst sig
ósamþykka þeim. Margir töldu,
að Goldwater myndi sneiða hjá
þessu í ræðu sinni og myndi
heldur reyna að milda vinstri
arm flokksins en hitt. Goldwat
er virðist hins vegar telja, að
það sé sigurstrangiegra fvrir
hann að mavka hreina línu og
afla sér þannig fylgis sem hinn
einbeitti og stefnufasti íhalds-
maður. Hann virðist ekki heid-
ur hugsa um það eitt að sigra
í haust, heldur að treysta vöid
sín og íhaldsstefnunnar í flokkn
um til frambúðar og geta þann-
ig ráðið vali forsetaefnis 1968.
þegar sigurhorfur geta orðið
enn vænlegri Þetta sást á því
er hann valdi flokknum nýjan
formann eða framkvæmdastjóra
í stað Millers, sem hann út
nefndi - sem varaforsetaefni
Hinn nýi formaður flokksins
sem var valinn að fyrirlagi
Goldwaters er Dean Bi\rch, 36, .
ára lögfræðingur frá Arizona
Fæstir af fulltrúunum á flokks-
þinginu höfðu heyrt nafn hans
áður, en hann hefur unnið fyr
ir Goldwater undanfarið og
hlotið traust hans. Goldwater
ætlar Burch auðsáanlega það
hlutverk að halda flokknum á
réttri línu í framtíðinni.
íhaldsstefna Goldwaters hef-
ur nú áorkað því, að Wallace
ríkisstjóri í Alabama hefur
hætt við framboð sitt og þykir
það líklegt til að styrkja Gold
water í suðurríkunum. Það kem
Burch
ur hér á móti, að síðan Gold-
water var kjörinn forsetaefni
hafa skrifstofur demokrata víða
um Bandaríkin ekki annað því
að taka á móti republikönum.
er hafa lýst stuðningi við John
son. og víða hafa veriö stofnað
ar nefndir óháðra republikana
til að styðja framboð hans
MARGT er nú að sjálfsögðu
um það rætt, hvort Goldwater
hafi einhverja möguleika til að
gjgra Johnson í kosningunum
í haust Öllum kemur saman
Um. að það sé ólíklegt eins og
sakir standa, en þó ekki útiloK-
að, einkum ef einhverjir at
burðir gerast. sem verði óhag-
stæðir fyrir stjórn Johnsons.
í þessum efnum vitna menn
oft til kosningasigurs Truman«
sem sigraði 1948, gagnstætt öll-
um spádómum, George Gallup
forstjóri Gallupstofnunarinnar
hefur nýlega rifjað upp, hvað
skoðanakannanirnar sögðu þá
í skoðanakönnun, sem fór fram
í janúar 1948. fékk Truman
46% en Dewey 41% og Wallace
(klofningsframbjóðandi úr
flokki demókrata) 7%. 1 apríl
var þetta snúið við þannig, að
Dewey fékk 47%, Truman
39% og Wailace 7% Eftir að
framboðin höfðu verið akveð
in um sumarið. fékk Dewey
48%, Truman 37% og Wall-
ace 5%. í séinustu Gallupkönn
uninni fyrir kosningar eða um
miðjan október fékk Dewey
49 5%, Truman 44 5%, Wallace
4% og Thurmond (suðurríkja-
demók'-ati, sem var andstæður
Truman í réttindamálum demó
krata) 2.4% Kosningaúrsiitin
urðu svo þau. að Truman fékk
49.9%; Dewey 45 3%. Wallace
2.4% og Thurmond 2.4%
Seinasta skoðanakönnunin
sýiidi. að Truman vai að unna
á. og senniiega hefur hann
unnið mest á allra seinustu
dagana Seinustu vikurnar
geta oft ráðið úrslitum i sein-
ustu forsetakosningum nafð
Nixon betur í skoðanakönnun-
um fram í september, en þó tók
Kennedy forustuna, en bilið
milli þeirra minkaði að nýiu
í síðari hluta október. Þá fór
Nixon að vinna á aftur, því að
hann herti sóknina, er hafði
verið fremur slöpp hjá honum
framan af. Seinustu þrjár vik
urnar ráða úrslitum, sagði Nix
on. Ýmsir halda, að hefði verið
kosið viku síðar. myndi Nixon
hafa unnið.
Ýmis úrslit í kosningum
Bandaríkjunum benda til þess.
að það sé ekki óheppilegt að
vera talin standa lakari i fyrstu
Fái slíkur aðili byr í seglin, þeg
ar líður á kosningabaráttuna.
getur byrinn aukist og orðið
góður undir lokin ef ekker'
kemur fyrir. Þetta er það sem
menn Goldwaters treysta á. Ti)
þess að ná þessu marki. muou
þeir leggja allt kapp á ið
sverta Johnsson og demokrata
sem undirlægjur kommúnista
' arnna.r
• iði,
Goldwater og Miller á flokksþingi republikana.
T í M I N N, miðvikudagur 22. júlí 1944.
/