Alþýðublaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.09.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. sept. 1S53 thgefindi. AlþýOuflokkuxlnD. Ritstióri og ábyrgö»rnu8ui; Hazmibal Yaidimarsson. MeSritstjóri: Helgi Ssánuudssoa. ■■réttaffjóri: Sígvaldi Hjáikaarsson. Blaðamenu: Loftur Gu8- munduon og Pált Beck. AuglýsLng astjóri: Emma Mðllar. RitetJómarifmar: 4901 og 4902. Auglýsingajími: 4906. Aí- grfdCöusiiri: 4900. Alþýðujjrentsmiðjan, Hverfisgötu S. Áslaiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausaaölu kr. l,0f Samsíillt átak heillar þjóðar • HUSNÆÐISNEYtÐIN hér í Keýkjavík er Vþungur áfeliis- [ éómur yfir stjórn íhaldsins á ' Keykjavík. Stjórnarvöldum borgarinnar er þegar fyrir nokkru kunn-! M.gt um 126 fjölskyldur, sem verði á götunni þann 1. októ- ■ Iber, og aliir vita og játa, að það sé langt frá því áð vera tæmandi vitneskja. Ekkert hefur um það heyrzt enn þá, hvað gert verði til að ieysa þetta vandamál. — En aðeins til að leysa þann vanda, sem þarna blasir við, þyrfti við ilíka mikið húsnæði og byggt er í Reykjavík á heilu ári mið, að við skýrslur seinustu ára. | Þó mun menn fyrst bafa sett Mjóða, er þeir kynntu sér þær lapplýsingar, sem Alþýðubla’ð- ið birti á sunnudaginn um húsj næðisástandið í höfuðborginni. Hvern hefði órað fyrir því,* að íbúum bragganna færi SÍ- \ FELLT FJOLGANDI frá ári 40 árs, og að þar byggi nú uni 2400 manns. — Eða, að í kjöll-, ttrum byggju um 7700—8000 manns og þannig samtals í feröggum og kjöilurum inilli | 10 og 11 þúsund manns, semj er meira en sjötti hver Reyk- víkingur. Og hver hefði gert sér það í hugariund, að mörg hundruð ’ imgbörn byggju í húsnæði eins og því, sem lýst var af ná- j kunnugum manni og meö Isekn isvoítorðum. Það fer hrollur um mann við íilhugsunina um þetta neyðar ástand. Við vitum vel, að síík húsakynni eru Öllum, en ekki sízt bömum, til heilsuíjóns, uppeldisskaðsemda og andlegs niðurdreps. Vér játum með skáldinu frá Laxnesi, að fslend ingar eru of fámennir til þess að þjóðln hafi efni á að sóa eönrum sínum á slíkan hátt. Cg orð er það að sönpu, að vér stöndum hér gagnvart þjóð- menningarlegu stórhneyksli. Nú er ekki vert að mála á- standið of dökkum litum. Sem foetur fer, er sumum braggaí- foúðunum með æmum tilkostn aði haldið svo vel við, að þær em ekki heilsuspillandi sem sitendur. Og sama má segja um ýmsar kjallaríbúðimar, eink- um í hinum nýrri húsum. Það, sem mestu máli skiptir, er að gera sér sem sannasta og réttasta mynd af ástandinu og reyna síðan áð finna leiðir tíl úrbóta. Lítum. t. d. á skýrsluna um foraggaíbúðirnar 1946. f henni segir, að 228 braggaíbúðir verði að teljast lélegar, mjög lélegar og óhæfar. Og í þessu húsnæði voru alls 906 íbúar, þar af 645 konur og börn. Hér er um húsnæði að ræða, sem fyllsta þörf befði verið á .að losa þegar í stað. En það þýðir, áð nauðsynlegt liefði verið að byggja í skyndi! foæ á stærð við Seyðisfjörð. Árið eftir var ástandið strax orðið ennþá ískyggilegra, íbú- ar bragganna orðnir 2077 og þar af konur og börn 1442 eða nokkru fleiri en allir íbúar þeirra voru árið á’ður. Og eftir manntalinu 1952 hefur íbúatala bragganna tvö- faldazt síðan 1946, og vanda- málið vegna lélegra, mjög lé- legra og óhæfra braggaíbúða á- reiðanlega orðið meira en tvö- falt erfiðara úrlausnar. — Það er mikið átak að þurfa að foy&gja upp í skyndi tvo bæi á stærð við Seyðisf jörð. Og þó er þetta a’óéins hluti af viðfangsefninu. — Samkvæmt skýsrlunni 1946 um kjallaraí- búðir voru 2700 manns í Iéleg- um, mjög lélegum og óhæfum kjallaraíbúðum. Segjum, að allar kjallaraí- búðir, sem bætzt hafa við sið- an, séu þannig gerðar, að ekki sé ástæða til að