Tíminn - 23.09.1964, Blaðsíða 8
Gagnfræðaskókkennarar
mótí lengingu námstímans
Álítsgerð frá Félagi gagnfræðaskólakennara
BREF TIL BLAÐSINS
Að undanförnu hefur mjög ver
ið rætt um lengingu á skólaárinu,
og er ljós sú stefna forráðamanna
barna-' og unglingafræðslunnar í
Reykjavík, að breyting þessi komi
til framkvæmda sem fyrst. Er þeg-
ar orðin nokkur lenging á s'kóla-
ári barnastigs.
Með því að lenging þessi hlýt-
ur að snerta mjög bæði nemend-
ur og starfslið skólanna, telur
Félag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík sér skylt að senda
fræðslumálastjffra álit sitt á mál-
inu.
Félagi gagnfræðaskólakennara
í Reykjavík er fyllilega ljóst, að
ýmissa umbóta er þörf á fræðslu
tilhögun gagnfræðastigs. Hefur
félagið oftsinnis um þau mál fjall-
að, og staðið að álykt.unum þar að
lútandi, sem ekki er þörf að rekja
hér. Aðrir aðilar hafa og lýst skoð
unum sínum á því, hverjar breyt-
ingar væru æskilegastar innan
skólakerfisins, og nægir í því
sambandi að geta skólamálanefnd-
ar þeirrar, sem menntamálaráð-
hera skipaði í júní 1958, en mög
athyglisverð atriði eru í tillögum
þeirrar nefndar. Einnig má benda
á samþykktir kennarasamtakanna
á ýmsum tímum, svo sem fræðslu-
yfirvöldunum mun flestum betur
kunnugt, hafa samkundur kennara
ævinlega sent frá sér ályktanir
um það, hvað teljast mætti til
bóta í skölákerfinu, ef breytt yrði.
Tillögur um lengingu árlegs
skólatíma hafa mjög sjaldan verið
lagðar fram, ef frá er talin álykt-
un 13. uppeldisrrtálaþings S.f.B.
og L.S.F.K. 1963, en þar er stungið
upp á lengingu skólastarfstíma,
sem einum lið endurbóta á fræðslu
tilhögun. Þeim lið tillögunnar,
sem urn lengingu fjallar, hefur
mest verið haldið á lofti undan-
farið, og á það bent, að þar komi
fram vilji kennarasamtakanna.
Hvort svo er, skal ósagt látið, en
vel væri, ef í framtíðinni yrði svo
skjótt brugðið við að láta að vilja
samtakanna um ýmislegt, er þau
telja nemendum í íslenzkum skól
um til meira hagræðis en þetta.
Það er skoðun Félags gagnfræða
skólakennara í Reykjavík, að leng
ing starfstíma í s'kólum gagnfræða
stigs hér í borginni sé stórt skref,
að mikils undirbúnings og margra
breytinga sé þörf, áður en það er
stigið. Félagið telur, að rasað sé
um ráð fram, ef byrjað er á að
lengja starfstíma skólanna, og síð-
an hafizt handa um að athuga,
hvernig bezt megi nýta hinn ný-
fengna viðauka. Má í þessu sam-
bandi vitna í orð námsstjóra gagn
fræðastigs í Reykjavík, hr. Magnús
ar Gíslasonar, í Alþýðublaðinu 12.
apríi 1964, en hann segir m.a.:
„Það væri að mínum dómi mjög
æskilegt að gera tilraun þegar í
haust með að hefja kennslu í
gagnfræðastigsskólum í Reykjavík
fyrr en verið hefur, t.d. um 20.
september. En ég mundi vilja
leggja áherzlu á, að samtímis því,
að hróflað yrði við hinum hefð-
bundnu mörkum námstímans, yrði
þess freistað að breyta starfstil-
högun í skólunum. Fyrst og
fremst þurfum við að gera okkur
ljóst með gaumgæfilegri atugun
á því, hvort skólamir miðli þeirri
fræðslu og þeim persónulega
þroska, sem ungt nútímafólk þarfn
ast — Það þarf samtímis að end-
urskoða námsefni barna- og gagn-
fræða-, menntaskóla- og sérskóla-
stigs í heild, — meta og vega
hverju mætti sleppa, hvað nauð-
synlegt er að taka og hverju þarf
að auka við.“
Félag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík leggur áherzlu á, að
athuganir þær sem námsstjóri vill
láta fram fara, hl.ióti að koma
fyrst, samkvæmt þeirri sjálfsögðu
reglu, að athugun komi á undan
athöfn.
