Tíminn - 04.10.1964, Síða 8
Tungnaá hefur mikið verið í
fréttum að undanförnu. Þar
hafa verið settir kláfar, bæði
til flutnings á hilum og svo til
þess að flytja mælitæki vatna-
mælingamanna út á ána og
við hana eru líka bátar til
að flytja yfir menn og fé. f
tilefni af öllu þessu fengum
við fei-ðasögu, sem Guðlaugur
Lárusson skrifaði árið 1949,
eftir að bíl haíði í fyrsta sinn
verið ekið yfir Tungnaá, og
þá skammt frá l.eim stað, sem
nefnist Tanga\að.
Halldór Eyjólfsson kenndur
við Rauðalæk sagði okkur dálít
ið um forsögu þessarar ferðar,
það var hann sem ók bilnum
yfir. — Eg var fjárvörður við
Hald árið 1942. en það sumar
kom Haraldur Amason gang-
andi einsamall að norðan, úr
Bárðardal og suður Sprengi-
sand, og sagði l.ann okkur, að
sandurinn væri eipn samfelld-
ur bflvegur. Við vissum að
Tangavað hafði verið til og mik
ið notað til forra, bæði af
ferðamönnum og fyrir stóð-
rekstur á Holtamannaafrétt, en
það hafði verið týnt í noklcur
ár. Sumarið 1942 forum við ríð
andi yfir ána á sama stað og
við fórum á bflnum 1949.
— Norðlendingar höfðu ver
ið mjög áhugasamir um ferðir
suður sandinn, cg 1948 voru
þeir komnir alla leið að
Tungnaá, Ferðafélag Akureyr-
ar stóð fyrir þessu, undir for-
ystu Þorsteins Þorsteinssonar,
Sigurjóns Rist og með í förinni
var Páll Arason
— Svo var það sumarið eft
ir, að við lögðum í Tungnaá á
bfl. Farið var yfir neðst í
Hestatorfunni. Bíllinn sem við
notuðum var gamall Ford, smíð
aður í Kanada og sá eini sinnar
tegundar á landinu. Með þess-
ari ferð, sem gekk mjög vel
var brotið blað i sögu miðhá-
lendisferða, þegar upplýstist,
að hægt var að aka yfir
Tungnaá á bíl. Strax árið eft-
ir 1950 fór flokkur man-na und-
ir fararstjórn Guðmundar
Jónassonar og finna þeir þá
Hófsvað, sem þá liafði ekki ver-
ið þekkt áður, og nokkrum ár-
um seinna finnst vað inn við
Fremri Tungnaárbotna, sem
Skaftfellingar fundu.
— En Tangavaðið, sem við
fórum yfir á, vai ekki hið
forna Tangavað. Það fannst fyr
ir nokkrum árum eftir tilvísan
gamalla fjallamanna í Holtum,
og er talið öruggt o" ekki vand
ratað vað. Það er r okkru vestar
en hitt, sem við fórum, og
liggur yfir í Sultartanga, sem
er vestur við Þjórsá, og er
það Tangavað, sem nú er notað.
Fyrsta bílferð yfir Tungnaá
Það hafði lengi legið við borð
að kanna Tungnaá og reyna að
að komast yfir hana á bíl. Guð-
mundur Jónasson, sem vanur er
fjallaferðum á bílnum sínum,
hefur allra manna mest gert af
því með góðum árangri að kanna
nýjar leiðir. Hann hafði nú ákveð-
ið að láta til skarar skríða þetta
haust og helzt að fara þá alla leið
norður í land, Sprengisandsleið,
ef heppnin væri með.
Halldór Eyjólfsson, sem um
þessar mundir var starfandi hjá
Guðmundi, hafði stundum ver-
ið með í ferðum um öræfin. Hann
hafði fyrir nokkrum árum haft
á hendi fjárvörzlu við Tungnaá
og legið í tjaldi í Torfunni við
ána. Hafði hann þá farið ána
á hesti skömmu austar en hún
fellur í Þjórsá og fengið þar sæmi
legt vað á henni. Enda mun
Tungnaá hafa verið riðin þarna
áður fyrr, er menn fóru milli
byggða eða í fjárleitum og öðr-
um fjallaferðum.
Það varð nú ekki fyrr en 24.
september, sem lagt var af stað
að kanna ána. Halldór hafði tek-
að sér að skreppa inn eftir og
reyna að finna gamía vaðið, þar
sem hann hafði farið yfir forð-
um.
Það varð úr, að hann leyfði
mér að fara með í þessa ferð.
Líka var með okkur ung stúlka,
dönsk, Rigmor Hyldig að nafni,
sem dvalið hafði hér á landi um
nokkurt skeið og ferðast hér tölu
vert. Hún hafði nú helzt í huga
að fara með alla leið norður, ef
farið yrði. Þetta gat nú orðið
hálfgerð svaðilför, svona síðla
sumars, en hún setti það ekki fyr-
ir sig, ef hún fengi að sjá dálítið
meira af landinu og kynnast því.
