Alþýðublaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. nóv. 1953 ALÞÝÐUBLAÐtÐ UMRÆÐUR hafa farið fram £ Finnlandi mörg undanfarin ár um það, hvort hægt mundi vera að binda upphæð inn- og útlána banka- og sparisjóða við vísitölu. Landsbankanum hafa borfizt up^’ýsingar um þetta mál frá Finnlandsban'ka, og fer hér á eftir stutt greinargerð, sem á þeim er byggð. DÝRTÍÐIN í FINNLANDI. Það er engin tilviljun, að þetta mál hefur verið meira rætt í Finnlandi en öðrum lönd um. Verðbólga hefur verið þar geysimikil um niargra ára skeið, og er nú talið, að verð- gildi marksins, miðað vdð kaup mátt þess samkvæmt vísitölu framfærslukostnaða^. sé aðeins einn ellefti hluti. nr því. sem var árið 1939. Trú manna á verðgildi peninganna hefur því að vonum minnkað stórlega og dregið hefur úr eðliiegri söfn- un sparifjár. Verðhólgu er ætíð samfara breytingan á eigna- skiptingunni lántakendum í hag, en á kostnað sparifjáreig- enda. Verðmæti eigna þeirra,1 sem lántakendur hafa fengið umráð yfir, hækkar í verði, en sparifjáreignin missir jafn- framt mikinn hluta. af kaup- mætti sínum. Það er ðhætt að segja. að það hafi fyrst og fremst verið það réttlætissión armið, að sparifjáreigendur skyldu ekki sviptir miklum hluta eigna sinna á þennan hátt, sem hefur komið af stað umræðum um vísitöluuppbæt ur á sparifé í Finnlandi. Jafn- íramt hefur mönnum orðið það ljóst, að nauðsynlegt sé að gefa sparifjáreigendum ein- hverja tryggingu, ella muni enginn raunverulegur sparn- aður eiga sér stað í þjóðfélag- ánu á verðbólgutimum, og 'mundi lánsstofnunum geta staf að mikil hætta af því. ATHUGUN FINNSKU PEN- INGASTOFNANANNA. Árið 1950 létu peningastofn- anir Finnlands fara fram at~ •hugun á því, hvort sú leið væri fær að koma á fullkomnum vísi töluuppbótum á öll inn- og út- lán. Var þá málið lagt fyrir hag iræðirannsóknardeild Finn- landsbanka. í skýrslu deildar- innar er því haldið fram, að almennar vísitöluuppbætur á inn- og útlán gætu orðið til (þess á verðhólgutímum, að verðhækkunin yrði enn þá Ör- ari. Varð því ekki úr fram- kvæmdum að sinni, enda kom jþá til framkvæmda almenn vaxtahækkun, sem nam 2%, 'foæði af inn- og útlánum. ANDSTÆÐAR SKOÐANIR. Umræður hafa síðan haldið áfram um það, hver áhrif al- rnennar ' vísitöluuppbætur á inn og útlán mundu hafa á efnahagskerfið, og hafa komið fram mjög andstæðar skoðan- ir, bæði hjá fræðimönnum og 'reyndum f jármálamönnum. Hafa sumir fyigt hagfræðirann sóknardeild Finnlandsbanka að málum og talið, að slíkt kerfi mundi aðeins herða á verð- bólguskrúfunni, og einnig hef- ur verið bent á, að framkvæmd þess mundi verða mjög erfið og ko-tnaðarsöm. I þriðja lagi hefu" því verið haldið fram, að af þessu mundi leiða aukna vantrú manna á því, að verð- lag crati haldizt stóðugt, þar sem raunvierijlega þyríci aðþ gerða við, sem treystu trú manna á verðgildi peninganna X framitíðinni. RÁÐ GEGN VERÐBÓLGU. Forvígismenn vísitöluupp- ætur á sparifé bóta hafa álitið, að allt of mik- ið væri úr þessum hættum gert og bent á ýmis gagnstæð rck. Að vísu mundu vísitölu-1 greiðslur af skuldum verða til þess að hækka kostnað fyrir-j tækja á verðbólgutímum, en; þær mundu jafnframt verða1 til þess að draga úr