Alþýðublaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.08.1953, Blaðsíða 3
Fímmtudag'ur 20. ágtíst 1953. 19.30 Tónleikar íplötur). 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 íslenzk tónlist: LÖg eftir Jórunni Viðar íplötur). 20.40 Upplestur: Ljóð eftir M'argréti Jonsdóttur skáld- konu (Þorsteinn Ö. Stephen sen leikari). 21.0.5 Tónleikar (plötur). 21.20 Frá útlöndum (Jón Magn ússon fréttastjóri). 21.35 Symfónískir tónleikar (plötur). 22.00 Fréttir og ve'ðurfregnir. 22.10 Framhald . symfónísku tónleikanna. 22.40 Dagskrárlok. HANNES A HORNINB «•<*> vangiir dagsims Freyja rifjar npp sögu sína — og aðvarar fólk. — Kjöísvik. — Almenningur og neytendasamíökm. rSfayn vesff fyrír VERÐLAUNUM og viður- kenningu fyrir skrúðgarða í Reykjavík hefur verið úthiut ’.ð. Fyrstu vérðlaun hlýtur nú garðurinn við Sólvallagötu 28, en aukaverðlaun gafðarnir við Sigtún 53 og Otrateig 6. Fyrstu verðlaun eru silfurskál, gefin af Faaberg skipamiðlara óg konu hans, en þau hlutu garðaverðlaunin í fyrra. Auka verðlaunin eru blóm fyrir 300 krónur, eftir eigin vali úr gróðrastöðinni í Birkihlíð, önn ur geíin af Schröder garðyrkju manni þar, hin af Fegrunarfé- laginu. Einnig veitir félag gárð yfkjumanna garðinum á Flóka g'ötu 41 verðlaun (úðun). Aðrir viðiirkenningargarðar eru þessir: Miklubraut 7, Sarmahlíð 19 og 21, Njálsgötu 11, Miðtúni 15, Grenimel 23, Og hafa þessir garðar aliir hlot viðurkenningu áður. Nýir gárð ar, sem hlotið hafa viðurkenn ingu, eru þessir: Oddagata 2, 'Nesvegur 58, Túngáta 7, Barma hlíð 23 og 25, Hverfisgata 29, Vesturvallagata 2. FREYJA SKRIFAR: „Innan skamms má gera ráð fyrir, að slátrun hefjist og nýtt dilka- kjöt korni í búðirnar. Eg ákvað’ í fyrra að skrifa þér um þetta leyti í ár til þess að vara fólk við syiksemi, sem þá var höfð í frammi, að minnsta kosti í einni verzlun. Og nú kom mér þeíta í hug. — í fyrra var að venju auglýst hvaða clag nýtt dilkakjöt kæmi í búðirnar, en svo bar við, að í kjötverzlun, sem ég verzlaði þá við, cn er hætt að verzla við, var kjöt sett fram, sem leit fljótt á litið úí eins og nýtt kjot. í ÞETTA VAR tveimur dög- ! um fyrir hinn tiltekna dag. Ég þóttist vel hafa veitt og keypti vel til matarins einu : sinni, og verðið var eins og ; ákveðið hafði verið á hinu nýja kjöti. — En okkur brá heldur en ekki, í brún, þegar búið var að sjóða kjötið og við ætluðum að fara að borð'a það. Það var seigt gamalt kjöt. Kaupmaðurinn hafði geymt það í frystihólfi eða íshúsi. til þess að svína því mn á við- skiptamenn sína í sambándi við dilkakjötið nýja. MÉR DATT í HUG að lítið dregur vesælan, því að ekki gat yerlð um stórgróða að ræða, þar sem magnið gat ekki hafa verið mikið. Ég arkaði í kjöt- búðina og lét verzlunarþjón- inn hafa það óþvegið, en eig- andinn var ekki við. því mið- ur, bað ég þjónirm að skila orðum mínum til hans, hvort j sem hann hefur gert það 'eða ekki. 1 Litla gölfiS: Opið í dag frá kl. 2—10 e. h. EN ÞVÍ SENDI ég þér þess- ar línur, Hannes rnmn, að ég vil gjarna aðvara fólk gagn- * vart svona bellibrögðum og ^vörusvikum. Annars er það al- i veg víst, að svik í matvæla- . sölu eru hér mjög mikil og . gæti ég nefnt fleirr dæmi um það, sem ég hef sjáif orðið fyr- ir. Finnst mér slíkt hróplegt, þar sem matur er ákaflega dýr og' erfitt að fá hann. Skil ég raunár ekki. hvernig nokkur maður getur haft sanivizku til að selja fólki sviknar matvör- ur“. ÞETTA ER LJÓT SAGA, •en hún mun vera sönn. •— Nú I eru neytendasam.tökin tekin j til starfa og fólk á, undir öll- um kringum stæðum, að sr.