Tíminn - 30.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri Kristián Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristiánsson. lón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrú) ritstiórnar- Tómas Karlsson Frétta st.ióri Jónas Kristiánsson Auglýsingasti.: Steingrimur Gíslason. Ritstiórnarskrifstofur i Eddu-húsinu simar 18300—18305 Skrit stofur Bankastr 7 Afgr.slml 12323 Augl slml 19523 Aðrar skrifstofur. simi 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán tnnan lands - t lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.l. Hvað er eftir af „viðreisnarstefnunni‘ ‘? Sjálfstæðisflokkurinn barðist ssm kunnugt er mjög barkalega gegn efnahagsmálastefnu vinstri stjórnarinn- ar og fleiri ríkisstjórna á undan, sem hann átti ekki þátt í og taldi það stjórnarfar spillt og öfugsnúið. Ákveðna þætti stjórnarstefnunnar taldi hann þá öðru íremur óalandi og óferjandi og beina undirrót dýrtíðar- aukningar og alls konar ófarnaðar. Einkum réðst flokk- urinn hart á niðurgreiðslur vöruverðs og verðuppbætur útflutningsvara, afskipti stjórnarvalda af kjaradeilum, skuldasöfnun við útlönd og opinberar framkvæmdir úti um land, sem hann kallaði ..pólitíska fjárfestingu“. Þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn tók svo við ríkisstjórn byggði hann stefnuna upp fyrst og fremst með það fyrir augum að afnema þessa ,,spillingu“, og þetta kallaði hann ,,við- reisnarstefnu“, sem í því væri fólgin að stöðva dýrt’ð- ina, afnema uppbótarkerfið, varast stjórnarafskipti af kjaradeilum, hætta skuldasöfnun við útlönd og lækka skatta og álögur á almenningi. Nú hefur ríkisstjórnin setið við að framkvæma „við- reisnarstefnuna“ í fimm ár, og hvernig hefur til tek- izt um framkvæmd þessarar yfirlýstu viðreisnarstefnu: Hefur dýrtíðin ekki verið stöðvuð? Hún hefur magn- azt meira en í tíð nokkurrar annarrar ríkisstjórnar, siðan „nýsköpunarstjórnin“ leið. Hefur uppbótarkerfið ekki verið afnumið? Niður- greiðslur á vöruverði eiga sér nú st.að 1 stórum stíl, lík- lega meiri en nokkru sinni fyrr, og útflutningsuppbætur eru nú greiddar á allar helztu útflutningsvörur. Líklega hefur stjórnin þó ekki skipt sér af kjaradeil- um? Jú, hún hefur neyðzt til þess að eiga beinan og óbeinan hlut að samningum hvað eftir annað, meira að segja gengið svo langt, að forsætisráðherrann skrifaði undir kjarasamninga við hlið forseta Alþýðusambauds- ins, og gefið skriflegar yfirlýsingar í sambandi við samn- inga um búvöruverðið. En skuldirnar við útlönd, eru þær ekki horfnar? Stað- reyndin er sú, að þær eru nú hærri en nokkru sinni fyrr og hafa aukizt stórlega síðan 1958, þótt engin stór- virki, svo sem raforkuver eða verksmiðja hafi verið gerð, og á þessu ári er viðskiptajöfnuður orðinn mjög óhagstæður þrátt fyrir uppgripa afla- met í útflutoingi og hækkandi verð á söluvörum okkar En „pólitíska fjárfestinginí'? Þar hefur sljórmn þumb azt einna lengst við, en nú hefur hun orðið að láta und- an síga og verið er að undirbúa nokkra opínbera fjár- festingu í síldariðnaði úti á landi. Og nú hljóta menn að spyrja? Hvað er þá orðið eftir af ,.viðreisnarstefnunni?