Tíminn - 30.07.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1964, Blaðsíða 8
VIC hábordð sátu formenn sendinefndanna frá hverju Norðurlandanna. Ræktað land hef ur fjór- faldazt s.l. tuttugu ár Sveinn Tryggvason, formað- Heiðruðu fulltrúar! ur NBC, setti aðalfund sam- takanna á Hótel Sögu í fyrra- dag með þessari ræðu: SVEÍNN TRYGGVASON Eg hef þann heiður að bjóða ykkur, fyrir hönd íslenzku deildarinnar í NBC, velkomna til þessa aðalfundar, og ég vil sérstaklega bjóða erlendu gest- ina velkomna hingað. Þetta er í þriðja sinn, sem aðalfundur NBC er haldinn hér á íslandi. Við höfum alltaf hald ið þessa fundi í Reykjavík, vegna vöntunar á nægilega stóru og góðu húsnæði annars staðar á landinu. Að þessu sinni er það okkur sérstök ánægja að geta boðið ykkur að hafast að í okkar eigin húsnæði, sem íslenzkir bændur hafa lát ið reisa síðustu árin og eiga sjálfir. Við vonum, að þið sé- uð ánægðir ?neð þau herbergi, sem ííið hafið fengið, og að þið fáið góðan aðbúnað, þá daga, sem þið dveljið hér í þessu húsi landbúnaðarins. Það er einnig uppörvandi fyr ir okkur að sjá, að erlendu gest irnir eru nú fleiri en þeir hafa verið á þeim aðalfundum, sem hér hafa verið haldnir áður, og að meðal þeirra eru margir sem komið hafa hingað til lands áður. Við vonum, að ykkur muni líða vel þessa fáu daga, og að við getum á þann hátt endurgoldið hluta af þeirri miklu gestrisni, sem við höfum svo oft notið hjá ykkur. Sumir ykkar, sem komið hingað til lands í fyrsta sinn, haldið ef til vill, að þið séuð komnir til lands, sem liggi á takmörkum hins byggilega heims. Sjálft nafnið, ísland, hefur köld og fráhrindandi á- hrif á útlendinga. Samt sern áður er það síáðreynd', að ís- löndum, sem liggja á suðlæg- ari breiddargráðum. Þrátt fyrir vesöld miðaldanna, með plág- um og fáfræði þeirra tíma, sýndi það sig, að almenningur hafði það sizt verra hér á landi en annars staðar í Evrópu. fslenzka þjóðfélagið var fyrr á tímum eins og flest þjóð félög í þá daga, bændaþjóðfé- lag. Norsku innflytjendurnir, landnámsmennirnir, fluttu bú- fénað sinn með sér, settust að hér og stunduðu landbúnað, lík lega á svipaðan hátt og venja var í gamla landinu. Þeir hafa þó fljótlega tekið að stunda fiskveiðar jafnframt landbún- aðinum bæði í hafinu og í þeim mörgu * ár pg vötnum, sem land.er gott fáftöbúnáðar'tíHd! Ré'hggjá'Um hllt iand. íbyrjun 19 og að sá Islendingur er ekki til sem vildi láta breyta um nafn landsins. Hér hefur verið stund aður landbúnaður í þúsund ár, og hann hefur oft ekkert gefið eftir landbúnaðinum í ýmsum aldar Voru Ibúar íslahds rúm- lega 47 þúsund, og flestallir bjuggu þá í sveitum landsins, sem einnig þá var fyrst og fremst bændaþjóðfélag. Þegar tuttuguasta öldin hóf göngu sína, voru íbúar landsins tæp- lega 79,000, en 1/5 hluti þeirra bjó þá í bæjum með yfir 300 íbúa. í dag er þessum tölum snúið við, þar sem 1/5 íbúanna búa nú í sveitum landsins, en 4/5 í bæjunum. Þannig hefur þróunin verið hér á landi, eins og í öðrum löndum. Fólkið flytur úr sveit- unum í bæina, fer úr landbún- aðinum yfir í aðrar atvinnu- greinar. Það er almennt álitið, að tæknileg og efnahagsleg aft- urför hafi átt sér stað hér á landi frá því fyrstu landnáms- mennirnir komu til landsins og fram að síðustu aldamótum, og segja má, að ekki hafi átt sér stað neinar verulegar fram farir fyrr en á árunum 1920 —30. Mestar framfarir hafa þó átt sér stað síðustu tuttugu ár- in. Á þessum tuttugu árum fjór faldaðist ræktað land, og aðr- ar framfarir urðu eftir því. Við, sem ólumst upp fyrir og rétt eftir fyrri heimsstyrjöld- ina, þekkjum tæplega okkar eigið land í dag. Gömlu hús- in, sem gerð voru úr torfi og grjóti, eru nú einungis sýning- argripir. í stað þessara gömlu rómantízku húsa, eru nú víðast hvar komin ný steinhús með miðstöðvarhitun, rennandi vatni, klóaki og öðrum þægind- um. Fyrr á timum var sumarið annamesti tími ársins hjá bónd Framhalo a 13 slðu Yfirlitsmynd yflr fundarsalinn á Hótel Sögu. (Timamynd, GE). T í M I N N, fimmtudaalno

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.