Alþýðublaðið - 28.10.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.10.1953, Blaðsíða 4
..4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvikudagur 28. okt. 1953 Útgefaftdi: Alþýðuflokkurin'n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haniiibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. , Fréttasíióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemi: Loftur Guð- ;mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsirigastjóri: Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. AJþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Hæglæti út á við - hættur inn á við B laðað í mi nnisbókimii: k LIDANDI STUN SHOUSTU BLAÐAFREGUM frá Moskvu ber saman um það, . að stjóm Malenkovs gefi utan- rikispólitíkinni lítinn gaum, . végna þess að mikil vandkvæði steðji að í innanríkismálunum. , Þessi skýring á semingi Rússa og daufum undirtektum sovétblaðanna um utanríkis- : iráðherrafund, er síður en svo . út. í bláinn. í raun og veru á Eiér nú hrein og bein kollsteypa istað í fjármálapólitik Rússa. Oánægja, sem safnazt Iiefur saman í vitund þjóðarinnar um langan tíma, hefur neytt hina nýju valdhafa til að hverfa frá .þeirri stefnu „félaga“ Stalíns að knýja miskunnarlaust áfram .afköst þungaiðnaðarins og her væðingarinnar á kostnað mat- yælaframleiðslunnar. Afleið- ing þessarar stefnu hefur orð- xð sú, að matvælaframleiðsla jfandbúnaðal'ins ‘hefur dregizt1 svö langt aftur úr, að hún er , nú víðs fjarri því að fullnægja i þörfum þjóðarinnar. • Til þess að draga úr afleið- ingum þessarar þróunar, sem bersýnilega hefur Ieitt Rússa út £ hinar mestu ógongur, hef- ur stjórn Malenkovs oéðið að ■ veita bændunum víðtækar rétt arbætur til að örva þá til auk- innar framleiðslu, jafnframt því sem þeim hefur verið lof- . að meira af neyzluvörum, með því að dregið verði úr hergagna iðnaðinum og meiri áherzla lögð á framleiðslu vefnaðar- vöru, skófatnaðar, búsáhalda, húsgagna og þess háttar. Hversu gjörsamlega mirn heppnu'ð landbúnaðarpólitík Rússa hefur verið, sést bezt á því, að nautgripaeign þeirra nú, á árinu 1953, er minni en hún var 1916, fyrir byltinguna. Og hefur íbúafjölgunin á bess un\ 37 árum þó numið fullum 59%. en matvælaframleiðslan f heild minnkað um 2,6%. Hversu langt sovétstiórnin hefur orðið að ganga í tilslök- unum sínum við bændurna. til þess að bjargast út úr ógöng- wm þessarar öfugbróunar. sést bezt á þeim stórfelldu skatta- lækkunum, sem nú hafa verii? veitt.^r Iandbúnaðinum. og á hinni ótrúlegu verðhækkun landbúnaðarvara. Þannig fá rássnesku bændurnir nú 550% meira fyrir nautakjöt og ali- fugla, 200% meira f.yrir smjör, og 25—40% meira fyrir græn- meti. Þetta allt saman — eins og Khrushchev komst að ovði í kommúnistísku aðalnefndinni — „til að glæða fjárhagslegan áhuga bændanna fyrir aukinni landbúnaðarframleiðslu. Þessar tölur hljóta að leiða í Ijós eit-t af tvennu: Annað hvort hafa rússnesku bændurn ir verið miskunnarlaust arð- rændir ög kúgaðir, eða gróði þeirra-verður óstjórnlegur eftir þessa gerbreytingu. Þá liggur það í augum uppi, að ekki getur ríkið veitt bænd unum þessar stórkostlegu kjara