Tíminn - 28.08.1964, Blaðsíða 6
RITSTJ'ÖRI OLGA 'ÁG'ÚSTSDoTTIR
Getur ekki upphluturinn verið
gulur, rauður, grænn eða blár?
Ólöf Árnadóttir, kona Hákonar Guðmundssonar yfirborgardómara, var
nýlega á móti norskra skógræktarmanna. Þar mættu flestar norsku kon-
urnar í þjóðbúningi, en örfáar íslenzkar. Af hverju klæðast íslenzku kon-
urnar ekki oftar þjóðbúningi á mannamótum?
Ólöf ræðir það í meðfylgjandi grein, og það væri fróðlegt að heyra álit
lesenda um þetta mál. — Ó.Á.
Spyr sá, sem ekki veit. Hitt er
augljóst, að eitthvað hlýtur að
þykja athugavert við íslenzka
kvenbúningÍTin fyrst þeim fer sí-
fækkandi, sem bera hann, þrátt
fyrir það, að hér er um að ræða
búning, sem ómetanlegt er að eiga
í skápnum, sökum þess, hvað hann
er klæðilegur og hagnýtur þegar
til lengdar lætur. Minn upphlutur,
til dæmis, er orðinn yfir þrjátíu
ára gamall, en ég myndi vera jafn
velklædd í honum í kvöld og ég
var daginn sem ég fékk hann.
Þann 19. ágúst var í Sigtúni
haldið kveðjuhóf fyrir 72 Norð-
menn, sem dvalið hafa hér á landi
við gróðursetning trjáplantna um
tveggja vikna skeið. Þetta var hið
myndarlegasta fólk Og glæsilega
klætt. Meiri hluti kvennanna og
álitlegur hópur karlmannanna bar
þjóðbúninga, er voru bæði lit-
ríkir og sérlega margbreytilegir
að sniði, útsaumi og öðru skrauti
svo sem silfri, leggingum og
látúni. Ég stóð í anddyrinu og
horfði hugfangin á þennan sumar-
glaða hóp, sem var á sífelldri
hreyfingu, svo illt var að festa
sér hvern einstakan búning í
minni. Sumir voru að koma, aðrir
að skjótast sem snöggvast út, til
myndatöku á Austurvelli, á með
an beðið var eftir matnum. Ég
sá fyrst ekki nema eina konu í ís-
lenzkum búningi, hún var á upp-
hlut, há og myndarleg, búsett á
Selfossi. Smám saman birtist þó
ein og ein skotthúfa í dyrunum,
og þegar setzt var að borðum,
vorum við orðnar sex. Því fór
fjarri, að það nægði til þess að
halda uppi þjóðlegri reisn í klæða-
burði við þær aðstæður. sem
Jóhanna Arnljótsdóttir Hemmert
um tvítugt, á upphlut meS 12
silfurmillum.
þarna voru fyrir hendi, en auð-
vitað hefði það getað verið verra.
Mesta eftirtekt vakti vitanlega sú
okkar, sem var yngst og fegurst,
Kristín hét hún og var seytján ára.
Hún var í upphlut af venjulegri
gerð, með svuntu og skyrtu úr
hvítu blúnduefni. Borðarnir voru
baldýraðir með silfurvír og millur,
skúfhólkur og annað tilheyrandi
skraut var allt úr skíru silfri, án
gyllingar. Ég heyrði til þess tek-
ið„ að ungfrúin ætti sjálf þennan
búning
RETTUR VIKUNNAR
Eplakaka.
% kg. epli (ný)
Lítið vatn
100 gr. sykur
Vanilla
50 gr. brauðmylsna
30 gr. sykur
30 gr. smjörlíki
V\ 1. rjómi
Berjamauk.
Eplin eru þvegin og afhýdd
Hýðið soðið í litlu vatni. Eplin
skorin í bita og soðin í hýðis-
soðinu í mauk. Sykur látinn i
eftir geðþótta. Kælt (Nota má
125 gr. af þurrkuðum eplum i
stað nýrra). Brauðmylsna eða
tvíbökur er saxað og blandað
saman við sykurinn. Smjörlíkið
brúnað ljósbrúnt á pönnu.
Brauðmylsnan látin á og bök-
uð, unz hún er hörð og brún.
Kæld á pappír
Kakan lögð saman: Pappírs-
dúkur er látinn á fat. Fyrst er
nokkuð af brauðmylsnunni lát-
ið á dúkinn. Því næst epla
mauk, þá berjamauk og svo
brauðmylsna efst. Rjóminn
þeyttur og honum sprautað of-
an á kökuna. Gæta skal þess,
að kakan sé ve) kringlótt.
Skreytt með berjamauki, og
brauðmylsnu stráð yfir. Einnig
má leggja kökuna niður í gler-
skál.
Ekki hefði það nú þótt í frá-
sögur færandi á dögum pabba og
mömmu, þótt ung stúlka kæmi til
veizlu í eigin búningi, sem hún
hefði komið sér upp sjálf.
