Alþýðublaðið - 21.10.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLABIÐ ?ttiðvikudagur 21. október 1953 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamentn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. I lausasölu: 1,00. Hefur þjóðin efni á því? FYRIR nokkrum dögum átti Aiþýðublaðið kost á a'ð líta yfir skjal nokkurt, sem sýndi her- kostnað tíu þjóða í hlutfalli við þjóðartekjur þeirra. Niðurstöðutölurnar voru þessar: Bel gía—Luxemburg ver 6,3% af þjóðartekjunum til landvarna, Danmörk 3,5%, Frakkland 11,2%, Grikkland 8,5%, Ítalía 5,8%, Holland 6,2%, Noregur 5%, Portúgal 5%, Tyrkland 6,5%, England, 12% og Bandaríkin 15%. Þessar tíu þjóðir verja sem sé frá 3,5—15% af þjóðartekj- um sínum til hervarna. — Það eru þungar byrðar. Það er mik ið fé. Ekki talíði í milljónum, heldur í hundruðum og þús-' undum' milljarða króna. Við Islendingar erum sem betur fer íausir við öll ríkisút- | gjöld til hervama og herbúnað ar. En eins og sakir standa þarf um við sérstaklega að herja á húsnæðisbölið. Og eru ýmsir, sem halda því fram, að þjóðin hafi ekki efni á að gera þar sríktj átak, sem heir játa að þ.vrfti þó að gera til þess að út- rýma heilsuspillandi húsnæ'ði á nokkrum árum. Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram merkilegt frumvarp til laea, þar sem gert er ráð fyrir að Ieysa þetta bjóðfélagsvanda mál á næstu fjórum árum. En sjálfsagt eru margir, sem halda, að þetta séu óraunhæf- ar skýjaborfirir. En svo er ekki, enda er auðvelt að sanna það með áreiðanlegum tölum. Fólksfjöleun hér á landi er kringum 1600 manns á ári. Veírna fólksfjölfirnnarinnar þarf þióðin árlega að bvegja um 400 íbúðir. En fjöldi fólks býr í ó- bæfu húsnaeði. Segjum að það séu 6—7000 manns, sem þann- ig er ástatt um. óg þurfi hjáln- ar viVíl eins fljótt og við verði komið. Til þess að bvgsréa vfir þetta fólk þvrfti 1600 íbúðir, og ef menn hugsuðu sér að koma beim unn á fjórtim árnm, b’i-ríti að bvggia aðrar 400 í- húðir á ári til að útrýma óhæfu húsnæði. Verkefnið væri þá að byggja 400 íbúðir vegna fólksfjölgun- arinnar og aðrar 400 til útrým ingar heilsusnillandi húsnæði. AIIs 800 íbúðir á ári £ næstu fjögur ár. Og nú er spurningin: Er þetta hægt? Hefur íslenzka jhjóVýin efni á hessu? Vönduð íbúð, sem er kring- um 300 teningsmetrar að rúm- máli, kostar um, 200 000 krón- nr. og þannig kosta 800 slíkar íbúðir um 160 milljónir króna. Þegar þessi tala er nefnd, mun margur segja: Þarna sjáið þið, þetta er Ianet umfram getu þjóðarinnar. Hundrað og sextíu milljónir króna til íbúð- arhúsnæðis á einu ári. Er hað ekki skýjasrlópska og fjar- stæða, sem óþarft er að ræða frekar? En það er einmitt það, sem þa'ð ekki er, eins og nú mun sýnt verða: Framleiðslutekjur íslenzku þjóðarinnar eru fuilar 2500 milljónir og auk þess hefur hún liaft til umráða um 200 milljónir frá erlendum aðilum sem lán og gjafir. Þannig hef- ur þjóðin á þessu ári til um- ráða 2700 milljónir. Hundrað og sextíu milljónir — andvirði 800 íbúða — eru tæp 6% af þeirri upphæð. En það er hlutfallslega tæpur helmingur þeirrar byrðar, sem Bretar leggja á sína gjald- þegna vegna hernaðarútgjald- anna einna saman. Hér væri um það að ræ'ða að leggja sérstaklega að sér í bili til að ráða fram úr húsnæðis- neyð mörg þúsund meðborgara. Þegar á það er litið, munu þeir ekki verða margir, _ sem lialda því fram, að okkur sé þetta of- vaxið, ef fullur