Tíminn - 04.10.1964, Side 1
fSH WTTY&TYfmGÍ
TVÖFALT
EINANGRUNAR- ori. GLEP ZUara reynsla hérlendis SÍMMMCCi
226. tbl. — Summdagur 4. október 1964 — 48. árg.
KomiB /
tízkuhér
að læra
leiklist?
EJ-Reykjavík, 3. október.
Erlendis vilja allar stúlkur
verða dáðar kvikmyndastjörnur.
En hér á landi verða stúlkumar
að láta sér nægja leikhúsin, og má
■egja að það sé orðið tízkufyrir-
fcrigði að ganga í lcikskóla. Þrír
leikskólar verða starfræktir hér í
borginni í vetur, Leikskóli Þjóð-
leikhússins, Leikskóli Leikfélags
Reykjavíkur og Leikskóli Ævars
Kvaran, og nú í byrjun skólaárs
eru 60—70 nemendur í þeim.
í Leikskóla Þjóðleikhússins eru
venjulega 6—12 nemendur, en að
þessu sinni eru þeir 7, að því er
þjóðleikhússtjóri, Guðlaugur Rós
inkranz, tjáði blaðinu í dag. Hann
sagði, að skólinn væri til tveggja
ára og nýir nemendur aðeins tekn
ir inn í hann annað hvort ár, en
til þess að fá að reyna sig við inn-
tökupróf, þarf nemandinn að hafa
stundað leiknám að einhverju
leyti áður. Skólinn var settur í dag
og hefst kennsla á mánudag.
Kennarar verða 8 og kenna þeír
framsögn, raddbeitingu, leiklistar-
sögu, skylmingar, látbfagðsleik,
sviðstækni og leiklist.
Leikskóli Leikfélags Reykjavík
ur er í tveim deildum og í fyrri
deild eru nú 18 nemendur en í
seinni deild 12. Aðsóknín var mjög
mikil, en í skólanum nú er sama
nemendatala og í fyrra. Kennarar
skólans eru margir, en aðalkenn-
arar eru 7, þer Gísli Halldórsson,
Helgi Skúlason og Steindór Hjör-
leifsson, sem kenna leiklist, Sveinn
Einarsson kennir leiklistarsögu,
Andrés Björnsson bragfræði og
ljóðsögu, Ingibjörg Stephensen tal-
tækni og Lllja Hallgrímsdóttir,
sem kennir ballett og sviðshreyf-
ingar. Auk þess er kennd í skól
anum t. d. sálarfræði, skylmingar
og fleira.
Leikskóli Ævars Kvaran útskrif
ar árlega 14—15 nemendur, en
eins og í mörgum öðrum skólum,
þá eru nemendur nokkru fleiri í
byrjun námsárs. Mun láta nærri,
að í leikskólunum í Reykjavík séu
nú 60—70 nemendur.
HSSiiiiifiia
Helgi Hallgrímsson, verkfræðingur, ekur lengdum jeppa Inn í vatnabíllnn DREKA vlð Skelðará. Björn Ólafsson verkfræðingur stendur
til hllðar. Maðurinn uppi á DREKA er Pétur Krlstjónsson, sem hefur eklð honum í reynsluferðunum yfir sandinn. Dreki svamlar yfir
hvað sem fyrlr er með bíl innanborðs, og getur m. a. siglt á lýgnu vatnl.
MÆLINGAR VEGAGERÐARINNAR A SKEIÐARARSANDI I SUMAR
VEGUR LAGDUR UM
SKEIÐARÁRSAND?
MB—Reykjavík, 3. okt.
Nú í sumar unnu verkfræðingar frá vegamálaskrifstofunni að
mælingum á Skeiðarársandi með tilliti til vegar- og brúargerðar
yfir sandinn, en til þessa hefur veríð talið, að erfitt myndi að
brúa þau miklu vatinsföll, sem þar eru. Mælingar þær, sem gerð-
ar voru, eru algerar frummælingar og ekki Iíkur á að hafizt
verði handa um vegargerð á næstu árum, en telja má líklegt,
að þessi síðasti tálmi hringbrautar umhverfis landið verði yfir-
unninn áður en mjög larogt líður.
