Tíminn - 08.08.1964, Blaðsíða 14
EG VAR CICERO
EFTIR ELYESA BAZNA
þar, sem mér var sýnt, hvernig
ég ætti að bera mig á hálum park-
ett-gólfum? Class ofursti var hon
viveur. Konan hans var ung og
falleg, viðkvæm vera, sem hafði
mikla ástríðu til þess að spila j
poker og vinna í garði þeirra
hjóna. Þetta starf entist ekki allt
of lengi, og næst gerðist ég kavass
hjá Herr Jenke, ráðgjafanum í
þýzka sendiráðinu, en kona hans
var systir Ribbentrop. Eg vann á
ei'nkaheimili Herr Jenke frá því
árið 1942 og nokkuð fram á árið
1943. Eg lét mér ekki flökra við
að gægjast í bréf húsbónda míns,
bæði einkabréf og opinber. Sem
kavass gat ég «kki komizt hjá
þessu. Ef maður pyrjar einu sinni
að stinga nefinu niður í annarra
manna málefni verður þaö ástríða
og löstur. Eg tók myndir af einu
eða tveimur bréfum í þeim til-
gangi að sýna konu minni, hvað
ég gæti, til þess að sýna henni,
hve inn úndir ég var orðinn á
heimili Jenke, þrátt fyrir styrjöld
ina og allan óttann við njósnara.
Eg lá í sófanum í dagstofunni með
fæturnar á púðunum með blað í
hönd og tók myndir af sjálfum
mér í þessari stelljngu — kavass,
sem lætur fara vel um sig í dag-
stofunni, á meðan húsbóndinn er
fjarverandi. Eg sagði konu minni,
að mig langaði sjálfan til þess
að eignast þess konar dagstofu.'
Næst gerðist það, að ég tók eft
ir því dag nokkurn, að kistan í
herberginu mínu hafði verið rann
sökuð. Hafði það komizt upp, að
ég með leynd las bréf húsbónda
míns? Héldu þeir, að ég væri
njósnari?
Herr Jenke tilkynnti mér, að því
miður yrði hann að verða án þjón
ustu minnar, hann hefði ekki leng-
ur ráð á því að hafa einkaþjón.
Hann var mjög kurteis, og ég
hvarf á brott. Eg var óánægður og
reiður. Mér sárnaði, að ég skyldi
að ósekju hafa verið álitinn vera
njósnari. Hafði ég ekki alltaf unn
ið verk mín af kostgæfni, Hafði
ég ekki unnið dyggilegar en á
nokkrum öðrum stað? Þegar ég
byrjaði hjá Jenke, vó ég rétt innan
við níutíu kíló, en þegar ég var
rekinn frá honum. var ég rúm
75 kíló.
Þar sem ég sat í setusal Ankara
Palace Hotels þennan apríl dag
1943, gerði ég upp líf mitt. Eg
var persóna, sem hafði enga þýð
ingu, persóna, sem aðrir skipuðu
fyrir verkum, var látin þvo bíla,
bera fram kokkteila, láta renna í
böð fyrir aðlaðandi konur, maður,
sem las bréf húsbónda sins og
hægt var að varpa á dyr, hvenær
sem var með Ijtlum fyrirvara, ef
húsbóndinn taldi sér henta að
líta á hann sem njósnara. Þetta
var ekki upplífgandí.
Eg hafði starað dagblaðið án
þess þó að sjá, hvað í því stóð.
Eg hafði verið að færa inn í við-
skiptabók lífs míns, og niðurstöð
urnar hefðu ekki getað verið
hryggilegri. En hefðj ég ekki
orðið svona niðurdreginn, hefði
svo getað 'farið, að örlög mín
hefðu haldizt óbreytt, en allt í
einu mitt í allri þessari örvænt-
ingu kviknaði gneistandi hug-
mynd.
Hugmyndin kippti mér upp úr
döprum hugsununum. Gat enn
verið mögulegt, að villtustu draum
ar mínir ættu eftir að rætast?
Hvers vegna höfðu Þjóðverjarnir
grunað mig? Vegna þess, að
Ankara var hlutlaust land, þar sem
fulltrúar hinna fjandsamlegu ríkja
lifðu hvorir mjög nálægt öðrum,
og fylgdust nákvæmlega með öllu
sem fram fór og létu njósnara sína j
gera hjð sama.