bætur, án niðurskurðar á ein- hverjum öðrum sviðum. Þegar bændurnir fá þannig stórauk- inn hluta af kökunni, sem er til skiptanna, hlýtur að verða minna eftir, annað hvort handa verkamönnimum, eða þá tij herbúnaðarins og iðnaðar- ins. Ekki er enn þá ljóst á hverju niðurskurðurinn verður látinn bitna, en augljóst er, að þetta gjaldþrot stjórnarstefnunnar gagnvart bændunum mun fá víðtæk eftirköst. Jafnframt hlýtur flutningur vinnuaflsins frá forréttindaiðnaðinum, her- gagnaframleiðslunni, til hins lítilsvirta neyzluvöruiðnaðar, að valda miklum erfiðleikum. Það er a. m. k. víst, að vald-; hafarnir í MoSkvu standa nú andspænis svo risavöxnum vandamálum inn á við, að þeim tekst .naumast að leysa þau, nema með því að einbeita sér að lausn þeirra, jafnvel árum saman. Allt bendir því til, að Mal- enkov óski sér einskis fremur en að í hönd fari rólegt tíma- bil í utanríkismálunum. En þar með er alls ekki sagt, að hann kæri sig neitt um að draga úr þeim spenningi, sem nú er, með viðræðum eða samning- um. Ef til vill vakir einungis fyrir honum, að kalda stríðið þurfi að halda áfram með að- eins lægra hitastigi en hingað til — Rússum kemur biðin ekki illa. Ekki þurfa þeir að óttast, að á þá -ver'ðii ráðizt. j Og ein.s og stendur kærrú þeim, vegna érfiðleikanna heima fyr ir, alls ekki vel að þurfa að star la í strön<mm utanríkisw' sarr ’ingum. Þeir eiga ekkert é hæltu með að draga r’-ilin á Ianginn. — Geta meira að segja talið sér hagnaðarvon af drættinum, þar sem óvissan um. Iivað sé að gerast í Rúss-' landi, eftir dauða Stalins, er líkleg til að veikja samheldni, vestrænna þjóða, þveröfugt við hina þriózkufullu neitunarpóli tík Stalins, sem alltaf varð til að styrkja hin vestrænu sam- tök og þjappa þeim fastar sam Tízkan er a okkar bandi n Mjög gott úrval af dömu golftreyjum og peysum, svo og drengja- og telpupeysum. — Verð við allra hæfi. PRJÓNASTOFAN HLÍN H.F. Skólavörðustíg 18. — Sími 2779. VETURINN gekk í garð með einum fegursta degi haustsins. Hann er sá árstími, sem mestur þykir á íslandi. Þjóð, sem byggir víðáttumikið og hrjóstrugt land, hefur jafn an eftirminnileg kynni af vetr- inum. Svo mun enn verða um okkur íslendinga, þó að margt hafi breytzt frá því, sem áður var. Tæknin hefur enn ekki sigrað vetraröflin, þó að mikil séu afrek hennar orðin hér á íslandi. En hún hefur veitt þjóðinni yl og ljós, svo að auð veldara er að þrauka veturinn nú en ,í gamla daga. Náttúran er hins vegar söm við sig. Mörg íslenzk skáld hafa ort um vetrarkomuna og veturinn. í ljóðum þeirra speglast af- staðá þjóðárinnar, hvort held- ur veturinn er vegsamaður eða kvíði landsmanna gagnvart honum túlkaður. Veturinn hef- ur oft leikið íslendinga grátt og krafið þjóðina margra fórna. Eri honum á þjóðin einn ig að þakka norræna hreysti sína og hugdirfð. Umhverfið mótar mennina. Hver verður biskup! UNDANFARNA daga hefur aðalumræðuefni íslendinga vafalaust verið sú spurning, hver verði næsti biskup. Það mál er þegar komið á dagskrá blaðanna. Ýmsir hafa verið til nefndir, en allt mun þó á huldu um, hver reynist hinn útvaldi. Eitt blaðanna lét þess getið í vikunni, að