Tíminn - 30.08.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.08.1964, Blaðsíða 13
NE1TE Radionette-sjónvörp meS og án útvarps. Radionette-Kurér ferðatæki með bátabylgju. Radionette-útvarpstæki, Hi.Fi með bátabylgju. Mono eða Stero smíðuð fyrir vegghillur, margar gerðir. Radionette ferða- og bílútvörp. Radionette-töskur fyrir Kurér og Combi ferða- útvörp. | i I M Á LIÐ úti MEÐAN TÍMI ER TIL SUMARIÐ LÍÐUR FLJÓTT Höfum einnig fengið hin þekktu H.K.L. sjón- varpsloftnet. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Sendum myndlista ef óskað er. umboðiö inar Farestveif & Go h. í. Aðalstræti 18, sími 16995. Útsölustaður STAPAFELL H F. i Keflavík SAMV9NNUSKOLINN BIFROST ^ Matsveinn eða ráðskonu vantar við Samvinnuskól v ann, Bifröst, á komandi vetri. Unnlýsmeai' i súna 17973 e. h. á mánudag. Samvinnuskólinn, Bifröst. ÁTTRÆÐUR þá að flestra dómi átti ínnan sinna l'ramliald at !) síðu i takmarka, Guðrúnu Jóhannesdótt- því erigin furða þó að ungu stúlk j ur ^ra Stærriárskógi, og giftust urnar í byggðarlaginu renndu til i Þau arr® 191 !• hans hýru auga og færu ekki leynt ! Árið 1912 varð Snorri Sigfús með. Snorri náði líka i fallegustu I son skólastjóri við barnaskólann heimasætuna sem Árskógsströnd á Flateyri við Önundarfjörð, og fluttu þau hjón þá yestur þangað. Þar náði Snorri mikílli hylli sem afburða uppfræðandi, skylduræk- inn og aðgengilegur, enda voru honum fljótt falin ýmis trúnaðar störf bæði fyrir sveitarfélagið og það opinbera. Sat þar í sóknar- nefnd, var hreppsnefndaroddviti og sáttamaður um langt árabil, skipaður yfirsíldarmaður á Vest- fjörðum og gegndi hann því starfi um 13 ára skeið, og umboðsmaður síldareinkasölunnar var hann um tíma. Ég mun ætíð minnast með þakk læti móttakanna, sem ég og við Eyfirðingarnir fengum hjá Snorra og konu hans, þegar svo vildi til að við komum til Flateyrar. Á þeím árum stundaði ég handfæra veiðar fyrir Vestfjörðum á skip- um frá Akureyri, og var gjarnan farið til Önundarfjarðar, þegar eitthvað vantaði, eöa þegar leita þurfti skjóls fyrir vondum veðr- um. Það var engu líkara en að þau hjón ættu í okkur hvert bein, og heim var okkur boðið upp á trakteringár, og mér var sagt að sömu framkomu hafi þau haft við alla Eyfirðinga, sem til Flateyrar komu ef þau annars voru heima við. Þegar barnaskólahúsið á Akur- eyri, sem reist var þar á syðri brekkunni var fullgert og tók til starfa, en það var árið 1930, réð- ist Snorri Sigfússon þangað skóla stjóri, og fluttist þá með fjöl- skyldu sinni til Akureyrar. Þar vann hann sig þann veg inn í hjörtu bæjarbúa. með náinni sam vinnu við aðstandendur barnanna lipurð í umgengni og góðum skiin ingi á vandamálunutn að vart verð ur á betra kosið, og ég get fullyrt, að ég hefi, ekkí hitt einn einasta Akureyring, sem hafi lastyrði að mæla um Snorra Sigfússon, og er það raunar bezta sönnunin fyrir ágæti þessa manns. Snorri Sigfússon var skólastjóri barnaskólans á Akureyri þar til hann hætti skólastjórastarfi, hafði þá hlotið nafnbótina námsstjóri sem hann ber enn. Það var ekki ætlun mín með þessum línum að rekja ævisögu Snorra Sigfússonar, því það munu aðrir gera mér hæfari. Hins veg ar hefi ég leyft mér að draga hér fram þau atvik úr lífi hans sem bundin eru þeim kynnum sem ég hefi haft af honum per- sónulega, aðallega í því skyni, að j fá tækifæri til að þakka það sem i hann hefur fyrir mig gert. Þó ; má skjóta því inn hér að Snorri ; er Svarfdælingur og kominn af j góðum bændaættum í því byggð- i arlagi. Snemma þótti hann sýna góða námshæfileika og var settur til mennta. Fór fyrst i Gagnfræða- skólann á Akureyri, og að loknu námi þar tii Noregs. Þar nam hann fyrst við lýðháskólann í Vors, og svo við kennaraskólann á Stord, þar sem hann bjó sig undir fræðslustarfið hér heima, en það varð með þeim ágætum sem að framan er frá sagt. Ég vil svo að endingu þakka þér Snorri alla þá góðviid og hlý hug, sem ég hefi orðið aðnjót- andi frá þinni hendi bæði fyrr og síðar, og það er mín einlæg ósk að ólifuð æviár þín megi verða bér gleðirík og góð. Með beztu afmælisóskum og kveðjum. Egill Jóhannsson skipstjóri ALÞJOÐLEG VÖRUSÝNING verður haldin í Frankfurt | 30. ágúst—3. sept. Hplztu ! vöruflokkar: vefnaðarvar? i og fatnaður alls kpnai. ; Gjafavörur, skrautvörur • skartgripir, og listmumr til \ híbýlaskreytinga, ritföng og pappírsvörur, snvrtivör | ur, hljóðfæri, leir- málm- ! kristals- og glervörur tága 1 vörur, leikföng og jóla- skraut. Einnig verður al þjóðleg leðurvörusýnine á sama tíma f Offenbach Allar nánari upplýsingar um kaupstefnuna veitir umboðshafi á íslandi- Ferðaskrifstofa rjkisins í Lækjargötu 3, sími 11540 I T í M 1 N N, sunnudaginn 30. ágúst 1964 — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.