Hvers vegna ekki að gerast!
njósnari? Hugmyndin hreif mig,
og ég losnaði ekki við hana. Eg
tók ákvörðun um, að ég skyldi
gerast njósnari og selja þjónustu
mína hærra verði en nokkur ann
ar. Eg ákvað að verða mestur
allra njósnara. Eg sá skyndilega,
að aðstaða mín var sterk. Eg var
lítið áberandi, hæverskur og þolin
móður — ég var kavass.
Forsjónin vísaðj mér veginn.
Allt í einu kom kom ég auga á
eitthvað, sem ég hafði verið að
stara á í blaðinu án þess að sjái
það. Það var auglýsing, sem hljóff
aði á þessa leið: Bílstjóri óskast til
fyrsta sendiráðsritarans í brezka
sendiráðinu.
Eg gekk út úr setusalnum í
Ankara Palace hóteli í miklum
æsjngi.
Eg fór nákvæmlega yfir öll með
mæli mín, og tók til hliðar þau,
sem ég hafði fengið hjá júgóslav
eska sendiherranum og ameríska
hermálafulltrúanum. Eg fór ekki
með hin ágætu meðmæli ráðgjafa
þýzka sendiráðsins. Þess
konar þýzk meðmæli myndu
varla hafa góð áhrif á Englending
á stríðstímum.
Húsið, sem talað var um i aug-
lýsingunnj, var í sendiráðshverf-
inu í hinu hæðótta Cancaya-hverfi
og stóð í miðjum stórum, vel
hirtum garði. Allbrattur stígur
lá upp að aðaldyrunum. Fyrir
utan stóð Chevrolet með einkennis
merki brezka sendiráðsins Eg
hringdi dyrabjöllunni.
Þjónustustúlka fylgdi mér inn í
herbergi, þar sem ég varð að bíða-
langa stund. Sir Douglas Busk er
nú sendiherra Breta í Venezuela.
Hann hafði enn ekki verið sleginn
til riddara, þegar þetta gerðist, og
hann var fyrsti sendiráðsritari í
Ankara
Eg reis á rætur í virðingarskyni
er hann gekk inn í herbergið.
Hann var hávaxinn og að mér
fannst, fremur fíngerður að sjá.
Hann horfði kuldalega á mig og
virtist vega mig og meta.
„Svo þér erdð að sækja um
atvinnuna?"
„Qui, monsieur.“
Eg talaði frönsku, spurningu,
sem hann hafði beint til mín á
ensku.
„Talið þér ekki ensku?“
2
„Eg get lesið hana og skilið,
en mér gengur erfjðlega að 'tala
hana.'“
Eftir þetta talaði hann við mig
á frönsku.
„Kunnið þér nokkur önnur
tungumál?".
Hann benti mér að setjast aftur,
en ég beið, þangað til hann hafði
tekið sér sæti sjálfur.
Eg sagði honum, að auk tyrkn-
esku og frönsku gæti ég talað
serb-króatísku, dálitla grísku og
graut í þýzku.
„Meðmæli?“
Hann spurðj hálf hryssingslega.
Hann var sú maantegund, sem ég
■ hefði átt auðvelt með að lenda í
illdeilum við, hefði ég haft ráð
á því.
Þegjandi rétti ég honum með-
mælin.
„Hvernig hafið þér farið að því
að læra svona góða frönsku?
Eg sagði honum, að sem ungur
maður hefði ég búið í Marseilles,
þar sem ég hefðj unnið í Berliet-
verksmiðjunum. Eg sagði honum
aðehis hálfan sannleikann. Raun-
verulega hafði ég lært frönskuna
mína, á meðan ég var fangi, en
það kom herra Busk ekki við.
Hann las meðmælin af athygli.
„Svo að þér eruð vanur bíl-
stjóri?“ muldraði hann.
„Já“.
Hann stóð á fætur. „KomiS
hingað, gjörið svo vel.“
Eg fylgdi honum yfir áð borði,
sem stóð í einu horni herbergis-
ias. Hann rétti mér penna og
benti á blekbyttu og blað. „Skrjf-
ið eitthvað," sagði hann
„Á frönsku?"