helzt væri rætt um Ásmund Guðmundsson, Benja- mín Kristjánsson, Magnús Jónsson og Sigurð Einarsson í' Holti. Öll þau nöfn hefur borið á góma í umræðum almenn- ings um biskupskjörið, og enn fremur munu tilnefndir þeir Jakob Jónsson, Jóhann Hann- esson, Sigurbjörn Einarsson og Sigurður Stefánsson á Möðru- völlum. Sést á þessu, að um nóga er að velja. Annars er enn nægur tími til stefnu. Biskupkjörið mun sem sé eiga að fara fram upp úr há- tíðum. Þeir, sem kjósa biskup, eru þjónandi prestar þjóðkirkj unnar og prófessorar guðfræði deildar háskólans. en kjörgeng ir eru allir guðfræðingar. Effirsókn eftir fifli! Hér skal enginn dómur lagður á þá mörgu og ágætu menn, *ilnefadir eru bisk- upsefni, Þó er þvi ekki að neita, að margir munu undrast það, ef næsti biskup verður val inn úr hópi manna, sem komn- ir eru á eftirlaun eða í þann véginn að hætta opinberum störfum. Sú ráðstöfun myndi af mörgum talin sönnun þess, að hér sé aðeins verið að sækj- ast eftir titli. Slík tilhneiging er rík í fari oddborgaranna, en ólíklegt, að það sjónarmið ráði vali og afstöðu þeirra, sem kjósa biskupinn yíir íslandi. Vonandi tekst að forða því, að pólitískar deilur komi til sögunnar varðandi biskupskjör ið. Prestastétt landsins hlýtur að meta það mest, að næsti biskup verði virðulegur full- trúi kirkju og kristindóms og líklegur til að skipa embætti sitt þannig, að þjóðin öll geti sameinazt um hann og treyst honum. Það á að vera aðalat- riðið við biskupsvalið. Vísa Þóris jökuls. VÍSA ÞÓRIS JGKULS, sú sern hann kvað áður en hann var höggvinn eftir Örlygsstaða bardaga, hefur reynzt ærið líf- seig, en hún er svona: Upp skalt á kjöl klífa, köld es sjávar drífa, kostaðu hug þinn hérða, hér muntu lífit Verða;- skafl beygjattu skalli, þótt skúr á þik fail’ ást hafðir þú meyia. Eitt sinn skal hverr deyja. Skýringin fengin! Mörgum hefur veitzt örðugt að skýra þessa snjöllú vísu Þór is jökuls. Hafa menn bent á, að hún virðist ort af öðru tilefni en andláti. skáldsins, pg ýmsum komið 'sjávarháski í hug í því sambandi. Aðdáandi vísúnnar hefur nú uppgötvað nýja-skýr ingu á henni. Hann telur, að Þórir jökull hafi verið óvenju framsýnn maður og séð fyrir á andlátsstund sinni viðskipti Eysteins Jónssonar og Björns Ólafssonar út af skúrnum, sem frægur er orðinn. Hafi Þórir jökull viljað vara Eystein við ósköpunum með orðunum: Skafl bevgjattu skalli, þótt skúr á þik falli. Eysteinn er manna bezt að sér í Sturlungu svo sem kunn- ugt er, en samt hefur hann ekki borið gæfu til að skilja að- vörunarorð Þóris jökuls í vís- unni frægu. Því fór sem fór. Hverjum var hafnað! ÚTHLUTUN nóbelsverðlaun- anna í ár hefur sætt harðri gagnrýni í Svíþjóð cg erleridis eins og vænta mátti. Winston S. Churchill var valinn úr hópi tuttugu og fimm skálda óg rit- höfunda, sem um var rætt. Þeir. sem helzt kornu til grrina ! auk Churchills, kváðu hafa ver ið franski rithöfundurinn Al- bert Camus, ameríski rithöfund urinn Ernest Hemingway, am- eríska ljóðskáldið Carl Sand- burg, íslenzkri rithöfundurinn Halldór Kiljan Laxness, brezki rithöfundurinn Graham Greene og ítalski rithöfundurinn AI- berto