Alþýðublaðið - 31.10.1953, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐEÐ
Laugardagur 31. október 1S53
Útgefandi: Alþýðuflokkurinti. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hantiibal Valdimarssoa Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðameim: Lo£tur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.
,Frjáls þjóð' skrökvar
ÞEGAR blaðið Frjáls þjóð I
var stofnað, létu ritstjórarnir í |
.veðri vaka, að þeir ætluðu að i
foeita sér fyrir bættri blaða- I
mennsku. Illa hefur þeim geng 1
ið að efna það fyrirheit. Ein-
hver af nitstjórum íblaðsins
virðist hafa valið sér þa'ð hlut-
skipti að segja fréttir af Al-
þýðuflokknum, stefnu hans og
störfum, en varla bregzt það,
að farið er með ósatt mál. Blað
ið hefur ekki minnzt einu orði
á þingsályktunartillögu þeirra
Gylfa Þ. Gíslasonar og Hanni
bals Valdimarssonar um her-
íverndarsamninginn og ekkert
sagt frá hinum miklu umræð-
um, sem orðið hafa um hana
f.vrr en í' síðasta blaði, a'ð þáð
hefur það eftir Haraldi Guð-
mundssyni, að Alþýðuflokkur-
inn sé „á einu máli um það, að
foandaríski herinn ætti að vera
hér meðan svo horfði sem nú
væri“. Það eru tilhæfulaus ó-
sannindi, að Haraldur Guð-
mundsson hafi gefið nokkra
slíka yfirlýsingu. Haraldur
.lagði sérstaka áherzlu á. að hér
mætti ekki vera her til fram-
búðar, en tók fram, a'ð Alþýðu-
flokkurinn hefði ekki gert
ályktun um að segja samningn
um upp, heldiir um að endur-
skoða hann. Alþýðllflokkurinn
gerir sér lióst — og það munu
flestir vitibornir menn utan
flokks hinna hreinræktuðu
Moskvukommúnista gera —
að til þess að geta ákveðið
brottflutning hersins, þurfa fs-
Iendingar að sérmennta allmik
ið starfsli'ð, og að það hlýtur
að taka nokkurn tíma. Þess
vegna hefur Albýðuflokkurinn
lagt tik að hafizt verði handa
um það begar í stað, einmitt í
því skyni, að skilyrði skapizt
fvrir hví, að hægt verði að taka
ákvöv'ðun um brottflutning
hersins. en flokkurinn héfrr
enn fremur gert þá tillögu, að
alþingi geti ákveðið brottflutn
ing liðsins með þriggja mánaða
fyrirvara, þegar þessi skilyrði
eru fyrir hendi, og lagt til, að
ýmsar ráðstafanir verði gerð-
ar, þangað til unnt. er að láta
herinn fara.
Það talar sínu máli, áð
Frjáls þjóð skuli hafa stein-
þagað um þingsályktunartil-
lögu Alþýðuflokksins og fram
söguræðu fyrra flutnings-
manns hennar, en síðan grípa
til þess að skrökva ummælum
upp á Harald Guðmundsson.
En hvernig stendur á því, að
blaðið skuli þcgja um fyrstu
þingræðuna, sem Gils Guð-
mundsson flutti um utanríkis-
mál? í þcssarí ræðu sagði Gils,
að það „færi eftir ástæðum",
hvort hann teldi fslendinga
eiga að veita Bandaríkjal-
mönnum og Bretuin sömu að-
stöðu hér í stríði, sem brjótast
kynni út, og þessar þjóðir höfðu
hér í síðasta stríði. Gils taldi
það geta komið til mála, ef viss
ar ástæður væru fyrir hendi,
að gerður yrði samningur við
Bandaríkjamenn og Breta um
hersetu hér í stríði. Það væri
auðvitað algert brot á þeirfi
stefnu, sem Þjóðvarnarflokk-
urinn samþykkti á stofnfundi
sínum, stefnu ævarandi hlut-
leysis og vopnleysis. Gils hef-
ur því ekki látið standa lengi
á því að lýsa því yfir, að hann
telji vel geta^komið til mála
að víkja frá stefnu flokksins í
utanríkismálum, þeirri stefnu,
sem flokkurinn er stofnáður
til þess að berjast fyrir. Þykja
það að vonum ekki góð með-
mæli með stefnu flokksins, að
fyrsti þingmaður hans skuli
ekki einu sinni hafa treyst sér
til þess að halda fast við hana
í fyrstu ræðu sinni um utan-
ríkismál í þinginu.
