Alþýðublaðið - 21.10.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.10.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. október 1953 ALÞÝÐUBLAÐlÐ % GROÐURSJUKDÓMAR eru engan veginn nýtt fyrirbrigði. Þeir hafa eflaust íylgt gróðr-' inum frá öndverðu og ásótt bæði ræktað'ar og villtar jurt- ir. Jafnvel í gamla téstament-1 inu og fleiri ævafornum rit-1 um, er jurtasjúkdómum lýst og | kvarta-ð undan þeim. Yillti ,,nátt úrlegi“ gróðurinn fer heldur ■ekki varhluta af þeim. Skóg- armaðkar og ryðsveppar skemma oft birkiskóga og upp- eldisreiti. Bláberjalyng roðnar og visnar af áhlaupum sveppa; 1 sólsveppir skemma blómöx o. s. frv. STÓRAUKIN HÆTTA. Nú eru samgöngur orðnar miklu c-rari en fyrr og marg- ■ þættari og meiri flutningar en . áður, bæði frá útlöndum og um 1 landið þvert og endilangt. Garð , arriir stækka, og alivíöa hafa | heil garðahverfi myndazt. Þetta ; er gott og gagnldgt, en því fyigir auðvitað stóraúkin sjúk dómshætta. Þarf nú að hafá miklu meiri gát á sjúkdómum ýmsum en áður og neta marg- víslég varnarráð, sem ekki þyrfti að hugsa um fyrir fáum ' áratugum. Alitaf má búast við, j að nýir jurtasjúkdómsr geti borizt til landsim. En varnar- tæknin vex- líka- áriega, syé að „frestur er á illu beztur“. HNÚÐOÍIMARNIR. 25. égúst í sumar varð vart við nýjan kvilla í kartöflum í Rej'kjavík. Reyndist þar vera um að ræða hnúðorma, sem lifa á rótum kartöflugrasa og draga úr starfsemi þeirrá. Mynda ormarnir örsmáa, en þó vel sjáanlega, glæra eða gul- brúna hnúða- á rótunum, en ekkert sér á kartöflunum og þær eru hæfar til marar. Rannsóknir leiddú í ljós, að hnúðormarnir reyndust vera í allmörgum görðum í Reykja- vík, Haínarfirði, Akranesi, Evrarbakka og Stokkseyri, Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum. Fundust beir aðeins í gömlum görðum. Uppskera var mjög lít il, þar sem mikið var af orm- unum. Kafa þeir efJaust borizt með útlendum kartöflum, sem hafðar hafa verið til útsæðis. og hl.jóta ormarnir að vera bún ir að yera mörg ■ ár í verstu görðunum. Berast þeir aðalléga með kartöfium, moid og verk- fserum. Sýkta garða ber að leggja niðiir og breyta þeim helzt í tún. Annars rná t. d. rækta í þeim kál, rófur, gulræt ur, tré og runna. En ekki má flytia þaðan plöntur til gróður setniiigar. Varnarraðin eru í fáum orðum sagt: Nýir garðar og nýtt útsæði. Varizt að flytja kartöflur úr siúkum görðum á heilbrigð svæði. Ormarnir geta lifað rnörg ár í moidimú. KARTÖFLUMYGLAN. 4. ágúst varð vart við kar- töfiumylgu austan fjalls og.litlu síðar í Reykjavík. Sáðan heftu svalar nætur talsvert út- breiðslu myglunnar. En mn mánaðamótin ágúst og septem- ber íærðist sýki.n í aukana að nýju, þar sena ekki hafði verið úðað með Perenox eða svipuð- um varnarlyfjum í Jágsveitum sunnaniands. í Þykkvabæ og hér og þar í ÁrneSsýslu komu verulegar mygluskemmdir fram á kartöflum. í geymslun- um. Smitast þær oft af kar- töílugrösunum við upotöku. einkum í röku veðri. Úr því svo er komið, er eina vörnin svöl geymsla í stíum eða köss- um. Hitinn á helzt aðeins að vera um 4° C. Pokar eru óhæf geymsluílát fyrir mygluveikar kartöflur. LENGI LANDLÆG. Kartöflumyglan varð land- læg við