Alþýðublaðið - 28.10.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.10.1953, Blaðsíða 5
píiðvikudagur 28. okt. 1953 ALÞÝÐUBLAfHÐ Utan úr heimi: JÐUR NU LAND Á ÁTJÁNDU ÖLD, þegar Bering hafði kannað nyrztu svæði Kyrrahafsins og strend- urnar þar í kring, fóru Rússar írá Ausitur-Síbiríu að nema Jand á norðvesturskaga Amer- íku. Alaska-Russar settust þar að fyrstir hvítra manna. Að vísu höfðu spænskir menn slæðzt, þangað öðrú hvoru sunn an frá Méxikó og Kaliforníu. en ekki ' til langdvalar. Hið kalda loftslag og hrikalega 'iandslag átti ekki við skap hinna suðrænu sólskinsbarna. PARADÍS VEIÐIMANNA i Rússneskir veiðimenn kunnu Siins vegar vel við sig í hinum víðáttumiklu köldu barrskóg- !um Alaskafjallanna og undu sér meira að segja á hinum köldu túndrum Norður-Alaska. I Alaska var slík gnægð loð- dýra og skógarfugla, ár og vötn full af fiski, sjórinn fiskauðug tir og fullur af selum og otrum, &ð landið varð paradís veiði- ffiiannanna. Þeir fáu Indíánar (Og Eskimóar, sem fyrir voru í 'iandinu, gátu ekki veitt hinum Sivítu veiðimönnum neitt við- 3iám, þó að þeir reyndu það Stundum. Landið féll að heita snátti fyrirhafnarlaust í hend- ■ur hvítu veiðimannanna. Al- aska varð þó aldrei annað en Veiðimannaland. Rússneskt fólk settist þar að í mjög smáum stíl, veiðimenn- arnir komu og fóru, og stjórn Rússa í lándinu varð ekki ann að en nafnið tómt VERÐLÍTIL lEIGN Keisarastjórnin rússneska leit því á Alaska sem verðlitla eign. 1 Krímstríðinu 1854— $856, þegar Rússar börðust við Frakka og Englendinga, varð ítússastjórn hrædd um, að ensk ■úr her í Kanada myndi her- knema Iandið. Þá var það, að Rússar gerðu tilraun til að selja Bandaríkjunum landið og Jorða því þannig frá ensku her l aiámi. Heiftúðugar innanlands- deilur í Bandaríkj.unum, sem :náðu hámarki sínu í borgara- Styrjöldinni 1861—1865, urðu þess þó valdandi, að kaupum <o g sölu seinkaði, en 1867 keyptu Bandaríkin Alaska af Húfsum. Verðið var rúmlega sjö milljónir dollara, og þótti Amerikumönnum þeð svo mik fið. »ð kaupin vcru samþykkt ansð L'tlum meirihluta í þing- inu í Washington. GTJLLÆÐIÐ MIRLA Enn um skeið var þó Alaska rónotað land, en í lok nítjándu faldar fannst þar svo mikið guU, íað þangað streymdi múgur og enargmenni (gullæðið). Þá fór Éhugi stjórnar og þings og auð manna og atvinnurekenda .anjög vaxandi á Alaskamálun- þm. Ssmt er Alaska enn að 8ne~*u óbyggt land. Hið kalda |oft~ipg gerir það að verknm, að ’->'kið skógarflæmi og Hinar yíðf+fumiklu túndrur Alaska þykia ekki girnileg til land- Siárn~. Þó hafa þar risið upp smábæir og byggðir hér og þar lá síöustu sex áratugum. ! Alaska er um það bil helm- íngi stærri en Svíþjóð og Nor- egur samanlagt, eða um hálf í GREIN ÞESSARI reknr Baldur Bjarnason magister sögu Alaska í stórum. drátt- um, en það er tvímælalaust í röð. mestu í’ramtíSarlanda heimsins. Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum á 19. öld fyrir sjo niilljónir dollara, og þótti veröiS svo hátt, aS kaupin -voru sam- þykkt meS litlum meirihluta í þínginu í Washington. Nú líta Bandáfíkjamenn allt öðrum augum á þessa ráðs- mennsku feðra sinna. Oft er rætt og ritaS um hernaðarþýðingu AJaska í hugsanlegri stórstyrjöld milli Bandaríkjamanna og Rússa. Baldur Bjarnason dregur hana Iiins vegar í efa, en bendir ó geysileg auð æfi landsins og þá stað- reynd, aS Alaska er veiði- maunaland, sem bíður land- nemanna. ÞaS er því sern næst helmingi stærra en Svíþjóð og Noregur saman- lagt, eða um hálf • önirur milljón ferkílómetrar, en f- buatalan aðeins tæplega hundrað og fimmtíu þúsund manns. Möguleikarnir eru miklir og margvíslegir: GnægS veiðidýra er í skóg- uin, nokkur beztu fiskimið heimsins úti fyrir ströndun- um, landiS málmauSugt og hefur mikið vatnsafl. Land- búnaðarskilyrði þar eru víða góð og líkur á því, að f Alaska komist á fjölbreytt atvinnulíf í náinni framtíð. Kvikmyndi og Ameríkumenn byggt miklar herstöðvar og mannvirki beggja megin Berin.gssunds, en benda má á, að bæði Austur- Síbiría og Alaska eru mjög tor, sótt og strjálbýl iönd. Ef stór- styrjöld verður milli Rússa og Ameríkumanna, er ósennilegt. ’ að aðalviðureignin fari fram í Alaska og Austur-SIbjríu. Lík- legra'verður að'teliast, að mið- og suðurhluti Kyrrahafsins verði þýðirigánneirt, yígflötur en hinar lítt byggðu og köldu strendur Alaska Og Austur-Sí- biríu. Baldur Bjarnason. Fyrsfu lögin afgreidd. í GÆR voru afgreidd fyrstu lögi'n. á þessu þingi. Var það frumvarp stjórnarinnar um heimild handa ríkisstjórninni til að taka lán hjá Fram- kvæmdabanka íslands vegna alþjóðaflugþjónustu. Samkvæmt þessum fyrstu lögum þingsins fær ríkisstjórn iu heimild til að taka fjórar milljónir að láni hjá Frám- kvæmdabankanum til að rejíá stuttbylgjustöðvarhús á Rjúpna hæð, og verði húsið notað í þarfir aíþjóðaflugþjónustunar. Hið fyrirhugaða hús verður mikið stórhýsi, 5377 rúmmetr- ar að stærð. Lánið er til 12 ára og vextir 4V2%. T jarnarhíó, VONARLANDIÐ Loksins gefst kostur á að gefa hæstu einkunn fyrir kvik-| mynd! Þessi ítalska kvikmvr.d! er tvímælalaust einbver hin bezta, sem hér heíur sézt í háa herrans tíð. Myndina þurfa alí ir þeir að sjá, sem eitthvað eru farnir ryðga í samúð sinni með smæhngjum þjóðré- lagsins, að ekki séu nefndix allir mannonsdýrkendur þess,- ara síðustu og versiu. tímá, sem í dansinum kringúm gullkáíf- inn hafa týnt niður miklu af mannúð, sinni. Myndin sýhir' átakanlega vonleysi atyinnu- leysisins. og, manpúðarleysý. þeirra, er láta ekkert tækifærúj ónotað til að féfletta náuhg- j ann, einkum þá. ei’ sízt mega við því af> missa nokkuð. í, myndinni eru svo ótal blæ-l brigði, að ógerningur er að { gera grein fyrir þeim í stuttu j máli. Leikurinn og myndatak-j an er hvort öðru betra. Skulu i menn óhikað hvattir til að sjá myndina, því að hún mun hafa göfgandi áhrif á bvern þann er hana sér. Bœjarhíó. LOKAÐIR