Tíminn - 23.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1964, Blaðsíða 7
i— Wlmkm — Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN I Framfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriSi G. Þorsteinsson Pulitrút ritstjórnar: Tómas Karlsson FYétta stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstjórnarskrifstofur t Eddu-húsinu simar 18300— 1830S Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.siml 12323 Augl. siml 19523 A8raJ skrifstofur, slml 18300 Askriftargjald kr 90,00 a mán innan- lands — t lausasölu kr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.i Vextir og lánakjör Það hefur komið í ljós, að í nýafstöðnum samningom um búvöruverðið hafa fulltrúar bænda reynt að knýja mjög fast á ríkisstjórnina um réttlætisúrbætur 1 lánamál um og náð nokkrum áfanga, einkum í hækkun afurða- lána á borð við sjávarútveginn og um hækkun jarðræktar framlaga og stofnframlaga. Hins vegar fengust engar úrbætur á almennum stofnlánakjörum landbúnaðarins, og er sú þvermóðska ríkisstjórnarinnar mönnum sífellt undrunarefni. Það er eitt mesta hagsmunamál, ekki aðeins bænda- stéttarinnar heldur þjóðarinnar allrar að stofnlánavext- ir séu eins lágir, lánsfjárhæð eins mikil og lanatími eins langur og mögulegt er. Hér eiga sameiginlega hagsmuni framleiðendur og neytendur því að okurvextirnir og hin illii'lánakjör flétta sig jafnt inn í allt framleiðslukerfið og verðlagið. Framsóknarflokkurinn hefur sífellt og með skýrum rökum bent á það, að hvorki einstakar stéttir né þjóðin öll þoli okurvexti og svona bágborin kjör a stofnlánum og hann hefur flutt frumvörp um lagfæringar á þessu þing eftir þing. Ríkisstjórnin hefur hins vegar varið vaxta- og lánastefnu sína eins og fjöregg sitt, en í samningunum við verkalýðsfélög in í sumar varð hún þó að þoka um set og heita lagfæring- um á húsnæðismálalánum. Þegar úr því vígi var vikið, hefði verið eðlilegt, að stjórnin héldi áfram lagfæringum á stofnlánakjörum atvinnuveganna. Srjórnin hefur nú rek- ið sig á það, að ekki verður komið áleiðis neinuir kjara- samningum nema þessi mál séu tekin til úrbóta, og samn- ingarnir við fulltrúa bændanna æt.tu að hafa sannfært hana enn betur um þetta, og því verður vart öðru trúað, en stjórnin hafi loks séð það nógu greinilega, ið þessi lánapólitík gengur ekki lengur. Henni ætti að vera það ljóst eins og bændum og öðrum framleiðslustéttum, að það er ófært að láta verðlag varanna bera þennan þunga okurvaxta og óhægra lána. Undir klyfjum Almenningur í landinu bíður enn undir drápsklyfjum skatttanna. Ríkisstjórnin varð svo smeyk við gerræði sitt í skattráninu, að hún féllst á þá kröfu launþegasam- takanna að eiga þátt í athugun á því. hvernig unnt væri að létta byrðar álagðra skatta á þessu ári, og par sem það liggur í augum uppi, að slíkt er unnt, ef viiii ffkis- ríkisstjórnarinnar er til þess, er eðlilegt að lna á það sem meira en hálft loforð um lagfæringu Hins vegar fréttist ekkert enn af þessari athugun, sem vonandi er í fullum gangi, og menn eru að vonum óþreyjufullir Viku eftir viku er tekinn meirihluti af launum manna upp í skattana, og þetta stefnir þúsundum heímila