Alþýðublaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐEÐ Fimmiuclagur 3. cTes. 1953. Útgefandi: Alþýðuflokkurimn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HaEiJ.bcI ¥aidimarssð»i Meðritstjóri: Helgi Sæmúnösson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðameim: Loft.ur Guð- mundssoa og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. f lausasölu: 1,00. Of lengi er skraffanum skemmí ÞJOÐVIIJINN spyr í gær í forusugrein: „Á lengur að iskemmta skrattanum?“ ÖHu ©ðlilegra hefði verið, að Jieir 'Þjdðviljamenn befðu spnrt: Eigum við lengur að skemmta skrattanum? Þáð hefur nefnOega verið viðurkenní upp á síðkastið af Sósíalistaflokknum, meðal ann- sars í hinu ódagsetta bréfi hans frá í surnar til Aljjýðuflokks- ins, að sundrung verkalýðsins í *narga flokka sé skaðleg — á fiana þurfi að BINDA ENDI, því ,.að' hiin sé aðeins vatn á mylhi auðmannastétiarinnar. , Og hvenær fór þeíta vatn að snúa mylíu auðstéttanna? Þeg- ar kommúnisíar kíufu sig út úr Alþýðuflokkwum. Það var svo vfðbótarvirkjun sundrungar- aflanna, þcgar Héðinsklofning- urinn varð 1938 og þriðja virkj pniii átti sér stað, þegar Þjóð- vamarflokkurinn var stofnað- pr. Nú kalíar Þjóðviljinn þenn- an sundrungarferil réttilega að ejkemmía skrattanum og spyr: »,A Iengur að skemmta skratt- anum?“ Svarið liggur belnt við: Þeir, sem hafa verið að veita vatni á mylluhjól auðstéttanna, eða orðað á annan háíí, verið áð skemmta skrattamnn allt síðan um 1930, ættu að hætta þeirri iðiti. Þeir eru búnir áð gera það allt of Iengi. Sundrungarsporin eiga þeir að stíga til baka. þá ’hættir vatnið að renna á myllu Itiól auðstéttanna. — Menn eiga ekki lengur að skemmta skratíanum. Það er’ víst, að alþýðan á fs- landi getur ekki sameinazt undir merki kommúnismans. Hin nauðsynlega sameining verður að eiga sér sta'ð undir merki lýðræðisjafnaðarstefn- unnar. Það spor þurfa því allir lýðræðissinnar, setn fylgt hafa $ósíalistafIokknum, að stíga. Og þegar þeir hafa gert hað, skemmta þeir EKKÍ LENGUR skrattanum. Albýðufíokktmrm er ekki haldinn hatrj til neinna einstak Iin<ra eða bjóða, hvað sem á milli hefur borið, og hann tek- ítr því fordómalaust í höndina á hverjum þeim, sem taka vill lá Ivðræðis- og þtngræðisgrund veHi þátt í starfi hans og bar- áttii fyrir íslenzka alþýðu. Þau vinnuhrög’ð v*kja hins vegar mikla furðu, að Þióðvilj- irm skuli nú vera byrjaður á þeirri iðju að reyna að telja fólkinu trú um, að góðír menn í röðum Alþýðuflokksins séu sáróánægðir með svar flokks- stjórnarinnar. Það sé bara „for ustuklíkan“ í Alþýðuflokknum, sem hafi ráðið svarinu. Meðal þeirra óánægðu, sem Þjóðviljintt segir, að nú hafi látið til sín heyra í þessu máli, nefnir hann Braga Sigurjóns- son ritstjóra á Akureyri. Óheppilegra gat dæmið nú naumast verið, því að Bragi var einmitt einn þeirra manna, sem sátu flokksstjórnarfundinn og unnu að því að ganga frá svarinu. Og var hatm því sam- þýkkur í einu og öllu. Ráðvendni Þjóðviljans er nú ekki meiri en það, að blaðið birtir kafla úr grein í Alþýðu- manninwm, sem er skrifuð sem svar TIL MORGLNBLAÐS- INS út af æsiskrifum þess UM KOSNIN G AB AND ALÖG. — Greinin fjallar því alls ekkt um samstarfstilboð kommúnista né er á nokkurn hátt svar við til- boði þeirra, þó að það sé látfði verði vaka. Hin tilvitnuðu ummæli „Al- þýðumannsins“ eru á þessa leið: „Það er á allra vitorði, að þrátt fyrir allt fara andstæð urnar harðnandt í landi voru. Frjálslynclír menn í öll um flokkum ertt óðum að sjá það betur, að þeir gera ekki annað en skemvnta skrattan- um með sundurþykfcju sinni Og Ieiða tneð því höfuðóvin frelsis og lýðræðis á Islandi, þá klíku stóreignamanna og heildsala í Reykjavík, sem ræður Sjálfstæðisflokknum, til hinna æðstu valda. Þeim er Ijóst, að fyrr eða síðar verða þau að taka höndum samán áður en þeir verða undír járnhæl Thorsaravnlds ins.