Lítið þrek lítil sæmd
ILLA GENGUR aumingja
Sigurði litla frá Vigur að gang
ast við þeim margendurteknu
ósannindum sínum, að formað
ur Alþýðuflokksins hafi farið
á fund þeirra Einars Olgeirs-
sonar og Brynjólfs Bjamason-
ar og beðið þá að veita hugs-
anlegri minnililutastjórn Fram!
sóknarflokksins og Ajþýðu-
flokksins hlutleysi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
21 mann á þingi, en Framsókn
og Alþýðuflokkur hafa til sam
ans 22 þingfulltrúa. Þessir
flokkar þurftu því ENGA AÐ-
STOÐ til að istanda af sér van-
traust frá íhaldinu. Vitað var,
að eftir kosningaósigur komm
únista langaði þá sfður en svo'
í haustkosningar, og mundu'
þeir því alls ekki vilja kalla
þær yfir sig með því að greiða
atkvæði með íhaldinu um van-
traust. Þanuig var öruggt, að
við þá þurfti ekþert að íala.
Þá var aðeins eftir sá fræði-
legi möguleiki, að þingmenn
þjóðvarnarmanna greiddu at-
kvæði með íhaldinu um van-
traust. Mundi þó sennilega
Rétfurinn til að lifa eins og menn:
TVÖ frumvörp hafa þeg-
ar verið lögð fram á< alþingi
um breytingar á gildandi or
lofslögum. Bæði írumvörpin
eru á þá leið að orlofstíminn
verði lengdur í þvjár vikur.
LÖGIN
OG FRAMKVÆMDIN
Það er fullkomin ástæða
fyrir öll launþegafélög að
veita þessum málum nánari
athygli en enn virðist gert.
Orl öf sf r umv a rp var fyrst
flutt á alþingi af þingmönn-
um Alþýðuflokksins, og eft-
ir að Stefán Jóh. Stefánsson
hafði sem félagsmálaráð-
herra látið undirbúa frum-
varp af nefnd manna og
flutt það síðan á alþingi,
tóku ýms stærstu verkalýðs-
félögin kröftuglega undir og
knúðu fram með samning-
um, að ákvæði þeirra tækju
gildi. Ennþá skortir þó mjög
á að allt verkafólk skilji þá
. menningarlegu þýðingu, sem
orlof hefur. Lögin hafa ekki
verið í heiðri höfð svo sem
vera ætti. Hér í höguðborg-
inni a. m. k. hefur talsvert
borið á því; að farið hafi Ver
ið í kringum fyrirmæ.!
þeirra. Viðleitni ýmissa heí-
ur hnigið á þá sveifina að
nota orlofsféð til að drýgja
tekjurnar. Ekki verður því
neitað, að dýrtíðm hefur þar
valdið miklu ura. Kaupmátt
ur launanna heínr þorrið til
mikilla muna, og verður bví
engum láð, þó að hann reyr.i
að auka tekjur sínar, þegar
vanséð er hvernig endarnir
eiga að ná saman.
STÓRT
MENNINGARATRIÐI
En hér er vandamál, sém
ekki má löka augunum fyr-
ir, stórt menningaratriði,
sem verkalýðsfélögin verða
að taka föstum tökum.— Ef
félögin horfa á það án að~
gerða, að farið t-r kringum
i orlofslögin, verkafólkið held
ur áfram að vinna í orlofs-
tíma sínum, þá er í því fólg-
io tvennt: Viðurkenning
þess, að lágmarkskaupið áé
ekki lífvænlegt, og óeðlilegt
vanmat á menningarlegri
starfsemi verkalýðsfélag-
anna. Hvorugur kosturinn
er góður.