i land- inu í fjárhagsvanda, sem þau sjá ekki fram úr Enn nálgast mánaðamót, og þeir sem taka mánaðalaun, horfa með ugg fram á það, að enn fari meirihluti þeirra í skattahítina, án þess að hin fyrirheitna hjáln ríkisstjórn- arinnar berist. Menn bíða undir klyfjunum Hve lengi á að scanda á eðlilegri úrlausn ríkisstjórnarinnar? r f M I N N, mlSvikudagur 23. september 1964. Um hvað snýst kosningabaráttan í Bretlandi-úr ræðum forystumanna Wilson segir: „Við berjumst fyrir réttlátari skiptingu vel- megunar og bættum hag hinnar venjulegu fiölskvldu“ KOSNINGABARÁTTA-N í Bret- landi er hafin af fullum krafti. 12. þessa mánaðar voru til dæm- is haldnar þrjár merkar ræður. HAROLD WILSON formanni verkamannfalokksins fórust m.a. orð á þessa leið í upphafi ræðu sinnar; þar sem hann fjallaði um val kjósendanna: „Annars vegar er þreytt stjórn, sem ekkert nýtt hefur að bjóða þjóðinni, engin markmið — flokkur, sem elur þá eina ósk í brjósti um framtíðina að halda öllu i sama horfi. . . Ánægður og sjálfsöruggur flokkur, sem telur okkur geta haldið öllu ó- breyttu í þeim heimi, sem stöð ugt er að breytast. Við í Verkamannaflokknum álítum aftur á móti, að Bretar geti betur gert. Okkur virðist það, sem áunnizt hefur til þessa, ekki vera nægilegt.“ Síðan lýsti Wilson yfir því, að meiri eining ríkti innan Verka- mannaflokksins en nokkru sinni síðan 1945 og fullt samkomulag væri um stefnuskrána, sem væri miðuð við eðlilegar þarfir þjóð- arinnar á þessum tímum. Flokks menn hefðu bæði vilja og dug ti) að koma stefnumálunum fram. Wilson sagði, að íhaldsstjórn- in hefði varið fjórum af síðast- liðnum fimm árum til þess að halda lífskjörum niðri. Nú full- yrti hún, að íhaldsstjórn þyrfti til að halda því. sem áunnizt Brown: „Þið reynið að nota síðustu valda- dagana til þess að binda hendur nýrrar stjórnar” GEORGE BROWN, annar leið- togi Verkamannaflokksins. fluttj einnig ræðu sama dag. Hann álasaði rikisstjórninni fyrir að nota .síðustu vikur sínar við völd til þess að „binda hendur þeirr ar stjórnar, sem við tekur. Varla líður sá dagur. að ekki sé sagl frá nýjurn samningum eða skuld bindingum fyrir ókomin ár“ Hann kvað íhaldsmenn hafa. þrátt fyrir ítrekuð mótmæli, á kveðið að veita leyfi til nýtingar auðlinda á botni Norðursjávar en sú ákvörðun muni hafa úr slitaáhrif á framtíðarmöguleika á því sviði. Síðan snéri Brown orðum sín um til íhaldsmanna og sagði m.a.: „Það er ekki á ykkar valdi heldur kjósendanna að ákveða hversu að skuli farið eftir lok októbermánaðar. Ég vara ykkur við, ef þið reynið hé.r eftir að koma í veg fyrir árangur kosn inganna með því að gera fleiri samninga til langs tíma þennar síðasta spö] valdaferils ykkar Svo getur farið að væntanler stjórn Verkamannaflokksins teli sig ekki hundna af þeim “ og launahækkanir auðvitað leyfi- legar. 1960 hafi Amory lýst ánægju sinni yfir, að launahækkanir væru óverulegar, en varað við að íþyngja efnahagslífinu, hækk- að skatta og ákveðið útlánsvexti banka 6%, en látið af embætti skömmu síðar. 