Tíminn - 23.09.1964, Blaðsíða 14
EG VAR CICERO
43
EFTIR ELYESA
— Nú hefur Papen vinur minn
misst enn einn. Það var sjálfs-
ánægju hreimur í röddinni.
Hvernig stóð á því, að ég vissi,
að nú ætlaði hann að segja mór,
að kona hefði horfið frá þýzka
sendiráðinu? Hvernig var þetta
eiginlega, af hverju gat ég ekki
hugsað um neitt nema stúlkuna,
sem ég hafði séð með Moyzisch
í A. B. C,? Ég gætti þess, að Sir
Hughe gæti ekki séð íraman í
mig. Ég gekk yfir dragkistunni og
náði í hreinan vasaklút handa hon
um, og hann kom smekklega fyrir
iibrjóstvasanum.
— Þýzka konan, sem vann í
sendiráðinu er horfin, sagði hann,
og aftur brá fyrir sjálfsánægjunni
í rödd hans. Það er allt á öðrum
endanum hjá Papen. £
Hann var fullklæddur. Hann
leit á sjálfan sig í speglinum
kinkaði kolli til mín, og fór til
morgunverðar.
Ég var búinn að missa stjórn
á gangi málanna og var að verða
veikur af óvissunni. Iívað hafði
gerzt? í A. B. C. hafði ég hitt
Moyzisch með stúlku, sem virtíst
vera algerlega hættulaus, aðlað-
andi ljóshærð stúlku, sem ég hafði
hlegið með og sagt brandara, og
svo hafði ég séð hana í Ankara
Palace í fylgd með manni með
unglegt, slétt andlit, sem ég hafði
fullkomna ástæðu til þess að ótt-
ast. Ég hefði ekki getað svarið,
að þetta væri andlít þess, sem
elti mig nóttina, sem mikli elt-
ingaleikurinn fór fram, en á hinn
bóginn hafði ég ekki mikla ástæðu
tíl þess að efast um, að þetta væri
hann, ef ég mátti treysta mínum
eigin augum. ’Og nú hafði Sir
Hughe minnzt Iauslega á, að kona
hefði horfið frá þýzka sendiráð-
inu. Hvaða ástæða var til þels að
setja hana í sambandi við ungu
konuna, sem ég hafði séð hjá A.
B. C.? Þetta gat allt verið heila-
spuni úr sjálfujp mér.
Ekkert hafði gerzt síðan kvöld-
ið, sem ég eyðilagði allt, er hefði
getað orðið til þess, að ég yrði
grunaður um að vera Cicero. Vika
var liðin, páskavikan árið 1944.
Það var staðreynd, að ekkert
hafði gerzt, sem mér virtist óeðli
legt, eða fór í taugarnar á mér.
Ég hafði sagt eiganda litla húss
ins, sem ég hafði með samblandi
af gleði og stoltí kallað Villu Cic-
ero, að ég myndi ekki hafa það
lengur á leigu, og ástmey mín
Esra hafði flutt í lítið herbergi í
gamla bænum, og þangað hafði ég
eining tekið tvær töskur með klæð
skerasaumuðum fötum mínum,
dýrmætum undirfatnaði, og falleg
um skónum. Peningarnir voru í
bankahólfinu, og brotin Leican
og járnrörin, sem ég hafði notað
sem þrífót voru enn á botnj ár-
innar. Hafði ég farið skakkt að,
vegna ofaslegrar hræðslu minnar?
Var ótti minn ekki byggður á rök
um?
Sir Hughe — hefðarmaðurinn,
sem bjó í öðrum heimi í órafjar-
lægð frá heimi þjónustufólks hans
— kom fram við mig með sama
vingjarlega afskiptaleysinu. Stund
um fannst mér sem kona hans,
en ég hafði alltaf óttazt eftirlekt
arsemi hennar, liti athugulum aug
um á mig. Ég fullvissaði mig um,
að ég ímyndaði mér þetta aðeins.
Það eina, sem var óvenjuleg, var
að ómögulegt virtist að ná í Moyz-
isch. Ég reyndi að hringja til
hans aftur og aftur. En kannski
hann væri farinn í snögga ferð
til Berlínar, hann hafði faríð til
Berlínar nokkrum mánuðum áður,
og ekki var ástæða til þess að
ætla, að hann léti mig vita, að
yfirmenn hans höfðu sent eftir
honum.