Félagið bendir einnig á tillögu
fundar skólastjóra héraðs-, mið-,
og gagnfræðaskóla sem haldinn
var í Reykjavík í júní 1963, en
meðal fjölmargra atriða til endur
bóta á námstilhögun þessara skóla
er stungið upp á no'kkurri leng-
ingu hins árlega starfst. eða fjölg-
un vikulegra kennslustunda. Virð-
ist sízt ástæða til að leggja meira
kapp á að framkvæma þennan
lið tillagna skólastjóranna en ýmsa
aðra, sem vísara verður að telja,
að stefni til augljósra endurbóta
á starfstilhögun skóla þeirra.
Að rækilega athuguðu máli lýs-
ir Félag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík sig algerlega andvígt
lengingu skólaársins, nema fyrst
hafi óyggjandi verið sýnt fram á,
að slík breyting sé til ótvíræðra
bóta fyrir neimendur, fullt tillit sé
tekið til þeirrar aðstöðubreyting
ar kennara, sem af lengingu hlýzt.
Félagið telur svo mörg rök mæla
á móti breytingu þessari, bæði
fjárhagsleg og félagsleg, að ekki
sé gerl'egt'&ð ráðást í hana, nema
fullt samkomulag ’ só milli allra
málsaðiía. En málsaðilar hljóta
hér að tejast foreldrar, fræðslu-
yfirvöld og kennarar.
Aðalrök forsvarsmanna lenging-
arinnar virðast þeessi:
1. Að með lengingu árlegs skóla
tíma styttist námstími þeirra, er
búa sig undir langskólanám.
2. Námstími í útlöndum og þá
sérstaklega á Norðurlöndum, sé
lengri,
Varðandi fyrri röksemdina má
benda á fjölda greinargerða, þar
sem stungið er upp á leiðum til
að flýta fyrir þeim, sem augljós-
lega eru hæfir til langskólanáms.
Væri auðvelt að stuðla að því,
að þeir tækju stúdentspróf a.m.k.
ári fyrr en nú er, með því einfald-
lega, að láta nemendur þessa halda
þeim hraða gegnum skóla, sem
eðlilegur námsþroski þeirra leyfir.
Hvað síðari röksemdina snertir,
er það skoðun Félags gagnfræða-
skólakennara í Reykjavík, að ís-
lenzkt skólakerfi beri að miða
við íslenzkar aðstæður og fráleitt
sé, að miða fjölda skóladaga á
Islandi við skóladaga í öðru landi,
nema að tekin sé upp að öðru leyti
sú fræðslutilhögun, sem í því landi
gildir.
Eins og áður var á drepið, tel-
ur féíagið rök mæla gegn hinni
fyrirhuguðu lengingu skólaársins,
Þau helztu eru þessi:
1. Fram til þessa hefur það
verið talið íslenzkum unglingum
heilsufarsleg nauðsyn að njóta úti-
veru skamms sumars eftir skóla-
setu langan vetur. Slíkt svigrúm
til frjálsra starfa mundi þrengj-
ast, sem lengingu skólaárs nemur.
2. Það er kunnara, en frá þurfi
að segja, að samkvæmt núgildandi
kennslutilhögun eiga allir nemend
ur skyldunáms að skila svipuðum
afköstum í aðalgreinum, án veru
legs tillits til mismunandi getu
þeirra og þroska. Án þess að hér
verði nánar fjallað um þessa firru,
skal þess getið, að hún er óefað ein
I aðalorsök námsleiða nokkurs
hluta nemenda í íslenzkum skól-
um. Að öðrum aðstæðum óbreytt-
um verður ekki annað ætlað, en j
námsleiði þessi mundi aukast við j
lengingu skólatíima.
