Tíminn - 13.09.1964, Blaðsíða 6
•XvX'X'X'X'XV".'.'.'.'.'.• - • •.-X'X*X,.v.v*X,X,X*X*X!lv.*.x*X*>X*X*Xx,X‘X*XiiliÚiiÍ!*4ÍfcfcÉÍÉi'X*X*X'X^^ÉX*IýX:'^XAiiilÍÉlX**,*AvX*aíiiiÉÍltX,.ixXj*diilX'XvX*X*Xx.XvX,XvX*X\xXx.x*X-XvXvXvX'X'''*'
OG SKRAFAO
SKRAFAÐJ
Göfug kona
Þjóðinni barst óvænt mikil
harmafregn síðastl. föstudags-
morgun, er blöðin skýrðu frá
því, að forsetafrú íslands, Dóra
Þórhallsdóttir, væri látin. Hér
var ekki aðeins um að ræða tign
ustu konu landsins, heldur eina
merkustu og mikilhæfustu
konu, sem landið hefur átt, —
konu, sem hefur notið virðingar
og vinsældar enn meira sakir
kosta sinna og hæfileika en
hinnar tignu stöðu. Minning
hennar mun því lengi lifa hjá
þjóðinni og hún mun koma
mörgum í hug, þegar góðrar
konu er getið.
Forsetinn og aðrir ástvinir
hinnar látnu forsetafrúar mega
vera þess full vissir, að öll
þjóðin vottar þeim innilegustu
’ samúð. Það má vera þeim nokk
ur styrkur, en bezti styrkurinn
verða þó hinar fögru minning
ar um góða og göfuga konu.
Frá Sochi ti!
Hveragerðis
Sá, sem þeta ritar, hefur ný-
lega heimsótt tvo staði, sem
báðir eju honum eftirminni-
legir á vissan hátt.
Annar staðurinn er Sochi,
8«n er baðstaða- og hvíldar-
borg, sem Rússar eru að reisa
soður við Svartahaf. Rússar
vinna nú kappsamlega að því að
koma þar upp hvíldar- og hress
sf ingarheimilum, ásamt gistihús-
£ um fyrir ferðamenn, og ætla
bersýnilega að sýna, að þeir
standi ekki neinum að baki á
þessu sviði. Rússar vilja því
gjarnan láta erlenda ferðalanga
koma til Sochi, enda tapa þeir
ekki á því að sýna það, sem
þar er verið að gera.
Hinn staðurinn er Hvera-
gerði, eða nánar tiltekið elli-
og hvíldarheimili, sem er rekið
þar af Elli- og hvíldarheimilinu
Grund í Reykjavík. Þetta elli-
og hvíldarheimili er rekið af
svo miklum myndarbrag og
snyrtimennsku, að íslendingar
geta sýnt það með engu minna
stolti en Rússar hressingarhæli
sín við Svartahaf, þótt þau
séu stærri 1 sniðum. Og svo
talar það einnig sínu máli um
einkaframtakið, því að opin-
berir aðilar hafa hér hvergi
nærri komið. Elli- og hvíldar-
heimilið Grund er sjálfseign-
arstofnun.
Það er fróðlegt og ánægju-
legt að sjá það, sem útlending-
ar gera vel. Þó er langtum
ánægjulegra að sjá það, sem
íslendingar gera vel eða betur.
Gísli Sigíirbjörnsson
Það dró ekki heldur úr áhrif-
um heimsóknarinnar í Hvera-
gerði, að haf? Gísla Sigurbjörns-
son fyrir eins konar leiðsögu-
mann. Gísli er einn hinna
óvenjulegu manna, sem sam-
eina frjótt ímyndunarafl og
mikla framtaksemi ásamt frá
bærri snytrimennsku. Það hefir
Hvanngil á Rangárvallaafréti,
verið miklu meira en verk fyr
ir atorkumann að gera Grund
að slíku myndarheimili og það
er hér í bæ og autanfjalls. En
það hefur ekki nægt Gísla.
Hann hefur verið með járn í
eldinum á fjöldamörgum öðr-
um sviðum og fyrst og
fremst hefur hann þó haft
áhuga fyrir því að brjóta nýj-
um hugmyndum braut og leita
nýrra ráða. Undirtektir þær,
sem hann hefur fengið á hærri
stöðum, hafa oft verið mis-
jafnar, svo að ekki sé meira
sagt, en Gisli hefur ekki lagt
árar í bát fyrir það. Mörgu hef
ur hann komið fram eða orðið
til þess með frumkvæði sínu,
að aðrir gerðu það. Og enn hef
ur hann mörg járn í eldinum.