Bíllinn, sem við fórum á, var
stór og sterkur trukkur, eínn. af
þeim bílum, sem mér virðast sam-
eina það bezt, sem þeir bílar þurfa
að hafa, sem lagðir eru í svona
ferðir, vonda vegi og vötn. Það
er hvað hann er hár og kraftmik-
ill og því góður að vaða. Hann
virðist eitthvað svo öruggur og
traustur, að maður er aldrei
hræddur um að hann muni bila.
Ferðin inn eftir gekk vel. Veg-
urinn var greiðfær ínn fyrir Rang
árbotna a.m.k., en þá var ekki
gott úr því að fylgja slóðinni.
Víða í Sölvahrauni hvarf gatan
alveg og nú var.farið að skyggja
all verulega og þoka að færast
yfir, sem huldi fjöllin að mestu,
svo að við sáum aðeins í rætur
Valafells.
Það var orðið svo áliðið dags,
er við komum inn að Haldi, að
ekki var annað fyrir hendi en
að tjalda og búa um sig fyrir nótt-
ina. Veður var þurrt og stillt, en
þungbúið. Tjaldið reistum við í
byrginu við ána og sofnuðum
bráðlega við þungan nið elfunn-
ar. — Nema e.t.v. Halldór, —
hann hefur kannski hlustað enn
um stund á ána tala við sjálfa sig
og reynt að finna eitthvací út úr
því. Hann hafði allan hug á að
kanna ána og vildi gjarna heyra
hvað hún hafði að segja, einnig
að nóttu til. Svo rann sunnudag-
urinn upp, mildur og hægur, en
ekki sólskin. Nú fórum við Hall-
dór að huga að bátnum, þar sem
hann lá á hvolfi og borið á
hann grjót. Okkur leizt svo á
hann, að vissara væri að fara var
lega með hann því hann var gam-
all og fúinn og vantaði á hann
nokkuð af kjölnum. Við settum
hann samt niður og rerum yfir
á hinn bakkann á meðan Rígmor
hitaði morgunkaffið. Við höfðum
nú nóg að gera um stund við
að taka til í gamla leitarmanna-
kofanum við ána og laga dálítið
dyraumbúnaðinn o.fl. Eftir morg-
unverðinn byrjaði svo aðalstarfið
að kanna ána. Nú fórum við öll
á bátnum yfir og var hann svo
dreginn ærinn spöl niður eftír.
Okkur þótti vissara að halda okk-
ur með landinu, því að víða
er grunnt á steinum og mikill
straumþungi sums staðar, og viss-
um við, að báturinn var ekki fær
um að mæta neinu verulegu
hnjaski. Fyrst er við komum á
þær slóðir, þar sem Halldór hélt
að hann hefði farið ána forðum,
var byrjað að kanna dýpíð.
Nú var gott að hafa þriðja
mann til að ausa bátinn, að öðr-
um kosti hefði hann verið fljót-
ur að fyllast. Halldór reri, en ég
hafði þann starfa á hendi að reyna
að finna botninn. Það gekk nú
ekki alltaf sem bezt, þó að ég
hefði skaft, sem var um iy4metri
á lengd. Það var ekki líkt því
að næði botni sums staðar, enda
þótt ég kafaði upp að olnboga
stundum. Þegar það kom fyrir að
ekki var dýpra en rúmlega hálft
skaftið, varð Halldór glaður við
og reri þá, hratt og hrópaði í
ákafa:
\ \
Guðlaugur Larusson
Halldór við nýja bílinn sinn, en á honum hefur hann ferjað yfir minni bíia á Tangavaði í þrjú sumur, 1961,
1962 og 63.
— En hér, en hér.
Áin rann þarna í fimm álum
og var miðállinn lang mestur, víst
nokkuð á annað hundrað metra
breiður, og fór mest af tímanum
í að kanna hánn.
Við löndin báðum megin var
dýpið mest, svona skaftið á enda
h.u.b., en á stóru svæði í miðri
ánni virtist okkur vera klöpp og
var þar mikið grynnra. Eltt var
það, sem okkur fannst mikils
virði, botninn virtist alls staðar
harður og sléttur. En þar sem
þetta var jökulvatn var ekki gott
að vera öruggur um, hvað botn-
inn merkti. Það gat verið hætta
á, að þar gætu leynzt pyttir eða
stallar, sem bíllinn ætti erfitt með
að komast yfir eða væru beinlín-
is hættulegir. Nú vorum við bú-
in að róa þarna fram og aftur
um það bil fjóra tíma og búin að
missa kjölinn alveg undan bátn-
um. Spýttist nú vatnið upp um
naglagötin eins og smá gosbrunn-
ar hingað og þangað.