óeðlilegri eftirspurn, sem skapast af því einu, að menn óttast. að pen- ingaeign þeirra verði að engu. Mundu því vísitöluuppbætur draga mjög úr verðbólgunni, með því að minnka brask og oeðiilega fjárfestingu, og yrði þar með brotinn sá vítahring- ur, að mikill hluti fjárfesting-. arinnar byggist fyrst og fremst á von um verðbólgugróða. Jafn framt hefur verið sýnt fram á, að mjög mikill hluti þjóðarinn ar hafi, eins og nú standa sak- ir, hag af verðhækkunum, sem leiða til þess. að skuldabyrðin léttist, en eignirnar stíga í verði, og beiti því ekki póli- tískurn áhrifum sínum í þá átt að draga úr verðþenslunni. Vísitöluuppbætur mundu leiða til þess, að miklu færri högn- uðust af verðbólgu, og mundi þá verða auðveldara að ráða bót á henni. ENGIN NIÐURSTAÐA. Engin niðurstaða hefur enn fengizt í þessum umræðum, enda er ókleift að sjá fyrir, hver áhrif svo nýstárlegt kerfi sem þetta muni hafa á efna- hagslífið. Vegna þessarar ó- vissu hefur verið valin sú leið, að byrja í smáum stíl til reynslu. Sett var ný nefnd til að athuga málið af peninga stofnunum snemma á árinu 1952, en þá var nýbúið að lækka bankavexti um 2% fyr- ir atbeina ríkisstjórnarinnar, og þótti því nauðsynlegt að grípa til annarra ráðstafana til að vernda spanifjáreigendur og viðhalda söfnun sparifjár. Lagði nefndin til, að teknar skyldu upp takmarkaðar vísi- töluuppbætur á sparifé. Skulu nú greind helztu atriði þessa fyrirkomulags. HELZTU ATRIÐIN. Sérstakir vísitölubundnir reikningar skyldu opnaðir, og yrði fé, sem á þá er lagt, bund- ið til eins árs í senn. Af inn- stæðum skyldi greidd vísitölu- uppbót, sem næmi 50% af vísi töluhækkun frá þeim degi, er reikningurinn væri opnaður. Vextir skyldu vera 1% lægri en af sex mánaða sparifé. Til þess að standa straum af vísitöluuppbótum skyldu lán veitt með vísitöluskilyrðum, og skyldi hver pemngastofnun ráða, af hvaða lánum slíkra uppbóta væri krafizt, en þó skyldu hliðstæðar stofnanir (sparisjóðir, viðskiptabankar o. s. frv.) koma sér saman um reglur-í þessu efni. Ætlazt var til, að lántakendur greiddu vísitöluuppbæturnar í pening um, en þær legðust ekki við lánið. Fyrirkomulag þetta átti að koma til framkvæmda 1. októ- ber síðast liðinn, en bví var frestað fyrir tilmæli ríkisstjórn arinnar, en hún vildi láta at- huga. nánar þá leio, að veita sparifjáréigendum aukin skatt fríðindi.. Þannig stendur málið nú, og er því engin reynsla fengin enn. ALÞYÐUBLAÐIÐ birti á dögunum ræðu þá, sem Jón Árnason bankastjóri flutti á fundi seðlabanka Norður- landa í sumar, en þar ræddi hann hugmyndina um verð lagsvísitölu penmga. Mál þetta hefur verið mjög á dag skrá í Finnlandi undanfarin ár eins og Jón Árnason gat um í grein sinni. Nú hafa Landsbankanum borizt upp lýsingar um þær umræður, og birtist hér greinargerð, sem byggð er á þcim, en Jón Árnason hefur góðfúslega látið Alþýiiúblaðinu hana í té. SNEITT HJA OKOSTUNUM. Það er þó talið, aö þeir ókost ir, sem helzt er búizt við. að almennar vísitö1 u uppbætur hefðu í för með sér, mundu ekki vera þessu fyrirkomulagi samfara. Vísiföluuppbætur á lán mundu fyrst og fremst koma niður á löngum lánum og hefðu því _ ekki sömu verð- þensluáhrif og uppbætur á stutt