Tíminn - 30.09.1964, Blaðsíða 9
Óli hafði riðið honum í ellefu
ár, harðvítugasta klárnum hér
um slóðir og þótt víðar væri
leitað. Nú lygnir hann augun-
um. — Gat það verið, að þessi
hetja ættí að verða þarna til?
Við rótuðum frá honum og
sáum hann hvíla lendina við
kílvegginn, hálfan í vatni. Haus
inn var sokkinn um tvö fet
niður fyrir snjóskörina.
Stráin á kílbarminum komu
i ljós, þegar snjónum var rutt
frá. Hesturinn frýsaði, og
skyndilega hófst hann upp í
einum-tveimur rykkjum, reif
sig úr þessari hvítu og votu
gröf án viðspyrnu afturfóta.
— Þetta hefði enginn hest-
ur gert nema Ljótur, varð ein
hverjum okkar að orði.
Hinír kinkuðu kolli og við
horfðum allir á gamla, gráa
klárinn, sem stóð skjálfandi á
bakkanum.
Óli fór á bak honum og hélt
áfram ferðinni. Eftir stundar-
kom sagði hann:
— Mér var hætt að lítast á
þetta. Ég sá ekki betur en sá
gamli hefði misst kjarkínn.
Þeir reyndust sannspáir, sem
héldu að snjórinn væri minni
i dalnum. Að minnsta kosti
reyndist það svo í Þrönginni
austan við Heljardalsána. Þar
var aðeins föl. En muggan var
svo þétt, að hvergi sá milli
hlíða.
Við komum að ofurlítilli
tóft. Þar hafði verið kofi með
þrem röftum og raftarnir lágu
hjá tóftinni. Þarna sáum við
fyrstu kindurnar. Við köstuð
um tölu á nálega tuttugu kind
ur austan til í dalnum, og þar
stigum við af baki, undum vett
lingana og fengum okkur bita.
Gangnaforingi'nn, Gunnar á
Gunnarsstöðum, skipaði í leit-
ir. Aðalsteinn frá Brúarlandi
átti að stugga þessucn tuttugu
kindum út úr Þrönginni, Sig-
fús, Arngrímur og Sigurður að
leita dalinn fyrir vestan ána,
en Gunnar og Óli fóru kringum
Stakfell, sem lokar dalnum að
austan. Eg fylgdist með þeim,
og við riðum vestan undir fell-
inu, þar sem snjóinn hafði
lagt í dyngjur.
Við fengum veðrið beint í
fangið, þegar við komum niöur
skarðið sunnan undir fellinu.
Það var fyrsti áfanginn á móti,
og nú fengum við að smakka
á því. Þetta var lenju-stórhríð.
Við riðum fram á nokkrar kind
ur og stugguðum þeim vestur
að Þrönginni. Aðalsteinn var
kominn með sínar kindur og
við rákum hópinn vestur yfir
ána, en hvergi bólaði á hinum,
Óli sagði þeir ættu að vera
komnir. Við fórum af Daki
undum vettlinganna og börðum
okkur. Okkur fannst biðin löng,
og við spurðum hver annan
hvað hefði komið fyrir menn-
ina, en það var til lítils að
spyrja.
— Við skulum fara á móti
þeim. Það er betra en að híma
hér, sagði Gunnar.
Steinarnir þarna vestan und
ir Þrönginni voru harla líkir
mönnum og skepnum í þessu
veðri, en tóku á sig raunveru
legri myndir, þegar komið var
að þeim. Skyndilega sáum við
þyrpingu hreyfast úr
stað. Þetta var fjárhópur, og
nú sáum við fleiri þústur á
hreyfingu. Sigfús var næstur
og rak margar kindur og
lengra frá djarfaði fyrir Sig
urði og Arngrími. Þeir höfðu
lent í ófærð vestantil í daln-
um. Féð var hungrað, og das
að eftir reksturinn, og þeir
höfðu orðið að skilja eftir
Hópurinn var lengi að silast
um klungrin niður að ánni. er.