Þá þóttumst við vera búnir að
finna þarna bezta vaðið, sem um
var að ræða og eftir því, sem
Halldór sagði, mjög sæmilegt. Ég
var nú efablandinn, að þjað væri
nokkurt vít í því að leggja bíl í
þetta vatnsfall, nema þá að hafa
sérstakan útbúnað til bjargar, ef
illa færi eða þá hitt, að áin minnk-
aði að mun frá því sem nú væri.
Við mundum áreiðanlega ekki
gera tilraun núna að komast yfir,
enda hafði þetta átt að vera ein-
göngu könnunarleiðangur eða
undirbúningur að frekari rann-
sókn. Þar sem báturinn var nú
ekki sjófær lengur, urðum við að
sækja bílinn upp í Hald til að
geta skilað bátnum á sama stað.
En er við vorum búin að koma
bátnum upp á bílinn, var okkur
ljóst, að þýðingarlaust væri að
skilja hann eftir, því að engum
væri fært á honum yfir ána leng-
ur. Það gæti líka verið hættulegt
þessvegna að hafa hann þarna.
Það varð því úr, að við tókum
hann með heim til að fá gert við
hann fyrir næstu ferð þarna inn
eftír, eins og Halldór sagði, því
að hann var ekki í neinum vafa
um, að Guðmundur færi þarna
inn eftir innan tíðar. Þá var hald-
ið heim á leið, enda degi tekið
að halla og óveður í aðsigi. Svo
vorum við orðin meira og minna
hrakin eftir volkið í ánní og átt-
um fullt í fangi með að halda
á okkur hita á milli. Ferðin nið-
ur á land gekk vel og var fyrst
stanzað í Skarði, og þáðar góð-
gerðir hjá Kristni bónda og konu
hans. Er við fórum þaðan, var
komið niðamyrkur og foráttuveð-
ur, stormur og úrhellsirigning.
Á einum stað á Holtavegínum
rétt á móts við Marteinstungu
urðum við fyrir dálítilli töf. Við
vorum að mæta bíl í illviðrinu
og kanturinn var laus á nýlögð-
um veginum og lét undan. Nú
stóðum við þarna föst og bíllinn
spólaði sig neðar og neðar, ef
reynt var að aka honum aftur eða
fram og var nú farinn að hallast
ískyggilega. Þá bar þar að jeppa-
bíl, sem reyndi að hjálpa okkur,
en það stoðaði ekkert, hann var
alltof Iéttur á veginum og gat
ekki hreyft okkur úr stað. Vor-
um við nú í dálitlum vanda stödd
um stund, veðrið var líka svo
vont, að varla var vært úti svona
hlífðarfatalaus.. Þá vorum við svo
heppin, að þarna átti leið um
stór vörutrukkur, sem góðfúslega
tók í spottann og kippti okkur
upp á veginn aftur. Eftir þetta
gekk okkur eins og í sögu og við
náðum heim litlu fyrir miðja nótt
og lýkur hér fyrra þættí.
Annar þáttur.
Seinni ferðin var farin hálfum
mánuði síðar. Við lögðum af stað
á laugardegi kl. 2. Nú tökum við
daginn öllu fyrr, og var ætlun
okkar að ná það tímanlega inn
að Tungnaá, að við gætum flýtt
eitthvað fyrir okkur þetta sama
kvöld.
Það hafði verið ætlun Guðmund
ar og þeirra að fá nýjan bát hjá
Vegagerðinni eða öðrum aðilum,
en ef það tækist ekkí, þá að fá
gamla bátinn. Hvorugt af þessu
tókst samt á þessum tíma, svo að
við urðum að taka bátinn með
aftur eins og hann var. Við feng-
um samt með okkur spýtu, sem
festa mátti á hann og nota fyir
kjöl. Nú vorum við á öðrum 10
manna bíl Guðmundar, auk stóra
bílsins frá síðustu ferð, enda 11
manns með í ferðinni. Við feng-
um ágætt veður inn eftir og
stönzuðum hvergi. Nú var öllu
bjartara yfir leiðinni og skyggní
gott til fjallanna. Það var haldið
beinustu leið að hinu fyrirhugaða
vaði og tjaldað þar á árbakkanum
undir lágum grasi vöxnum hól-
um. Var nú farið að taka til við
bátinn, festa á hann kjölinn og
svo framvegis. Líka höfðu þeir
fengíð með lítið bátkríli (jullu)
aðeins fyrir tvo menn eða varla
það. Við sáum nú á einu merkinu,
sem við höfðum sett niður við
vatnið í fyrri ferðinni, að heldur
T í M I N N, sunnudagur 4. október 1964. —
8