“ Stjórnin hefur nú beinlínis neyðzt til þess að taka upp allt það, sem hún fordærndi mest og kvaðst mundi afnema. Og hún hefur misst tök á dýrtíðinni og hækkað skuldir við útlönd Hún er nú farin að stjórna að miklu leyti gegn hinni upphaflegu ,, viðr eisnar stef nu “, En það er eitt, sem hefur tekizt, bó að bað væri ekki opinber stefnuyfirlýsing. Stjórninni hefur tekizt með okurvaxtapólitík og sérstakri skattránsstefnu í skjóli blekkinga að margfalda álögur á almenningi færa skat.ta byrðarnar af gróðamönnum og auðjöfrum ytir á herðar hins almenna borgara og styðja mest.u gróðamenn landsins til enn meiri auðsöfnunar. Henni hefur íekizt að gróðursetja á ný hatrama íhaldsstefnu. sem áðnr hafði verið að nokkru upprætt. Það er líka sú „viðreisn* sem bún taldi einhverju máli skipta. Þórarinn Þórarinsson: Elzta höf uöborg Rússlands RÚSSAVELDI hefur haft þrjár höfuðborgir um dagana, Kiev, Moskvu og Leningrad. Kiev var fyrsta höfuðborgin og er langelzt þessara borga Því kemur aðkomumanni á óvart, að hún er langsamlega ungleg- ust þeirra að útliti. Ástiyð an er sú, að Þjóðverjar löpðu hana að mestu í rústir, þegar þeir voru hraktir þaðan í stríðs lokin. Á undanhaldi sínu reyndu Þjóðverjar að evði- leggja allt, sem þeir gátu í Sovétríkjunum, m.a. til að tefja eftirför Rússa. Þó mun Kiev hafa verið einna verst leikin. Nær strax éftir stvrjöMina hófust Úkraníumenn handa um að byggja höfuðborg sína að nýju. Þeir byggðu helztu Ir.rki- ur og aðrar sögulegar stórbygg ingar upp í sama stíl og áöur, ;n oreyttu að öðru leyti öllu ikipulagi og útliti boigarinn- ar. í mið'oorginni voru bvggð- ir -miklar stórbyggingar, götur nafðar mjög breiðar, trjágróðri og blómareitum ætlað gott •ými meðfram þeim, og víða komið fyrir smekklegum görð um eða opnum svæðum. Kiev er því að dó-mi flestra erlendra ferðamanna fallegasta stór- borg Sovétríkjanna í dag, og jafnframt sú borgin, þar sem íbúunum fjölgar einna mest, næst Moskvu. Það mun ekki langt þangað til, að þar verða | tvær milljónir íbúa. í úthverf- um borgarinnar er nú byggt mikið, jafnframt þvi, sem verið er að reisa alveg. nv 'borgar- hverfi. Nokkur þeirra er verið að byggja austan Dnjepr en áður var borgin öll vestan meg- in. KIEV á Dnjeprfljótinu ”PP runa sinn að þakka. Það var mikil samgönguleið fyrr á öld um og er raunar enn. Kiev reis upp á hæðum, vestan megin fljótsins, þar sem gott þótti til varnar og eftirlits með ferðum. í byrjun áttundu aldar fara sögur af henni sem allmiklu-m verzlunarstað, en þá lá þar um helzta verzlunarleiðin milli Eystrasalts og Svartahafs. Það var um þetta leyti, er sænskir víkingar stofnsettu fyrsta ríkið í Rússlandi í Novgorod, en mið stöð þess fluttist til Kiev nokkru fyrir aldamótin 900. Síð an var Kiev höfuðborg Rúss lands á fjórðu öld, eðf til 240 er Tatarar komu að austan og lögðu hana og allan suðurhluta Rússlands undir sig. Þeir lögðu Kiev að mestu í rústir. Rúm- lega 100 árum síðar féll Kiev undir yfirráð Litháa og síðan Pólverja. Á siðari hluía 1? ald ar varð Kiev fyrst rússnesk aft ur og var um skeið höfuðborg