úa ■sér til þeirra meö kærur út af sviknum vörum: Ef til dætnis konan hefði keypt gamla ltjöt- ið r.ú, þá hefði hún átt aö fara með soðna bita til neytenda- ' samtakanna, nefna nafn kjöt. , verzlunarinnar og biðja um að málinu væri fylgt fram. Neyx- I endasamtökin geta komið að 1 góðu og mildu liði, en því að- eins gera þau það, að allur almenningur beri traust til þeirra, styðji þau og sr.úi sér til beirra. | HITT er svo anr.að mál, að vel kann það að koma fyrir, að þessi samtök bregðist trausti ‘ fólksins 7-— og þá bið ég það j að snúa sér til mín með kvart . anir sínar. Ekki skai standa á , mér að koma kvörtunum gagn ! vart neytendasamtökunum á j framfæri. Það er nefnilega ; nokkur hætta í því fólgin, að vegna þess að almenningur styðji þau ekki nóg, vérði þau að Ieita stuðnings hjá framleið endum og kaupmönnum, en það væri ill’t. (Frh. á 7. síðu.) f DAG er fimmtudagurinn 20. ágúst 1953. Næturlæknir er í læknavarð Btofunni, sími 5030. Næturvarzla er í Lyfjabúð- inni Iðunn. sími 1911. Rafmagnsíakmörkunin: í dag verður skömmtun í 3; hverfi. SKIPAFEETTIB Eimslcip: Brúarfoss er í Hamborg. Dettifoss fór frá Rotterdam í fyrradag. til Hull og Reykjavík ur. Goðafoss fór frá Reykja- vík 15. þ. m. til Rotterdam og Leningrad. Gullfoss var vænt- anlegur til Kaupmannahafnar í morgun frá Leith. Lagarfoss fór frá Keflavík í gærkvöldi til Vestmannaeyja, Akraness og Reykjavíkur. Reykjafoss er í Hafnarfirði. Selfoss fór frá Siglufirði í gær til Kaup- mannáhafnar, Lysekil og Grav erna. Tröllafoss fór frá New York 15. þ. m. til Reykjavík- xxr. .Rflcisskip; Hekla verður vænta.nlega á Siglufirði í dag. Esja er á Aust f jöröum á norðurleið. Herðu- hreið fór frá Reykjavík í gær- kvöld austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið verð ur væntanlega á Akureyri í dag. Þy.ri.11 er á Vestfjörðum á norðurleið. Skaftfellingur fer frá Reykjavík á morgun til Vestmannaeyja. SkipadeiM SÍS: Hvassafell lestar fisk á Akra nesi, fer þaðan í dag áleiðis til Hamborgar. Arnarfell losar kol á . Seyðisfirði. Jökufell fór frá Dalé 18. þ. m. áléiðis til Norð- fjarðar. Dísarfell fór frá Reykjavík í gær áleiðis til Fá- skrúðsfjarðar og Seyðisfjarð- ar. Bláíell lestar síld á Þórs- höfn. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer jfjórar íerðir um næstu helgi. Þriggja daga íerð norður Kjöl og Auðkúluheiði, suður byggð- ir til baka. Lagt af stað á laug ardag, 22. ág. kl. 9 og haldið til Hveravalla, gist í sæluhúsi fé- lagsins þar. Á sunnudagsmorg- uninn ekið norður Öræfi vest- an Blöndu, Auðkúluheiði, S-vínadal og meðfram Svína- vatni, vestur Hú'navatnssýslu að Reykjaskóla, gist þar. Á mánudag farið suður Holta- vörðuheiði um Borgarfjörð Uxahryggi til Reykjavíkur. 