Alþýðublaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐfÐ Fimmtudagur 5. nóv. 1953 Útgeíancli: Alþýðuflokkurirm. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Valdimarssoa Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttasíjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loítur Guð. mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri; Emma Möiler. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Samtal við Sigurjón Jónssoti: Sýndu í verki vilja þinn JAFNVÆGI í byggð lands-1 ins. Um þetta efni fluítu nokkr ■ir íhaldsþingmenn tillögu til þingsályktunar á kosninga- j þinginu í fyrra. TiIJagan var j samþykkt. Ekki vantaði það. Stjórnin átti samkvæmt tillög- ■ unni áð láta rannsaka, hvað gera þyrfti til að varðveita. jafnvægi í byggð landsins. En þéssi rannsókn hefur ekki farið frám ennþá. Það hefur gleymzt að' framkvæma hanal í En þrátt fyrir það hafa ýmsir myndað sér skoðun um, hvað gera þurfi til að viðhalda og koma aftur á aukmi jafnvægi í byggð landsins. Þessir menn telja, að fyrst og fremst þurfi að stjórna bankamálum og öðr . um f jármálum þjó’ðarinnar i svo, að atvinnuvegirnir eigi * jafn auðveldan aðgang að nauð synlegu fjármagni, hvar sem atvinnntækin eru staðsett. Ef þessa er ekki gætt og öll þau fyrirtæki, sem mesía þýðingu hafa, eru staðsett innan þess þrönga hrings, sem greiðastan j aðgang á að fjármagninu, þá sjá menn í hendi sér að slíkt hlýtur að raska jafnvæginu í( hyggð landsins. Ef heilir lands hlutar eru settir hjá um svo eftirsótt gæði sem næga og ó- dýra raforku, þá stuðlar slíkt ekki áð varðveizJu jafnvægis í byggð Iandsins. Ef ungu fólki er tryggður mismunandi greið ur aðgangur að æðri menntun eftir því hvar það er húsptt, þá hlýtur hað á sama hátt að raska jafnvæsri í bvgírð landsins. Og enn má nefna það, að geróJík hiónusta bjóðfélaesins í heil- j hrigðismálum, eftir því, hyar menn eru búsettir á landinu, stuðlar ekki að því áð jafnvægi baldist í byggð landsins/ AHt þetta sjá menn og viður- kenna án þess nokkur rann- sókn hafi farið fram. En livað er þá gert til að skapa aukið jafnvægi? Ekkert, hókstaflega ekkert. Saganu heimildðr he Ir na.r-og til ont ngur Náléga allt fjármagn þjóðar innar héfur sína hringrás í Reykjavík og næsta nágrenni hennar. Og sífelit er haldið á- fram að staðsetja þar öll þýð- ingarmestu atvinnutækin. Aust firðir og Vestfirðir eru látnir vera áfram raforknlausir. Sömu landshlutum er neitað um litla menntaskóla, þegar á- formu'ð er 30 mílljón króna menntaskólabygging í Reykja- vík, auk gamla menntaskólans og Verzlunarskólans. sem einn ig útskrifar stúdenta, og auk fjórða menntaskólans, sem nú er tekinn til starfa í nágrenni Reykjavíkur. Þetta er nú jafn vægisgrundvöllurinn á þessu sviði. Og svo er það jafnréttisað- staðan í heilbrigðismálunum. Landsspítalinn er rekinn á rík isins kostnað og er þó að mestu bæjarsjúkrahús fyrir Reykja- vík. Þetta kostar gjaldþegnana milljónir. A sama tíma verða ýms bæjarfélög að kosta sjálf sín eigin sjúkrahús og bera af rekstri þeirra mörg hundruð þúsund króna halla vegna veittrar heilbrigðisþjónustu fyrir önnur héruð. Nú liggur fyrir alþingi frum varp til Iaga um fullkomna Landsspítaladeild, er ríkið kosti í hverjum landsfjórðungi. Samþykkt þess mundi þýða mikla framför í réttlætisátt. Hún mundi ver'ða eina viðun- andi lausnin á ríkjandi misrétti í heilbrigðismálunum. Og