Tíminn - 08.08.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1964, Blaðsíða 6
/ PTGEFANDI: SAAABAND UNGRA FRAMSOKNARMANNA Ritstjóri' Elías Snæland Jónsson. Stóraukin viðskipti Islendinga við fasistastjórn Verwoerds! UTFLUTNINGURINN HEFUR' SEX- FALDAZT OG INNFLUTNINGURINN ÞREFALDAZT Á AÐEINS EINU ÁRI Furðuleg þróun hefur átt sér stað í utanrík- isviðskiptum íslendinga við fasistastjórn Hen- rik Verwoerds í Suður-Afríku. Samkvær t Hagtíðindum Hagstofu íslands, hefur innflutn- ingur íslendinga á vörum frá Suður-Afríku þrefaldazt á tímabilinu jan. — maí 1964. Á sama tíma hefur útflutningurinn rúmlega sex faldazt! Þessi þróun er fslendingum til hinn- ar mestu hneisu, og ættu þeir, sem yfir þess- um viðskiptum ráða, að finna til smánarinnar, og hætta þessum viðskiptum sínum þegar í stað og leita heldur til annarra landa, sém betur eiga skilið að viðskipti séu við þau höfð Samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar var innflutn- ingur íslendinga frá Suður- Afríku á tímabilinu janúar- maí 1964 1260 þúsund krón ur, en á sama tíma í fyrra VERWOERD: — íslenzkt íhald eykur sífellt viðskipti sín við þennan fangabúðarstjóra Suður- Afríku. „aðeins" 467 þúsund krón- ur. Hefur innflutningurinn því nærri þrefaldazt á þessu eina ári. Útflutningurinn slær þó metið, því að í janúar-febr- úar 1964 var flutt út til S- Afríku fyrir 1517 þúsund, en á sama tíma í fyrra fyrir 244 þúsund. Útflutningur íslendinga til S-Afríku hef- ur því rúmlega sexfaldazt! Þótt ekki hafi náðst samstaða allra ríkja um að setja Suðuir- Afríku í algjört kaupbann vegna stefnu sinnar í kynþátta málum, þá hafa mörg nágranna iönd okkar, m.a. hin Norður- löndin, kerfisbundið dregið mjög úr öllum viðskiptum sín um við Verwoerd-stjórnina, og hafa Verkamannaflokkarnir í þcssum löndum, og þó eitnkum æskulýðsfylkingar þeirra, haft forustu í því máli ásamt Sam- vinnuhreyfingunni. En nú er auðsætt, að stefna íslenzkra viðskiptamanna er ekki sú sama og á hinum Norð urlöndunum, og hafa þeir stór- aukið viðskipti við Verwoerd og fasista hans. Þetta er smánar- blettur á íslenzku þjóðinni, og bæri viðkomandi aðilum þegar í stað að draga úr þessum við- skiptum. Núverandi viðskiptamálaráð- herra kallar sig gjarnan jafnað armann, og þótt almenningur að sjálfsögðu brosi að slíkri fullyrðingu, þá virðist hann segja þetta í fullri alvöru. Það væri því verkefiri fyrir við- skiptamálaráðherra að iáta draga úr inn- og útflutningi íslcndinga til Suður-Afríku. Þessi síauknu viðskipti við S- Afríku leiða hugann ósjálfrátt að Barry Goldwater forsetaefni bandairískra republikana. Sem kunnugt er lýsti sá öfgamaður því yfir, að mamnréttindalögin sem bandaríska þingið sam- þykkti fyrir skömmu, væru Hramhair ‘ is -ihu JunHiincMKDi/nu i auour-MrriKu: — Dyggmgarnar eru srorar og ragrar, enaa eingongu ætlaðar hvítu fólki. Hvíta fólkið í Suöur-Afríku lifir við ein beztu lífskjör, sem vitað er um, en allir aðrir þjóðflokkar lifa í stóru fangelsi. Islendingar: - Verkefnin biða! VEITUM þróunar- ríkjum hjálp OFT ÁÐUR hefur hér í Vettvangi Æskunnar verlð bent á þá uggvænlegu þróun, sem átt hefur sér stað síðustu árin, og á sér enn stað í sífellt rík- ari mæli í heiminum, að bilið milli hinna ríku þjóða í norðri og hinna fátæku þjóða í suðri breikkar stöðugt. Lifskjörin í hinum vanþróuðu löndum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku fara sífellt versnandi miðað við iífskjör þróaðra landa, og hlutur vanþróaðra landa í heimsviðskiptunum og heimsframleiðslunni minnkar einnig hlutfallslega. Segja sérfræðlngar á þessu sviði, bæði hagfræðingar og stjórnmálamenn, að þessl þróun sé stórhættuleg fyrir framfíð heimsins. Orsakir þessarar þróunar eru margar. Vanþróuð ríki vantar fjármagn tli þess að koma fótum undlr framleiðslu sína og iðnvæða lönd sín í stað þess að flytja út hráefnin óunnin. Þau vantar einnig sérfræðilega aðstoð; verkfræðinga, tæknifræðinga, landbúnaðarsérfræð- inga og marga aðra sérmenntaða menn. Og þau vantar kennara og lækna og fjármagn til þess að byggja skóla og sjúkrahús. íslendingar eru fámenn þjóð, og geta því ekki veftt vanþróuðum rikj- um hjálp á vlð stærri þjóðir. En það er þó ýmislegt, sem vlð getum gert tll hjálpar, sem við ættum að gera sem allra fyrst. Má m. a. benda á í því sambandi: • að viS ættum að fara að dæmi margra annarra þjóða og veita vanþróuðum löndum aðstoð sem nemur a.m.k. 1% af þjóðartekjum vorum, en samþykkt í þeim anda var einmitt samþykkt á Viðskipta- og þróunar- málaráðstefnunnar þjóð- anna í Geneve. • að við apttum að stofna íslenzka friðarsveit, sem færi til starfa í einhverju hinna mörgu vanþróuðu landa Við íslendjngar höf- um á að skipa mörgum vel menntuðum konum og körl um í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins, sem með glöðu geði tækju að sér þetta hlutverk, . • að við ættum að beina viðskiptum okkar við van þróuð lönd tjl þeirra ríkja, sem helzt eiga það skilið og mest not kunna að hafa af slíkum viðskiptum. T.d. Framhald á 15. síðu. Sultur — velþekkt orS í vanþróuS- um ríkjum. 6 T í M I N N, laugardaginn 8. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.