“ „Þessi rödd að norðan“ brýn ir það einmitt fyrir mönnum, að notfæra sér frumvarp Al- þýðuflokksins um kosninga- bandalög milli flokka, og sam- eina þannig kraftana gegn í- haldinu. Er ekki nema gott til þess að vita, ef kommúnistar vilja gera hær brýningar a'ð sínu-u. En bezt af cillu er, að þeir leggi sér það á hjarta, að það er óþarft með öllu/að þeir haldi áfram að skemmta skratt anum LEN GUR. ea gert hefur verið, með þeirri sundrttngu, sem hér hófst í röðum íslenzkr- ar alþýðu kringum 1930. r Aróðurssamkeppni íhalds og kommúnisfa; MORGUNBLAÐIÐ, sem út kom á fullveidisdaginn, hellti úr skálum reiði sinn- ar yfir nýtt blað, er nefnist Sjálfstæðisblaðið og kvað vera málgagn Gunnars M. Magnúss og félaga hans. Morgunblaðið b.rást við líkt og þjófur, sem verður þess var, að reyna eigi að stela frá honum þýfi. Það lét orð liggja.að því að hér væri um hnupl að ræða og hafði allt á hornum sér. Duldist ekki, að forustumönnnm íhaldsins var hér mikið niðri fyrir, þar eð gyein þessi birtist á forsíðu og var ærið fyrirferð armikil. ÞJÓFHRÆDDUR ÞJÓFUR Þetta kemur engum á ó- vart. íhaldið hefur vandað þannig til gæru sinnar, að það kennir sig við sjálfstæði og hikar'ekki við að nota þjóðfánann í flokkspólitísk- um áróðri við hliðina á rán- fuglsmerkinu. En þegar aðr ir taka þessa ósvífni íhalds- ins til .fyrirmyndar, ætlar Morgunblaðið vitlaust að verða eins. og.í ljós.kom 1. desember. Það sver. sig í ætt við þjófinn, sem sjálfur er þjófhræddur. í FÓTSPOR JÚDASAR. Allt er þetta íslenzku þjóð iiini ærið íhugunareíni. Það er ömurlegt, að flekkaðar hendur íhaldsins og komm- únista skuli káfa á helgi- dómi hennar. Þerta minnir á viðhorfin í musterinu áð- ur en Kristur hreinsaði þar til. íhaldið hefur markvíst unnið gegn sönnu sjálfstæði íslendinga inn á við og út á við. Þess vegna er það þjóð arskömm, að flokkur ráníugl anna í þióðfélaginu kenni sig við sjálfstæð:ð og flekki þjóðfánann. Og sannarlega tekur ekki betra víð. þegar kommúnistar með Gunnar M. Magnúss í broddi fylk- ingar taka íhaldið sér til fyr irmyndar í ósvifnum áróðri. Fjandmenn sjálfstæðisins kenna sig við sjálfstæði! Þeir viðhafa baráttuaðferð Júdasar, sem sveik með kossi. SAMA GÆRAN Hitt er annað mál, að Morgunblaðinu ferst ekki að fordæma Gunnar M. Magn- úss, þegar hann íetar í fót- spor íhaldsins og fer í sömu gæruna og það hefur borið um áraskeið. Fordæmingin á að V.oma frá þeim íslend- ingum sem aldrei hafa'sví- virt sjálfstæðið eða þjóðfán ann. en slegið skjaldborg um fullveldið, sem nú á i vök að verjast vegna íhaldsins og kommúnista. Þióíurínn á að leyna þjófhræðslu sinr.i. En íslenzku þjóðihni ber að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að fjarlægja. ránfuglana úr musteri sínu og helgidómi • og víkja frá sér ógæfumönnunnm, sem. vilja s-víkja hana með kossi. Þær ráðstafanir eiga sarn- tímis að beinast geg.n íhald inu og kommúnistum og vera fólgnar í. því að gera þessi óheillaöfl óvirk og búa þeim stað í fomgripasafni gleymskunnar. OF DÝRT SPAUG Það er of dýrt spaug að láta fyrirbæri eins og Valtý Stefánsson í umboði íhalds ins og Gunnar M. Mágnúss í umiboði kommún’sta deiia um það, hvor eigi meirí kröfurétt á því að óvirða sjálfstæðið og flekka þjóð- fánann. Athæfi beggja er hneyksli, sem ekki á að líð ast. Sannir íslendingar