livað segja þeir nú — mennirnir, sem hæst hafa gal- að fyrir kosningar um aukið iafnvægi í byggð Iandsins? Enn eru þeir þögulir, en von- andi sýna þeir það í verki að1 þeir vilji styðiaj að jafnréttí þegnanna í atvinnumálum, menningarmálum og heilbrigð ismálum, því að auðvitað er það eina leiðin til aukins jafn- vægis í hyggð landsins. Tiíhæfulausf með öllu TIMINN er hinn úrillasti út af því, að Alþýðublaðið sagði frá þeim orðrómi, sem áður hef ur komið fram í blöðum, að Sjálfstæðisflokkurinn og Fram sóknarflokkurinn kynnu að vera búnir að semja sín á milli um samvinnu eftir bæjarstjórn arkosningarnar. Því fór fjarri, að Alþýðublað ið viki einu orði að því, að orð- rómur þessi mundi vera sann- ur. iHíns vegfjr var það álit blaðsins, að ekki væri slík sam vinna líkleg til að tryggja í- haldinu áframhaldandi meiri- hlutavöld yfir borginni. En nú hefur Tíminn neitað j því í styggum tóu, áð nokkur | fótur sé fyrir þessurn orðrómi. 1 Segir blaðið þetta vera hreinan uppspuna. Er ekkert nema gott um það að segja, og er gott að þessi Ieiði orðrómur skuli þar með vera sleginn niður á mjög af- dráttarlausan hátt. En hitt er á stæðulaust af Tímanum að láta sem slík samvinna hefði verið alveg óhugsandi. Það er þó ann að kjörtímabilið í röð, sem Framsókn sængar með íhald- inu í ríkisstjórn, og gat því vel hugsazt að hugir þessara flokka hneigðust einnig saman í bæj- armálum Reykjavíkur. Útbreiðið Alþýðuhlaðið ALÞYÐUBLAÐIÐ hefur áð- ur skýrt frá því, áð Sigurjón Jónsson hafi skrifað skáldsögu um Gauk Trandilsson, en hug- ur margra rithöfundar okkar mun hafa staðið til þess við- fangsefnis, þó að ekki hafi orð ið úr framkvæmdum hingað til. Þessi skáldsaga Sigurjóns mun koma út eftir nokkra daga, en höfundur hennar er löngu þjóðkunnur fyrir rit- störf sín og jók hroður sinn-að miklum mun með tveggja binda skáldsögu sinni um Yngvildi fögurkinþ. Hiún hlatut ágæta dóma og vakti. mikla athygli. Er því ástæða til að ætJa,. að.. marga fýsi að kynnast þessari nýju skáldsögu Sigurjóns Jóns sonar. Sigurjón ’hefur góðfúslega orðið við þeim tilmælum Al- þýðublaðsins að svara nokkr- umi spurningum, sem það lagði' fyrir hann um skáidsögu hans! og tiléfni 'hennar. Fer samtal þetta hér á eftir: — Hvert er efni sögunnar? „Efnið er fornsögulegt. Og á sagan að hafa getað gerzt fyrir ■ þúsund árum hér á landi. Hún er um strit og stríð mann-1 anna, gaman. og alvara, hatur og ást“. — Hvaða heimildir eru til um Gauk Trandilsson? „í landnámabókunum er sagt, að Gaúkur í Stöng hafi verið sonur Þorkels trandils, er var sonur Handnámsmannsins í Þjórsárdal, Þorbjörns laxa- karls. Aðrar upplýsingar um Gauk eru ekki í Landnámu. Oddur Arngeirsson í Hraun- _ höfn og Þuríður systir hans J eru nefnd í 20. kafla þriðja hluta Landnámu. En þau koma . bæði við sögu. í Njálu er Gauks getið á tveimur stöðum, fyrst í 26. kafla þannig: „Gaukur Tran- dilsson var fóstbróðir Ásgríms, er fræknastur maður hefur ver ið ok bezt að sér gjörr. Þar varð illa með þeim Ásgrími, því að Ásgrímur varð banamað ur Gauks“. Er auðfundið, að höfundur Njálu mælir hér af mikilli hlífisemi við Ásgrím og dregur fjöður yfir ámælisverð an atburð. Þykir mér sennilegt, að hann geri það vegna niðja Ásgríms eða vegna biskupanna f Skálholti af Mosfellingakyni. í 139. 