Alþýðublaðið - 25.11.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.11.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLA01&& i «4J A Miðvibuðagéi* ;-25. ‘®fáv.-SÍ1 S5fc cf» Útgefandi: Alþýðuflokkurimn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hanrúbal Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmunásson. Fréttast.ióri: Si-gvaldi Hjálmarsson. Blaðamenm: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. 1 lausasölu: 1,00. Ivar Oraland: Baráfía fyrir réfflátu fiskverði SJÓMANNARÁÐSTEFNA A^þýðusambands íslands ein- beindi kröftum sínum aðal- lega að jeinu stórmáli: Fisk- verðinu til sjómannanna. Það er skoðun. flestra, að fisk Verð það. sem reiknað er með f uppgjöri við hlutarsjómenn, sé of lágt, hvort sem m.iðað er við fiskverð, er sjómenn fá, t. d. £ Noregi, eða við verðið, sem Landssamband íslenzkra útvegsmanna semur um við ríkisstjórnina fyrir hver ára- mót fyrir hönd útvegsmanna, Hiraðfrystihúsa og annarra fisk iðjuvera sem fiskkaupenda. Þykir sjómönnum það að vanum mesta óhæfa og rangs- leitni, áð þeir eða fulltrúar frá sanrtökum þeirra skuli ekki eiga aðild að samningum við ríkisvaldið um fiskverð, þegar sezí er ;>o samningum um það við' aðra aðila. Var það því einróma krafa sjómannaráðstefnunnar, að sjó menn og samtök þeirra yrðu viðurkenr.dir aðiiar ásamt út- vegsmöimum v?ð næstu samn ingagjörð um fiskverðið. Er þetta í alla staði hin sjálfsagð asta krafa, þar sem ráðningar- kjör eru algengust þau, að á- höfn skips eigi vissan hundr aðshluta aflans á móíi útgcrð- ínni, og eru kjör maima því að verulegu lejti undir ]jví kom- in, hvaða verði aflinn er seld- ur. Ráðstefnan var þeirrav skoð imar, að sanngjarnt væri ,að fava fram á einnar krónu og þrjátíu aura ver’ð á kg, af þorski til sjómanna, miðað við slægð an fisk með haus. En vevð ann arra fisktegunda hækki til sam ræmis við markaðsverð hverr- ar íegundar. Það ev auðséð. a« sjómanna saintökin ætla ekki lengtir að Iáta( hola scr frá áhrifum á fLskverðið. Skora'ðá ráðstefnan á öll stéttarfélög bátasjómanna að taka nú höndum saman til har áttu fyrir hækkuðu fiskverði. Er slík órjúfandi samstaða sió mannastéttarínnar um allt land frumskilyrði þess, að báta sjómenn fái Ieiðréttingu á því ranglæti, sem þeir hafa verið beittir með óhæfilega lágu fisk vorði á undanfömum árum. Er til þess vitnað í ályktuninni, að eðlileg óánægia hátasjó- manna með núgildandi fisk- verð sé jafn mikil um allt land. Ákveðið var a'ð leíta einníg samstöðu þeirra annarra stétt- arfélaga hátasjómanna, t. d. vélstjóra, skipstjóra og stýri-i manna, sem sameiginlegra hags muna eigi að gæta í þessu máli með hásetunum. Það sýnir einnig, að nú er ætlunin að taka þetta þýðing- armikla mál föstum tökum, og á breiðuni grundvelli, að nefnd sú, sem fara á með samningana um hækkað fiskvewi á að vera skipuð fulltrúum frá Alþýðu- sambandi fslands og Alþýðu- samböndum Vestfjarða, Norð- urlands og Austurlands, og þar að auki fulltrúum frá Vest- mannaeyjum, frá félögunum á Suðurnesjum, Akranesi og frá Reykjavík og Hafnarfirði. Er þarna einmitt mjög svip að af stað farið og með samn- ingana og verkfallið í fyrra- liaust. Má og fyllilega húast við, að gangur málsins verði í aðalat- ri'ðum sá sami og þá. Kröfun- um um hækkað fiskverði verði að beina til útgerðannanna, en þeir telji sig verða að njóta aðstoðar ríkisvaldsins til að geta fullnægt kröfunum. — Verður því ekki trúað að ó- reyndu, að ríkisstjórnin telji! sér það óviðkomandi mál, hváða fiskverð sjómenn fái. Svo mikið á ríkishúskapur- inn undir því, að sjómenn fá- ist á fiskiflotann, og hægt sé að auka framleiðslu sjávaraf- urða. Og svo þýðngarmikið at- riði er það fyrir alla efnahags afkomu þjóðarinar, að hægt sé að fullnýta öll framleiðslutæki sjávarútvegsins, bæði skip og verksmiðjur. Það er einn af mörgum ókost um bátagjaldeyrisskipulags- ins, a'ð ekki liggur Ijóst fyrir, hvaða verð sjómenn og útgerð- armenn eigi að fá fyrir fiskinn. þess vegna verður að