lán, og auk þess mundu þær ekki verða jafnkostnaðar- samar í framkvæmd. Hætta er hins vegar á því, að lántakend um yrði mismunað á þessu sviði, og jafnframt færi vísi- tölugreiðsla af lánutn eftir því, hve miklar upphæoir stæðu á vísitölureikningum í viðkom- andi stofnun. Verði þetta fr-imkvæmt í Finnlandi, múndi fást mikil- væg reynsla á því, hver áhrif vísitöluuppbætur hefðu á fjár málakerfið, jafnframt því sem stórt spor væri stigið til að rétta hag sparifjáreigenda og að svipta lántakendur óeðlileg um verðbólgugróða. Einnig mundi það auka örvggi láns- stofr.ana, að mikill hluti inn- stæðna yrði bundinn til langs tíma. Að vísu álíta margir fjármálamenn, að heppilegra sé að grípa til beinna vaxta- hækkana Jtil varnar á verð'- bólgutíma,' en á beirri leið hafa reynzt vera ýmsi.- van- kantar, einkum þó andstaða stjórnmálamanna. FENGIN REYNSLA. Fróðlegast væri að sjá, hver áhrif þetta hefði á sparifjár- i söfnun. Um hitt, hvort lánvevt . ingar með vísitölufyrirkomit- lagi eru framkvæmanlegar, jhefur þegar fengizt- nokkur j vitneskja. Þegar árið 194‘J • byrjaði Ellilaunasjóður Finn- jlands að veita lán með 50% i vísitölugreiðsluskilyrðum. Slík lán hafa verið . veitt til raf- orkuvera. sveitarfélaga og iðn aðar. Lánstíminn hefur oftast verið 15 ár, oe vextir eru nú 8%, og er búið að veita lán með bessum kjörum að upnhæð 8662 millión mörk (614 milljón ir króna). Tryggingarfélög hafa veit. sams konar lán síðan'1947, og 1952 bauð borgarstiórn Hels ingfors út 600 miliión marka lán með svipuðum kjörum og 7Vé% vöxtum. Auk þess má nefna. að í Svíþjóð bauð Sam band sænskra samvinnufélaga út lán til 20 ára með 3% vöxt- . um og vísitölutryggingu. Af þessu má sjá, að nokkur reynsla er fengin af lánveif- íngum. með þessu fyrirkomu- lagi, og það er ekki að sjá, að vísitöluuppbætur hafi leitt til neinna eríiðleika fyrir lán-. takendur, en smám saman . fjölgar þeim, sem hag hafa :af • því að stemma stigu víð áfram , haldandi verðhækkunum. Það er athyglisvert, að það - er ekkert í finnskum lögum, sem mælir gegn þvu, að lán og . innstæður séu burdin við visi . tölu. Er því þess að vænta,. aS áframhald verði á þessari þró un, einkum ef .ekki tekst að endurreisa trú manna á verfi- . giidi' peningaeignar msð öðru móti. Ertndt um tisf og fegu# effir Símon Jóh. Ágúsfsson prófessor HLADBÚÐ hefur gefið, út bókina List og fegur'ð eftir -,dr. Simon Jóh. Agústsson prófess- or, en uppistaða hcnnar er>er- indi, sem höfundurinn hefur á . undanförnum árum flutt fyrlr almenning í Háskóla íslands. Erindi þessi hefur höfundurinn þó öll endursamið, svo að bókm . bæri meiri heildarsvúp. Erindin í bókinni bera þess- ar fyrirsagnir: Hvað er fagur- fræði? Er fegurð hlutlæg eða huglæg? Náttúrufegurð og list fegurð, List og tækni, List og . eftirlíking, List, gagnsemi og töfrar. List og skemmtanir, Form og efni, Hið íagra, góða og; sanna. Tegundir feguiðar, List og sálkönnun, Líf og list og Fegurðartjáning. Skáldsagnahöfundur á nýrri braul LEIKLISTIN krefst annað hvort sérstakra veðurskilyrða, eða væglegra og rúmgóðra húsa | kynna. Aldrei myndi hún hafa komizt á jafn hátt stig með Forn-Grikkjum og raun ber vitni, ef þeir, sem að leiksýn- ingunum