Tíminn - 30.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.08.1964, Blaðsíða 2
Frá Barnaskóla Garða- hrepps, Silfurtúni: Skólirm tekur til starfa þriðjud. 1. sept. 10 og 9 ára börn mæti kl. 9 árd. 8 og 7 ára börn mæti kl. 1 e. h. Kennarafundur verður í skólanum kl. 10.30 í. h. Skólastjóri. Frá Barnaskólum Hafnarfjarðar Lækjar- og öldutúnsskóli taka til starfa föstud. 4. sept. næstkomandi, fyrir 7, 8 og 9 ára börn. Nemendur mæti þennan dag sem hér segir. 9 ára börn kl. 10 árdegis. 8 ára börn kl. 11 árdegis 7 ára börn kl. 2 e.h. Eins og undanfarin ár hefst nám 10, 11 og 12 ára barna 1. okt. Nýir nemendur, aðfluttir láti skrá sig hið fyrsta. Kennarafundur 1 skólunum verður sem hér segir: 1 Lækjarskóla föstudaginn 4 sept. kl. 9 árd. í Öldutúnsskóla fimmtud. 3. sept. kl. 4 síðd. Sfcólastjórar. Frá Barnaskólum Reykjavíkur Börn fædd 1957, 1956, 1955 og 1954 eiga að sækja skóla í septembermánuði . 7 ára börn (f. 1957) komi í skólana 1. sept. kl. 10 f. h. 8 ára börn (f. 1956) komi í skólana 1 sept. kl. 11 f. h. 9 ára börn (f. 1955) komi í skólana 1. sept. kl. 1 e. h. 10 ára börn (f. 1954) komi í skólana 1 sept. kl. 2 e. h. Næsta dag, miðvikudaginn 2. sept n. k., þarf einnig að gera skólunum grein fyrir öllum 11 og 12 ára börn- um, (sem hefja skólagöngu 15. sept.: n. k.), sem hér segir: 11 ára (f. 1953) 2. sept. kl. 9 f. h. 12 ára (f. 1952) 2.sept. kl. 10 f. h. Foreldrar athugið: Það er mjög áríðandi, að skólarnir fái á ofangr tíma vitneskju um öll 7—12 ára börn, bar sem skipaí verð- ur í bekkjardeildir þá þegar. Geti börnin ekki komið sjálf, þurfa foreldrar þeirra eða aðrir að gera grein fyrir þeim í skólunum Börn, sem flytjast milli skólahverfa, skulu hafa með sér flutningsskírteini. Ath.: Börn, sem voru í 9 ára deildum Vesturbæjarskóia við öldugötu s. 1. vetur, verða í þeim skóla einnie i vetur. Kennarafundur verður í skólanum 1. sept. kl. 9 f h Fræðslustjórinn í Seykjavík. Þáttur kirkjunnar Einn dagur lífsins „Kenn oss að telja daga vora, svo að vér megum öðl- ast viturt hjarta,“ var bæn spekingsins forna. En hvað felst í þessari bæn? Hún er i fljótu bragði óskiljanleg. Að hvaða leytí er sá betur settur í vizku eða speki, sem telur dagana? Þetta er vafalaust eitt þeirra orðtaka, sem á frum- málinu telur að baki sér orða- leik erlendrar eða austrænnar tungu. Að telja, reikna sam- an, hugsa um, halda reikning yfir, mun eingöngu hafa verið sagt um það, sem dýrmætast þótti, t.d. gull og gersemar. Annað var ekki talið meðan reikningslistin var enn aðeins eign útvalinna spekinga og töframanna. Og þarna finnum við þráð- inn, upphaf hugsunar, sem í þessu felst. Kenn oss að telja dagana, hvern einasta, ekki að- eins afmælisdaga og hátíðis- daga, heldur hvundaginn sjálf- an, sem dýrindisperlu úr hendi Guðs, gjafarans mikla, perlu frá uppsprettu lífsins og eilífð- arinnar. Getum við lært þetta, hljótum við að verja hverjum degi vel, gæta hans sem gim- steins og verðmæta. Við getum gengíð sorgmædd til sængur, þreytt eða vonlaus, en þegar morgunsólin læðist inn um gluggann og boðar nýjan dag af himni, er hægt að vakna og ganga út að glugganum, teygja sig móti geislunum og finna nýjan þrótt og nýjar vonir streyma inn hverja æð og taug. Enn einn dagur fullur sumars og sólskins. Því hvað er lífið annað en keðja af dögum. Og getum við ekki veitt þeim athygli, metið þá mikils, hverfa þeir aftur og verða okkur einskis virði. Og lítilsvirðum við þá, þökkum þá ekki eða fyrirlítum þá, verður lífið um leið að kvöl og myrkri. Og við eigum aðeins einn dag í einu, ekki meira. Hvern- ig tökum við honum? Hvern- ig verjum við honum? „Fallegt og hversdagslegt" er orðalag, sem haft er eftir eínhverjum hugsuði, sem seg- ist fyllast innilegu þakklæti fyrir hvern dag og lofsyngur alla þá smámuni hversdags- leikans, sem við oftast gleym- um, en honum finnst hvert smá atvik þrungið unaði og fögn- uði. Að heyra frstu raddir morgunsins, setjast að borði með börnunum, eftir að hafa fengið sér yndislegt bað, virða fyrir sér fólkið á götunni, koma inn í strætisvagn- inn, heilsa vinnufélögunum, allt þetta finnst honum svo dá- samlegt. En hann fann ekki fögnuð þess og þakklætíð gagn vart því fyrr en hann hafði verið veikur og komst svo aft- ur til heilsu. „Hjarta mitt var fullt af fögnuði, ég hefði viljað syngja af sælu og gleði, kraftaverkið mikla, lífsdagurinn — starfs- dagurinn hafði veitzt mér að nýju.