Tíminn - 22.07.1964, Qupperneq 15
SÍLDARSKÝRSLAN
F'ramh'.id af 6. síöu.
Sigurpáll 14.745
Sigurvon 2.351
Sigurvon RE 11.937
Skagaröst 6.825
Skálaberg _ 2.565
Skarðsvík ' 7.362
Skipaskagi 1.956
Skírnir 7.140
Smári 3.605
Snæfell 19.037
Snæfugl 3.720
Sólfari 11.199
Sólrún 7.611
Stapafell 7.502
Stefán Árnason 3.076
Stefán Ben. 1.412
Steingrímur trölli 5.704
Steinunn 4.841
Steinunn gamla 2.205
Stígandi 6.305
Stjarnan 3.631
Strákur 2.641
Straumnes • 7.210
Súlan 8.395
Sunnutindur 8.270
Svanur RE 2.156
Svanur 3.691
Sveinbjörn Jakobsson 3.482
Sæfari AK 1.348
Sæfari 2.193
Sæfaxi -/WW 5.515
Sæfell " " 3.408
Sæúlfur 5.267
Sæunn 4.066
Sæþór 7.412
Tjaldur 1.410
Valafell 3.110
Vattarnes 8.878
Viðey 6.759
Víðir II 11.794
Víðir 6.348
Vigri 7.767
Víkingur II 2.484
Vonin 8.743
Vörður 2.486
Þorbjörn 4.078
Þorbjörn II 10.006
Þorgeir 3.252
Þorgrímur 1.342
Þorkatla 4.660
Þorlákur Ingimundarson 3.492
Þorleifur Rögnvaldsson 3.233
Þórður Jónasson 14.006
Þórsnes 3.062
Þráinn > 5.767
Æskan i 3.126
Ögri 7.249
Hringbraut
Simi 15918
VÉLAHREINGERNING
Þægileg
Fljótleg
Vönduð
vinna.
ÞRIF -
Sími 21857
og 40469
ÞYRLI BREYTT
Framliaia ai l síðu.
Ef tilraun þessi hepnnást vel,
sem vonandi verður, er hér um
mikla framför að ræða, og
ætli að þessu að verða mikill
tíma- og vinnusparnaður.
Eins og áður segir, þá er
það Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja Einars Guðfinnssonar h.
f. í Bolungavík sem hefur með
höndum tilraun þessa, og ber
af henni alian kostnað. Sam-
þykki ríkisstjórnarinnar fékkst
til að Skipaútgerð ríkisins lán
aði Þyril til tilraunarinnar, en
Skipaútgerðin hefur að öðru
leyti engin afskipti af þessu.
Þyrill er byggður í Bandaríkj
unum árið 1943, en var keypt
ur hingað til lands árið 1947.
Hann er 809 brúttólestir að
stærð.
sa
Ertefcf vfirlit
og reyna jafnframt að auglýsa
Goldwater sem hinn einbeitta
og hugrakka leiðtoga, er sé fær
um að halda uppi röð og reglu
innanlands og utan. Þessu til
framdráttar, munu þeir láta
Goldwater koma sem mest
fram í sjónvarpi, þar sem hann
nýtur sín bezt, en minna fram
opinberlega á fundum, þar sem
blaðamenn geta átt greiðan að-
gang að honum, því að honum
hefur oft orðið hált á þvi að
vera of opinskár í viðræðum
við þá. Goldwater er ekki held
ur mikill ræðumaður á fundum
en er-notalegur ræðumaður í
sjónvarpi og kemur þar vel fyr-
ir.
Goldwater þarf hins vegar
að vinna mikið á, ef hann að
að fella Johnson og ef marka
skal seinustu skoðanakannanir
Samkvæmt þeim myndi John
son fá um 75% atkvæðanna, en
Goldwater 25%. Johnson virð-
ist nú mun sterkari en Kennedy
nokkru sinni var, en í skoð-
anakönnunum á síðastliðnu
sumri -fékk_Kennedy™54%- og
Goldwater 40%. Johnson ag
fylgismenn hans munu þó ekki
láta þessar tölur blekkja sig.
Sagt er, að Johnson sjálfur
reikni með því, að Goldwater
fái ekki undir 40%. Af hálfu
hans verður því heldur ekki
neitt látið ógert og Johnson er
engin viðvaningur á þessu sviði.
Það má því búast við óvenju-
lega harðvítugri kosningabar-
áttu í Bandaríkjunum í hausí.
Sumir blaðamenn spá því, að
það muni einkenna kosninga-
baráttuna, að Goldwater muni
reyna að sigra7 Johnson með
því að fara að eins og ákafur
hnefleikamaður, sem reynir
að koma sem flestum og mest-
um höggum á keppinautinn,
en Johnson ætli sér að leika
•mjúkt og léttilega eða líkt og
kötturinn, sem sleppir ekki
músinni úr færi og krækir oft í
hana áður en hann hremmir
hana. Þ.Þ.