þar var aftur skipt í leitir. —
Sigfús, Sigurður og ég fórum
vestur á svokallað Hvítahraun
en hinir héldu áfram með reksi
urinn norður með ánni og
smöluðu með sér. Undir venju-
legum kringumstæðum hefðum
við átt að smala út að ytri kofa
og liggja þar um nóttina, en
nú var það um seinan. — BÓ.
Það er afar fróðlegt að dvelj-
ast í Washington. Hér skynjar
maður sögu þessa hraðvaxandi
og margbreytilega þjóðfélags.
sem Bandaríkin eru, í skjótara
bragði en annars staðar í land-
inu. Rás hrimsviðburðanna fer
hér heldur ekki hjá garði, því
að segja má að nú orðið gerist
fátt eitt í veröldinni, sem for
ustumenn, sérfræðingar og dag
blöð hér í Washington láti sér
með öllu óviðkomandi. Mjög
var hlýtt í veðri fyrstu vikurn-
ar af september, svo að jafnvel
manni, er kom hingað frá Ri-
víeru íslands, það er Eyjafjalla
sveit, þótti nóg um. En þrátt
fyrir óþægindi sökum hitanna,
reyndi ég að nota vel þær
stundir, er gáfust frá skyldu-
störfum, til að kynnast þessari
borg og mynda mér einhverja
skoðun á henni. Sagt er að
Washington og íbúar hennar
bregði upp allmjög nákvæm
um þverskurði af bandarísku
þjóðlífi Samt er borgin ekki
verulega stór á hérlendan mæli
kvarða. íbúar munu vera um
ein milljón. Um það bil þriðj-
ungur þeirra starfar í þjónustu
ríkisins og flestir hinna hafa
afkomu sína á einn eða annan
hátt af að vinna fyrir þá.
Miklar breytingar hafa orðið
hér síðari árin á hlutföllum
milli kynþáttanna Svertingjar
hafa flutzt hingað í vaxandi
j mæli og þeim fjölgar örar en
hvítum mönnum. Nú er talið
að rúmlega helmingur Wash
ingtonbúa sé hörundsdökkur
Og í barnaskólum borgarinnar
eru nemendur svertingjar að
þremur fjórðu hlutum og vei
það. Þær tölur tala skýru máli
um það, hvert stefnir í framtíð-
inni Sambúð hvítra og svartra
virðist aLgóð og árekstralítii.
enda nneigist öll stefna þings
og stjórnar í átt til fullkomins
jafnréttis. En samt er ems og
kynþættirnir kjósi sem allra
minnst samneyti hver við ann
an. Það sýnir sig greinilega hér
i Washington Hafi t d svert
ingjafjölskylda flutzt i hús
hverfi hvítra manna. þa hafa
þeir hvítu flutzt burt hver af
öðrum og hverfið orðið alsvart
á fáum árum.
Washington er einstæð á
margan hátt og þá ekki hvað
sízt fyrir það, að hún er fyrsta
borgin í veröldinni, sem stofn
að er til sem höfuðborgar Saga
hennar hófst snemma vors
1791. George Washington, for-
ingi nýlendubúa í frelsisstríði
þeirra og fyrsti forseti Banda-
ríkjanna, valdi þá væntanlegri
höfuðborg stað skammt frá sjó
á Norðurbakka Potomac-árinn-
ar, sem skilur að ríkin Mary-
land og Virginiu. Nokkru síðar
lagði hann svo hornstein að
þinghúsi ríkisins og valdi Hvíta
húsinu stað. Það var brýn þörf
fyrir höfuðborg, sem öll fylkin
gætu sætt sig við. Philadelphia
og New York höfðu gegnt
þessu hlutverki um skeið, en
rógur og tortryggni milli hinna
nálega sjálfstæðu fylkja olli
því að um hvoruga varð full
eining. Höfuðborgin mátti ekkj
standa í neinu hinna einstöku
fylkja, er mynda Bandaríki
Norður-Ameríku. Þess vegna
varð það þrautaráðið að kljúfa
sneið út úr fylkinu Maryland,
reisa nýja borg og setja hana
undir stjórn alríkisins.