1961 hafi Selwyn Lloyd kreppt að enn með 7% útlánavöxtum, grófum afskiptum til hindrunar á starfsemi gamal- reynds kerfis sáttasamninga í vinnudeilum til þess að stöðva kauphækkanir 1962 hafi fundur í neðri mál- stofunni tvívegis staðið nætur- langt, þegar Verkamannaflokk- urinn hafi barizt fyrir hækkun launa hjúkrunarkvenna, en í- haldsmenn staðið gegn henni og talið gjaldþol ríkisins og verzl- unaraðstöðu landsins út á við í hættu, ef hjúkrunarkonur fengju einn eða tvo shillinga í viðbót á viku. í maí það ár hafi verka- málaráðherrann birt svartan lista yfir 77 verkalýðsfélög og vinnuveitendur sem hafi hækkað laun umfram þau 2.5%, sem leyft var. 1963 hafi Maudling verið tek- inn við af Selwyn Lloyd og hvatt til aðgætni hvað eftir annað. Þegar kosningar nálguðust, hafi svo samtímis verið samið í kyrr- þey um uppsetningu áróðurs- spjalda, þar sem lýst hafi verið baráttu íhaldsmanna við ónefnda óvini fyrir hækkun launa. 1964 hafi Sir Alec haldið ræðu í Glasgow og skorað á Verka- mannaflokkinn til stuðnings við að halda launum niðri, þrátt fyr- ir kosningaár. í júlí hafi stjórn- arkerfið verið gert óvirkt í heila viku meðan ráðherrarnir hafi reynt að sanna, að útflutnings- atvinnuvegir Breta og jafnvel nVamhald \ síðu 13 Sir Alec: „Þetta hefur kostað mikið erfiði en auðvelt að missa bað allt aftur“. FORSÆTISRÁÐHERRA í haldsstjórnarinnar, SIR ALEC DOUGLAS-HOME, hélt einnig ræðu þennan sama dag: í upphafi ræðu sinnar sagði hann m.a.: „Við erum sem betur fer, ekki að ráði sundraðir vegna stétta stríðs. Framtíðarvonir okkar flestra eru hinar sömu, en von ir og áætlanir eru ekki fullnæg.) andi. Spurningin, sem þjóðin þarf að svara, er hvaða stefna sé líklegust til að koma því til leið ar, að vonirnar rætist og áæt) anirnar verði framkvæmdar. Afstaða okkar íhaldsmanna er ljós. Markmið okkar og hlutverk er. að varveita afl og öryggi Bretlands varðveita og efla efnahagslíf okkar svo að unnt sé að nota velmegunina sem vitur- legast heima fyrir og veita sem víðtækasta hlutdeild í henni, við halda öryggi okkar gagnvaU hvers konar utanaðkomandi ögr- unum. svo að við getum úr ör- uggri aðstöðu rætt og komið fram af myndugleika eflingar friði og réttlæti “ SIR ALEC léi vel af aukinni velmegun og bæt'cun lífskjörum Frarmald á slðu 13 hefði. Eftirtektarvert væri þó, að rætt væri um að „halda“ en ekki auka, né heldur talað um réttlátari skiptingu en áður. Flestar fjölskyldur í Bretlandi ættu lífskjör sín undir hlutfall inu milli launanna, sem í þeirra hlut komi annars vegar, og hins. vegar húsaleigu eða afborgunum og viðgerðarkostnaði, skatta og verðs á vörum og þjónustu, sem greiða þurfi með þeim. íhalds- menn þykjast hafa skapað vel- megunina. en allar lífskjarabæt- ur hafa ekki áunnizt fyrir at- beina stjórnarinnar, heldur í baráttu við stjórnina. WILSON segir enn fremur, að íhaldsstjórnin hafi beitt allri orku sinni að því að koma í veg fyrir hækkun launa. 1956 hafi Macmillan fjármálaráðherra hvatt menn til að fara ekki of geyst. 1957 hafi Thorneycroft lamað efnahagslífið með 7% út- lánsvöxtum banka og fleiri ráð stöfunum. 1958 hafi Heathcoat Amory hafið fjárlagaræðu sína á yfirlýsingu um, að allir erfið- leikar stöfuðu af hækkun launa. 1959 hafi svo verið kosningaár /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.