Á VIÐAVANGI
beiti hvorki ólögum né rang-
sleitni í sýslu sinni. Hann getur
ýmist látið mál til sín taka af
sjálfsdáðum eða eftir kæru.
Menn virðast yfirleitt sammála
um, að starfsemi þessi hafi gef
ið góða rauin í Danmörku“.
f gréinarlok minnir Ólafur á
það, að Kiristján Thorlacius,
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins, hafi hreyft þessu
mikilvæga máli á síðasta þingi
og boríð fram tillögu um undir-
búning og athugun þessara
mála. Hér sé um að ræða mál,
sem næsta Alþingi ætti að
sinna. Það sé augljóst, að
tryggja þurfi betur en nú er,
að allir séu jafnir fyrir lögun-
um og að lögin gangi réttlát-
Iega yfiir alla.
HEYSKAPUR
Framhalú af I. síðu.
ir. Tíðin er of vætusöm til þess
að hirða í vothey, en þó munu
bændur verða að gera það fljót-
lega, ef ekki rætist úr, en það er
miklu verra hey, sem næst í slíku
veðri.
Svipaða sögu er að segja af
Suðvesturlandi, tún eru kafloðin
og bændur búnir að hirða lítið
sem ekkert, nema þeir, sem fyrstir
byrjuðu heyskapinn. Aðallega
hefur verið hirt í vothey að und-
anförnu, þegar til þess gefur.
Ástandið virtist skást í Borgar-
firði.
Fréttaritari .blaðsins í Króks-
fjarðarnesi sagðist ekki vita til
þess, að hey væru víða hrakin í
nágrenni við hann, en þurrkleysi
hefur tafið heyskapinn. Þeir, sem
hafa súgþurrkun, hafa þó getað
hirt talsvert. Bændur hafa notað
tímann til rúninga.
í Húnavatnssýslum hefur verið
ákaflega hlýtt að undanförnu, en
sólarlítið og þurrkar stopulir. Þar
hefur sem sagt ekki verið brak-
andi þurrkur, eins og annars stað
ar á Norðurlandi, en hey eru ekki
hrakin og nást smám saman inn.
Þar komu þrumur og eldingar s. 1.
föstudag, sem er einstætt veður
á þeim slóðum, og fældust hross
við Iætin og hlupu til byggða.
í Fljótum hefur heyskapur
gengið afburða vel, heyið þomar
þar eftir hendinni, segja þeir,
hitaþurrkur síðan á laugardag, og
spretta er góð. Sömu sögu er að
segja úr Ólafsfirði og víðar á þess-
um slóðum.
í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl-
um hefur heyskapur gengið
óvenju vel, þótt margir byrjuðu
seint. T. d. byrjuðu bændur í Mý-
vatnssveit og víðar ekki fyrr en
fyrir nokkrum dögum. En þeir fá
líka þurrkinn, nú er grasspretta
mikil og sunnanþurrkur upp á
hvern dag, hitinn hefur hvað eft-
ir annað farið upp undir 20 stig
í forsælu, og bændur á öllu svæð-
inu hrúga inn vel verkuðum heyj-
um. Margir eru langt komnir með
fyrri slátt._
Á ííéraði hefur verið stanzlaus
þurrkur í viku, margir bændur
eru búnir með fyrri slátt og flest-
ir langt komnir. Undanfarna daga
hefur verið blæjalogn, og hitinn
hefur komizt upp í 26 stig i for-
sælu. í dag var heitur sunnan
vindur.
Veðurstofan spáir áframhald-
andi suðlægri átt og svipaðri tíð
um allt land og undanfama daga,
þurru og hlýju veðri norðan og
austan lands, þungbúnu og úr-
komu á köflum sunnan og vestan
lands.
SKÓLABYGGINGAR
Framhald af 16. sfðu.
fyrir 300 manns, við Kársnesskóla
í Kópavogi.
Verið er að byggja kennarabú-
staði og heimavistarhús við hér-
aðsskólana að Reykjum í Hrúta-
firði, Skógum og í Reykholti. Við
héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði
er verið að byggja tvær kennara-
íbúðir, bókasöfn, mötuneyti fyrir
150 manns og starfsmannahús.
Auk þessa eru í byggingu skóla-
stjóraíbúðir á ýmsum stöðum.
Nú er að Ijúka undirbúningi að
byggingu tveggja húsmæðraskóla,
að Hallormsstað og Laugarvatni.
Á Hallormsstað verður byggður
nýr skóli, ásamt íbúðum kennara
og skólastjóra, staðurinn hefur og
verið skipulagður í heild með hlið-
sjón af framtíðarbyggingum og
skógrækt, og ætlunin er, að báðir
skólarnir verði notaðir sem gisti-
hús að sumri til. Að Laugarvatni
á einnig að reisa nýjan húsmæðra-
skóla, sem notaður verður sem
sumargistihús.