Faxaflóa fyrir alda- mót og hefur síðan óft valdið miklu tjóni. Er úðun varnar- ! lyfja sjálfsögð öryggisráðstöf- un á hverju sumri. á myglu- svæðinu. Bakdælur eru hentug úðunartæfei fyrir smágarða. En í garðahverfum er sjálfsagt að nota stórvirkar véldælur. Er s\'o gert t. d. í Reykjavík og á Eyrarbakka. Sáust hin hag-1 nýtu not úðunarinnar mjög.i greinilega í sumar. Auðvitað. barf líka að nota iieilbrigt út- ’ sæði. Trassið elkkj oftar úðun kartöflugarðanna. KÁLMAÐKURINN. Talsvert bar á kálihaðki í sumar, en samt minna en stundum áður. Flestir garðeigendur hafa nú lært að verja kálið fyrir maðk inum. Mátti víða sjá óvenju stóra og íallega kálakra og rófnaakra í sumar. En fólkið þarf að læra betur ,,átið á kál- inu“. Kál er hollur og ódýr matur og ■ getur verið til mik- illa búdrýginda. Erfiðara er að verja rófur en kál, vegna þess að maðkurinn sækir í rófurn- ar langt fram á sumar. Nýtt lyf, Rotmakk Kverk (þ. e. maðkadrepur) hefur gefið góða raun í Noregi síðustu árin og reyndist vel hér í sumar. ÆXLAVEIKIN. Annar hættulegur kál- og rófnasjúkdómur er æxlaveik- in (kálæxlið), sem veldur vörtuskemmdum æxlum á rót um káljurtanna og eyðileggja þær. Verst er, að sveppufinn, sem veikinni veldur, lifir mörg ár í moldinni. Áburður undan gripum, sem etið hafa sýkt kál eða rófur, er líka smStaður. ÆJxlaveikin er til á nokkrum stöðum. en er sérstaklega út- breidd í Hveragerði, Vest- mannaevjum og að Laugar- vatni. Má alls ekki flytja kál- jurtir burt af sýktum svæðúm til gróðursetningar í heilbrigða garða (og raunar heldur ekki aðar jurtir með moid og rót). Hætta verður allri kál og rófna rækt í sjúkum görðum. AÐRIR KVILLAR. Stöngulveiki kom allvíða í ljós lí .kartöflugörðum, þegar leið á sumarið. Veikin er auð- þekkt á því, að stönglar gras- anna veroa svartir og linir nið ur við moidina. Vot rotnun kemúr fyrr eða síðar fram í kartpflunum. Bakteríur válda. Veikin berst aðallega með út- sæði og þarf sérstalklega að vanda val á því. Kláð.ahrúður sést á hverju sumri og spillir útliti og sólu kartaflanna.- Verst < skalja- sandsgörðu-m og öskublandiiiiii mold. Súr, tilbúinn áburður dregur úr kláðanum. Duftkláði olli sums staðar svörtum sárum og jafnvel æxl um á kartöflum í sumar, bæði í heitri iörð og venjulegri garð mold. Sáðskipti og nýtt út- | sseði eru helztu úrræðin. 1 lí trjágörðum bar óvenju ' snemma á skógarmaðki og ’ blaðlús, ýmis öflug lyf eru til gegn slíkum óþrifum og voru víða mikið notuð. En þar sem ékkert var aðgert, féll lauf trjánna sums staðar löngu fyr ir tímann. Talsverð brögð urðu að reyniátu, bæði á ís- ienzkum og útlenzkum reyni. Nýtt lyf er nú komið á mark aðmn og hefur verið reynt með góðum árangri í Ncregi, Hol- landi og. víðar. Heitir það Kankerdood eða Kræft Kverk, þ. e. krabbadrepur. Sárin eru fyrst burstuð með stálbursta og lyfinu síðan smurt á með pensli. Það græðir sárin (auk þess að loka þeim eins og máln ing og tjara gera). Inirólíur Davíðsson. Hannes á horninu. Framnaid at 3. siöu. AF - ÞÚSSU.M MÖNNÚM getur stafað hætta, þeir virðast reiðubunir til að riðlast með ökutæki sín, eins og mannýgt naut á hvern þann, er hendir einlhver yfirsjón. Þeir eru og