Tíminn - 28.08.1964, Side 2

Tíminn - 28.08.1964, Side 2
FIMMTUDAGUR, 27. ágúst. NTB-Washington. — Frá því var skýrt í fréttum í nótt, að Johnson, Bandaríkjaforseti hefði falið Thomas Dodd, öld- ungadeildarþingmanni frá Con- ecticut að taka við störfum dómsmálaráðherra í stað Ro- berts Kennedy, sem ætlar að hjóða sig fram fyrir New York- ríki og verður af þeim sökum að segja af sér dómsmálaráð- herraembættinu. NTB-Prag. — Þúsundir manna fögnuðu Nikita Krúst- joff, forsætisráðherra Sovétríkj anna, er hann í dag ók um götur Prag, en hann er kominn til Tékkóslóvakíu til að vera viðstaddur hátíðahöld til minn ingar um, að 20 ár eru liðin frá því nazistar voru hraktir brott úr landinu. NTB-Leopoldville. — Harðir bardagar urðu í Albertville í Kongó í kvöld milli stjórnar- herja og uppreisnarmanna, er veita harða mótspyrnu. Yfir- maður stjórnarherjanna, Mo- buto, hershöfðingi, sagði í dag, að flugvélar stjórnarinnar hefðu gert margar loftárásir á ’Kindu, en stjórnarherirnir væru þó í sókn. NTB-Nýju Delhi. — Talscnað ur indversku stjórnarinnar sagði í dag, að alls hefðu ver- ið teknir höndum 10.000 kom- múnistar síðan flokkurinn hóf 5 daga mótmælaaðgerðir víðs vegar í Indlandi gegn verðhækk unum í landinu. NTB-Djakarta. — Sukarno, Indónesíuforseti, hefur gert miklar breytíngar á ráðuneyíi sínu og m . a. í fyrsta sinn tekið kommúnista í stjórn ina. Er það varaformaður kom- múnistaflokksins, Njoton, sem gerður hefur verið að ráð- herra, en alls voru breytingarn- ar 12 á stjórninni. NTB-Nicosiu. — Kýpurstjórn hefur tilkynnt stjórn Tyrk- lands, að hún leyfi ekki skipti á 250 hermönnum úr hinu 650 manna liði, sem leyfilegt er að hafa á eynni, en skipti þessi áttu að fara fram n. k. mánu- dag, samkvæmt fyrra samkomu- lagi. NTB-París. — Yfirvöld hafa fyrirskipað, að allir farþegar, sem koma frá Tokio til Parísar fái því aðeins landvistarleyfi, að þeir hafi verið bólusettir gegn kóleru, en eins og kunn- ugt er hefur komið upp kóleru- faraldur í Tokio. Mörg önnur ríki hafa fyrirskipað svipaðar varúðarráðstafanir. NTB-Stokkhólmi. — Tveir hroðalegir kynferðisglæpir voru framdir í Stokkhólmi í nótt. 68 ára gömul kona var myrt, eftir að hafa verið mis- þyrmt hroðalega og 83 ára vin- kona hennar varð einnig fyrir misþyrmingum, svo að hún ligg ur nær dauða en lífi á sjúkra- húsi. Höfðu þær verið einar heima, er ókunnur maður barði að dyrum og snýkti mat og peninga, en réðist síðan á þær. Annars er konan svo þungt haidin, að lögreglan hefur ekki getað yfirheyrt hana gaurn- gæfilega. Johnson og Hymphrey kjörnir meb iéfataki FÚGNUDURINN STÓÐ YFIR I 25 MfNUTUR! NTB-Atlantic City, 27. ágúst. Lyndon B. Johnson, forseti, var í nótt einróma kjörinn forseta frambjóðandi demókrata við for setakosningarnar í haust, á flokks þinginu í Gonvention Hall, sem lýkur í nótt. Hubert Humphrey, öldungaAcildarþingmaður frá Minnesota, var sömuleiðis kjör inn varaforsetaefni flokksins með almennu lófataki. Voru báðir ákaft hylltir og stóðu fagnaðarlætin yf- ir í 25 mínútur. Hinn nýkjörni forsetaframbjóðandi, Johnson, sem kom óvænt á flokksþingið í nótt, fyrir atkvæðagreiðsluna, lýsti því yfir, að hann myndi bera HÉRAÐSMÓTIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI SUNNUDAGINN 23. ágúst var héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði haldið á Sauðárkróki. Ræður fluttu alþingismennirnir Ólafur Jóhannesson og Einar Ág- ústsson. Hinn ágæti Smára-kvart- ett söng og við hljóðfærið var Jak- ob Tryggvason. Á sjötta hundrað manns sótti mótið, og auk þess urðu margir frá að hverfa vegna rúmleysis. Mikill áhugi ríkti á fundinum, sem var hinn ánægju- legasti að öllu leyti. Þurrkar í Hornafirði EJ-Hornafirði, 27. sept. Hér hafa verið miklir þurrkar að undanförnu, og margir bænd ur hafa þurrkað allan seinni slátt í stað þess að hirða hann í vot hey. Heyskap er að ljúka og er sums staðar alveg lokið. Hann hefur gengið vel hér. Það lítur misjafnlega út með kartöfluuppskeru í Hornafirði, hjá sumum verður hún mjög lé- leg. Grasið hefur víða fallið í frostum og skorpnað í þurrkum, og má búast við, að vexti sé lokið. Þetta er þriðja árið í röð, sem verður að teljast lélegt kartöflu- ár. ÚTIBÚ Á LAUGUM ÞJ-Húsavík, 27. ágúst. Kaupfélag Þingeyinga hefur opnað verzlunarútibú við Hóla- braut í Reykjadal.Útibúinu er eink um ætlað að verða til þæginda og þjónustu fyrir Reykdælí, svo og ferðamenn. Ferðamannastraumurinn er geysimikill um Reykjadal í Þing- eyjasýslu á sumrin. Fjölfarnasta leiðin milli Norðurlands og Austur lands, frá Húsavík og Akureyri, liggur um Reykjadal. Minnzt fallinna Norðmanna Hinn 22. ágúst s.l. lagði forseti borgarstjórnar Oslóborgar blóm- sveig við minnisvarða í Fossvogs- kirkjugarði um Norðmenn, sem féllu í stríðinu. Viðstaddir voru meðal annarra sendifulltrúi Nor- egs og borgarsjórinn í Reykjavík. glæsilegan sigur úr býtum í kosn ingunum 3. nóvember. Um val sitt á Hubert Humphrey sagði hann: Ég valdi hann ekki til að skapa jafnvægi innan flokks ins. Humphrey er einfaldlega bezt fallni maður til þessarar stöðu í Bandaríkjunum. Eitt skyggði þó á fagnaðarlætin. Fulltrúar Alabama og Missíssippi sátu hljóðir hjá og Alabamafull trúarnir höfðu fyrir atkvæða- greiðsluna stungið upp á Carl Sanders sem varaforsetaefni, en hann dró sig strax til baka. Barry Goldwater, forsetafram- bjóðandi republikana sagði í dag um val Humphreys, að það sýndi, að Johnson hygðist ekki halda uppi íhaldsstefnu, ef hann ynni kosningarnar, því að Humphrey væri frjálslyndasti maður öld- ungadeildarinnar. Hann vill stöð- ugt meiri ríkisafskipti og undir- strikar kjör hans muninn, sem er á republíkanaflokknum og demókrötum, sagði Goldwater. Pólitískir fréttaritarar segja, að val Humphreys hafi verið mjög klókt. Reynsla hans í utanríkis- málum komi sér vel fyrir demó- krata og frjálslyndi hans höfði til fólks í Norðurríkjunum. f dag kom Jackeline Kennedy, ekkja Kennedys, fyrrverandi for I viðstödd minningarathöfn um seta, til Atlantic City til að vera I mann sinn. Á myndinni sést Nguyen Khanh, hershöfðingi í S.Vietnam olnboga sig í gegnum hóp stúdenta, daginn sem hann var sviptur forsetastöðunni. — Stúdentarnir héldu mótmælafund fyrir utan skrifstofur hans og er hann að reyna að komast að hátaiarabifreið, þar sem hann flutti ræðu og skor- aði á stúdentana að sýna stillingu. NTB-Saigon, 27. ágúst. Herráðið í S-Vietnam fól í &ag þrem herforingjum, þar á meðal fyrrverandi forseta lands- ins, Khanh, að taka við völdum í TF-Flateyri, 24. ágúst. f sumar var stofnað Héraðssam- band vestfirzkra leikfélaga, og voru stofnendur sex leikfélög í