Á vegum húsameistaraembættis-
ins er einnig unnið að endurbót-
um og viðbyggingum við ýnisa
eldri skóla og skipulögð eru ýmis
ný skólamannvirki.
VESTFJARÐAFOR
FERÐASKRIFSTOFU
RÍKISINS
Ferðaskrifstofa ríkisins efnir til
sérstaklega ódýrrar Vestfjarða-
ferðar um næstu helgi Lagt verður
af stað á fimmtudag, eða á morg-
un frá Ferðaskrifstofunni og ekið
um Borgarfjörð og Dali og allt
vestur í Vatnsfjörð, þar sem gist
verður í tjöldum og skála Þaðan
liggur leiðin á Látrabjarg í Arn-1
arfjörð, Dýrafjörð og Önundar-
fjörð allt til ísafjarðar Síðan verð-
ur farið með bát um Djúpið bæði
í Æðey og að Kaldalóni, en síð-
an ekið um Þorskafjarðarheiði í
Bjarkarlund og eftir það til
Reykjavíkur. Ferðin tekur fimm
daga, og kostar 1100 krónur með
fararstjóra og bátsferð um Djúp,
en nesti verða menn að hafa sjálf-
ir eða kaupa á veitingastöðum,
en gisting er heimil I tjöldum.
Einníg verður um helgina farin
þriggja daga ferð um Borgarfjörð,
Snæfellsnes og uppsveitir Borgar-
fjarðar og heim ekið um Kalda-
dal. í þeirri ferð verður gist að
Varmalandi báðar nætur og kostar
ferðin með gistingu 1170 kr
kynningu frá borgarlækni um
mál þetta. Það skal skýrt tekið
fram að hér er um að ræða fóður
korn, en ekki korn til manneldis.
Áskriftarsími 1-61-51
Pósthólt 1127
j Reykjavk.
SKORDÝR
Framhald af 1. sfðu.
væru meinlaus. Kornið mun held-
ur ekki skemimast neitt við eyð-
inguna, og er ástæðulaust að ótt
ast skemmdir á vðrunni þess
vegna, eins og segir í fréttatil-
Nýir - vandaðir • svamp
SVEFNSÓFAR
seljast með 1500.00 kr. af-
slætti í tízku-áklæði.
Teak. - Gullfallegir - nýir.
SVEFNBEKKIR á aðeins
2200.00 kr. — Einnig ný-
uppgerðir-vandaðir 2ja
manna svefnsófar á kr.
2900.00.
Eins manns á kr. 2000.00
Nýlegur armSVEFNSTÓLL
á 2800.00. Glæsilegt ný-
uppgert SÓFASETT — að-
eins 4500.00.
Sendum gegn póstkröfu.
SÓFAVERKSTÆÐIÐ,
Grettisgötu 69.
Sími 20676.
Opið kl. 2—9.
Bíla og
Benzínsalan
við Vitatorg, sími 23900.
Trabant ’64
Opel Kadett station ’64
Volkswagen 1500 ’63
Volkswagen ’63
Opel Kadett ’63
Opel Rekord ’63, ’62
Opel Caravan ’62, ’60-
Opel Kapitan ’62, ’60
Skoda 440 ’60, ’59
Moskvits ’60, ’59
Ford ’60 Fairline
Ford ’58, 6 cyl., beinskiptur
Ford 55 station
Chevrolet ’57, góður bíll
Alls konar skipti og
greiðsluskilmálar koma til
„greina.
Höfum kaupendur á biðlista
að nýjum og nýlegum bif-
reiðum.
BÍLA- og BENZÍNSALAN
við Vitatorg, sími 23900.
PILTAR,
EF ÞlÐ EiGID UNNUSTUNA
ÞÁ Á ÉG HRIN&ANA /
/ýárA?/?/7s/r/tf/7M?so/?A
/ffr/ftlracr/. 6 V' [
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
Hjörtur Lárusson,
Hlíð við Blesugróf,
lézt Iaugardaginn 18. júlí s. 1.
Jarðarförin ákveðin þriðjudaginn 28. iúlí, en þeir sem vildu minn-
vogskapellu. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vildu minn-
ast hins látna, er góðfúslega bent á Krabbameinsfélag islands.
Bjarnfríður Bjarnadóttir, börn og tengdabörn.
Eiginmaður minn og faðir okkar,
Guðmundur Jónsson,
Hólmi Austur-Landeyjum,
lést af slysförum 19. þ. m.
________________Gróa Kristjánsdóttir og börn hins látna.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur sam-
úð og vinarhug, við andlát og jarðarför eiginmanns míns og föð-
ur okkar,
Hannesar Torfasonar,
Gilstreymi.
Guðrún EinarsdóRir og böm.
T I M t N N, miðvlkudagur 22. iúlí 1964. —
15