Hann hefur nýlega fengið er-
lenda vísindamenn til að athuga
það, hvort ekki sé hægt að
breyta lýsi í duft, og virðist
það ætla að bera jákvæðan
árangur og getur haft mikla
þýðingu. Hann lætur elliheim-
ilið reka stóra gróðrarstöð 1
Hveragerði til þess að framleiða
grænmeti og blóm fyrir það,
en gamla fólkið hefur mikla
ánægju af blómum. En þetta
er jafnframt hin merkilegasta
tilraunastöð, þar sem fengizt er
við ræktun hinna margvísleg-
ustu erlendu nytjajurta og teg-
unda. Það, sem hér er nefnt,
er þó ekki nema nokkuð af
því, sem Gísli er að vinna að
og leyfilegt er að segja frá, eins
og stendur. En kannske fæst
leyfti til að segja frá öðru síð-
ar.
Förum við á sveitina?
Þótt Gísli Sigurbjörnsson
hafi áhuga fyrir mörgu, er efl-
ing landbúnaðarins honum
sennilega efst í huga eins og
oft áður. Landbúnaðurinn er
undirstöðuatvinnuvegur þjóð-
arinnar. segir hann. í enn víð-
tækari merkingu en sjávarút-
vegurinn. Enginn þjóð getur
haldið tilveru sinni án bænda-
stéttar. Ekkert viðfangsefni er
nú þýðingarmeira en að tryggja
hlut sveitanna. Spurningin í
dag er nú raunverulega þessi:
Björgum við sveitunum eða
förum við á sveitina? Það er
hvorki meira né minna, sem
um er að tefla. Án blómlegs
landbúnaðar lifir þjóðin hvorki
góðu efnahagslifi eða menning-
arlífi í landinu. Það er þetta,
sem allir þurfa að skilja.
I
En hvernig er hægt að bjarga
landbúnaðinum? Réttlátt verð-
lag og eðlilegur stuðningur við
landbúnaðinn eru sjálfsagðir
hlutir. En meira þarf að koma
til, ef tryggja skal framtíð
hans. Þar eru það vísindin og
aftur vísindin, sem verða að
koma til sögunnar. Það þarf
að stórauka vinnuhagræðing-
una og það er oft hægt með
furðu litlum tilkostnaði. En
verkefni vísindanna er miklu
margþættara. Það þarf að
bæta bústofninn, bæta grasið.
jafnvel finna upp alveg nýtt
gras. Það verður að læra á
jarðveginn og fæða hann á rétt
an hátt. Vísindin eiga að geta
gert landbúnaðinn að nýjum
atvinnuvegi, arðvænlegum og
glæsilegum atvinnuvegi, því að
skilyrðin vantar ekki, ef þau
eru réttilega nýtt.
Þessi boðskapur Gísla er að
sjálfsögðu ekki ný lexía, en
hins vegar skortir mjög á, að
hún sé nógu Ijós almennt. Og
vissulega má ekki gera lítið úr
því, sem rætunarmenn okkar
og búvísindamenn hafa áorkað,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður. En
nýr tími krefst alveg nýrra við
horfa og nýrra átaka í þessum
efnum. Þeir, sem vanrækja að
taka vísindin nógu fljótt i þjón-
ustu sína, eru dæmdir til að
dragast aftur úr.
Hvað fá bændur?
Það þarf vissulega að hefja
hið stórfeldasta átak til að
beizla vísindin meira í þágu
landbúnaðarins, og vitanlega
einnig annarra atvinnuvega á
fslandi. En vísindin geta þurft
sinn tíma til að ná árangri. Og
því aðeins koma þau að gagni
fyrir landbúnaðinn, að einhverj
ir bændur verði eftir til að not-
færa sér árangur þeirra, þegar
þar að kemur. Því er ekki að
neita, að nú horfir ískyggiléga
í þessum efnum. Hagskýrslur
sýna, að bændur hafa borið
minna .úr býtum seinustu árin
én aðrár sféttir, þótt lög áskilji
jafnræði. Fæst þetta leið-
rétt við verðlagningu land-
búnaðarvaranna nú? Hvað fá
bændur í sinn hlut af vaxandi
þjóðartekjum? Hvernig verður
þeim skammtað? Á þessu getur
það oltið, hvort margir bænd-
ur halda áfram eða gefast upp!
