Tíminn - 30.09.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1964, Blaðsíða 1
Vatnið sparað — ekkert vatn á bílaþvottastæðunum MYNDIN hér aS ofan er tekin á stærsta bílaþvottastæði borgarinnar um mesta annatímann, en þar er ekki nokkur bíll, enda vatnið ekkert, Myndin hér til hliðar er af borhoiunni nýju og dælunni við Gvend- arbrunna, en hún hefur orðið til að draga úr vatns skortinum. (Tímamynd-GE). Vatnið er fariö aö aukast aftur HF-Reykjavík, 29. september. Siðustu vikuna hefur vatns- magnið í Gvendarbrunnum staðið í stað, og er nú rétt byrjað að aukast aftur, svo að ástandið i vatnsmálum Reykja- víkur virðist vera að batna. Nú er einnig d-ælt úr aukaborholu, rétt hjá brunnunum, og borgar búar hafa lagt vatnsveitunni mikið Iið, með því áð bregð- ast vel við tilmælum um að eyða ekki vatn’i í óhófi. Nú má búast við rigningu innan skamms og leystist þetta vanda- mál þá af sjálfu sér, en nú hefur verið alvarlegur vatns- skortur á aðra viku. Á sunnudaginn var byrjað að dæla í brunnana úr borholu, sem er þar rétt hjá. Úr henni koma um 50 sekúndulítrar af vatni og hefur það bætt ástand- ið mikið. Fyrir nokkru voru boraðar einar 15 holur þarna í nágrenninu til að athuga streymi neðanjarðarvatnsins. Aðeins ein þeirra, sú, sem er í gangi núna mun verða virkjuð Síðar er svo ætlunin, að nota sem mest neðanjarðar vatn til neyzlu, þar sem brunn- arnir eru þegar fullnýttir. Ef alvarlegra ástand skapað- íst í vatnsmálum borgarinnar, en nú rfíkir, má alltaf grípa til þess ráðs, að leiða vatn í brunnana frá uppsprettunni við Jaðar. í fyrstu var búizt við, að svo þyrfti að gera núna, en sú varð ekki raunin á. Til að draga úr óhóflegri neyzlu Hramhalo a ift -ihu hendingu handritanna! ANDSTÆÐIN6AR AFHENDINGARINNAR SAFNA FÉ AF MIKLU KAPPI BG—Reykjavík, 29. sept. Handritamálið er nú komið aft | ur mjög á dagskrá, m.a. með shrlf um danskra blaða, sem segja, að handritamálið verði eítt fyrsta verkefni hins nýja þjóðþings Dana Þá kemur og fram. að andstæð ingar afhendingarinnar séu reiðn búnir til að leggja fram miklar fjárfúlgur til málareksturs fyri. dómstólum, verði lagafrumvarpið um afhendinguna, sem samþvkkt var árið 1901, samþvkkt á nýjan leik og lögin komi *il fram- kvæmda. Sé nú tilbúin sérstök stofnun til að sjá fyrir fjár- liagshliðinni á þeim málarekstri. Hér fara á eftir úrdrættir úr einkaskeyti frá Aðils fréttaritara Tímans i Kaupmannahöfn og frá sögn norsku fréttastofunnar NTB um þetta mál. I í dag birtir Berliuske APena- i vis forsíðugrein um nandritamálið I undir fyrirsögninni: Stofnun reiðu j búin að verja miklum fjármmum í í dómsmál. Þá tilfærir Dlaðið um- I mæli danska kennslumálaráðherr Framh á 15 síðu SPRENGIR KÍNA? Bjarni riddari heitir MNikulás<á KJ-Reykjavík, 29. sept. EFTIR tvo tll þrjá daga mun Nikulás láta úr Reykjavíkurhöfn. en Bjarna riddara hefur nú ver- ið gefið nafn að nýju og það skráð á kinnung skipsins að griskum hætti. Myndin hér að ofan var tekin á dögunum i Reykjavíkurhöfn, og sést á henni hvernlg Grikkir skrifa nafnið Nikulás. NTB-Washington, 29. sept. DEAN RUSK, utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir í sérstakri yf irlýsingu, sem birt var í dag, að Kínverjar muni gera fyrstu tií- raun sína með kjarnorkusprengju ir.nan tíðar. Bandaríkin munu þegar í stað fá vitneskju um það, ef slík kjarn orkusprenging verði framkvæmd og muni stjórnin þa gefa út yfir- lýsingu um málið. Rusk bætir við, að enda þótt slík tiiraun gefi enga ástæðu til að ætla, að Kína eigi í fórum sínum birgðir af kjarn- orkusprengjum, hafi Bandaríkin gert sér fulla grein fyrir, að Kín- verjar leggja áherzlu á að komast í raðir kjarnorkuvelda. Sagði Rusk, að Bandaríkin hefðu reikn- að tneð alla tíð, að Kínverjar myndu afla sér kjarnorkuvopna í sambandi við herbúnaðaráætlanir sínar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.