vilji væri fyrir hendi. Líta má á þetta má! frá fleiri hliðum, t. d. frá gjaldeyrissjón- armiði. Af 160 milljón kvóna bygg- ingarkostnaði 800 íbúða eru um 40 milljónir erlend gjald- eyrisverðínæti. Mun þessi tala þó lækka verulega þegar inn- lend sementsverksmiðja tekur til starfa. Nú voru gjaideyristekjur þjóðarinnar s.l. ár 963 milljón- ir, og verður gjaldeyriseyðsla vegna 800 íbúða ekki nema tæplega 41/2% af gjaldeyristekj um þjóðarinnar í fyrra. Bland- ast engum hugur um, að einn- ig þessi atliugun Jeiðir til þeirr ar ni'ðurstöðu, að þetta sé vel hægt, ef vilji cr með. Nú mundi einhver spyrja: Megum við þá við svo mikilli FJÁRFESTINGU á einu ári? Einnig það er rétt að athuga: Heildarfjárfesting þjóðarinn- ar í ár er um 500 milljónir undir ströngu skömmtunar- kerfi fjárhagsráðs. Hér er þá um það að ræða, að Iáta þriðj- ung þeirrar upphæðar festast í íbúðarhúsnæði, meðan veri'ð væri með fjögurra ára átaki að vin ia upp það, sem vanrækt hef'ir verið. — Einnig það sýnist vera innan takmarka þess mogulega. Þá er rétt að Iokum að líta á það, hvort hægt muni vera að drífa upp svo mikið lánsfé, sem nauðsynlegt er til 800 íbúða. Miðað við, að 80% af bygging- arkostnaðinum verði að fást að Iáni, þyrfti að útvega 128 millj-| óna Iánsfé. Sú upphæð er um 5% af verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar, og er ólíklegt að nokkur vilji halda þeirri firru fram, að ekki sé hægt að tryggja lausn húsnæðisvanda- málsins þá upphæð, ef ríkis- stjórn og alþingi legðu fyrir lánsstofnanir þjóðarinnar að Ieysa slík lán úr banni og veita þeim í staðinn nokkurn for- gansrsrétt. Nú er bað einmitt hin ó- leysta Iánsfjárbörf, sem málið hefur strandað á að undan- förnu. Þess vegna hefur Al- Síðasti fundurinn Samkvæmt nÝju stjór>narskrárbreytingunni í Danmörku hefur )andsþmgið verið lagt niður. Þegar það hélt síðasta fund sinp var hann kvikmyndaður, svo að seinni tíminn geti aflað sér lífrænna upplýsinga um störf þess og starfsvenjur. Myndin er af formanni landsþingsins. frú Ingeborg Hansen, ásamt ein- um kvikmyndatökuman'ninum að starfi. Utan úr heimi: Regnskógaland á sfeinaldarstigi EKKI LANGT fyrir austan og sunnan indónesísku eyjarn- ar liggur hið mikla eyland. Nýja-Guienea, átta sinnum stærra en ísland og sjö og hálf sinnum stærra en Jaþan. Nýja-Guienea er næststærsta eyland heimsins, næst á eftir Grænlandi og liðlega sjö og hálf sinnum stærri en Jaya, og j sé það rétt, að Grænland sé í i raun réttri margar eyjar, sem. samhangandi ísbraiður gera j samfastár, þá er Nýja-Guienea stærsta eyja í heimi. MEGINLAND IílYRKRANNA. 'Nýja-Guienea er eitt af hin- um fáu löndum heims, sem enn er að mestu ókannað. Afrika, sem áður var hið mikla megin land myrkranna, er nú að mestu könnuð. Sama má segja um Háu-Asíu. Aðeins ó fjórum stöðum í heiminum eru til svæði, sem enn eru hinum menntaða heimi ókunn að mestu, nefnilega landið við suðurpól, Amáson-svæðið mikla eða Grænavítið í Suður-Ame- ríku, Róba E1 Kali„ öræfin í Suður-Arabíu, og svo meiri hluti Nýju-Guieneu. Strendur landsins hafa a5 Tir~u lengi verið kunnar hvít- r.m mön:r. ‘i. í byrju- 16. ald ar komu þangað portúgalskir sæfarar og síðar komu hollenzk ir og enskir kauonienn þangað í verzlunarerindum. VAR SKIPT í TVENNT. I En það var ekki fyrr en á, nítjándu öld, að Hollendingar, Englendingar og Þjóðverjar köstuðu eign sinni á landíð og þýðuflokkurinn fluft