GLUGGAR. Eins og flestar rnyndir gerðar á meginlandinu, er þessi mynd vel þess virði að sjá hana, þótt efnið sé að vísu ekki sem skemmtilegast. Gengur mynd- , in út á að sýna leit ungrar stúlku að litlu systur sinni. sem lent hefur á glapstigum. Mynd in er afar spennandi á köflum og yfirleitt mjög vel leikin, þótt efnið sé _á stundum full viðkvæmnislegt. Myndin er vel þess virði að sjá hana, ef menn hafa gaman af að skoða þær skuggalegu ,,týpur“, sem þar koma fram, melludólga- og hvers kyns fanta. Stjörnubíó LORNA DOONE. ’•* Mynd þessi er lauslega gerð eftir sam nefndri sögu eftir R. D. Black- more. Hún gerist á timum KKai’ls II. Bretakóngs og hafa ýmsaí persónur sögu Black- mores stoð í sögu Bretlands, eins Og aðalpersóna myndarr innar John Ridd og stigamaðui’ inn. Hins vegar er nokkuð ’vik- ið frá sögunni í mvndinni. Efn- ið er óánægja og uppreisn bænda í Exrrioor í Englandi gegn þjófum og ræningjum a£ Doone-ættinni að vðbættri ást arsögu John Ridds og Lornui Doone. Myndin er afar spenn- andi á köílum. en erfitt er aS ímynda sér Richard Greene, sem ofurmennið Ridd í sögii' Blackmores. Greene þessi eh hálfgerður sætabrauðsdrengur. Þetta er fyrsta mvndin, sem sýnd er hér á breiðtjaldi og er sú aðferð allgóð, þar eð hún sýnir meiri breidd, en ekkll fannst mér dýptin verða neitt áberandi, ef ætlunin er að ná henni rrieð þe'ssari aðferð. í: Léleg. ** Sæmileg. Góð. **** Ágæt. önnur milljón ferkílómetrar. Landið, sem, liggur á sómu breiddargiáðu og Skandinavíu skagi, 'hefur miklu kaldara loftslag. Þó er bar margt, sem minnir á Norður-Evrópu. Barr ið og birkiskógaflæmin líkjast mjög hinum finnsku og norsku skógum, en hinar miklu freð- mýrar minna mjög á íshafs- strendur Rússlands og Síbiriu. STÓRKOSTLEGT I,AND Alaska er stórkostlegt og fag urt land. Þar skiptast á háfjöll og jöklar, sléttur, skógar og freðmýrar, ísauðnir og gróður- sælir fjarðardalir. Kyrrahafs- strönd Alaska minnir mjög á Noregsströnd. Þar- er gnægð veiðidýra í skógum og nokkur beztu fiskimið heimsins liggja úti fyrir ströndum. landsins. Landið er málmauðugt og hef- ur mikið vatnsaíl. Landbúnað- arskilyrði eru víða góð. í Ál- aska eru því mikil skilyrði fyr- ir fjölbreytt atvinnulíf. Enn búa þar þó bara tæplega hundr að og fimmtíu þúsund manns, en hægt og hægt fjölgar land- nemunum, og milljónir manna munu áreiðanlega geta lifað i þessu landi í framtíðinni. Al- aska hefur því mikla þýðingu sem landnemaland. HERNABARLEGA ÞÝÐING- IN MUN ORÐUM AUKIN Það hefur vevið mikið rætt upp á síðkastið um hernaðar- lega þýðingu Alaska, en sumir telja þó, að hún sé orðum auk- in. Að vísu hafa bæði Russar Fimmtugur í dag: Guðmundur Jónatan Guðmundsson. í DAG er Guðmundur Jónat au Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri vinnuhælisíns að Litla-Hrauni, fimmtugur. Guðmundur er sonur hjón- anna Jónínu Árnadóttur og Guðmmidar Jónssonar. Jónína var mjög félagslynd kona og starfsöm