Alþýðublaðið - 12.09.1953, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAeiD
Laugardagur 12. sept. 1953'
Martinsson
uíysavarnadeildum ísib
land allt. í Rvik i hann-
yrCaverzluninni, Banks-
stræti 0, Verzl. Gunnþóí-
unnar Halldórsd. og skrif-
stofu félagsins, Grófin 1.
Afgreidd í síma 4897. —
Heitið á slys&varaafélagiSL
ÞaS bregst ekM.
s Ný.la sen<31-
| bflastöðlo h.f,
Í hefur afgreiðslu í Bsejar-
» foílastöðinni í ASal*t^®íi
| 16. Opið 7.50—22. Á
1 sunnudögum 10—18. —
I Sími 1395.
Hrlngtóæ!
HannyrS&'l
VöSvajg
Ó. Sigurs
Í&RÓTTA&ÁTTUR.
Heilir íslendingar:
Bæ.jakeppnin í knattspyrnu,
Reykjavík, — að undanteknum
Vesturbæ'num, — gegn Akra-
nesi v" áreiðanlega mast um
talaði atburður ársins þessa dag
ana. Jafnvel stjórnarskipunin
nýja, það er ekkert á ha_>3
minnst, bara bæjarkeppnin,
bravó, bravó. Vjð- þessa oæja
keppni verður í fýrsta' skipti í
heimi’num tekin upp ný örygg-
isráðstöfðn gegn götum, það er
að segja. .þéttofið-og sprengju-
íielt refanet spennt utan yfir
hitt netið í hæfilegri fjarlægð
auk þess sem helikgpter verður
á'svifi með hálínuvörð yfir
mörkunum.
Það mun vekja athygli, að
enginn KR-ingur tekur þátt í
keppninni fyrir hönd Reykja-
víkurbæjar, svo áð keppnin
verður einkamál þeirra fyrir
austan læk. Er ýmsu borið við,
en hið sanna í málinu er það,
að forusta íþróttahreyfingarinn
<Iar í Vesturbænum tefur tekið
til greina tillögu vora um að
magna signa grásleppu sér fyr
ir vemdargrip í væntanlegum
kappleikjum við Akranes; var
þegar kosin nefnd til að velja
gripinn, þeir Henzi og Halli Á,
og fundu þeir eftir langa leit
eina þríbreiða hjá Pétri Hoff
mann, vestanlæks grásleppu í
átta ættliðu, sagði Pétur, og gaf
þeim grásleppuna því að haœi
er höfðingi og víkingur, var
grásleppán síðan tekin til
foæna ,og mögnupar, •— Henzi
las yfir henni austræha galdra,
þá sem hann hafði numið í
Garðríki, og kvað sig einu gilda,
þótt lærifaðirinn heí^ seinna
verið drepin fyrir svij-:: er
hann játaði á sig óbeðið bara
ef sú konst dyggði Vesturbæ-
ingum, en flalli hafði yfir þær
þulur vestrænar,. sem dugað
höíou betur sjálfstæðinu í kosn
rngabaráttunni »yi andlit og orð
frambjóðendanna; kvað Halli
það bara helvíti sterkan metall,
maður, ha. En Erlendur Ó.
kvað samt ekki nóg að unnið,
grásleppan yrði að hanga og
síga og fítonskrafturinn að
gerjast í henmi fram yfir vetr
arsólstöður, og tók hann síðan
eið af Henza, að éta hana
ekki, á hverju se?i gengi.
Þetta er í stuttu máli orsök
þess að KR-ingar eru ekki
með að þessu sinni, en þeir
verða með naest, og þá verður
grásleppan með líka, og þá
skulum við sjá hvort Akranes-
ingum þýðir mokkuð að beita
gatgerningum sínum, Bravó,
eitthvað verður að gera . . .
Með íþróttakveðjum.
Vöðvan Ó. Sigurs.
lega, sem nokkur kostur var.
En það voru göt á eyrunum
hans. — Þau voru alveg eins
og í öllu öðru fólki. Á auga-
bragði hafði ég misst alla'n á-
huga á eyrunum háns og ætl-
aði að læðast burt frá honum.