Ég settist stundarkorn við borð
hjá tveimur skógræktarmönnum
og konum þeirra. Þær voru, bæði
í gamni og alvöru, að heita hver á
aðra að mæta nú í íslenzkum bún-
ingi, þegar næsti Norðmanna hóp-
urinn kæmi hingað að þrem árum
liðnum. Eiginmennirnir lofuðu að
sjá um silfrið, sögðust hreint
alltaf vera í vandræðum með
afmælis- og jólagjafir. Þannig
virtist fjárhagshliðinni nokkurn
veginn borgið, en þá vaknaði
spiuming, sem enn er óútkljáð.
Hvérnig átti búningurinn að vera?
Hún, sem sat mér til vinstri
handar, suðræn að fegurð, grann-
vaxin og dökk yfirlitum, hafði
raunar komizt svo langt að máta
peysuföt af mömmu eða tengda-
mömmu, daginn áður.
— Ó, þú hefðir átt að koma í
þeim, hvers vegna komstu ekki í
þeim? sögðum við.
— Ég hvarf inn í þau, það er
satt, mér fannst þau alveg ætla
að gleypa mig, anzaði hún alvar-
leg á svip, en maður hennar hló
við. hann hafði auðsjáanlegd ver-
ið viðstaddur sýninguna. Það kom
líka á daginn, að frúin vildi held-
ur vera í upphlut. en fannst pils-
ið óþarflega sítt, mátti ekki stytta
það duggunarlítið að meinalausu?
Hún, sem sat til hægri, hávaxin,
stiíttklippt og full af fjöri, hafði
átt grænan bol við samlitt pils,
þegar hún var unglingur Það
hafði á sínum tíma verið heitt bar-
áttumál ömmu hennar, Jóhönnu
Hemmert á Blönduósi, að tekinn
væri upp upphlutsbúningur í lit-
um borðalaus en með háum
barmi og fleiri millum en nú
tíðkast. Dótturdóttirin virtist vera
á svipuðu máli og amma hennar
í Austur-Húnavatnssýslu, hún
vildi stytta pilsið og fá sér steind-
an upphlut í sínum eftirlætislit,
helzt með tólf silfurmillum, en
var það viðeígandi? Mátti upp-
hluturinn vera gulur, rauður,
grænn eða blár, eftir smekk hvers
og eins — og gátu millurnar verið
fleiri en átta?
Mér var tjáð að flestir hinna
norsku búninga, er við sáum þetta
kvöld, væru tiltölulega ný hug-
mynd og þó að Harðangurs-búning
urinn t.d. bæri greinilega af öðr-
um sem voru bæði íburðarminm
og ófrumlegri, þá er á hitt að líta.
að það var líf og mikil skemmtun
í fjölbreytninni.
Norsk kona klædd þarlendum
þúnlngl.
Við fórum að velta því fyrir
okkur, hvort íslenzki búningurinn
væri ekki kominn í of fastar
skorður, rétt eins og hann væri
svo frumlegur og forn, að ekki
' mætti við honum hrófla. Skaut-
■ búninginn minntumst við ekki á,
! þar sem við vorum að hugsa um
búning. sem hægt væri að grípa
til við margvísleg tækifæri
En hvers vegna taka kvenfélög,
kirkjufélög og átthagafélög ekki
upp merki íslenzka búningsins?
Eða getur þeim dulizt að hann er
í hættu, og að hér er um þjóð-
legan þátt að ræða, sem fyrir
i engan mun má fara fram af björg-
unum
Það þarf að endurskoða upp-
; hlutinn, en það þarf ekki að gera
á honum neinar stórfelldai breyt-
íngar, því að hver getur neitað
því að hann sé klæðilegui Það
má vera glæsilegur kjóll sem
stenzt samanburð við góðan þjóð-
búning. Fær ekki kona alltaf á
Ungfrú Kristín Unnsteinsdóttir
á íslenzka búnlngnum.
sig nokkurn þokka þegar hún er
komin á upphlut eða peysuföt,
jafnvel þótt hún sé ekkert sér-
stakt augnayndi á morgunkjól —
og hvað er obbinn af samkvæmis-
kjólum nú til dags annað en erma-
lausir morgunkjólar úr góðu efni,
sem hefur verið sparað til hins
ýtrasta?
En, meðal annarra orða, var
ekki skúfurinn einu sinni stuttur,
hann skyldi þó aldrei mega vera
rauður? Ég á við svona á ungu
fröken Reykjavík, þótt við hinar
eldri héldum okkur við svarta
litinn, ef okkur sýndist hann
virðulegri Og hvað finnst ykkur
— getur upphluturinn verið gul-
ur, rauður. grænn eða blár? —
aldrei er Sigríður litla í „Pilti og
stúlku" látin vera í svörtu. eða
hvað? Og Ásta í „Skugga-Sveini“
var áreiðanlega bláklædd, síðast
þegar við sáum hana
Ólöf D. Árnadóttir.
6
TÍ’míNM, föstudaginn 28. ágúst 1964