1' "n Njáln. er Gauks aftur getið, þegar Skafti Þór- oddsson minnir Ásgrím á, að hann hafi drepið Gauk fóst- bróður sinn. Finnst mér hið reiðilega svar Ásgríms þá lýsa minnimáttarkennd og óverj- andi málstað. í íslendingadrápu Hauks Valdísarsonar er einn vísu- helmingur um Gauk á þá leið, að hann hafi verið gunnreif hetja. Annað er það ekki. Og eru nú taldar allar heimildir um Gauk, sem fornritin geyma. Um 1860 fundust rúnaristur klappaðar í stein á Hrossey í Orkneyjum. Segist rúnameist- arinn hafa rist þessar rúnir „með þeirri öxi, er átti Gauk- ur Trandilsson fyrir sunnan land“. Aðrar upplýsingar er þar ekki að hafa. Og gefur það auga enga leið. Sigurjón Jónsson. Vísa ein, sennilega viðlag úr dansi frá fimmtándu öld, hefur geymzt. Þá vísu hafa all ir heyrt: „Önnur var öldin, er Gaukur bjó í Stöng; þá var ei til Steinastaða leiðin löng“. Litlar upplýsingar gefur þetta. En það vekur manni trega, hve mikið hefur týnzt. Nú segja fræðimenn, að fullsannað sé, að skráð saga hafi verið til af Gauki Trandilssyni, eða Þjórs árdælasaga. En hún hefur al- gerlega glatazt éins og fleira á langri Ieið. Um Gauk Trandilsson og eyðingu Þjórsárdals hafa ýms- ir, lei'kir og lærðir, skrifað fjölda ritgerða á síð’ari tímum í bækur og tímarit. Ég hef elt þetta uppi og lesið það allt. Mest er það stagl og getgátur um þessar fáskrúðugu heimild ir. Á einum staö eru flestar þessar ritgeroir í hókinni „Forntida Gaardar i Island“, sem kom út á vegum Ejnars Munksgaards í Kaupmanna- höfn 1943. Góð bók. Þá eru margar ritgerðir :im þetta efni i Árbók fornleifaféíagsins. Þor valdur Thoroddsen minnist á Þjórsárdal á nokkrum stöðum í sínum stóru bókum. Sigurður Skúlason hefur skrifað langa ritgerð um Gauk og Þjórsárdal í Tímarit Þióðræknisfélagsins 1925, Jón Ófeigsson í Árbók ferðafélagsins 1928, Guðni Jónsson í Skírni 1931, Ólafur Lárus.-on í „Byggð og sögu.“ og Magnús Helgason í „Kvöldræð um“. Og hefur þetta mörgum verið hugleikið efni-. Ég hef haft mjög gaman af að lesa þessar ritgerðir og ef til vill nokkurt gagn. En heimildir fyrir minni sögu get ég ekki talið þær“. — Er sagan sannscguleg? ,Já, að því er snertir nöfn aðalpersónanna, staði og tíma. Ég ætlast til, að sagan sé sann söguleg í aðalatriðum um þjóð hætti, hugsunarhátt, trúar- brögð og hjátrú fólksins í land inu á þessum tíma. Skáldsögu verður að kalla hana, þótt eigi verði hún sögð sagnfræðileg. Efnismeðferð og ályktanir sög unnar eru aðeins gerðar eftir mínum geðþótta og nauðsyn sögunnar sjálfrar“. — Hefur sagan verið iengi í smíðum? „Efni þessarar sögu hefur lengi verið mér hugstætt. Og nú í heilt ár hef ég ekki hugs- að um annað en þessa sögu, lesið allt, sem skrifað hefur verið um efnið, farið tvær ferðir í Þjórsárdal, skrifað og fleygt og skrifað afiur. Ég var ár með hana“. -—- Og hefur þú svo eitthvað nýtt á prjónunum? „Margt býr í huganum. Og nóg eru verkefnin. En hvort meira verður gefið út af þessu tæi, fer nokltuð eftir því, hvern ig þessari sögu verður tekið, því að „allt verður að bera Sig“. Aðalf undur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn í Kaupþingssaln- um í Reykjavík föstudaginn 11. desember 1953 og hefst hann klukkan 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða afhentir í skrifstofu félagsi'ns, Lækjargötu 4, dagana 9. og 10. desember. STJÓRNIN. AlþýSubEaðið vantar unglinga til að bera blaðið til kaupenda í þessum hverfum: Digranesháls Talíð við afgreiðsluna. - Sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.