3. Undanfarna áratugi hefur hér j
verið næg atvinna á sumrum fyrir !
alla, sem vinna vilja. Svo er enn, í
og vonandi verður ekki breyting
á því um langan aldur. Þetta hefur
þýtt, að sumartekjur skólaæskunn
ar hafa orðið henni drjúgar í
Pyngju, enda hefur stór hluti
námsmanna getað unnið fyrir sér
með þessum hætti þegar á unga
aldri. Ef þessi aflatími náms-
manns er styttur, minnka að sjálf
sögðu tmöguleikar hans til að vera
frjáls og óháður í námi sínu, og
jafnframt er stuðlað að því, að
lærdómur sé munaður þeirra ung-
menna, sem eiga efnaða að..
4. í beinu framhaldi af næsta
lið hér á undan skal það undirstrik
að, að sumarvinna islenzkrar skóla
æsku við hin ýmsu framleiðslu-
störf til lands og sjávar hefur haft
það í för með sér, að þekking
þessarar æsku á störfum og kjör
um þjóðar sinnar á sér enga hlið
stæðu í þeiim löndum, sem okkur
er tamast að miða við. Hið félags
lega gildi þessa atriðis er ómetan
legt, enda hefur það hamlað á
árangursrí'kan hátt gegn skiptingu
þjóðarinnar í hástéttir og lágstétt
ir.
5. Sé það ætlunin að lengja ár-
lega skólavist allra nemenda allt
að stúdentsprófi, má ætla, að at-
vinnuvegum landsmanna yrði það
nokkur skellur að missa e.t.v.
fjórðung sumarvinnu þessa hóps.
Félag gagnfræðaskólakennara i
jReykjvík er að sjálfsögðu mótfall-
ið taumlausri þrælkun æs'.ufólks.
en gerir sér hins vegar fullljóst,
að margar árstíimabundnar atvinnu
greinar miða við ráðningu skóla-
fólks til sumarstarfa. Auðvelt ætti
að vera að reikna út, hvert tap
þjóðarframleiðslu íslendinga yrði
að missi þessara þúsunda frá starfi
einn sumarmánuð.
6. Lenging þessi á skólaárinu
mundi að líkindum aðeins koma
til framkvæmda í Reykjavík, en
hér er nú þegar lengra skólaár
en víðast hvar annars staðar á
landinu. Mundi því bilið enn
breikka á milli höfuðstaðarins og
landsbyggðarinnar, svo að í óefni
væri stefnt. Að lengdu skólaári hér
um einn mánuð mundi reykvísk-
ur unglingur, sem sendur væri á
héraðsskóla, ljúka árlegum náms
tíma sínum á allt að tveim mán-
uðum skemmri tíma en félagi hans
í Reykjavík. Þarf ekki getum að
því að leiða, hvílíkt kapphlaup
yrði um það að vista ungimenni
höfuðborgarinnar í slíkum skólum,
og mun þó aðsókn að iieim þegar
teljast nóg.
7. Saimsvarandi mismunur
myndi að sjálfsögðu einnig gæta
í árlegum starfstíma gagnfræða-
stigskennara í Reykjavík og úti
á landi. 9 mánaða starfstími hér,
allt að 2 mánuðum skemmri úti
á landi.
8. Að lokum skal á það bent
að lenging skólaárs hlýtur að hafa
í för með sér stóraukin útgjöld
hins opinbera til fræðslumála. Sé
fé það, sem til þarf, fyrir hendi,
svo sem gera verður ráð fyrir.
er álitamál, hvort því er ekki bet-
ur varið á annan hátt til endur-
>>óta á framkvæmd íslenzkrar ungl
ingafræðslu.
Félag gagnfræðaskólakennara í
Ási á Vingulmörk, 16.9. 1964
Hr. ritstjóri.