kósakkaríkis, er heyrði undir Rússaveldi. Síðar hvarf þetta ríki alveg ínn i Rússaveldi, en Kiev hélt stöðu sinni sem aðal- borg hins rússneska hluta Úkraníu. Borgin rétti mikið við á 18. og 19. öld og eru t.d. ýmsai merkar stórbyggingar frá þessum tíma. aðallega þó kirkjur Fyrst eftir byltinguna virtist Kiev ætla að missa sögu lega stöðu sína, því að Kharkov var þá gerð höfuðborp Úkran íulýðveldisins. Árið 1934 var þessu breytt og Kiev gerð höf | uðborg að nýju. Eftir styrjöld i ina hefur Kiev bé fyrrt eidui heimt hina fornu sög’degu forustu sína. Borgin er nú ekki aðeins aðsetur fyrir stjórn Ukraníu, heldur miðstöð fyrir margþætta mennta og vísinda- starfsemi og mikinn og vax- andi iðnað. Hvarvetna sjást þar merki um mikla uppbygg ingu. Lítið dæmi um það, er hin nýja neðanjarðarbraut, sem að vísu er ekki erns íburðar- mikil og neðanjarðarbrautin í Moskvu, en hins vegar m’ög vistleg og smekkleg og hefur það m. a. sér til frægðar, að þai er að finna dýpstu nsðanjarð arstöð sem til er. BLÓMATÍÐ Kiev til forna var ellefta öldin. Þá var Kiev höfuðborg í mjög víðlendu ríki Frá þeim tíma er að finna merkar sögulegar minjar i Kiev, Kristni var' lögtekin þar um líkt leyti og á 18137101. Þá verandi stórfursti i K.ev, Vladimir, hafði verið mjög slarkfengmn í uppvextinnm og mikill harðstjóri. en gerðist trú hneigðui með aidrinum. Um skeið hugðist hann gerast Muhameðstrúar, því að honum leizt ekki illa á .jölkvætn en féll þó frá þessu ráði, þegar það fylgdi með að mega hvorki neita víns né svínakjöts Hann gerðist þá kristinnar 'úa: oe lét skíra alla borgaröúa '•ama daginn - Jnjepr Höfðingjarnii fylgdu fljótt fordæmi furstans og kepptust við að byggja kirkj ur og er talið að næstu áratug ina hafi verið byggðar 400 kirkjur i Kiev. Kiev varð heizta kirkjulega miðstöðin í Rúss- landi og ýtti það mjög undir áhrif hennar. Mestur mun veg ur borgarinnar hafa orðið í tíð Jaroslavs, sem var einn af tólf sonum Vladimirs, en þeir börð ust um völdin, unz allir voru fallnir, nema Jaroslav. Hann færði út ríkið og setti aý íög, sem um margt líktust foinnor rænum lögum. Við fráfall sitt skipti hann ríkinu meðal fimm sona sinna, þótt einn héldi aðalforustunni, en þetta leiddi síðar til upplausnar og tog- streitu sem gerði ’-íkið of veikt og sundurþykkt til að mæta vax andi ágangi þjóðflokka, sem sóttu á að austan. Árið 1240 lögðu Tatarar Kiev undir sig og eyðilögðu að mestu, eins og áð ur segir. Áhrif Kiev héldust þó nokkra stund enn, eða á með an yfirmaður rússnesku kirkj unnar hafði aðsetur þar. Þegar hann flutti til Moskvu 1320 náði Moskva fyrst forustunni sem hin nýja höfuðborg Rúss- lands. Mcðan vegur Kiev var mestur, var Moskva lítt þeKkt smáborg. EINN merkasti sögulegi stað urinn í Kiev er Pechersky- klaustrið, sem var stofnsett af Vladimir stórfursta í byrjun 11. aldai og er hann gra’inn í einni af kirkjum þess, Klausturbyggingarnar na yfir stórt svæði og eru sumar þeirra frægar fyrir stíl sinn Þetta var Framnaic a öðo -.i Þættir frá Sovétríkjunum T í M I N N , miðvikudaglnn 30. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.