á líknar- og hjálpar- störf. Guðmundur Jónsson var frá Hrauni í ölfusi, af Bergsætt, afburða vel gerður maður, þátttakandi í hvers konar félagsmálum eftir að hann kom til Eyrarbakka og oddviti hreppsnefndar árum saman. Það var ekki vinsælt starf, að* mi'nnsta kosti ekki fyrr meir, en Guðmundur óx að vinsældum í starfinu því lengur sem hann gegndi því, og var það óvenjulegt. Guðmundur Jónátan ólst upp við sömu kjör og önnur börn á Eyrarbakka í byrjuu þess- arar aldar. Hann fór strax að vinna, þegar hann gat það, og starfaði við vegavinnu og í sveit, og þegar honum óx þrek og þroski, fór hann að stunda sjó °g ýmis verkama'unastörf. Ók hann og vörubifreið all lengi og ’ var formaður. í Þor- iákshöfn í nokkrar vertíðir eða þar til hann tók við forstöðu vinnuhælisins fyrir sjö árum. Guðmundur Jónatan hefur alla tíð verið afburða vinsæll, enda leysti ha'nn_alltaf hvers manns vandræði, þegar hann gat, og leitaði meira áð segja eftir því, hvar aðstoðar þurfti með. Gamall farlama Guðmundur J. Guðmundsson. maður austur á Eyrarbakka sagði við mig í vor um páska- leytið, þegar fréttin barst út um hættulegan sjúkdóm Guð- mundar. „IJann er einhver bezti maður, sem ég hef þekkt á minni löngu ævi. Haun hefur vakað yfir okkur, gömlu hróunum, alla tíð. Við missum mikið, ef hann fellur nú frá.“ Og ég vissi, að þetta voru sönn orð. Guðmundur fór þegar á unga aldri að láta sig félags- málefni mikið skipta og hafði á þeim sviðum ýmis störf með höndum, þegar hann var ekki á sjónum, annaðhvort sem formaður eða háseti eða ö<nn. um kafinn í landi. Hann starf- aði mest x Verkamanscafélaginu 1 Báran og hefur átt drjúgan þátt í viðgangi þess félags s. 1. 30 ár. Skapgerð hans hefur og ætíð verið þa'nnig, að hann. hefur safnað um sig fólki. — Hann er samningalipui*, glað- lyndur svo að af bar, djarfiir og starfsamur. Hins vegar stendur oft stormur um dugmikla for- ustumenn og hefur Guðmund- ur ekki farið varhluta af þvf. Guðmundur J. Guðmunds- son naut mlkilla vinsælda í starfi sínu sem forstöðumaður vinnuhælisins, ekki aðeins meðal þeirra manna, sem urðu að dvelja í því, heldur og hjá yfirboðurum sínum hér fyrir sunna'n. Vissi ég mörg dæmi. þess að hann lét sér mjög annt um pilta, sem höfðu lokið vist hjá honum, rétti þeim hjálpax*- hönd á ýmsan hátt og stuöl- aði að því, að gerð yrðii greiðari gata þeirra eftir að þeir hófu að nýju frjáls störf. Um síðustu páska vg*-ð Guðmundur snögglega sjúkur og var honum ekki hugað líf vikum saman. Hann komst þó á fætur og hefur honum batn að mjög hina síðustu mánuði. Sjúkleikinn gerði það samt að verkum, að hann gat ekki sinnt starfi sínu lengur, óg sagði han'n því lausu fyrir nokkru og flutti hingað til1 Reykjavíkur. Guðmundur hef ur alia tíð verið mikill at- hafna- og- starfsmaður, og veit ég, að honum fellur illa að geta ekki haft eitthvað fyrir (I -*h. á 7 síðu.} ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.