oft annar aðiiinn í árekstrum, vegna þess ofurkapps, er þeir liggja á að missa eikki um- ferðaréttinn sinn, hann má eng inn taka frá þaim, og mistök annarra fyrirgefa þeir ekki. Fyrir þá er aka með geðró og stillingu verður umferðin hættuminni og ekki eins þreyt- andi. ÉG ER NÆRRI VISS UM, að hefði ég rekist á fyrrgreind an ökumann, og við báðir gang andi, við 'hornið á Smjörhús- inu, þá hefði ihann verið bú- inn að biðja mig fvrirgefning- ar áður en hann vissi af, jafn- vel þótt sá árekstur hefði verið mín sök. ■— Til ökumanna vil ég því segja þetta: Sýnið meiri nærgætni og lipurð, jafnvel þó þið örvæntið um endurgjald, og látið ekki umferðina séða í gegnum bíirúðu, gera ýkkur að styrjaldarmönnum“. GreiðsSur síöðvaðar !il fagssns, sm líklisf inum, SVO sem kunnugt er sendi íslenz’ka STEF sambandsfélagi Sínu í Danmörku ,,Hreðavatns valsinr.“ eftir Reym Geirs til samanburðar við lagið „Lone og lille Lasse“, sem danska tón skáldið Sophus Brandsholt var talinn höfundur að. Bað ís- lenzka féíagið um úrskurð dóm nefndar danska félagsins, hvort hún teldi lögin svo lík, að um „ritstuld11 væri að ræða. Bað íslenzka féiagið einnig um ! að greiðslur til díönskú rétthaf- anna fyrir fiutning og upptök- ; ur verksins yrðu stöðvaðar. ! Nú hefur borizt sva?’ um að ráðunautur og dómnefnd danska félagsins fallist á að bæði lögirf séu svo „sláandi ; lík“, að féJagið hefur stöðvað 1 allar greiðslur til dönsku rétt- hafsr.na vegna lagsins. Endan- i legíir úrskurður bíður máls- höfðunar. i Ðanska lagið hefur verið skrað til verndar í Bandaríkj- unúm sem frumsamið, en ís~ ler.zka lagið eklti, þótt það sé prentað fyrr. Þar sem íslenzka ríkisstjórnin hefur ekki enn gert höfundarrétta.samning við Bandaríkin. er lögskráning j íslenzkra verka og vernd þeirra þar ómöguleg, enda þót-t bandafísk verk útgefin í lönd- um Bernarsamba ndsi r ■; njóti fullrar verndar á Islandi. Rafmagn Framhald af 1, síðu. HVERT SÆTI SKIPAÐ í SELFOSSBÍÓI Til fundarins hafði verið boðað sem- almenns fundar Ár- nesinga, og sýndu þeir áhuga sinn á raforkumálunum með því að fjölmenna. Var hvert sæti skipað í Selfossbíó. Á fund inum mætti Steingrfmur Steinþórsson raforkumálaráð- herra og Jakob Gíslason raf- orkumálastjóri. Fiuttu Þeir báðir ræður. Mikill fjöldi manna tók til máls. MESTA RAFORKUHÉRAÐ LANDSINS I Árnessýslú er meiri raf- orka framle'dd en í nokkru öðru héraði hér á iandi. Raf- magn er til almenningsnota frá Sogsvirkjuninni í öilúm borp- unurri og á flestum bæjum í ! Ölfusihreppi, Uraungerðis- 1 lireppi, Sandvíkurbreppi og | Gaulverjabæjarhrappi. En í j uppsveitunum er það ebki ' neins staðar. ekki einu sinni í i Grímsnesi og Grafningi, þar ssm vatnið til virkjananna er I fengið. nema á eitt'hvaS tveim- ! ur bæjum. íþrótfir Framhaid af 8. síðu. að stærð samtals rúml. 6000 mA 2500 f SKÍÐASKÁLUNUM UM PÁSKANA Mest er notkun skíðaskál- anna um páskana og eru í skíðaskálu.num í páskavikunni u. þ. b. 2500 nsestúrgestir.' Má lióst vera, að miidnn undir- búning og 'vinnu barí að leggia af mörkum tii að hýsa svo mik inn fjöld.a fólks, en öll sú þjón usta er lát;n í té-af félag'Smönn um án endúrgjálds. SJÖ FÉLLAGSHEIMILI TJndanfarin ár hafa íþróttafé lögin unnið að bví að koma sér uop félagsheim'ilum í Reykja- vík. Hafa begar verið reist 4, en 2 eru í smíðum. og undirbún ingur er hafinn að smíði þriggia. Verðá því íélagsheim- ili ípróttafélaganna innan skamms 7 talsins. 