fá úr því skorið með íiiiPligöngu rflíis-1 valdsins, sem hefur skapað betta vandræðakerfi, og hefur alla, Jeyniþræði þess ]t hendil sér. Alþýðublaðið vonar, að sjó-1 mannasamtökunum takist að trygrja siómönnum réttmætt fjsk'er'ðl, óg iþað er v4=t, aði heiflaóskir mikils meiríhluta bjóðarinnar fylgja þeirn í þeirri haráttu fyrir auknu réttlæti, sem nú er að hefjast. fslenzkir sjómenn eiga fullan rétt á því að vera meðal tekjuhæstu stétta þjóðarinnar. ÁlþýSubliðið vantar unglinga til að bera blaðið ’til kaupenda í þessum hverfum: Smáíbúðahverfi. Talið við afgreiðsluna. - Sími 4900. ÞEIR, sem fylgrít haia með viðfangsefnavali leikhúsa á Norðurlöndum að undanförnu, munu vart hafa komizt hjá því að veita athygli hmu víðtæka og sivaxandi landnámi yngri bandarískra leikrifahöfunda í norrænum leiklistarbeimi. Auk sjónleikja Eugen O’Neill’s má nefna gamanleikinn „Har,/ey“, eftir skáldkonuna Mary Ohase, „Sölumaður deyr“, eftir Art- hur Miller, og „Surnri hallar“, eftir Tennessee Wiiiiams, sem dæmi þessu til sönnunar. Og það, sem mest er um vert í þessu sambandi, — þessir sjón- leikir eru góð leiksviðsverk og niikilsverð, og ekki aðeins til, dægrastyttingar. Þau hafa okk ur boðskap að flytja. HLUTVERK LEIKHÚSANNA Leikhúsin hafa þýðingar- miklu menningarhlutverki að gegna á okkar dögum, þýðing- armeira en nokkru sinni fyrr. Það mannlega í okkur mönnun um á í vök að verjast þeirri yf~ irvofandi hættu, að verða sí- fellt vélrænna og rótlausara. Þegar leikhúsin velja sér að viðfangsefni verk úrvals leik- ritahöfunda samtíðarinnar, géfst leikhúsgestum tækifæri til að sjá og heyra vandamál mannlífsins krufin til mergjar í hinu bjarta skini leiiksviðs- Ijósanna, vandamál, sem við ÖIl eigum að meira eða minna leyti við að stríða, en okkur brestur ef til vill kjark til aðl taka til alvarlegrar íhugunar. „Á leiksviðinu blasa við okkur þær staðreyndir mannlífsins, sem við þorum ekki að horfast í augu við, af ótta við að til okkar sé talað,“ segir aldur- hnigna leikkonan í leikritinu i „Drottningin gengur aftur“, eftir danska rithöfundinn Kjeld Abel. Óttinn við sam- sektina á í okkur sterk ítök. I Þess vegna getur það orðið okk ur mikilsvert, að við sjáum okk! ur sjálf í spegli leiksins, og öðl J umst þannig nánari þekkingu á j sjálfum ökkur. Hafi leiksýning in eitthvað jákvætt að veita. -— leiði hún okkur til dýpra mats og aukins skilnings, bæði hvað raann sjálfan snertir og afstöðu okkar til samferðafólksins, þá er leiksviðið vaxið því hlut- ver.ki, sem því er ætlað að gegna okkar á meðal. Sjónleifk- urinn „Sölumaður deyr“ er eitt slíkra leiksviðsverka, þar sem atriði úr mannlífinu eru sýnd og túlkuð á þann hátt, að það hlýtur að hafa djúplæg áhrif. En þar sem reykvískum leik- hússgestum er sjónleikur þessi kunnur og enn í fersku minni, þar eð hann var sýndur í þjóð- leikhúsinu ekki alls fyrir Iöngu, verður hans ekki nánar getið hér. Hins vegar verður rætt nokkuð um gamanleikinn ,,Harvej7“, sem þjóðleikhúsið frumsýnir í þessari viku. FRÆGÐARFERILL „HARVEYS“ Skáldkonan Mary Chase hef ur samið aðeins tvo sjónleiki. Hún var komin á sextugsaldur þegar hún samdi þann fyrri, en vann síðan ótvíræðan sigur sem leikritahöfundur með ,,Harvey“ sjö árum seinna. Þessi sjónleikur var fyr.st frum sýndur í New York, skömmu eftir lok síðari heimsstyrjald- ar, og hefur síðan verið sýndur þar viðstöðulaust í mörg Ah:ii i 3ro idway-leik húsinu. þar sem hann liefur verið sýndur, hefur sjö sinnum orðið að skipta um ieikara í að- aihlutverkinu á þessu tímabili sökum ofþrevtu þairra, er til þess völdust. Á Norðurlöndum hefur þessi sjónleikur hlotið mikia að?