Það voru verkfræðingarnii
Helgi Hallgrímsson og Björn
Ólafsson, sem við þessai mæl
ingar unnu, og voru þeir og
farkostur þeirra ferjaðir yfir
stærstu vatnsföllin á vatnabíln
um Dreka. Mælingarnar voru
einkum gerðar við vatnsföllin
á sandinum, Núpsvötn, Súlu.
Sandgígjukvísl og Skeiðará.
Mikil hlaup koma stundum i
þessi vatnsföli og þó einkum
Skeiðará og Sandgígjukvísl og
munu þessar mælingar einkum
hafa verið gerðar til að geta
séð, hvaða áhrif slík hlaup
myndu hafa á hugsanlegar brýr
og veg á sandinum. Fróðir
menn telja, að nú muni skammt
að bfða hlaups í Skeiðará og
Kvíslinni, sennilegt að þau
komi innan árs. Skeiðará bylt
ist víða um i slíkum hlaupum,
og þyrftp vegur og brú yfir
hana því að vera mjög ramm
ger mannvirki, ef þau ættu að
standast hlaupið. Hins vegar
rennur Sandgígjukvísl eftir
djúpum farvegi ofan til á sand
inum og fer ekki úr honum í
hlaupum, svo par ætti að vera
unnt að gera brú, sem stæðist
hlaupin.
Blaðið innti Helga Hallgríms
son eftir þessum mælingum í
dag. Hann kvað þá félaga ekki
hafa komizt til að vinna úr
þessum mælingum enn þá, þar
eð þeir væru uppteknir við að
vinna að hinni nýju fjögurra
ára áætlun, sem leggja á fyrir
alþingi í vetur samkvæmt nýju
vegalögunum. Vildi Helgi því
ekki láta hafa mikið eftir sér
í sambandi við þetta mál, en
taldi að sennilegt væri að unnt
yrði að brúa vatnsföllin með
Framh á 15 síðu
Slátrun gengur vel og dilkar þungir
MB—Reykjavík, 3. okt. innti hann frétta í dag. inu myndu nú yfirleitt setja ó-
! Hann kvað slátrun ganga ágæt- j venjumargt fé á í vetur, mun
Slátrun gengur vel á Suðurlandi lega og myndi henni lokið með; fleira en í fyrra. og svo hitt að
og dilkar eru með alþyngsta móti alfyrsta móti, yrði hún langt kom j félagið starfrækir nú einu slátur
og flokkast einnig óvenjuvel, að in um 10. þessa mánaðar. Kæmi j húsi fleira en áður, það er hið
sögn Jóns H. Bergs forstjóra Slát- þar einkum tennt til, í fyysta nýja og glæsilega sláturhús á
urfélags Suðurlands, er blaðið lagi það, að bændur á félagssvæð-1 Laugarási í Biskupstungum.
en
Myndin er tekin vlö setningu leikskóla Ævars Kvaran á föstudagskvöldlð.
Tímamynd-KJ.
þar er unnt að slátra um 1200
fjár á dag.
Jón kvað dilka nú vera með al-
bezta móti. Væru þeir yfirleitt
talsvert þyngri en dilkar voru í
fyrra, og voru þeir þó í meðal-
lagi þá. Þá kemur hitt og til, að
dilkar flokkast nú einnig með al-
bezta móti og fá bændur því meira
fyrir afurðir sínar
Sagði Jón, að hann hefði heyrt
á mörgum að þeir teldu að fall-
þungi dilka og flokkun værí betri
en mörg undanfarin ár. Þá sagðist
hann hafa orðið var mikils áhuga
hjá bændum á félagssvæðinu á
að fjölga kindum og myndi fleira
verða sett á nú í haust en að
undanförnu, eins og fyrr segir.
Jón kvað kjötsölu f borginni
ágæta núna. enda kæmi hækkað
afurðaverð ekki fram í hækkuðu
vöruverði, vegna niðurgreiðslna
og taldi hann að salan hefði frem-
ur aukizt í verzlunum féiagsins
miðað við undantarin haust.
' > V
i t f