NAUÐSYNLEGUR
RÉTTUR
Hér í blaðinu hefur birzt
framscguræöa Eggerts G.
Þorsteinssonar múrara fyrir
frumvarpi hans á alþingi,
og skal því ekki hirt um í
þetta sinn að vekja nánar
efni þess frumvnrps. Aðeins
er ætlunin með iínum þess-
um að vekja athygli verka-
lýðsfélaganna á }->eirri brýnu
þörf, sem fyrir liendi er um
að ræða þetta mál í félögun-
tun, skýra gildi þess að hafa
orlofsrétt og nauðsyn þess
að nota þann fétt.
Réttinn til að lifa eins og
menn.
TOGARAUTGERÐ RIKISINS
TIL ATVINNUJÓFNUNAR
aldrei liafa til þess komið, a.
m. k. ekki me'ð Gils Guðmunds
son. Þó var vitað, að jafnvel
þótt þeir hefðu báðir Iotið svo
lágf að súpa úr hófspori íhalds
her ingarinnar, var hægt að
ver'ast vantrausti með jöfnum
atkvæðum.
Það er misskilningur, að rit-
stjóri Alþýðublaðsins hafi ráð
izt á „ritstjórn Morgunblaðs-
ins“ og lýst „Morgunbla'ðið tí-
faldan ósannindamann". Skeyt
um Alþýðuhlaðsins hefur eins
og vera har, verið heint rak-
leitt að ósannindamanninum
sjálfum, að litlu fígúrunni, sem
ekki hefur þrek til að gera það
eina, sem svolítið hefði getað
stækkað liann í þessu máli, en
það er að iáta hreinskilnis-
Iega, að henni hefði or'ðið á að
fara vísvitandi með ósatt mál
og endurtaka þau síðan hvað
eftir annað. En til þess að sýna
slíkan manndóm átti fígúran
í forsetastólnum hvcrki dreng
lund eða karlmennskti, og því
hefur hún hlotið alla þá van
sæmd af málinu, sem hægt var
af því að hljóta, og er það mjög
að maklegu.
FRUMVARP um togaraút-
gerð ríkisins til atvinnujöfnun-
ar hefur verih flutt á nokkrum
seinustu þingum, en, hefur ekki
riáð samþykki alþingis.
Sú breyting er á frumvarp-
inu, síðan það var seinast flutt,
að nú er ekki gert ráð fyrir
neinum sérstökum tengslum
milli togaraútgerðar ríkisins og
síldarverksmiðja ríkisins, þar
sem ríkisverksmiðjunum hefur
einmitt á þessu ári verið falin
útgerð tveggja togara. Má
þannig segja, að ríkið hafi þeg-
ar byrjað á togaraútgerð, en
aðeins með hagnýtingu vinnu-
afls og framleiðslutækja á ein-
um stað fyrir augum.
FJÓRIR TOGARAR
í 1. gr. frumvarpsins er lagt
til, að ríkið kaupi og geri sjálft
út fjóra togara af þeirri stærð
og gerð, sem að áliiti reynd-
ustu útgerðarmanna verði tald
ir heppilegastir til öflunar hrá-
efnis á heimamiðum*fyrir hrað
‘■■y'-'-hús og önnur illa hagnýtt
fiskiðjuvcr.
Eins og segir í 2. gr. frum-
varpsins, er þessum ríkistogur-
um ekki ætlað það hlutverk að
bæta úr atvinnuástandi neins
eins ákveðins staðar. Ef svo
Væri, hefði alveg eins mátt
hugsa sér að bæta úr því með
togurum í einkaeign eða í bæj-
arrekstri. — Þeim togurum,
sem um ræðir í írumvarpinu,
er sérstaklega ætlað það hlut-
verk að jafna atvinnu í land-
inu, koma í veg fyrir atvinnu-
leysi, hvar í landinu sem það
gerir vart við sig, og leggja þar
afla á land, sem vinnuafl og
vinnustöðvar skortir verkefni.
Sá hréyfanleiki, sem nauðsyn-
legur er til að ná þessu marki,
verður aðeins tryggður með
ríkisrekstri togaranna, og þess
vegna er lagt.til, að það rekstr
arform verði viðhaft.