Þeir menn stunda vissulega illt
verk og óþjóðholt, sem reyna
að vekja andúð meðal kaup-
staðabúa í garð bænda og
kenna afurðaverðinu fyrst og
fremst um, hvernig komið er
í dýrtíðarmálum. Þar er ver
ið að vinna að því, að afleiðing
ar rangrar stjórnarstefnu bitni
á einni stétt.
Sænskur jafnvægis-
• r 9C
sjoour
Undanfarin misseri hefur
setið að störfum í Svíþjóð sér-
stök nefnd, sém falið var að
gera tillögur um ráðstafanir til
að treysta jafnvægi í byggð
landsins. Þessi nefnd hefur
skilað áliti fyrir nokkru og ger
ir þar ráð fyrir margháttaðri
aðstoð til stuðnings þeim héruð-
um. sem fólk hefur fluzt mest
úr undanfarin ár. Ríkisstjórnin
hefur nú tilkynnt. að hún muni
í framhaldi af þessu flvtja frum
varp á næsta þingi, þar sem
lagt verði til að verja 800 milli-
ónum sænskra króna næstu
fimm árin til eflinear atvinnu-
rekstri í þeim héruðum. sem
ENN 00 MALEFNI
hafa búið og búa við mestan
fólksflótta. Ætlunin er að veita
árlega á þessu tímabili 60 millj.
sænskra kr., er verði beint
framlag til nýrra fyrirtækja, er
stofnuð verða í þessum héruð
um, en 100 millj. sænkra kr.
verði lánaðar fyrirtækjum með
hagstæðum kjörum. Árlega
verða því 160 millj. kr. til
umráða í þessu skyni. Þá verða
fleiri ráðstafanir gerðar til
stuðnings þeim héruðum, er
höllustum fæti standa.
Þetta fordæmi Svía mættti
vissulega verða til þess, að
frumvarp Framsóknarmanna
um jafnvægissjóð næði loks
samþykki á næsta þingi.
Þrjár síefnur
í þessum mánuði fara fram
þingkosningar í Svíþjóð og
Danmörku. í næsta mánuði
verða þingkosingar í Bretlandi.
í byrjun nóvember verða for-
setakosningar í Bandaríkjunum.
Það er einkennandi, að 1 öll
um þessum löndum er kosið
milli tveggja höfuð stefna,
íhaldsstefnu, sem Goldwater og
hinir íhaldssömu flokkar beita
sér fyrir, og mnbótastefnu, sem
demókratar í Bandaríkjunum
og jafnaðarmenn á Norðurlönd
um og í Bretlandi beita sér
fyrir.
Þetta sýnir, að höfuðstefnur
í stjórnmálum heimsins eru
nú þrjár eða kommúnisminn,
íhaldsstefnan og umbótastefn-
an.
Af hálfu kommúnista og
íhaldsmanna er reynt að gera
sem minnst úr hlutverki um-
bótastefnunnar. Fylgismenn
hennar séu reikulir í stefnu
og beri kápuna á báðum öxlum.
Reynslan sýnir þó, að þjóðun-
um hefur vegnað bezt, þar sem
stjórnað hefur verið undir
merkjum hennar.
Hvað tefur i skatta-
málunum?
Septembermánuður er nú
bráðum hálfnaður, en samt ból
ar ekki neitt á aðgerðum til
að lina skattheimtu fyrir
næstu mánaðamót. Ef engar
breytingar verða gerðar fyrir
þann tíma, gerizt það enn einu
sinni, að fjölmargir launþegar
fá nær ekkert útborgað, því
að skattheimtan tekur mest af
launum þeirra. Margir þeirra
eru þegar komnir 1 fyllstu vand
ræði vegna skattheimtunnar og
hafa treyst á, að eitthvað rætt
ist úr um næstu mánaðamót.
Fái þeir enga úrbót þá, verða
fjárhagserfiðleikar þeirra lítt
eða ekki viðráðanlegir, því
lánsmöguleikar verða þá þrotn
ir hjá mörgum.
Fyrir ríkisstjórnina er auð-
velt að leysa þennan vanda, ef
vilji er fyrir hendi. Hún getur
hæglega frestað innheimtu
tekjuskattsins. Hún getur veitt
sveitarfélögunum vaxtalaus lán
svo að þeim verði fært að
draga úr innheimtunni. Ríkið
á geymt fé í Seðlabankanum,
sem vel má nota á þennan hátt.
Hér veldur því eklri getu-
leysi dræítinum, heldur vilja-
skortur.
T f M I N (I, sunnudaginn 13. september 1964
6-