Tíminn - 30.08.1964, Blaðsíða 1
Víöast hvar eru horfur
á góðri uppskeru korns
KH-Reykjavík, 29. ágúst.
KULDARNIR að undanförnu
hafa dregið nokkur úr þroska
korns á öllu landinu, þótt ekki
sjái á því af völdum frosta. Undir
Eyjafjöllum hefur korn skemmzt
töluvert í stormum að undanförnu.
Annars eru kornbændur almennt
heldur ánægðir með uppskeruhorf
ur og gera sér góðar vonir ef tíð-
arfar versnar ekki til muna næstu
daga og vikur.
Árni Jónasson í Skógum sagði
blaðinu í dag, að engin frost hefðu
komið undir Eyjafjöllum í ágúst,
og kartöflugras stendur þar enn.
Hins vegar hefur verið kalt og
stormasamt í meira lagi, og sér
talsvert á korm af þeim sökum.
Blöðin krypplast og brotna, og
voru talsverð brögð að því um síð-
ustu helgi, að sögn Árna. Hann
kvaðst búast við, að hægt yrði að
uppskera um 20. sept., en á þess
um slóðum er einkum verið með
seinþroska tegundir, sem þola
storm betur. Kornið á sandinum
lítur betur út en á sama tíma und-
anfarin ár, og bændur vonast eft-
ir allgóðri uppskeru.
í Gunnarsholti og á Stórólfsvelli
hefur kornræktin dregizt verulega
saman, í Gunnarsholti eru 75 ha.
undir korni í stað 170 i fyrra og á
Stórólfsvelli er korn á 30 ha.
(svæði í stað 120 ha. i fyrra.
Þurrkarnir í vor og kuldarnir nú
hafa hamlað vexti, og að sögn
Jóhanns Frankssonar á Stórólfs-
velli er kornið skammt á veg kom
ið. Hann bjóst jafnvel ekki við
því, að kornið mundi þroskast hjá
sér^ í ár.
Á Sámsstöðum er ástandið mun
betra. Þar hefur næturfrost ekki
bitið á kornið, en kuldar hafa þó
hægt á þroskanum. Klemenz Kristj
ánsson sagði, að uppskeruhorfur
væru bara nokkuð góðar, ef ekki
yrði mjög kalt í september. Vetr-
arbygg var uppskorið á Sámsstöð-
um um 10.—15. ágúst, og var
það ágætlega þroskað. Einnig er
búið að uppskera grasfræ af Korn-
völlum og Geitasandi.
Jón Jónsson, búfræðingur, er
Framh. á 15. síðu
NEPTÚNUS REYNDIST LÍTIÐ SKEMMDUR
Voru að leggja á boröiö
þegar reykurinn gaus inn
FB, KH, EJ- Rvík, 29. ágúst.
KLUKKAN 17,15 í gær kom upp
nokkuð mikill eldur í bv. Nept-
únusi, sem þá var staddur 25 míl-
ur norðvestur af Reykjanesi. Ný-
buið var að leggja á borð fyrir
skipverja í matsal togarans, þegar
reykinn bar þangað inn til þeirra,
og þegar dyr vélarhússins voru
opnaðar, gaus eldurinn upp niðri
í vélarrýminu og kolsvartan reyk
lagði fram ganginn. Allár tilraun-
ir skipverja til að slökkva eldinn
reyndust árangurslausar, og var I að þeir kynnu að springa í loft
því öllum hurðum og gluggum vél | upp og var áhöfninni því komið
arhússins lokað og einn skipverj- i um borð í varðskipið Albert, sem
anna skauzt niður og opnaði fyrir! flutti þá til Reykjavíkur í nótt,
gufuna. Þessar aðgerðir drógu mik
ið úr eldinum, og um kl. 6,30 í
morgun fóru slökkviliðsmenn með
dráttarbátnum Magna um borð
með slöngur og dældu vatni á eld-
en togarinn Júpiter dró Neptúnus
áleiðis til Reykjavíkur.
Fjöldi manns hafði safnazt sam- |
an niður á Ægisgarði í nótt og i
beið þar eftir varðskipinu Albert,!
inn, þar til hann var að mestu! sem var væntanlegur um 4-leytið
slökktur og alveg á valdi þeirra. ; með skipsmenn af Neptúnusi, sem4
Niðri í vélarrýminu voru gas- i kviknað hafði í í gærdag út af
og súrefnisgeymar, og var óttazt I Reykjanesi.
— Þarna er hann litla skinnið,
sagði kona, sem stóð við hliðina á
okkur. — Hann hlýtur að hafa
verið í koju, þegar þetta gerðist,
hann er í svo stórum fötum! Við
nánari eftirgrennslan kom í ljós,
að konan var að tala um yngsta
skipverjann á Neptúnusi, Eyjólf
14 ára gamlan. — Hann er sonur
SJA 15. SIÐU
Mikil
síld í
Jökul-
dýpinu
EJ-Reykjavík, 29. ágúst.
Mikið virðist vera af síld
í Jökuldýpinu og í nótt
fengu 7 bátar þar afla, sam
tals rúmlega 5.300 tunnur.
Flestir þeirra fóru til Akra
ness með aflann, en einn
kom til Reykjavíkur. Aft-
ur á móti hefur engin síld
fundizt fyrir porðan, enda er
þar nú bræla. Ekki er enn
þá vitað, hvers konar síld er
á þessum slóðum, né heldur
hvort von sé til að hún hald
ist á svæðinu.
Þessir bátar fengu veiði í
nótt í Jökuldýpi og þar ura
kring. Sigurður 1200, Sig-
rún 900, Höfrungur III 400
Höfrungur II 600, Harald-
ur 800, Sólfari 500, Skírnir
125. Sólfari fór með sinn
afla til Reykjavíkur, en hin
ir bátarnir lönduðu á Akra
nesi.
Sigurður Vigfússon á
Akranesi segir, að síld þessi
sé nokkuð góð, og fer nokk
ur hlutí hennar í frystingu
og til beitu. Fitumagn henn
ar mun vera 16—19%.
Margir bátar eru nú á
svæðinu fyrir norðan,
Strandagrunni og ísafjarð
ardýpi, en í nótt fundu
þeir enga síld. Bræla er nú
þar og hafa flest skipin leit
að hafnar. Enn er ekki vit-
aö, hvort hér er um að
ræða Norðurlandssíld, eða
Vesturlandssíld, og eínnig
eru menn alls ófróðir um
hreyfingar hennar. Sumir
telja þó, að síldin fyrir norð
an sé á suðurleið.
Fréttaritari blaðsins á
Skagaströnd segir, að menn
fylgist þar mjög vel með
síldarleitinni og voni að
síld muni veiðast þarna í
sumar. — „En enn sem kom
ið er lifum við aðeins í
voninni“, sagði hann.
fkipverjar af Neptúnusi um
borð í varðskipinu Albert vjð komuna til Reykjavíkur kl. rúmlega fjögur í fyrrinótt.
(.Timamynd, KJ).
I