Mér fannst svo dimmt og
skuggalegt hér uppi, og allt í
einu fylltist ég sterkri þrá eftir
að vei*a komin niður til hennar
mömmu minnar_ því þar voru
svo falleg gluggatjöld fyrir
gluggunum og fallegir vasar á
borðinu með nýútspirungnúm
blómu í og svo rúmið mitt, sem
mér þótti svó vænt um. . .
En ég varð þess skyndilega
vör, að ég komst ekki niður
frá honum. í hvert skipti, sem
ég nálgaðist dyrnar, kom hann
lallandi á móti mér og trallaði:
Litla stúlka, litla stúlka, tra-la
la-la, tra-la-la.
Ég þorði ekki fyrir mitt litla
líf að hlaupa fram hjá honum,
því mér stafaði af honum slík
ur stuggur. Og nú, þegar ég var
búin að missa allan áhuga á
eyrunum hans. þá fannst mér
hann strax orðinn svo Ijótur
og andstyggilegur, skítugur rif
inn o£._ógeðslegur. Eg minntist
þess allt í einu nú, að það var
sagt að hann hefði skorið kon
una sína með hníf oft og mörg
um sinnum, og að hann gæti
verið óhemjulega vondur og
grimmur, þegar hann reiddist.
Jón byrjaði á ný að skála við
gesti sína, skrollandi og ánægð
ur annað veifið, þungbrýnn og
gneipur þess á milli. Ég skreið
inn í skot, þar sem lítið bar á
mér, og hélt niðri í mér andan
um. Hann var á milli dyranna
og míu.
Ég. heyrði mömmu kalla á
mig. Hún var frammi á gangin
i um niðri og kallaði til mín að
| ég ætti að koma og hjálpa
henni við að bera inn eldivið.
En ég þorði ekki að svaía
henni. Mér var ekki ems illa
við nokkurn hlut og þann, að
þurfa að bera inn eldivið. Held
ur vildi ég drasla hrísi og við-
arfauskum guðslangan daginn
utap úr skógi heldur en bera
eitt einasta fang af eldiviði úr
staflanum inn í eldiviðarkass-
ann. Mér fannst það svo ólýsan
lega leiðinlegt. En nú hét ég
mömmu minni því í huganum,
að ég skyldi bera i'nn eldivið
þar til eldiviðarkassinn væri
orðinn troðfullur og yfirleitt
gera allt fyrir hana sem hún
bæði mig um, ef ég einungis
slyppi lifandi héðan frá Brúð-
kaups-iJóni. Ég heyrði mömmu
kalla aftur og aftur, en aldrei
þorði ég að svara. í fyrsta lagi
myndi sá gamli sennilega
kyrkja mig, ef c/; gerði mig lík
lega til þess að hlaupa frá ho'n
um, og í öðru lagi myndi ég fá
ráðningu hjá mömmu, ef hún
kæmist að því að ég væri uppi
hjá honum.
Nú settist Brúðkaups-Jón aft
ur við eldstóna. í hvert skipti,
sem stólinn rambaði undir hon
um, þá bölvaði hann og ragn-
aði og sló krepptum hnefanum
í vegginn svo að kalkið hrundi
af klæðningunni í stórum flyks
um. Kalkrykið þyrlaðist um
allt loftið, settist á mig og tróð
sér inn í vitin mín, en úr
skammakróknum þorði ég ekki
5. DAGUR:
að hreyfa mig. Það fór að
skyggja fyrir alvöru, því dag
ur var að kvöldi komin'u og þar
kom að lokum að gamlinginn
féll út-af stólnum í gólfið. Inn
an stundar var hann farinn að
hrjóta. Þá læddist ég frá hon
um og niður af loftinu, rakleið
is fram í eldiviðarskúr og lagði
af stað inn með fangið fullt af
eldivið. í ganginum mætti ég
mömmu minni, sem var að
leggja af stað til þess að leita
að mér. Hún greip þéttingsfast
í flétturnar mínar.
Ég fór úti á engi til Alb. . .,
til pabba, sagði ég til þess að
reyna að mildi hana.
Hvað varstu að gera þar?