Tíminn prentaði fyrir einum
þremur vikum þýðingu á grein
minni í Dagblaðinu í Osló, sem ég
kallaði: „Menningarmorð á ís-
landi“. Með einni undanteknnigu
er þýðingin efnislega rétt. Undir
lokin segir:
„Þegar hins vegar er um að
ræða menningu þjóðarinnar, er
hvergi slakað á klónni. Margir
spyrja nú, hvort það sé skapgerð-
arveila stjórnmálaleiðtoganna,
sem veldur þrákelkninni, eða á-
kveðin valdamikil öfl í landinu
hafa gert bandalag við erlent vald
og taki á sig þá áhættu að fórna
íslenzkri menningu í þeirra valda-
baráttu. Norðmenn vita vel, að
slíkt hefur gerzt fyrr í þjóðarsögu.
Slíkar landráðahugmyndir eru
ekki ótíðar á okkar tímum, og af
eðlilegum ástæðum er örðugt að
sanna réttmæli þeirra.“
Síðasta málsgreinin var svo orð-
uð á norsku: „Slike landsvikan-
tydninger er ikke uvanlige i vár
tid og de lar sig av naturlige
grunner vanskelig pávise.“ Á an-
tyde þýðir að gefa í skyn. Rétt
þýtt væri því: „Ekki er ótítt á
okkar dögum, að gefið sé i skyn,
að menn hyggi á landráð, eðlilega
er örðugt að sanna réttmæti slíkra
aðdróttana"
Mér þykir vænt um þær viðtök-
ur, sem grein mín fékk í Noregi
og heima. Tveir landar hafa þó
orðið til að hirta mig fyrir. Guð-
mundur vinur minn Jósafatsson
frá Austurhlíð skrifar í bréfi: „Af
þeirri einföldu ástæðu, að ég efa
mjög að aðrir verði til þess að
hirta þig fyrir framkomu þína við
okkar góða Guðmund í. virðist
mér, að ég sé knúður til þess.
Sérðu nú ekki hvílík fádæma ó-
kind þú ert? Þú rassskellir mann-
skömmina í veizlu. Svo flónzkur
ertu ekki, að þú skiljir • ekki, að
leika hann svona grátt, meira
að segja í sparibuxunum, er ekk-
ert líkt og þegar íslendingarnir
flengdu Lárus H. Bjarnason forð-
um. Þeir létu sér nægja að fara
með hann inn í húsasund þar sem
enginn sá til. Það er ólíkt drengi-
legra.“
Morgunblaðinu þykir sorglegt,
að ungir og efnilegir menn taki
upp háttu kommúnista að rægja
land sitt og þjóð.
Ég get ekki svarað þeim Guð-
mundi og Eykoni öðru vísi en svo:
Þeir Norðurlandabúar, sem láta
sig varða ísland nokkru, vita að
fjöldi íslendinga glápir á amerískt
hermannasjónvarp. Við þekkjum
viðbrögðin. íslandsvinum finnst
þetta ískyggilegt, til skammar,
meira að segja djöfulsins forsmán.
Sú forsmán verður ekki nema með
einu móti aftur tekin.
Hitt vissu menn ekki, að langt
!frá því allir íslendingar flatmaga
jfyrir dátasjónvarpinu, að yfirleitt
; allir þeir, sem láta sig framtíð
íslenzkrar menningar miklu skipta,
eru kvíðafullir vegna sjónvarps-
ins, að þeir, sem stóðu að óhappa-
verkinu urðu að beita blekkingu
og lygum til að fá sínu framgengt,
að sumir þeir, sem ábyrgðina
, bera hafa slæma samvizku. Allt
! þetta kom fram í Dagblaðsgrein
minni. Norðmenn vita því nú, að
j ísland er ekki sokkið enn, þó
| þjóðvillingarnir séu margir.
Eykon skrifar í Morgunblaðið, að
ég hafi látið greiða mér fyrir að
skrifa lofgreinina um hina 60.
Eftir rúman mánuð er greiðslan
ókomin. Ég verð nú að gera gang-
skör að því að fá greinina greidda.
Upphæðina nota ég svo til að
styrkja samtök þeirra, sem berj-
ast gegn þjóðvillunni. Ekki veit-
ir af. Rjöm Stefánsson.