FRUMVARP um togara-
útgerð ríkisins til atvinnu-
jöfnunar hefur vevið flutt á
ný í neðri deild nlþingis og
nú af þingmönnum tveggja
•flokka, Hannibal Valdiinars
syni og Eiríki Þorsteinssyni.
Meginefni þess er, að rikið
kaupi og geri út eigi færri
en fjóra togara til öflunar
hráefnis á heimamiðum fyr-
ir hraðfrystihús og öunur
fiskiðjuver, sem illa eru hag
nýtt vegna hráefnaskorts.
Höfuðmarkmið þcssarar tog
araútgerðar ríkisins er því
að jafna atvinnu í kaupstöð
um og kauptúnum landsins
á þann liátt, að togararnir
Ieggi einkum afla á land
þar, sem atvinnuleysi gerir
vart vi’ð sig og mest er þörf
aukinnar atvinnu hverju
sinni.
Hér birtist greinargerð
flutningsmannanna fyrir
frumvarpinu, en afgreiðsla
þess verður eitt af stórmál-
um þingsins, er nú situr.
ins. Fer þeim mön.ium sífellt
fækkandi, sem. trúa því, að ó-
frjó atvinnubótavinna leysi
vandamál atvinnuleysisins í
kaupstöðum og kauptúnum til
nokkurrar hlítar, — hitt sé
rétta leiðin, að ríkið veiti að-
stoð til öflunar atvinnutækja
| og hafi áhrif á, að atvinnutæk-
in séu hagnýtt svo sem bezt má
verða.
ÓÞOLANDIÁSTAND
Nú er það staðreynd, að flest
I hinna þýðingarmestu atvinnu-
jtækja við sjávarsíðuna, svo
' sem hraðfrystihús, fiskþurrk-
unarhús o g fiskimjölsverk-
smiðjur, standa víða langtún-
um saman iítt eða ekki noiuð,
samtímis því aö fólkið gengur
atvinnulaust. Verður slíkt að
teljast ó;þoiandi ástand.
HVAÐ SKYNSAMLEGAST?
Það mun verða aðalmótbár-
an gegn frumvarpi þessu, að
með ríkisrekstri fjógurra tog-
ara taki ríkið á sig verulega
fjárhagslfega áhættu, og er það
að vísu rétt, en því má þá held-
ur ekki gleyma, að togaraút-
gerð gefur einnig vonir um
mikla gróðamöguleika.
A það ber sérstaklega að
líta í þessu samibandi, að það
er ein af frumiskyldum þjóðfé-
lagsins að reyna að koma í veg
fyrir atvinnuleysi, og það verð
ur alÖrei gert nema með mikl-
um fjárhagslegum fórnum.
Spurningin er aðeins sú, hvaða
úrræði séu skynsamlegust til
að afstýra böli atvinnuleysis-
Til þessa liggja ýmsar ástæð
ur. Á nokkrum stöðum er hægt
að bæta úr hráefnisþörf hinna
ónotuðu atvinnutækja með
auknum vélbátakosti. En, á öðr
| um stöðum er orðið svo lang-
sótt til fiskjar, m. a. vegna á-
gengni erlendra og innlendra
togara á grunnmiðum, að vél-
í bátar reynast þess ekki megn-
I ugir að annast hráefnaöflunina.
Þar sem svona hagar til, er
einkum þörf togara til nýting-
ar vinnuaflsins og til hráefnis-
öflunar fyrir hraðfrystihús,
f iskim jöl'sverksmið j ur, þurrk-
hús og aðrar fiskvinnslustöðv-
ar, ef vinnsluafköst þeirra eiga
að notast til nokkurrar hlítar.
En gernýting þeirra væri tví-
1 mæialaust þýðingarmesta að-
gerðin til útrýmingar atvinnu-
leysinu, auk þess sem við það
ynnist mikil aukning gjaldeyr-
Lsverðmæta og gerbreytt fjár-
hagsafkoma margra fiskiðnað-
arfyrirtækja, sem komin eru í
kröggur sökum verkefnaskorts.
Frh. á 7. sícki. -