hafa mjög mikl ar áhyggjur af þeim. En þó að það sé gert, þá eru samt engar Iíkur til, að þær sem Iélegar| voru eða óhæfar 1946, hafi batnað síðan. Verkefnið að því er snertir útrýmingu óhæfra kjallaraí- búða er þá þetta, að til þess að losa þær þyrfli að byggja í skyndi bæ á stærð við Akranes eða Isafjörð. — Þannig rísa vanrækslusyndir íhaldsins í húsnæðismálum Reykjavíkur nú í fangið. ^ Enn eru þó ótaldar þær íbúð irnar, sem heimildarmaður AI þýðublalðsins taldi þær verstu vistarverur og alóhæfustu íbúð ir, sem hann hefði komið inn í. En það eru þurrkloftskompum ar, skúrakumbaldarnir hingað og þangað og uppgjafasumar- bústaðirnir, sem fólk býr nú í unnvörpum árið um kring. Og það vitum við, að í þessum flokki vandraeðahúsnæðis eru nú áreiðanlega nokkur hundr- uð íbú'ða. Ýmsum mun sýnast sem þetta sé orðið stærra vanda- mál en svo, að það sé viðráðan- legt. En þeim, sem svo hugsa, verður strax að benda á það, að því lengur se-m dregið er að ráða bót á því, því óviðráðan- legra ver'ður það og því íneiri smánarblettur á íslenzku þjóð- inni sem menningarþjóð. Það verður því strax í stað pð einbeita orku þjóðarinnarj að því verkefni að ráða bót á j hinu ömurlega húsnæðisástandi i þeirra, sem verst eru settir. j Það verður að gerast í Reykjavík, og því verður líka i að sinna í öðrum kaupstöðum og kauptúnum og í sveitum landsins. | Þetta verður að gerast með margföldun lánsfjár tii íbúða- húsnæðis. Og við lausn máls- ins verður að laða fram krafta .einstaklinganna, sveitafélag- anna og ríkisins, því að hér dugar ekkert minna en sam- stillt átak heillar þjóðar. Hersýning í Teheran. Mikil hersýning var haldin í Teheran, höfuðborg íran, í tilefni af heimkomu keisarans úr útlegðinni og valda- töku hinnar nýja ríkisstjórnar. Allt herliðið íhöfuðborginni tók þátt í hersýningunni og mik ill mannfjöldi safnaðist saman á strætum og gatnamótum eins og myndin sýnir. — Nokkur ólga var í landinu fyrst eftir að stjórnarbyltingin átti sér stað, en nú virðist þar allt með kyrr- um kjörum, enda herinn á bandi keisarans og hinnar nýju ríkisstjómar hans. Blaðað í minnisbókinni: • ...-■■■'?.—————— Á LÍDANDI S T U N - Útbreiðið Alþýðublaðið - NOKKUR SÍLDVEIÐI bef- ur verið hér syðra undanfarið, og setur hún svip á atíhafnalíf ið við Iteykjavíkurhöfn. Sum- ir gera sér vonir um, að síld- in heimsæki miðin í n'ágrenni höfuðborgarinnar í haust og vetur og bæti Iþannig þjóðinni upp fjarvistir sínar á miðun- um fyrir Norðurlandi í sum- ar. Þetta sýnir, að íslendingar missa seint trúna á síldina, þrátta fyrir alla hennar dutt- lunga. Auðvitað er hér aðeins um vonir að ræða, en vissu- lega væri það mikið fagnaðar- efni, ef þær yrðu að veruleika. Hitt er svo annað mál, hvort neegilegt vinnuafl myndi reyn ást fyrir hendi, ef hér yrði landburður af síld. Framleiðslu1 störfin hafa orðið fyrír stór- felldu áfalli nýrra og óheil- brigðra atvinnuhátta, enda markvíst stefnt í þá óheillaátt af st j ór narvöldum landsins. Úrræði þeirra hafa verið þau að visa fólkinu suður á Kefla- víkurflugvöll. 'Én auðvitað eru og í verða framLeíðslustörfin grundvöllurinn að afkoimu og efnahag Iþjóðarinnar. Hitt ér að byggja hús framtíðarinnar á sandi. Stærsta vonfn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur undanfarið rætt ýtarlega við- horf húsnæðismálanna í Reykja vík, enda líður óðum að '1. október. Öngþveiti þessara mála hefur aldrei verið meira en nú, og var þó vandinn ær- inn fyrir. Framtak bæjaryfir- valdanna til lausnar á húsnæð isvandræðunum hrekkur skaramt, og þau neita blákalt staðreyndum veruleikans. — Stefnan, sem fylgt hefur verið undanfarið, leiðir aldrei til nauðsynlegra úrfoóta. Og stefnu