Reykjavík vill að síðustu endur
taka það álit sitt, að þörf sé
margra endurbóta á fræðslutilhög
un barna og unglinga, og flestar
þeirra endurbóta þýðingarmeiri en
lenging skólaársins..
Félagið er ávallt reiðubúið til
samstarfs við fræðsluyfirvöld,
bæði bæjar og ríkis, og mun fús-
lega gera nánari grein fyrir skoð
unum sínum á hinum ýmsu þáttum
fræðslumála, ef óskað er.
Sá þáttur þeirra mála, sem hér
hefur mest verið urr- fjallað, leng
ing skólaársins, er að félagsins
dómi neikvæður fyrir alla aðila
á þessu stigi málsins.
Félag gagnfræðaskólakennara í
Reykjavík beinir þvi vinsamlegast
þeim tilmælum til hæstvirts
fræðslumálastjóra, að hann hafi
meðal annars þessi sjónarmið í
huga, er hann fjallar endanlega
um mál þetta.
Sigurður Jónsson frá Brún hef-
ur sent Tímanum bréf, þar sem
hann kvittar fyrir lækkun á út-
svari. Einhver hefði sagt að
lækkunin mætti ekki minni vera,
' og mun kvittunin eitthvað vera
samkvæmt því. Sigurður er nú'
nær sextíu og sjö ára og hefur
margan galdinn fola setið á sinni
ævi. Hann er hins vegar löngu
hættur að sitja hesta. Aftur á
móti var honum gert að greiða
40122 krónur í opinber gjöld í ár
af næturvarðarlaunum. Rúmar
sex þúsund kr. verður að taka af
launum hans á mánuði, og er þá
lítið eftir Gjöldin hafa ver-
j ið lækkuð um rúmar fjög-
ur þúsund krónur á Sigurði. Sjá-
anlega ætlar viðreisnarótemjan að
hossa honum nokkuð hastarlega
I nauðugum viljugum. Sigurður
skrifar kvörtun sína á þessa leið:
„Ég undirritaður fékk fyrir
nokkrum dögum tilkynningu um
lækkun opinberra gjalda minna.
Ég trúi því að þau gjöld, sem
mér höfðu upphaflega verið út-
; hlutuð hafi tölfræðilega verið for-
svaranleg að lögum og þá um
leið því líka, að fyrst mér nú
var sýndur litur á að taka tillit til
fleiri atriða en dauðra talna, at-
riða, sem einnig hafa áhrif á
greiðsluþol, þá beri að geta þess,
og þann verknað þakka ég hér
með viðkomandi aðilum, sem
sýndu þar mannlund og skilning
ásamt hinni dauðu vélrænu, sem
upphaflega reiknaði út útsvarið og
joft einokar bæði vit og hjartalag
ráðamanna einkum við opinber
Sstörf og stórfyrirtæki, þar sem
!— ókunnugleika og aflsmunar
vegna — sjaldnast verður að
nokkrum búið eftir efnum og að-
ástæðum heldur samkvæmt löng-
um fölsuðum skýrslum og skríl-
mannlegum framtölum.
En betur má ef duga skal.
Það er vel gert að létta hröm-
andi, hálfgerðum öryrkjum ótta
um afkomu sína síðustu misserin,
en hitt er enn nauðsynlegra að
koma í veg fyrir að auðmenn láti
fátæklinga — eða þótt bjargálna-
merin séu — bera óeðlilega þunga
bagga opinberra gjalda eins og
nú reynist, þegar kunnir marg-
milljónerar borga meira en fjöru-
tíu sinnum minna sumir, nærfellt
helmingi iægra en aðrir eða svo
til jafnt þeir þriðju og lítið efn-
aðir annarra þjónar.
Slíkt háttalag framleiðir stór-
fjölgandi kynslóðir þjóðfjárþjófa,
aukna hundraðstölu gjálífra og
gagnslausra „reiðarabarna' og
hvers konai óþjóð aðra eKki að-
eins þjóðinni heldur beinlinis
sjálfum sér til svívirðu. tjóns og
kvalar
Framhalo a síðu 13
T í M I N N, miSvikodaaur 23. september 1964.