Moravia. Þetta eru þeir, sem hafnað var. Er nokkur furða, þó að úé- hlutun - nóbelsverðiaunanna sæti gagnrýni? Aumingja erfða skráin hans Nobels heiitins! Sú hefur fengið meðferðiria. Vísir segir í gær, að sænsk , blöð sé flest sammála um út- i hlutun nóbelsverðlaunanna og 1 aðeins eitt algerlega andvígt. ISíðan telur Vísir upp íhalds- I blöðin í Svþjóð. En þetta er ó- _ sköp hæpin blaðamennska. Það er t. d. rétt hjá Vísi, að Her- bert Tingsten hyllir Churchill í „Dagens Nyheter11, en ritdóm ari blaðsins, eitt af beztu Ijóð- . skáldum Svía, er hins vegar á öndverðum meið. Hvers vegna stingur Vísir þeim ummælum undir stól? Því ekfd Sigurjón! Um helgina barst sú frétt, að nú væri í ráði að veita Harry S. Truman, fyrrverandi Banda ríkjaforseta, friðarverðlaun Nóbels í ár. Sú ráðstöfun þætti sjálfsagt lítið lakari en út- hlutun bókmenntaverðlaun- anna. En því ekki að láta Churchill fá hvort tveggja? Flestir munu nú urkula von- ar um, að bókmenntaverðlaun Nóbels falli í skaut íslenzkum rithöfundi að sinni. Hins vegar gæti svo farið, að úthlutun np- belsverðlaunarina tæki á sig þann furðusvip, að Islendingur fengi til dæmis verðlaunin ; í læknisfræði eða eðlisfræði. Fari svo er ekki ósennilegt, að Sigurjón á Álafossi hrenpi heiðurinn fyrir undralyfið Ála. Gætu fslendingar þá ekki sæmi lega við unað? Alþýðubókasafn rFremadsr BÓKAÚTGÁFUFÉLAGIÐ ,,Fremad“ í Damörku hóf í fyrra útgáfu sérstaks bóka- flokks, sem kallast alþýðubóka safnið. Eru í þessum flokki fyrst og fremst gefnar út úr- valsskáldsögur eftir danska höf unda, en auk þess eftir nokkra útlenda. Útgáfan er fyrst og fremst miðuð við það, að almenningur geti keypt bækurnar, en það byggist fyrst og frems.t á því,' að þær verði svo ódýrar, að upplagið geti verið rrijög stórt og tugþúsundir manna hafi ráð á að eignast þær. Þetta hefur, tekizt svo vel, að þa'ð hefur vakið undrun í Dari- mörku, og hefur Fremad auðn azt að sanna það, að vilji er fyr ir hendi hjá fólki að kauþa óg lesa góðar bækur, ef þær að- eins er.u svo ódýrar, að fjárhag ur þess leyfi kaup á þeim. Bækurnar eru í einföldu en mjög smekklegu og sterku bandi, og kostar hver bók danskar kr. 2,85, eða tæpár 7 krónur íslenzkar. Tólf bækur koma út á ári, ein á mánuði. Meðal þeirra, sem eru í út- gáfunni á þessu ári,~er skáld- sagan ,,Fóstbræður“ eftir Gunnar Gunnarsson. en það .er talin ein bezta skáldsaga haris. Hún kom út í Kaupmanaböfn og Oslo 1918, en íslenzk og sænsk þýðing 1919 og ensk þýðing 1920. Enn fremur eru á skránni bækur eftir Johannse V. Jensen, Peter Tutein, Aksel Sandemose, Mogens Klitgaard og Mar.tin A. Hansen. Eins og kunnugt er, geta menn keypt sér bækur beint og án gjaldeyrisleyfa, annaðhvort með því að skrifa forlögunum eða biðja bóksala að kaupa bækurnar. Menn geta til dæmis beðið Bókabúð MFA í Atþýðuhúsinu að panta útgáfubækur Frem - ads og borga þær til dæmis í tvennu lagi. Menn mundú eignast ágætt bókasafn með þessum hætti.; Ef menn vilja panta bækurn ar beint, geta þeir skrifað Fpr- laget Fremad, Köbenhavn, ðg beðið um lista yfir bækur Fpl- kebibliotekets.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.