stóðu, hefðu átt það á hættu, að verða að aflýsa þeim hvað eftir annað, sökum rosa og rigninga, er hefði gert áhorfendum óvært á hinum þaklausu hringbekkjum. Aldrei myndi hún hafa komizt til vægs og virðingar í Vestur-Evrópu á miðöldum. ef hinar háhvelfdu dómkirkjur og skrautlegu hall arsalir hefðu ekki búið henni það umhverfi, sem eðli hennar krefst. HVERS VEGNA FÁ LEIK- RITASKÁLD? Þegar þessa er gætt. er ekki1 að undra, þótt leiklistin sé ung ; með þjóðinni, sem þetta land ' byggir. Hér er veðráttan, — og hefur jafnan verið, — svo ó- stöðug, að vart er hægt að boða \i\ iújjifundár, neim stórpóli- tízk nauðsyn krefji, og þó helzt ekki nema sumar sé. Um sam- komuhúsakost fram undir síð- ustu aldamót er óþarft að fjö- yrða. Hins vegar sanna bók- menntir okkar, að ekki mundi þjóðina hafa skort dramatíska rithöfunda, ef ytri skilyrði til flutnings slíkra verka hefði verið fyrir hendi. Leikeðlið hefur og jafnan verið okkur í blóð borið, enda láta mikilhæf ir túlkendur leiklistarinns.r ekki á sér standa, þegar er ytri skilyrði leyfðu, — ef skil- vrði skvldi kalla, os höfðu Jón Björnsson. þeir þó ekki neinar þjóðlegar j erfðavenjur, túlkun sinni til grundvallar. Það er ekki fyrr en þegar þjóðleikhúsið er full- gert og tekið í notkun, eða fyrir fáum árum, sem ís- lenzkri leiklist er búið viðun- anlegt umhverfi. Og um leið verður háværari sú spurning, hvers vegna við höfum enn ekki eignast nema örfá leikrita skáld, sem telja megi hlutgeng, — og enn færri, sem afbragð geti talizt, — enda þótt við höfúm þegar eignast marga ágæta leikara, — og annar hvor maður á landi.nu fáizt við ljóðagerð, skáldsagnagerð eða sagnritun í einhverri mynd. í rauninni er þeirri spurn- ingu fljótsvarað. í fyrsta lagi getur enginn orðið hlutgengt leikritaskáld, nema fyrir all- náin kynni af leikflutningi og leiksviði. í öðru lagi hefur dramatísk sköpunargáfa þjóð- arinnar fallið í aðra farvegi um aldaraðir, af þeim orsökurn, sem áður er lýst, eða með öðr um orðum, fyrir veðurfræði- legar orsakir og skort á bvgg- ingarefni, og náð slíkri fuli- komnun, að vart verða hlið- stæður fundnar með öðrumi þjóðum; rímsnilld og frásagn- arsnilld í brag og sögu hefur öðlast hér þegnrétt, bvggðan á aldagömlum, rótgrónum erfð um. Það er því sizt að undra, þótt íslenzk skáld og rithöfund' ar hugsi sig tvisvar um, áður en þeir leggja út í það nýsköp- unarævintýri, sem leikritun er enn í dag með þjóð vorri. SKYLDA ÞJÓÐLEIK- HÚSSINS. Því meiri ástæða er til að fagna því, þegar .cinhver læt- ur þar skeika. að sköpuðu, og' kveður hina troðnu leið, Fæst um hefur orðið það vegur eoa gróði hingað til, en fyrr eða síðar kemur sá, sem við bíðum eftir. íslenzkur leikritahöfund ur, sem ekki er aöeins snilli- gáfu gæddur, heldur kann og sitt verk. Og það er þjóðleiij- hússins að greiða götu allra þeirra, sem við þessa grein skáldlistarinnar fýsir að fást; leiðbeina þeim, auðvelda þeirni aðgang að leikæfingum og leik sýningum, og síðast en ekki sízt, — að taka verk þeirra tií Slutnipgs,,. þau, sem .standast: það mat. er á þau ber að leggja. íslenzk leiklist fyrirfinnst ekki í orðsins fyllstu merkingu, fvrr (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.