verða að bindast samtökum um að reka þennan hvimleiða ó- sóma áf höndum sér. Blett- irnir á skildi þjóðarinngr eru víst nógir samt. Herjólfui’. Bœkur og höfunda r: EndurminnÉnpr Fæst á llestum veitmgastöSum bæjarms. — Kaupið bíaðið um íeið og þér fáið yðnr kaffi. Alpýðublaðið Steingrímur Arason: Ég man þá tíð. Endurminn- ingar. Jakob Kristinsson bjó til prentunar. Hlaðbúð. Prentsmiðjan Hólar. Rvík 1953. SKUGGAÞUNGAN nóvem,- berdag, þegar maður væntir sér einskis fagnaðar, kemur þessi minningabók míns gamla samverkamanns inn úr dyrun- um. Þó að bókin fjalli einkum um æsku Steingríms og ætt- menn, þá minnti hún mig merkilega lifandi á Steingrím sjálfan og samstarfsár okkar í kennaraskólanum. Ég kom að skólanum haustið 1930 reynslu lítill og tók þá þegar við vanda sömu kennslu- og leiðbeining- arstarfi. Og dæmalaust var gott eð vinna með Steingrími og ekki stóó á líonum pð leið beina mér og verða að liði. Eig inlega skildi ég það aldrei, að Steingrímur hafði lent í haró vítugum árekstrum og baráttu, og átti það ef til vill enn a'5 einhverj.u leyti um þær munó ir. Mér fannst það sjálfsagt um mig, eins og ég var þá skap: farinn og skoðunum. En Ijúf, mennið Steingrímur! Jú, Stei.ngrímur var að vísu Ijúfmenni mikið, en hahn var gæddur eldlegum áhuga og hugsjónum, og vann það aldrei fyrir vinskap manns að bregð- ast þeim. Steingrímur var svo gerður, að hann gat ekki níðst á neinu, seni honum var írúað til. Og hugsjónir hans voru trúnaðarmál, sem Guð hafði falið honum. Þannig leit Stein grímur á það mál. .Og það er sennilega lykillinn að því, hve miklu hann fékk áorkað, og einnig hinu, hve mikil blessun hlauzt af starfi hans. Bókin „Ég man þá tíð“, hefst með allrækilegri ritgerð um Steingrím eftir Jakob Kristins son fyrrverandji fræðslumála- stjóra. Er að henni mikill feng ur og bókarauki, því að bæði var Jakbo nákunnugur Stein- grími, en sjálfur skiiningsglögg ur og góðgjarn, Þykist ég sjá, að meira he.fði Jakob getað rit að, en kosið að stilla ritgerð sinni í hóf við stærð bókarinn ar að öðru leyti, en hann hef- ur séð um útgáfuna af sinekk vísi og vandvirkni. Ritgerð Jakobs mun verða hinum mörgu nemendum Steingríms kærkomin, og ég segi fvrir mig, að mér gerði hún það Ijós ara en áður var í hve ríkum mæli Steingrímur var vaxandi maður alla ævi. Hann vinnur ágætustu verk sín, þegar hall- ar á ævina, og það er eins og 'afköst hans og geta færist í aukana eftir því, sem árunum fjölgar. Endurminningar Steingríms sjálfs eru skemmtilegar og fróðlegar, það sem þær ná, en taka nálega eingöngu til æsku heimilis hans og ættmenna hinna eldri. Harm slítur sögu- bræðinum, þegar til full- orðinsáranna kemur. Yfir allri frásögn hans er, eins og vænta mátti, heiðríkja og hjarta- gæzka, og mörgu segir Stein- grímur frá, sem er allrar at- hygli vert. Kemur þar ekkí sízt andrúmsloft og menning- arbragur æskuheimilisins, og hið merkilega uppeldisstarf, sem þar er unnið í starfsemd I og sparsemi: Er augljóst, að þarna er lagður gru,ndvöllur, sem Steingrímur býr að alla ævi, og skýrir hvorttveggja: Dæmalausa lagni hans og hæfni til kennslu og fræðslustarfa, og hins vegar hagsýni bans, dugh j að og gleggni um' fésýslu. Því ! svo einlægur hugsjónamaður i sem Steingrímur var, var hann jfjarri því að véra hugsjóna skýjaglópur. Hann kunni mæta vel skil á því, að fjármuni þarf til fram kvæmda og vissi vel, hversu með fé skyldi fara. „Ég man þá tíð“ c-r góð bók og holl til kynningar og fróð- leiks, og á Hlaðbúð þakkir skil ið fyrir að hafa komið hpnni (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.