700—800 ÞÚS. Á ÁRI I VALLARGERÐ Framkvæmdir íþróttafélag- anna kosta mikið fé. Láta mun nærri að kpstnað- ur við verklegar framkvæmdir á íþróttasvæðum félaganna nemi árl. 7—8 hundruð þús. kr. í Vesturbænum til sölu. — í kjallara er 2ja herbergja íbúð, en hæð og. ris, 5 herbergi. Eignarlóð á heppileg- um stað. Útborgun þyrfti að vera mikil. Kristján Guðíaugsson, hæstaréttarlögmaður, Austurstræti 1. Gjafir til Neskirkju., NÝLEGA kom til mín niao- ur úr Nessókn með fjárupphæð til kirkjunnar. Sagði hann mér, að hann hefði eignazt fyrirtæki hér í bæ, og hefði hann ákveð- ið að gefa sóknariíirkjú sinni, tilvonandi Neskirkju, alla þá peninga, er inn kæmu hjá fyri- irtæki hans fyrsta daginn, sem hann vertti því forstöðu. Jafn- framt því, sem ég. þakka þess- um manr.i fyrir hönd kirkiunn ar og árna honum allr^ . heilla, vil ég minnast þess, að þet.ta fordæmi hans er alveg einstakt nú á tímum. En með þessu hef ur verið endurvakin götnul fög ur regla, en hún var sú, þegar' menn eienuðu.st skip, þá gáfu þeir sókriarkirkiunni sinni skipshlutinn úr fyrsta róðrin- um. Þess væri óskandi að sú reala kæmist á í bjóðlífi voru, ' að menn mi.nntust sóknar- kirkju sinnar eða fátækra fyr.sta daginn, sem þeir hæfu framlkvæmdir á sió eða landi. Bvegingu Neskirkiu miðar nú vel áfram. Enn fremur hafa henr.i borizt bessi áheit: N. N. kr. 510. Frá konu á Seí ttornarnesi 100. Frá K. J. á Fálkagötu 100. Frá ókunnri konu 40. Frá N. N. 50. Frá N. N. . 50. Frá siómanni 100. Frá nngfrú á Melunum 25. Frá G- J, 50. Fyrir hönd safnaðar og Nes- kirkju, kærar þakkir. Jón Thorarensen. 2058 kr. fvrir 11 réffa. TJRSLIT marga leikia í ensku deiJdaikenrininni á laugardag voru nokkuð óvænt. og var ó- venjumikið um útisigra. Révnd ist aðeins 1 seðill með 11 rétt- um og 3 seðlar með 10 réttum, og var hæsti vinninsurinn 2058 kr. og sá næcti 400 kr. Vinningar skiptust bannig: 1. vinningur 1122 kr. fvrir 11 rétta (1). 2. vinningur 112 kr. fvrir 10 rétta (10) og 3. '^inningur 22 kr. fýrir 9' rétta (51). bráðabirgðaréðsfefnu ÚTVARPIÐ í Peking skýrði frá því í gær, að Kínverjar muni fallast á að bráðabirgða- ráðstefna verði haldim i Pan- munjom í Kóreu íil þess að undirbúa Kórsuráðstefnuna. Regnskógaland Framhald af 4. síðu. hætt, því að allir vil-i að hvít ir menn þola hvorki rakann eða hinn mi.kla hita í þessu regnskógalandi. En benda má á, að munurinn á loftslagi og gróðr.i Nýju-Guieneu- og hinna suðlægu Indónésíueyja er lítill. Þetta mikla regnskógaland getur því orðið ágætt land- námssvæði fyrir rnalajískar þjóðir. Baldur Bjarnason. Fákur m Frh. af 1. síðu. ið og þarf því að grafa hann niður. Þá er einr.ig allstór grýfja á norðurenda svæðisins og yrði að fylla hana upp. Munu þessar framkvæmdir verða Fáki allkostnaðarsamar. ITALIR hafa flutt 3 herfylki að landamærum Júgóslavíu, og segja, að það sé aðeins gert í öryg’gisskyni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.