Tíminn - 30.08.1964, Blaðsíða 3
ÍSPEGLITÍMANS
MANDY RICE-DAVIS dvald-
ist nýlega í eina viku í Stokk-
hólmi og skemmti þar, og er
MYNDIN tekin við það tæki-
færi. Hún fékk 6000 krónur í
vikiilaun fyrir að sýna sig,
syngja smávegis og segja sitt
af liverju um Profumo-málið.
Af þessu liefur hún lifað und
aniarið í ýmsum löndum. í
föðurlandi sínu, Englandi, þén-
aði hún vel af því að lesa vissa
kafla úr „Elskhugi Lady Chatt-
erleys“ í útvarpið.
2. SEPTEMBER tekur Hæsti-
réttur New York-ríkis til með-
fcrðar mál frú Nelson Happy
Rockefeller og fyrrverandi eig-
inmanns hennar, Dr. James
M'urphy. Happy hefur leitað til
Hæstaréttar til þess að fá yf-
irráð yfir börnum sínum fjór-
um. Þrjú barnanna, Margaretta
11 ára, James 13 ára, og Carol
8 ára, hafa dvalið lijá föður
sínum og núverandi konu hans,
Victoriu Thompson, sem kenndi
við Chapin School, en í þann
skóla gengu þrjú elztu börnin,
Yngsta barnið, Malinda, sem er
aðeins 4 ára, hefur dvalið hjá
Rockefellerlijónunum. Enn er
allt óvíst um málalok. Á MYND
INNI sjáum við Happy Rocke-
feller, ásamt tveim elztix börn-
unum, Margaretta og James.
ir
HIN skapheita Zsa Zsa Gab-
or hefur heldur betur fuðrað
upp síðustu dagana. í London
höfðaði hún mál á hendur konu,
sem að hennar sögn, kallaði
hana „skítugan Ungverja" þeg-
ar hún dvaldi á Rivierunni
frönsku. Áður lenti hún í mikl
um átökum í London's Palladi-
um, þar sem hún hélt því fram,
að engin önnur en Judy Gar-
Iand hefði stolið sæti sínu. Hún
hélt síðan sár og reið til Banda-
ríkjanna og þar sprakk hún
algjörlega, þegar hún komst að
því að sundlaug liennar og bað-
hús, hið éina sem eftir er af
milljónaeignum hennar, sem
★
brann í miklum eldi árið 1961,
hafði verið jafnað við jörðu
samkvæmt skipun borgarstjórn
ar Los Angeles-borgar. — Hún
fullyrti að sér hefði aldrei ver-
ið sagt, að borgarstjórnin ætl-
aði að fylla upp í sundlaugina
hennar og jafna brunarústirn-
ar við jörðu, en henni var svar
að því til, að þeir hefðu reynt
að segja henni það af og til síð
an í febrúar s. 1. Verktakarnir,
sem fylltu sundlaugina, krefj-
ast tæpra 3000 dollara fyrir
verkið, sem Zsa Zsa segir, að
hafi aðeins tekið þá tvo tíma.
Hún heldur því fram, að borg-
arstjórnin skuldi henni 20.000
dollara fyrir sundlaugina og
baðhúsið og segist ætla í mál
við yfirvöldin og vera sinn eig-
in lögfræðingur.
★
HINN vinsæli rithöfundur
Alistair MacLean, sem m. a.
skrifaði Byssurnar í Navarone,
flúðí Englar-i árið 1958 vegna
geysihárra skatta og settist að
við Vierwandstatter-vatnið. En
nú hefur hann snúið aftur til
Englands og ætlar að reka litla
krá. Hann ikeypti eldgamla krá
í Cornwall og kallaði hana
hinu fræga nafni „Jamaica Inn“
en það nafn er á allra vörum
síðan skáldsaga Daphne de
Maurier með sama nafni kom
út. MacLean segist vera leiður
á að skrifa og vilji reyna eitt-
hvað nýtt. Og hann vonar að
lífið verði dásamlegt í litlu
kránni í Cornwall.