„Eins og þér viljið.“
Eg shrifaði „Nafn mitt er Elyesa
Banza. Eg er fæddur 28. júlí, 1904
í Pristina. Þá var Pristina enn
hluti af Ottoman-veldinu. Faðir
minn, Hafiz Yasar, var Múhameðs
trúar-kenaari. í Balkan-styrjöld-
ÖRLÖG I AUSTURLÖNDUM
EFTIR MAYSIE GREIG
3
töfrum hans. Henní geðjaðist
mjög vel að honum og dáðist að
honum sem lækni, en hún var
ekki þannig að eðlisfari, að hún
yrði snögglega hrifin af karl-
maani — eða svo hafði henni að
minnsta kosti virzt sjálfri. Og þar
að auki var John Kim að bíða
hennar í Kóreu. Ef hún fengi
starfið við barnaspítalann, mundu
þau John verða að bíða nokkurn
tíma, áður en þau gætu gifzt. En
mundi það skipta máli? Hún
mundi vera nálægt°honum og það
væri snjallræði að kynnast land-
inu ög fólkinu, venjum þess
og skoðunum, áður en hún yrði
eiginkona'hans. Einnig gæti henni
komið vel að læra eitthvað hrafl í
málinu.
En henni var enn órótt innan-
brjósts. Húp sagði við sjálfa sig
að það væri af eflirvæntingu að
komast til Kóreu.
Hún gekk aftur inn i skurðstof-
una til að athuga, hvort nemarn-
ir hefðu unnið verk sitt samvizku-
samlega og hreinsað nákvæmlega
og vel. Þetta var síðasti uppskurð-
urinn í .dag, nema einhver skyndi-
leg tilfelli kæmu.
Hún leit á kortið og sá, að hr.
Henry átti að framkvæma upp-
skurð. Hún fletti upp nafni á
sjúklingnum og tók fram sótt-
hreinsuð tæki, sem hann þurfti á
að halda. Síðan gekk hún fram
á ganginn. En hún hafði sama
ákafa hjartsláttinn. Það er vegna
þess, að ég hef raunverulega von
um að komast til Kóreu, hugsaði
hún. Ég verð að skrifa John
strax. En ég verð líka að segja
honum, að við getum ekki gift
okkur að bragði. Sjálfsagt vilja
þeir, að ég bindi mig einhvern
vissan tíma á sjúkrahúsinu. En
kannski Davíð láti mig vita í
kvöld . . þetta var í fyrsta skipti,
sem hún hafði hugsað um hr.
Davíð Burney, hinn frábæra barna
sjúkdómasérfræing, sem Davíð.
ÞRIJI KAFLI
Þar sem þau sátu og snæddu í
á litlum veitingastað í Soho með
feiknastóra körfuflösku af rauð-
víni á borðinu, hugsaði hún, hvað
Davíð væri mannlegur. Flestir
nafntogaðir skurðlæknar stóðu
guðum ofar — að minnsta kosti
í augum venjulegrar hjúkrunar-
konu. En þetta kvöld var ekkí
annað að sjá en Davíð væri ósköp
hversdagslegur, ungur maður sem
hafði boðið henni út að skemmta
sér eitt kvöld. Hann var bara
miklu alúðlegri en aðrir ungir
menn — vitaskuld að fráteknum
John Kim. Davíð Burhey og hún
áttu margt sameiginlegt, þau gátu
talað um lífið í sjúkrahúsi Heil-
agrar Margrétar, skipzt á skopsög-
um um sjúklingana og starfsliðið.
Þau áttu í rauninni margt sam-
eiginlegt — þau áttu sams konar
hugsjónir, og það kom á daginn
að þau höfðu svipaðar skoðanir á
læknunum og hjúkrunarkonunum.
Rakel geislaði af sælu . Hún
hafði ekki skemmt sér svona kon-
unglega síðan þau John Kim borð-
uðu síðast saman í Soho. En nú
var allt með öðrum brag.
Davíð borðaði býsnin öll. Allur
var hann stærri í sniðum en John
Kim. Auk þess að taka hraustlega
tíl matar síns, hló hann hátt og
hjartanlega, samúð hans með
veiku börnunum var djúp og
sönn. Jafnvel sem borðnautur var
hann engum líkur, skemmtilegur,
örvandi og kom ósjálfrátt öllum
í gott skap.
Þau höfðu snætt ravíóli með
gómsætu kjötseyði, síðan anda-
steik og sveppi ■ og að lokum
Zabagliani, búið til úr eggjarauð-
um og Madelravíni. Og nú var
mokka-kaffi. komið á borðið og
Davíð fór að segja frá því, sem
hún hafði komið til að fræðast
um, trúboðssjúkrahúsinu í Seoul.