Ha'rm var þar ekki og ég veit
ekki hvar hann er, flý.tti ég
mér að skrökva til þess að
sleppa við frekari yfirheyrslur.
Þú lætur það kannske vera
að yfirgefa húsið í ieyfisleysi,
ef þú vilt komast iijá að kenna
á' vendinum, sagði mamma og
var mjög ströng og reið á svip
inn.
Ég kepptist við að bera eldi-
viðinn inn, og enda þótt ég
væri svo soltin, að mig verkj-
aði í magann, þá ympraði ég
ekki á eftirmiðdagsvatninu
mínu sem ,ég hafði misst af.
Bölvuð gamla karluglan,
tautaði ég fyrir munni mér. Og
svo hefur hann bara venjuleg
eyru eftir allt saman.
Þegar Brúðkaups-Jón fékk
æði í næsta skipti, kom konan
hans æðandi ofan af loftinu
til þess' að fá litlu stúlkuna
lánaða, eins og hún sagði; hÚTi
hefur svo dæmalaust góð áhrif
á manninn minn í köstunum,
bætti hún við.
En til allrar hamingju tók
mamma hana ekki alvarlega,
j og ég var ekki „lánuð“ upp.
I Hrns vegar hafði rnamma á
] orði, að það væri ekki vonum
. fyrr að Brúðkaups- Jón væri bú
j inn að hræða vitglóruna úr
j keriingunni sdnni.
Ég hafði ekki framar áhuga
á gönilum, heyrnarlausum
mönnum_ sem áamt hafa göt á
' eyrunum.
| En það bar fyrir annað um
, þessar mundir, reglulega merki
j legt. Ég átti þá líka heima á
, þessum bæ, og það var áður en
| amma fældi dannaða velstands
fólkið burtu, og mamma var þá
oft svo þreytt og sljó.
Ég borðaði yfirleytt ósköp lít
ið; kveið vanalega fyrir máltíð
unum. Ef ég bara fékk væntan
brauðbita, þá gat ég látið mér
nægja það yfir allan daginn,
meðan ég var að leika mér. Það
voru engin börn til þess að
bara að ég væri ekki trufluð
j leika sér við. íbúarnir voru
j flestir gamalt fólk og ógift.
j Hins' vegar komu stundum
] börn frá öðrum bæjum og þá
fannst mér lífið leika í lyndi,
því nóg höfðum við athafna-
svæðið, allt engið eins og það
lagði sig. Og það voru mikil
viðbrigði fyrir barn, sem
aldrei hefur haft nema skítuga
lóðabletti og húsasund til þess
að hreyfa sig á.
Sem sagt, matur freistaði
mín ekki, og var þess heldur
ekki megnugur að hvetja mig
til mikilla dáða. Hins vegar
var til sú tegund af sælgætþ
sem átti eftir að valda því að
ég bryti éitt af boðorðunum.
Það var kandísinn, þessi mikil-
virki freistari allra barna um
og .eftii: aldamótin, bæði ríkra
og fátækra. Það var sama hvað
maður sá af sælgæti í verz.Iun-
argluggunum, ef kandísinn var
með, þá var hann alltaf númer
eitt. Þar næst komu karamell-
ur. Ef ég ætti að útskýra, í
hverju aðdráttarafli kandíssinn
var helzt fólginn, þá myndi ég
álíta að litur hans hafi ráðið
mestu í því efni, þar næst
form kandískrystallanna.
Þeir voru nefnilega ekki all
ir eins í laginu innbyrðis, eins
og flest annað sælgæti. Kryst-
allarnir voru misstórir, með
mismunandi mörgum köntum,
sem glitruðu í öllum regnbog-
ans litum. Það var eitthvað
svo dularfullt við þá; maður
hafði á tilfinni'ngunni að enda
þótt maður virti fyrir sér kandís
dögum saman, þá myndi mað-
ur aldrei sjá tvo krystalia al-
veg eins.
Það var allt eitthvað svo að-
laðandi við kandís, eitthvað,
sem laðaði lítil börn, ekki
sízt þau, sem voru því vönust
að öllu væri skipt jafnt, ná
kvæmlega 'og stærðfræðilega
rétt lá+i.ð koma í hlut hvers og
eins.