*
MARGT skeður í Atlantic
City. Ung stúlka, að nafni Jenni
fer Grannis, var nýlega kjörin
þar sem sigurvegari í merkri
!keppni og hlaut titilinn
„Freknudrottningin“. Keppend
urnir voru margir, en Jennifer
vann, eftir að dómararnir höfðu
komizt að raun um, að hún
hafði 23.800 frcknur á andliti
sínu og líkama.
„THE BEATLES” eru aftur
komnir til Ameríku. Þeir héldu
nýlega hljómleika í Hollywood
Bowl. Milli þeirra og áhorf-
endanna var stór og mikil sund
laug, en ein stúlkan, Cathy
Harris, 15 ára gömul, stökk út
í og ætlaði að synda yfir til
þeirra. Og um leið og hún var
dregin upp úr hrópaði hún: —
„Ég elska Ringo meira en nokk
uð annað í heiminum". — En
það er þó smáskuggi á gleði
þeirra félaga að þessu sinni,
þótt þeir reyni að láta sem ekk
ert sé. Spákona nokkur hefur
nefnilega sagt^að þrír Bítlanna
verði drepnir og hinn fjórði
hættulega særður 3. september
n. k„ þegar þeir eiga að syngja
í Indianapolis. — Kona þessi,
Jeane Dixon, hefur að sögn
tnerka hæfileika til þess að
sjá óorðna hluti, á hún meðal
annars að hafa sagt fyrir um
morðið á John F. Kennedy, for
seta. Bítlarnir segjast ekki
vera hjátrúarfullir og að þeir
ætli því að fara til Indianapolis
eins og ákveðið er, og þó neita
*
liðið og var vatni sprautað á
stúlkurnar. En þær gáfu ekki
eftir og brátt tæmdust vatns-
tankarnir. En í því bar þar að
sjálfan velferÖarráðherrann,
Tran Quan Thuan. Gekk hann
um með reglhlíf og ræddi við
leiðtoga stúlknanna. Endaði það
með því að þeim var öllucn
sleppt með því skilyrði að þær
klæddu sig siðsamlega, og
gengu þær fylktu liði út úr
.búðunum með velferðarráðherr
ann í fararbroddi!
★
★
í SUÐUR-VIETNAM ætluðu
yfirvöldin að draga úr hinni
miklu starfsemi gleðikvenna og
komu því upp sérstökuxm búð-
um, þar sem gleðikonum skyldi
kennt að lifa betra lífi. — En
þær kærðu sig lítið um slíka
betrun, og nú nýlega gerðu
109 gleðikonur uppreisn í betr-
unarbúðunum. Nokkrar þeirra
afklæddu sig fyrir framan
fangaverðina, en hinar réðust
á þá með járnstöngum og grjót
kasti. Þeir kölluðu á slökkvi-
MAMIE van DOREN er ein
þeirra fáu bandarísku topp-
stjarna sem þorað hafa að
klæðast þeim topplausa. Hér
á MYNDINNI sjáum við hana,
en í þessum búningi mun hún
leika í næstu kvikmynd sinni,
„3 nuts in search of a bolt“. —
Annars hafa topplausir kjólar
orðið vinsælir meðal ungra
stúlkna, sem sækja bandaríska
næturklúbba, og á mörgum stöð
um ógna þær af skiljanlegum
ástæðum atvinnuöryggi heillar
stéttar, þ. e. nektardansmeyj-
anna. Og með þessum topplausu
kjólum hefur koimið nýr dans,
sem kallast „The Swim“, og er
engu líkara, en að dansparið
sé í kennslutíma í sundi, þegar
það dansar þennan nýja dans.
★
þeir því ekki, að tilhugsunin
um að eitthvað alvarlegt geti
komið fyrir þá þar, sé dálítið
óþægileg.
M I N-N, sunnudaginn 30. ágúst 1964
3