„Þér hafið haft ærinn umhugs-
unarfrest. Eruð þér enn áfjáð í
að koma?“
Hún kinkaði kolli: „Já, ég er
áfjáð. Þér vítið ekki, hvað mig
langar.“
Hann horfði á hana forvitnis-
augum: „Fæstar stúlkur langar til
að vinna að hjúkrun í Austur-
löndum. Þar er allt með frum-
stæðum brag og þær eru fjarvist
um við fjölskyldu sína og unn-
usta.“ IJann laut áfram. „Eig-
ið þér unnusta, ungfrú Hastings?
Eða má ég kannski þúa yður?“
Hún brá litum: „Ég heíti Rak-
el.“
„Rakel." Hann kinkaði kolli.
„Hæfir þér vel. Rakel. Ég á eftir
að njótá þess að kalla þig Rakel,
þegar við erum ekki í skurðstof-
unni. Ég verð að létta á hjarta
mínu: ég hef oft verið að hugsa
um þig. Ég hefði baft ánægju af
að bjóða þér út fyrr. En hafði
einhvern veginn ekki uppburði í
mér til þess.“
Hún hló glöðum hlátri. „Þarf
uppburði til að bjóða mér út“?
„Þú ert ákaflega alvörugefin á
skurðstofunni, systír Rakel Hast-
ings. Þú vinnur verk þitt vel, en
mér virðist þú gæta þess að draga
þig sem mest í hlé. Ég hefði ekki
þorað að bjóða þér út í kvöld,
ef ekki hefði verið vegna sam-
eíginlegs áhuga okkar á Suður-
Kóreu. Viltu í rauninni, að ég
skrifi yfirvöldunum og mæli með
þér sem skurðstofuhjúkrunarkonu,
við sjúkrahúsið?“
„Ef þú vildir vera svo vænn,“
anzaði hún og varp öndinni létti-
lega. „Mikið þætti mér vænt um,
ef þú vildir gera það.“
„Þeim væri greiði gerr með því.
Jafngóðar skurðstofukonur og þú
eru ekki á hverju strái og sízt af
öllu er þeím umhugað um að kom-
ast til Kóreu. Þú minnist á vini
þína í Kóreu — og einn ungan
mann sérstaklega."
Hún hikaði við.' Átti hún að
segja honum, að hun og John
voru trúlofuð? Hann mundi
kannski míssa áhugann, ef hann
heyrði hvers kyns var? Hann sæi
fram á, að sjúkrahúsið mundi að-
eins verða fyrir kostnaði hennar
vegna, hún mundi snara sér í
hjónaband, strax og hún kæmi og
láta starfið lönd og leið. Og hana
langaðí svo mjög til að kynnast
landi og þjóð rækilega, áður en
hún giftist John.
„Hann stundaði nám hér. Við
hittumst heima hjá vini mínum.
Hann var fremur einmana. Við
borðuðum saman nokkuð oft. En
það er ár um líðið. Hann skrifar
leiðara í kóreanskt dagblað."
„Hvað sagðirðu, að íiann héti?“
„John Kim.“
„í Kóreu eru þúsundir með því
nafni. Kim jafngildir Smith hér í
landi. En það verður gaman fyrir
þig að þekkja þó einhvern þar“.
Hann bætti við næstum auðmjúk-
lega: „Mér þætti fengur að fá að
vera vinur þinn líka, Rakel, —
sýna þér bæinn og þar fram eft*
ir götunum. Veiztu nokkuð um
Seoul?"
„John hefur frætt mig á ýmsu,
hvað uppbyggingin hefur gengið
hröðum skrefum, eftir að Kóreu-
stríðinu lauk. Hvílíkt kraftaverk
það var, að margar fegurstu hall-
irnar urðu ekki fyrir neinu
hnjaski."
„Vissulega eru þar margar ynd-
islegir og fróðlegir staðir“, viður-
kenndí hann, „ég verð að sýna þér
Kyungbok-höllina í Seoul. Vell-
irnir eru undursamlegir, og þar
er sumarhöll konungsins. Byggð
fyrir mörgum öldum, en er not-
uð enn þann í dag í dag, þegar
veizlur eru haldnar. Þá er leyni-
garðurinn í 'Changduk-höllinní,
töfrandi fagur og tílvalinn staður
fyrir elskendur."
Léttur roði færðist * í vanga
hennar. John hafði einnig sagt
henni frá Leynigarðinum í Chang-
14
T í M I N N, laugardaginn 8. ágúst 1964 —