Á meðan Sir Hughe var að
borða morgunmatinn, fór ég nið-
ur í eldhúsið. Allt í einu hafði
ég svo mikinn tíma fyrir sjálfan
mig. Mánuðum saman hafði ég lif
að tvöföldu lífi sem kavass og
njósnari. Nú datt mér í hug, að sá
tími, sem ég hefði til þess að
hanga einhvers staðar í húsinu
hlyti að vera mjög grunsamlegur
í annárra augum.
Manoli Filoti, kokkurinn, var
síður en svo óánægður yfir að fá
einhvern til þess að tala við. Hann
fagnaði alltaf tækifærunum, sem
gáfust til þess að segja síðustu
kjaftasöguna.
— Nú er kvenmaður horfin frá
þýzka sendiráðinu, sagði hann
mér með þýðingarmiklu augnar-
ráði. Það var ekkert óðlilegt við
það, að starfsmenn sendiráðsins
vissu slíka hluti. Tyrkir unnu í
öllum sendiráðunum i Ankara,
hvort sem þau voru sendiráð
óvina eða vina, mikil viðskipti
fóru fram á milli þeirra. Tyrkir
í þýzka sendiráðinu skiptu á Rin-
ar- eða Moselle-vínum fyrir
whisky úr bandaríska eða brezka
sendiráðinu og vodka úr því sov-
ézka. Konur og menn í sendiráð-
inu drukku svo þetta vín, whisky
og vodka og gátu vel ímyndað
sér, hvaðan það kom, en spurðu
ekki óþægilegra spurninga, og
kjaftasögurnar fóru sömu leið
og vínin, whiskyið og vodkað.
— Það hef ég heyrt, sagði ég
lágraddaður.
— Veiztu. hver hún er? spurði
Manolí.
Ég hristi höfuðið.
Hann brosti ánægjulega yfir því
að geta nú sagt mér eitthvað.
— Hún er einkaritari og heitir
Cornelia Kapp, sagði hann.
Þetta var í fyrsta skiptí, sem ég
heyrði nafnið, og enn hafði það
enga þýðingu í mínum eyrum.
Það þurfti ekki endilega að vera
nafn ungu konunnar, sem hafði
verið að rabba svo kunnuglega við
manninn með andlitið, sem ég ótt
aðist, en samt fann ég á mér að
hættan var á næstu grösum.
Um eftirmiðdaginn bar ég te í
herbergi Sir Hughe, hr. Busk,
fyrsti sendiráðsritarinn var hjá
honum.
—............hefur verið flutt
flugleiðis til Cairo. Þar er verið
að yfirheyra hana nákvæmlega.
Um leið og ég var kominn inn
í herbergið, hætti hr. Busk að tala.
Þegjandi lagði ég bakkann frá
mér, hellti teinu í bollana, settí
i disk með kexkökum á borðið og
fór aftur út úr herberginu.
Allt hringsnerist í huga mínum.
Það, sem ég hafði heyrt hr. Busk
segja, þurfti vissulega ekki að
þýða neitt, en það féll alveg inn
í myndina, sem ég hafði gert í
huga mínum.
Eg var orðinn viss um, að unga
konan, sem ég hafði séð í A. B. C.
var Cornelia Kapp, að hún stæði
í einhverju sambandi við Moyzisch
og gæti hafa haft aðstöðu til þess
að vita, að Cicero væri herbergis
þjónn brezka sendiherrans, og um
það, að það var Cornelia Kapp,
sem nú var verið að yfirheyra í
Cario. Ég hafði hina sérstaklega
næmu skynjun þess manns, sem er
í lífshættu. Ég var viss um, að
þetta væri ekki allt ímyndun
mín, og enginn efi komst lengur
að í huga mínum.
Það næsta, sem gerðist, var, að
ég sá manninn með unglega, slétta
andlitið aftur.
Hann stóð á Ahmet Agaoglu
stræti, þar sem inngangur starfs
fólks og verzlunarmanna var inn í
brezka sendiráðið. Þýddi það, að
þeir vissu, að Cicero ynní í brezka
sendiráðinu, og væri einn þeirra,
sem notaði bakdyrnar? Dyravörð-
urinn í Ankara Palace hafði sagt,
að nafn mannsins vaeri Sears eða
eitthvað því um líkt. Nafn hans
skipti mig engu, og ég komst aldr-
ei að raun um, hvað það var í
raun og veru. í mínum huga hélt
hann áfram að vera Sears — eða
— eitthvað — því — um — líkt.