furmvarp sitt UM ÚTVEGUN LÁNS- FJÁR til byggingar íbúðar- húsa í kaupstöðum og kaup- ( túnum. Þar er bent á örugg- Iega færa Ieið í þessu vanda- J máli og jafnframt sýnt, að þjóðin hefur EKKI EFNI Á ÞVI, að drepa dáð og þrek úr þúsundum barna og fullorðinna í heilsuspillandi húsnæði. skiptu því á milli sin að nafn- inu 'til. Þjóðverjar misstu lönd sín í Nýju-Guieneu árið 1914. Þannig var Nýju-Guieneu skipt í tvennt, vesturhlutann, sem Hollendingar eiga, og austur- hlutann, sem Ástfaliumenn ráða yfir. Vald Ástraliu- manna og Hollendinga er þó sáralítið í landinu. Vald hinna hollenzku og ensk-áströlsku embættismanna nær aðeins til nokkurra strandsvæða og árósa. Meginhluti .landjihs er ókann að land og allur.borri í’oúanna lifir enn þá sínu óháða villl- mannalífi. ‘ j BYGGÐIN MJÖG STRJÁL. Fram að síðustu áratugum hafa flugmenn ,og ferðalangar BALDUR BJARNASON magister segir í grein þess- ari frá Nýju-Guieneu, regn skógalandi á steinaldarstigi, sem býr yfir geysilegum framtíðarmöguleíkum. Nýja Guienea er átta sinnum stærri en Island og næst- stær.sta eyland heimsins. Hún er nýlenda llollendinga og Ástralíumanna, en Indó- nesíumenn krefjast hennar sér til handa og lfta á hana sem náttúrlegt landnáms- svæði fyrir hið ofsetna Iand, Java. Rekur Baldur vi'ðhorf þessara mála og sögu Nýju- Guieneu fyrr og nú. verið að finna byggðir og bæi í frumskógaþykknum, sem áð- ur voru óþekkt. Byggð er mjög strjál í landinu. A hásléíium og í skógarrjóðrum við strend ur og árósa býr á strjálingi í þorpum og byggðahverfum hið svarta villimannakyn, sem byggir landið. Talið sr, að þetta mikla land hafi alls hálta aðra milljón íbúa í hæsta lagi. Þeir skiptast aðallega í þrjár þióðir: Papúa, sem eru skyldir Ástralíunegrum, Melanesía, sem einnig eru svertingjar, og svo finnast á afskekktum stöð um hinir svonefndu Tapríó- menn, sem eru dvergnegrar. Atvinnulífið er mjög . frum- stætt, dýraveiðar, svínarækt og jarðyrkja á frumstæðustu tegundum eru áðaiatvinnuveg irnir. Á STEINALDARSTIGÍ. íbúarnir standa enn þá á steinaldarstigi, trúa á stokka og steina, anda og aft-urgöng- ur og stunda sumir hverjir mannát og mannfórnir. Þeir, sem búa á vesturströndinni og hafa haft mikil viðskipti við hina malajísku Indónesíumenn, standa þó á mun hærra menn ingarstigi og hafa sumir tekið Múhameðstrú. KRAFA INDÓNESÍUMANNA. Indónesiustjórn hefur nú gert kröfu til holler.zku Nýju- Guieneu, en mætt harðri and- stöðu ekki aðeins Hollendinga, heldur og Ástralíumarma, sem vita sem er, að ef índónesía fær hollenzka hlutann, muni næsta krafan verða öll Nýja- Guienea. Indónesíustjón; lítur á Nýju-Guieneu sem hið nátt- úrlega landnámssvæöi fvr'r hið ofsetna land, Java. Þegar þess er gæít, að Nýja- Guienea er eitt af frjósömustu löndum* heimsins frá náttúr- unnar hendi og auðugt af skógi og málmum, er hæg: að reikna með því, að tugir milijóna af hinum brúngylltu sonum og dætrum hinna sígrænu sólar- landa Indónesíu geti lifað þar og starfað á næstu öldum. GEREYÐINGIN EIN. Enginn spyr, hvað verður um hina svörtu frumbyggja, ef brúnir menn fara að flytja þangað inn. Allir vita, að ger- eyðingin ein bíður þeirra, ef hið brúna fólk frá Java með sína háþróuðu tæknimenningu steypir sér einhvern tíma yfir þá. En msðan hvítir menn ráða yfir Nýju-Gúieneu að naíninu til, þá er frumfoyggjunum ó- Frh. á 7. siV-'i ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.