Fyrstu stórhýsin, sem hafizt
var handa um að reisa voru þing
hús og forsetabústaður. Fram-
kvæmdir gengu hægt og það
var ekki fyrr en árið 1800, sem
forseti og þing fengu þar inni
Hin nýja borg var skírð Wash-
ington til heiðurs fyrsta forseta
og föður lýðveldisins, sem þá
var nýlega látinn.
Washington óx hægt framan
af. Einnig vayð hún fyrir þung-
um skakkaföllum sökum ófrið-
ar. í byrjun 19. aldar áttu Eng-
lendingar í langvinnum styrj-
öldum við Frakkland Napóle-
ons. Frakkar ráku allmikil
verzlunarviðskipti við Banda-
ríkin. Það reyndu Englendingar
að hindra með hafnbanm, sem
leiddi til styrjaldar milli þeirra
og Bandaríkjamanna
Árið ’814 komu herrar hafs-
ms siglandi upp Potomac-ána
og í skyndiárás hertóku þeir
höfuðborg hins unga ríkis og
brenndu til ösku flestar opin
berar oyggingar. þar á meðal
Hvíta húsið og þinghúsið. En
brátt komst á friður með þess-
um frændþjóðum og Banda-
ríkjamenn endurreistu Wash-
ington.
Á tímum þrælastríðsins risu
öldurnar hátt í Washington,
þar sem lega borgarinnar er
þannig að eins vel mátti búast
við að hún gengi á hönd Suður-
ríkjamönnum sem unnu það tii
að kljúfa ríkisheildina til að
varðveita þrælahaldið En
Abraham Lincoln forseti setti
traust sitt á borgina eins og
einingarhugsjón ríkisins og
Washington hélt velli sem höf-
uðborg Norðurríkjanna öll
stríðsárin. Á þeim tímum var
oft glatt á hjalla í sölum full-
trúadeildar og öldungadeildar
þinghússins, þar sem hersveitir
Norðurríkjanna voru hýstar
um lengri og skemmri tíma,
meðan þær biðu eftir að verða
sendar á vígstöðvarnar fyrir
sunnan. Eftir þrælastríðið varð
Washington höfuðborg ríkisins
í enn ríkara mæli en áður og
hefur vegur hennar farið æ
vaxandi síðan.
Skipulag Washingtonborgar
er mjög einfalt og fullkomið
frá byrjun. Götur eru yfirleitt
beinar og breiðar. Þær, sem
liggja frá norðri til suðurs eru
merktar með tölustöfum 1, 2, 3,
o.s.frv., en þvergöturnar á þær
með bókstöfum a, b, c, o.s.frv.
f viðbót við þær skerast svo
breiðgötur á ská í ýmsar áttir
frá þinghúsinu Capitol 1 miðri
borginni líkt og geislar frá
stjörnu.
Margt ber fyrir auga hins
framandi í Washington. Þar
eru ágæt þjóðminjasöfn og
listasöfn Þar gnæfa fagrar
kirkjur flestra trúarsamfélaga.
Fjöldi glæsilegra stórhýsa
setja svip á borgina. Ný-klass-
iskur stíll er allmjög algeng-
ur eins og t.d. á húsi hæsta-
réttar. Af opinberum bygging
um er þinghúsið mest og feg-
urst, þar sem það lyftir vold-
ugu hvolfþaki sínu uppi á
Kapitolhæðinni í hjarta borg-
arinnar Hvíta húsið er líka
afar stílhreint og fagurt, um-
iukt iitskrúðugum görðurn.
Minnismerkið ura Washington
forseta sést víðast hvar langt
Framhaio =• -siðu ib
Ljótur í kflnum.
TÍMINN, miðvikudaairtn 30. september 1964
9