Ég vissi ekki, hve lengi hann
hafði beðið. Hann stóð þama í
klukkustund, eftir að ég tók fyrst
eftir honum. Þá gekk hann burtu.
Hann gekk hægt og hugsandi af
stað og var auðsjáanlega í mjög
þungum þönkum, þegar hann
’stefndi til borgarínnar. Ég flýtti
Vatnið var spegilslétt! og gljá-
andi. Skugginn af hvítu .4cýi sveif
yfir flöt þess skammt frá bátn-
um. Síðdegissólin skein í heiði,
og himínninn var blár eins og í
maí.
Einmitt þannig mínntist hann
Pontchartrain-vatnsins, og hann
imundi líka hvernig það gat
breytzt úr ládeyðu í úfna ægi-
falda, á fáeinum mínútum. Nú var
New Orleans horfin sjónum. Brátt
myndi Mandeville-ströndin koma
í ljós eins og þokugræn rönd. Eft-
ir því sem Kamelía þokaðist nær,
myndi græni liturinn skýrast, og
hvítu blettirnir þar inn frá verða
að húsum. Því næst myndi hann
eygja allan boga strandlengjunn-
ar . . . og loks húsaþökin og sval-
irnar á „Mánaskini".
Hann þoldi naumast biðina.
Hann hafði lifað sælustu ár ævi
sinnar í húsinu þarna hinum meg
in vatnsins. Þar hafði hann veitt
dýr og físka með Sep. Hann
mundi eftir eintrjáningnum
þeirra. Hann hafði gefið Sep helm
ing í bátnum, morguninn sem
Sep datt niður úr döðlupálman-
um og lá eins og dauður utan við
vagnskúrinn. Þeir voru báðir níu
ára, þegar þetta var.
— Pas mouri — Sep, þú mátt
ekki deyja! Hann hafði talað hið
frönskuskotna mál Seps, en hann
opnaði ekki augun að heldur. —
Ég skal gefa þér bátinn minn, ef
þú hættir við að deyja! Og þá
rifaðí í augu Seps í svörtu andlit-
inu. — Ég þigg hann — ef þú
vilt gera mér þá sæmd að þiggja
hann hálfan í staðinn. Síðan lukt-
ust augu hans á ný. Síðan kom í
ljós, að hann hafði mjaðmarbrotn
að.
Hvíti drengurinn var Bendur í
jesúítaskóla. Hann kom heim á
NYR HIMINN - NY JÖRÐ
sumrin og naut frelsisins í þorp-
inu við vatnið. Þegar hann var
sextán ára, tók hann að stunda
læknisfræði. Tveim vetrum yfir
tvítugt lauk hann skylduþjónustu
við Charity-sjúkrahúsið, og síð-
ustu fimm árin hafði hann gegnt
störfum við Ancon-spítala í Pan-
ama. Hann gerðist einkennílega
glaður í sinni við tilhugsun þess,
að eiga nú fyrir höndum frjálst
líf, eins og forðum daga, þótt
hann vissi, að nú myndi hann
ekki þola það til lengdar. Hann
gerðí ráð fyrir að hverfa aftur til
Isthmus eftir nokkrar vikur, ef
faðir hans væri ekki alvarlega
sjúkur.
Farþegarnir á Kamelíu voru
mestmegnis á leið í venjulegt helg
arleyfi, og brátt var læknirinn
staddur í hópi ungra stúlkna með
fylgdarkonum þeirra. Hann hall-
aðist út á borðstokkinn við hlið
tveggia stúlkna, er bersýnilega
biðu* þess með engu minni
óþreyju en hann, að sjá strönd-
ina rísa úr sævi. Ilin eldri þeirra
var með sjónauka fyrir augum.
Skyndilega barst margraddaður
hlátur að eyrum hans. Kom hann
frá hópi ungra meyja, er mynduðu
hring um fallega, dökkhærða
stúlku, sem flatmagaðí þar í legu-
stól. hafði liún bundið græna
slæðu um hatt*sinn og hnýtt hana
í slaufu undir hökuna. Klædd var
hún nýtízku ferðaklæðnaði, með
næfurþunna silkisokka á grönn-
EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ
um fótum, er sáust niður undan
kjólnum.