“ „Þessum degi hefi ég glatað," sagði keisari í Róm forðum, þegar hann hafði ekki gert að minnsta kosti eitt góð- verk, sem hann hafði góða sam vizku yfir að hafa framkvæmt. Þannig skapast það, sem kalla mætti „hvundagsguðs- þjónustu.“ Trúmennska, vandvirkni og ástúð heita reikningsvélarnar, sem notaðar eru við bókhald- ið við að telja dagana. Og það er ábyrgðartilfinningin gagn- vart hverri stund, sem situr í öndvegi við bókhaldið. Og hvað skortir nútímafólk meira en ábyrgðartilfinningu, — vitund þess, hve allt er dýrmætt og þá ekki sízt störf, hverdagsins, sem eru að mestu uppistaða og úrval þess, sem við köllum hamingju. Við erum öll börn hversdags leikans, þrátt fyrir allt híð stóra og örlögþrúngna. Og aldrei megum við verða svo sljó, að við finnum ekki stærð þess, sem gjörist í ævisögu okk ar frá degi til dags. Hver ein- asta stund er þrátt fyrir allt hluti af lífi og ævi. „Og sú stund, sem líður fæst aldrei aftur, hún er sem mynd í draumi sýnd.“ var sungið í viturlegri dægur- vísu fyrir 30 árum. Gleymist þetta viðlag, þá verður stund- in og um leið ævin „gleymd og týnd. Hvern dag þarf því að lifa þannig, að ekkí einungis hið mikla heldur einnig hið smáa sé líkt og smámyndir í mynda samfellu — mósaik, nákvæm- lega á réttum stað til að skapa hið mesta listaverk allra lista- verka, fagurt mannlíf. Þannig verður þakklætið til Guðs hluti af lífi okkar. „Hvun dagsguðsþjónustan" er þá slungin tveim meginþáttum, starfsgleði og þakklætiskennd. Og þakklætið þarf að koma sjálfkrafa, af því að við finn um sjálf, hve lífið er dásam- legt og getum því ekki bund- izt orða og söngs. Þá kemur sunnudagsguðsþjónustan eins og af sjálfu sér, viðlag í ljóði lífsíns." Þótt dagar hversdagsleikans séu auðugir af endurtekning- um, þá eigá þeir samt ef vel er að gætt óteljandi blikfleti tilbreytinga og átaka. sem víkja frá venjunni. Við þurfum því að læra list- ina miklu, okkar dagatal að meta hvern einn dag, sem gimstein úr djúpi eilífðarinn- ar. Hann gefst aðeins einu sinni, og svo aldrei framar. Einmitt dagar hallandi sum ars undir haust minna mörgu fremur á þessa holltu lexíu Þessí dýrðardagur sumarsins kemur aldrei aftur, á morgun er máske vetur. Hefui þú gef- ið honum eitt góðverk að minnsta kosti. Hann gaf þér alla geisla sína — alla sína heillandi töfra, sína tindrandi heiðríkju. Árelíus Níelsson. Handbókband bókamenn; bókasöfn Mun- iS handbókbandið á Fram- nesvegi 40, mikið úrval af 1. flokks efni, vönduð vinni. Reynið dðskiptin. Hestur rauðblesóttur 4 vetra ójárnaður, tapaðist frá Mó- um, Kjalarnesi i júlímán- uði. Mark sneiðrif-ið framan hægra Upplýsing- ar í síma 35139. Bæjarráð Hafnarfjarðar ákveðið hefir verið að fjölga gjaldd. á eftirstöðvum útsvara 1964, úr 4 í 6, hjá þeim sem greiða reglulega af kaupi, og þess óska. Verði gjalddag- arnir 1. hvers mánaðar mánuðina sept. 1964 til febr. 1965. Skriflegar umsóknir þurfa að berast til Bæjarskrifstofunnar í Hafnarfirði í siðasta lagi 5. sept. 1964. Skal getið þar um nafn vinnu- veitanda. Bæjarritarinn í Hafnarfirði. Vínna í New York Vel enskumælandi maður eða kona óskast til starfa í New York við afgreiðslu og bókhald. Tilboð með upplýsingum sendist blaðinu fyrir fimmtudagskvöld n. k. merkt: Ic 700 T I M I N N, sunnudaglnn 30. ígúst 1964 — 2 V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.