breyting er því aðeins hugsán- leg, að nýir menn, sem starfa með hagsmuni fólksins fyrir augum, léysi' íhaldið af hólrni í bæjarstjórn Reykjavíkur í vet ur. Húsnæðismálin hljóta að verða aðalatriði næstu bæjar- stjórnarkosninga. Málgögn bæjarstjórnarmeiri- 11 hlutans eru öðru hvoru að lof- syngja foúsbændur sína fyrir framtak og áhuga varðandi lausn faú.snæðismálanna. En dómur síaðreyndanna stingur mjög í stúf við vitnisburð þeirra. Framtak og áhugi íhalds ins einkennist af hænuskref- um og dvergatökum. Raunar er ekki annars að vænta. íhald ið er fulltrúi þeirra aðila, sem vilja fá og stór hús handa auð- kýfingunum, en ætla almenn- ingi bragga og kjallara. Þessi ( viðhorf breytast ekki með öðr ; um hætti en þeim. að fulltrú- j um auðkýfinganna fækki í bæj . 'arstjóm Reykjavíkur, en full- |trúxon almennings fjölgi. , Stærsta von hinna húsvilltu er ósigur fhaldsins í bæjarstjórn- apkosningunum í vetur. j Vanrækt hugrnynrf SANINARLEGA hefur ekkert skort á loforð íhaldsins í 'hús- 1 næðismálunum, en hins vegar hefur farið ósköp lítið fyrir efndunum. Eitt dæmi þessa er hugmyndin um að endur- byggja gamla bæinn. íhaldið flíkar henni við sérhverjar ( bæjarstjórnarkosningar. Síðan er hún vanrækt eitt kjörtíma ^ bilið af öðru. Þó liggur í aug-1 um uppi, að farsælasta ráðið I til að leysa húsnæðismálin er , að endurbyggja gamla bæinn. .Byggðin í Reykjavík er svo ' dreifð, að borgin minnir helzt . á vanskapning. En timbur- kumbaldarnir í hjarta bæjar- , ins standa óhreyfðir óratug eftir áratug og bíða þess að verða eldsmatur. Slíkt er fram tak íhaldsins í Ijósi veruleik- ans. ! Fróðlegt væri, að sérfróðir kunnáttumenn reiknuðu út, hvað það kostar einstaklingana og heildina í Reykjavík að dreifa byggðinni eins og nú er gert í stað þess að eudurbyggja gamla bæinn á skipulagðan hátt og breyía honum í nýtízku borg. Starfslið Reykjavíkur- bæjar ætti að hafa tíma til að leysa verkefnið af hendi. Út- koma þessa stóra reiknings- i dæmis gæti svo orðið Reykvík ingum ærið umhugsunarefni fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vetur. Það yrði ekki ó- merkileg heimild um ráðs- mennsku íhaldsins. Nýjar bækur. BÓKAÚTGÁFA hefurminnk að mikið hér á landi síðustu ór in. Sennilega verða gefnar út fiáar bækur í foaust miðað við það, sem var á styrjaldarárun um. En bókaútgáfan hefur breytzt og að ýmsu feyti til batnaðar. Frumsömdum bók- um hefur engan veginn fækfc- að á borð við þýddar og lífs- þráður íslenzkra bókmermta því ekki rofnað, þó að ritihöf- undar okkar eigi við mikla erf iðleika að stríða vegna fá- mennis og dýrtíðarinnar. Meðal þeirra bóka, sem út koma í haust, eru þriðja bind- ið af sjálfsævisögu Guðmund- ar Gíslasonar Hagalíns, annáð bindið af ritsafni Kristmanns Guðmundssonar, skáldsaga eít ir Guðmund Daníelsson, Ijóða bók eftir séra Sigurð Einars-* son, minningar ' EyjófLfs frá Dröngum eftir VSV, skáldsaga eftir Agnar Þórðarson, minn- ingabók eftir Eyjólf á Hvoli og heildarútgáfa af Ijóðum. Tóm- asar Guðmundssonar. Enn frem ur hefur iheyrzt, að Davíð Stef ánsson frá Fagraskógi hafi skáldsögu í smíðum, en hún mun naumást væntanleg á les markaðinn á þessu hausti. Davíð dvelst í Noregi og fer laumulega með verkefni sitt, enda hefur hann jafnan varizt frétta um bækur sínar þangað til lesendurnir hafa átt þeirra völ. Loks kvað í ráði, að Steixm Steinarr og Vilhjálmur frá Skáholti láti nýjar ijóðabælkúr frá sér fara í 'haust eða vet- ur. Síðar mun verða reynt að bæta við þessa upptalningu. Ors©k mann- skaðaiina. ÚTLENDINGAR hafa mjög leitað til J jlands í sumar í hvers konar rannsóknarleið- Frh. á 7. síðu. ;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.