Lækninum var þegar ljóst, að
það var hann, sem stúlkurn-
ar voru að hlæjá að, og jafn-
snemma duttu honum í hug hvítu
fötin sín, er orðið höfðu hroða-
lega útleikin af reyknum úr lest-
inní, sem flutti hann til skips.
En sú lest var sem sé alræmd fyr-
ir óþolandi reykjarmökk,-
Þó komst hann fljótlega að því,
að það var öllu fremur skegg hans
er gerði stúlkunum svo glatt í
geði. Hánn hafði safnað stríðu
tjúguskeggi, svo sem til verndar
gegn mývargi og öðrum skordýr-
um hitabeltisins, enda hafði það
reynzt honum einkar hentugt á
ferðum hans um Chiríquí og Dív-
ala.
Þegar hann kom aftur heim til
Ancon, hafði hann fundið skeytið
frá frænku sinni, sem hon-
um hafði orðið allbylt við og lauk
með þessum orðum:
— Komdu þegar í stað . . .
Hann hafi þó orðið að ganga frá
ýmislegum undírbúningi og sækja
um leyfi til að hverfa frá starfi
sínu. Þegar hann heyrði að skips-
ferð lægi fyrir, hafði hann setzt
upp í fyrstu lest, er flutt gat
hann til skips. Ilonum gafst eng-
inn tími að fara til rakara í
Colón.
— Mér myndi alltaf finnast ég
vera hundelt dýr, ef ég ætti að
horfa út í gegnum svona lubba!
Hún hló aftur og brá slæðuend-
anum fyrir munn sér. Allar stelp-
urnar tóku þegar í stað undir
hláturinn, eins og hirðmeyjar í
návist drottningar.
— Ég veit ekki . . . mælti sú
yngsta í hópnum, sem klædd var
einkennisfötum klausturskóla.
— De Maupassant hefir skrifað
sögu, sem heitir — Yfirskeggið,
og þar iætur hann eina konu
segja, að það sé indælt að kyssa
karlmann með skegg.
Fylgdarkona hennar leit upp úr
j bók sinni. Hún var rauðhærð og
j freknótt. Lækninum fannst hann !
kannast við hana.
j — Þú ættir ekki að lesa þess i
j konar sögur, og þú ættír ekki að
hugsa um að kyssa karlmenn. Svo
bætti hún við: — Hvar er hægt að
fá þessar sögur eftir de Maupass-
ant?
Stelpurnar ráku upp hlátur. Sú
litla í skólabúningnum lézt vera
mjög undrandi.
— Fauvette fóstra!
Vitaskuld — þetta var auð-
vitað Fauvetta d‘ Eaubonne. Hún
virtist enn horaðri en þegar hann
sá hana síðast, og klæðnaður henn
ar svo lúður, að því var líkast
sem hann væri gjöf frá einhverri
gamallí ömmu.
Nú heyrðist rödd „drottningar-
innar“ á ný.
— Ég gæti vel hugsað mér að
kyssa yfirskegg. En eitt í einu,
ekki þvílíka heysátu í einu og
sama andliti. Úff, nei! •
Hún brá upp hendinni, svo sem
tíl varnar. Stúlkan var óneitan-
lega mjög fögur, með dúnmjúka
húð, tindrandi svört augu og
dökkt hár, er féll í bylgjum nið
ur um enni hennar.
„Kóletta!" hrópaði Fauvette d
‘Eaubonne hneyksluð.
Kóletta Roussel. . .
Læknirinn stalst til að líta á
hana. Nú sá hann andlit hennar
allt, með glettnisskarðinu í hök-
una. Frænka mín! Já, og frænka
mín er bara orðin falleg!
Þegar hann fór að heiman ár-
ið 1904, var hún fjórtán ára.
Hann mínntist hennar sem lura-
legrar smátelpu, er gerði honum
ævinlega gramt í geð með því að
stara á hann. Hann var tíu árum
eldri en Kóletta, og áhugamál
þeirra voru gagnólík. Hún var
enn við nám í klausturskóla Úr-
súlureglunnar, þegar hann rækti
skylduþjónustu í Charity-sjúkra-
húsinu. Hann mundi, hvernig hún
hafði látið, þegar hann kom til að
kveðja foreldra hennar. Hún hafði
stígið eitt spor aftur á bak og
f
REIMT
verkJ
Ingólfsstræti 9
Sími 19443.
14
T í M I N N, miðvikudagur 23. sepiember 1964.