11 i dags ferð um sögustaði Njálu. Lagt af stað kl. 2 á laug- ardag og ekið að Bergþórs- j hvoli, komið verður að Sáms- (stöðum, Hlíðarenda og Keld- j um, Stóra-Hofi, enn fremur að. Odda og í Þykkvabæ. Gist verð , ur í Múlakoti. V/2 dags ferð að Hagavatni. Lagt af stað kl. 2 á laugardag og ekið að sæluhúsi félagsins við Einifell og gist þar. Á sunnudag er gengið upp að Hagavatni, á Langjökul, og ef til vill á Hagafell. Á sunnudágsmorgunhm er gönguför á Esjú, lagt af stað kl. 9 frá Austurvelli. Upplýsingar urn ferðirnar eru gefnar í skrifstofu félagsins, og ! farmiðar séu teknir fvrir kl. 4 ! á föstudag. ! FLUGFERÐIR 1 Flugfélag íslands. ! Á morg’un verður flogíð til eftirt. staða, ef veður lyefir: Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísalj., Kirkju- bæjarklausturs, Paireksfjarðar, Sauðárkróks, Sigluíjarðar og Vestmannaeyja.. Útför sonar okkar, AXELS ÞÓRIS ÓLAFSSONAR, fer fram frá Fossvogskirkju föstudag.inn 21. ágúst. Athöfnín hefst með húskveðju að heimili hans kl. 10.15 f. h. Óíöf J. Ólafsdóítir. Ölafur I. Árnason. Útför mannsrns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, skipstjóra frá Tungu, fer fram föstudaginn 21. þ. m. og hefst með húskveðju að heim- ili hins látna^ Vesturgötu 52 B. Athöfnin fer fram frá Dóm- krikjunni kl. 2 e. h. og verður útvarpað. Blóm og .kransar af- beðið. Þeim, sem vildu minnast hing látna, er be'at á Slysa- varnafélag íslands eða Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Kristín Hánsdóttir og börn. flytur lesendum sínum daglega fjölbreytt efni. Ekkert blað flytur betri fréttir af atvinnulífi landsmánna. Það hefur nú útvegað sér frétta- ritara urn allt land. Fréttirnar eru á fyrstu og áttundu síðu. — Auglýsingar aðallega á annárri, þriðju og sjöundu síðu. Á þriðju síðu er líka Veíívangiir clagsins eftir Hannes á horninu og þátturinn Úr öllum áttum, dagbók með upplýsingum um skipaferðir og flugferðir, skemmtanir, trúlofanir og giftingar, upplýsingar um næturlækni í Rvík o. s. frv. Á sjöttu síðu er svo framhaldssagan og gam- mál. Þar og á fimmtu síðu eru jafnan lengri greinar til skemmtunar og fróðleiks um ýmis konar efni. Á sjöttu síðu er svo framhaldssagan og gam- anþátturinn „Brotnir pennar“, þar sem Filipus Bessason hreppstjóri, frú Dáríður Duiheims, Vöðvan Ó. Sigurs og allt það skernmtilega fólk lætur Ijós sitt skína. Gerrst fasfir kaupendur Aiþýðubíaðsins! að kostar aðeins 15 krónur á mánuði. Fáið vini og kunningja til að lesa og kaupa Ég undirritaður óska hér með að gerast fastur káup- a'ndi Alþýðublaðsins. Nafn: .................................... Heimili: .........................,......... Póststöð: .................................. Ég óska að gerast kaupandi nú þegar. Ég óska að fá blaðið til reynslu til næstú mánaðamóta. (Gjörið svo vel að strika yfir það, sem ekki á við.) Klippið pöntunarseðili'nn úr blaðinu og sendið hann til næsta útsölumanns eða afgreiðslu blaðsins í Reykja. • vík. I Áuglýsið í Álþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.