ísafjarðarsýslum og á ísafirði, en sambandssvæðið nær yfir fsa- fjarðarsýslur og Barðastrandar- sýslu. Markmið héraðssambandsins er, að efla samvinnu leikfélaga á hér- aðssvæðinu og styrkja samvinnu þeirra við Bandalag íslenzkra leikfélaga, en framkvæmdastjóri bandalagsins var mættur á undir- búningsfundi að stofnun héraðs- sambandsins. í stjórn sambandsins eiga sæti séra Stefán Eggertsson frá Leik- Danskur málari sýnir í Mokkakaffi við Skólavörðustíg er nú haldin sýning á tólf olíu- málverkum eftir danskan listmál- ara, Elvin Erud. Málverkin verða til sýnis 4. september. Þau eru öll til sölu. Erud er tæplega fimmtugur að aldri. Hann nam við lista háskól- anna í Khöfn og hefur sýnt verk sín í Charlottenborg og Den Frie, unnið að skreytingum opinberra bygginga í Khöfn og kennt list- málun og keramik. landinu og var fyrra herráð síðan leyst upp. Skömmu áður kom til blóðugra átaka fyrir framan aðal- stöðvar herráðsins og létust a. m. k. 6 manns og yfir 30 særðust. félagi Þingeyrar, formaður, Lauf- ey Maríasdóttir frá Leikfélagi ísafjarðar, gjaldkeri og Bjarni Magnússon frá Leikfélagi Bol- ungarvíkur, ritari. Fundinn sátu 2 fulltrúar frá hverju félagi og kusu þeir stjórn sambandsins. Ákveðið er að strandferðaskip- ið Esja verði tekið til flokkunar- viðgerðar eftir 8. sept. n. k. og mun viðgerðin sennilega taka 1 til 1% mánuð. Á meðan mun Hekla fara áætlunarferðir Esju, en þannig er háttað, að Hekla áttí upphaflega að vera í flokk unarviðgerð á þessum tíma, en viðgerð hennar var frestað til næsta árs til þess að hin dýra flokkun beggja skipanna kæmi ekki á sama árið. f sambandi við þessa ráðstöfun fær Hekla nokkra lausa daga um fyrstu helgina í september og er nú ráðgert að nota þá á þann hátt að gefa fólki kost á 3 þægi- legum ferðum með skipínu til Vestmannaeyja og þar með til Surtseyjar, en veruleg eftirspurn hefir að undanförnu verið eftir skipsfari á þessar slóðir. Verður öllum ferðunum hagað Skriðdrekum og fallhlífarher- mönnum var beitt til þess að hrekja um 3000 manns brott frá aðalstöðvunum, en fólkið var vopn að bareflum, hnífum, flöskum og öxum. Áttust þarna við kaþólskir menn og Búddatrúarmenn. Kaþólikkarn ír kröfðust þess, að herráðið yrði áfram við völd undir forsæti Khanh, hershöfðingja, sem fór frá völdum að kröfu Buddatrúar- manna. Auk Khanhs eru í hinu nýja herráði, Duomgidan Minh, fyrr- verandi forseti og fyrrverandi varnarmálaráðherra, Tran Thien Khiem. Strax eftir kjörið komu hers- höfðíngjarnir saman til fundar til að semja áskorun til fólksins um að sýna stillingu og koma á friði og ró í landinu. þannig að skipið verði við Surs ey i ljósaskiptunum að kvöldínu, þannig að eyjan sjáist öll, ef skyggni er til þess, og einnig sjá ist hið glóandi hraunflóð. Héraðsmót að Bif- röst í Borgarfirði Framsóknarmenn í Mýrasýslu halda héraðsmót að Bifröst í Borg- arfirði sunnudaginn 30. ágúst og hefst það kl. 9. 30 s.d. Ræður og ávörp flytja alþingis mennimir Helgi Bergs og Halldór E. Sigurðsson. Erlingur Vigfússon, óperusöngv ari, syngur og Jón Gunnlaugsson, gamanleikari skemmtir. Dúmbósextettinn og Steini leika <>g syngja fyrir dansi. STOFNAÐ VESTFIRZKT SAMBAND LEIKFÉLAGA HEKLA í SURTSEYJARFERÐIR 9. T ÍM 1 N N, föstudaginn 28. ágúst 1964

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.