ókn os góoa dóma, en hann var fyr.st svndur í Kaup- mannahöfn, — þar lék Max Hansen aðalhlutverkið, en síð- an var han.n róð'.n.n til að leika það hlutverk. er sjónleikurinn var sýndur í Stokkhólmi. í Nor egi var Per Aabel falið hlut- verk Dawds. en hann er einn frægasti gamanleikari þar í landi og þekktur sem skap- gerðarleikari. — Samkvæmt skýrslum og óvefengjanleg- Mary Chase. um tölum má sjá, að „Har- vey“ er einn af þeim sjónleikj- um, sem oftast hafa verið leikn ir og á flestum stöðum í veröld- inni á síðastliðnum árum, svo að sízt er of mikið sagt, þótt talið sé. að hann baíi hlotið heim.sviðurkenningu. Þá hefur sjónleikurinn og hlotið hin mik ilsmetnu P.ullitzerverðlaun, ELWOOD P. DOWD OG HARVEY Sjónleikurinn ,.Harvey“ ger- ist á okkar dögum, og nær yfir mjög takmarkað tímabil, — hefst síðdegis og lýkur á mið- nætti sama sólarhrings. Þær Myrtle Mae Simmons og móðir hennar, Veta Louise Simmon.s, sem teljast til „betra íölksins“ og hafa mikla ánægju af að taka þátt í samkvæmislífinu, búa í sama húsi og frændi beirra, Elv;ood P. Dowd. Hiii furðulega lífslygi hans, ímynd- un, eða ef til vill er hægt að kalla það atriði-bundna geðbil- un, — veldur því. að þessar kon ur, og bó sér í lagi- móðirin, eru að örvæntingu komnar. El- væod P. Dov7d, sem að öðru leyti verður ekki á neinn hátt talinn andlega vanheill, á að sinni eigin sögn hvíta kanínu að vini og förunaut, og er hún rlsavaxin, eða sex fet og nokkr ír þumlugnar að hæð. Það er þessi furðulegi lífsíörunautur, sem herra Dowd nefnir Har- vey. GANGUR LEIKSINS Konurnar verða að láta sér lynda, oð borið sé á borð fyrír Harvey, — sem a5 sjálfsögðu er jurtaæta, — eins og sjálfar þær við allar máltíðir. Kunn- ingjar ungfrú Simrnons eru sí- fellt að spyrja hann um Har- vey. Og þegar móðir hennar hefur boð inni, — en sjónleik- urinn hefst einmitt á einu slíku boði, — kemur Elwood P. Dowd í samkvæmið öllum að óvörum, ásamt vini sínum, og, veldur uppþoti og hneyksli, þegar hann fer að kynna Har- vey hverjum gesti fyrir sig. Dowd ræðir öll hugsanleg mál- efni við Harvey, spyr hann ráða, býður hanum með sér í veitingahús nokkurt, „Char- lie“, þar sem- hann er tíð- ur gestur, og unir lífinu að öllu leyti prýðilega með förunaut sínum. — Dowd er sjálfur hverjum manni ástúð- . legri og prúðari. Hann á ekk- | ert illt til. En þetta samband , hans og Harveys verður kon- unum slík taugaraun, að frú Simmons tekur þá ákvörðun að sjá svo um, að Dowd verði feng in vist í geðveikrahæli. Hún fer þangað í þeim erindagerð- um, æst»í sfeapi, hittir þar fyr- ir ungan geðlækni, Sanderson að nafni, og reynir að koma honum í skilning um allar að- stæður. Hún segir honum sög- una um Harvey, þennan kunn- ingja frænda hennar, sem alltaf og a-lls staðar sé í íylgd með honum, — og heldnr því meíra að segja fram, að hún hafi sjálf séð þessa risakanínu einu p.in>ni inn i í eldhúsinu. Sanderson j kemst á bá skoðun, að frúin sé i sjá.lf geðbiluð, og býður, að ! (Frh. á 7. síðu.) Píanótónleikar Willy Piel ÞÝZKI píanóleikarinn Willy Piel hélt tónleika s.i. fimmtu- dag og föstudag í Austurbæjar bíói fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins. Á efnisskránni voru sónata í C-dúr op. 2 nr. 3 eftir L. von Beethoven, „Úr heimi barn- anna“ (,,Kinderzenen“) eftir Robert Schumann og Sónata í B-dúr op. posth. eítir Franz Sehubert. Willy Piel sýndi sig í við- fangsefnum isínum sem dug- andi og geðþekkan listamann, án þess að verulegra tilþrifa eða persónleika gætti í með- ferð þeirra. Verður honum sízt brugðið um of mikla tilfinn- ingasemi, en þó máske um held ur rnikla hörku í leiksínum. Þó var margt í meðferð hans á són ötu Beethovens, sem bar vott um mikla næmni og fyndni, eins og t. d. í hinu snjalla scherzo hennar. — Lagaflokkur Schumanns, ,,Úr heimi barn- barnanna’1 (alls 13 lög) hefði mátt vera rómantískari og meira „tiltalandi“ í meðferð- inni, til þess að þessi vinsælu snilldarlög nytu sín til fulls. Veigam'esti liður tónleikanna var B-dúr sónata Schuberts, sem telst til eftirlátinna tón- verka hans. Gerði listamaður,- inn henni allglæsileg skil. Gætti víða mikils innsæis og tilþrifa í meðferð þessa fremur sjaldheyrða píanóverks Schu- berts. Listamanninum var ákaft fagnað og varð hann að leika nokkur aukalög. Þórarinn Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.