Dag nokkurn var ég send nið
ur í bæ eftir lyftidþfti fyrir
fimm aura.
Það var að minnsta kosti
stunndarfjórðungsgangur nið-
ir í bæ til kaupmannsins, sem
leyfði daglaunamönnunum í
sveitrnni að_t.aka út hjá sér í
reikning. Að vísu var það ekki
svo langt, ef farin var stytzta
leið. En mamma mín brýndi
alltaf fyrir mér. að fara ekki í
gegnum miðjan bæinn. Þá
myndi Ieiðin liggja fram hjá
sirkusnum, tollbúðinTii og rétt
fram hjá stóru vigtinni, þar
sem nautgripirnir voru vig.tað-
ir. á rétt áður en þeim var slátr
að. Já. það var víst ósköp
margt ókristilegt að sjá ef far-
in var stytzta leið til kaup-
mannsins, sem við verzluðum
við. Og bezt að láta ekki sjá
sig inni í miðbænum.
Mér fannst þessi ganga til
kaupmannsins óhemju leiðin-
leg. Ég var heldur ekki vön
því að ganga svo langt. Meðan
við áttum heima inni í bæn-
um, var verzlunin á næsta götu
horni. Það var steikjasidi hiti.
Það var tíbrá 1 loftinu og mikl
ar hillingar. Og svo var vegur
inn líka svo tilbreyting^rlaus
og leiðinlegur; beinn eins og
snúra, engar brekkur, ekki
einu sinni tré meðfram ho'rmm,
og endalaus í þokkabót, fannst
mér. Og svo hafði ég heldur
ekki nama fimm. aura meðferð
is. Hún gætti þess vel, hún
rnamma mín, að láta mig ekki
haía. neitt umfram af penmg-
um, ekki einu sinni einseyring
sem.ég mætti hafa til eigin ráð
stöfunar og kaupa. eitthvað
handa mér fyrir. Maður gat
náttúrlega ekki keypt lyftiduft
fyrir fjóra aura. Þá , myndi
kaupmanninn þegar í stað
gruna að*.maður hefði stolið af
peningunum.
Ég var komin að niðurlotum,
þegar ég kom að verzluninni.
Ég var'aS sálast úr þorsta og
Dra-VföáerSÍr.
Fljót cg góð afgreiðsls.
GUÐL. GÍSLASOK,
Laugávegl S3,
Eími 81218.
Smort brauP
otí soittur.
Nestisoakkar.
Ódýrast og bezt. Vís-
samlegast pantiS m@i
fyrirvara.
MATBARINN
Lækjargotu g.
Síml 8034®.
I Slysavarnafélags fs!&Eá§
j kaupa flestir. Fást fojá
; slysavarnadeildum
\ land
j MlnnSnftar
j Bamaspílfil'BsjóGs
! eru aigreidd I
; vsrzl. Refill, Aðalsíræfl .U
\ (áður verzl. Aug. SveM-
> gen), í Verzluninni Victpí,
j Laugavegi S3, Holfcs- Aptt*.
j teki, Langholtsvegi
! Verzl. Alfabrekku víð SuS-
j urlandgbráut, og
; bú8, Snon*&for«uí' Sii
af ýmsw® etaerðuia i
bffimm, átverfum bæj-a
srim og fyrir uíaa bæ-5
ina til böIu. — Höfuml
sinnig tn s5iö. Jurðir, |
vélbáta, . ýifreiðir @@ 5
varðbréí. |
Mýja fastelgnaéalasi.
Barikastræti 7.
S'ími 1518- 1
» a » b B V B n B B s K a a n a n a a a ni e *
ibaðsaHí
‘3
Fedosr fótabaö eyðix)
skjótlegs þreytu sá-rind-
um ög óþægindurn í fót- S
anum. Gott «r. «ð léta )
dálítið af Pedcx í hái-;
S
þvottavatniS. Eftir fárras
daga notkun kemur ár-)
angurirm í Ijóa. •
; l
*
$
CHEMIÁ \
s
Fæst f aæstst fcú®.