Alþýðublaðið - 14.01.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1954, Blaðsíða 4
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. janúíir 1954. Útgefandi: AlþýSuflokkurina. Ritstjóri og ábyrgSarœaCur: Ham<ibal Valdimarssau Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamentn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emmi Möller. Ritstjómarsíman 4901 og 4902. Auglýsinga- rfml' 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Met íhaldsins í eyðslu og sukki. „Forustuhlutvetk" Framsóknarflokksins og - ÍHALDIÐ er alltaf að reyna að hræða skattborgara og kjós- endur í Reykjavík á því, að ef íhaldsmeirihlutinn missi nú völdin, muhi taka við eyðsla, sukk og glundroðí í stjórn bæj- armálanna. Hér er metið. En þetta er alveg áhrifalaus hræða, því að eyðsla, sukk og glundroði kemst hvergi í hálf- kvisti við það, sem ríkt hefur og ríkir hjá íhaldsmeirihlutan- um í Reykjavík. ÓtrúSeg saga. Eða hvað segja menn um þær upplýsingar Magnúsar Ást marssonar, að stjórn Reykja- víkurbæjar kostaði SJÖ MILLJÓNIR, fjögur hundruð i og sjötíu þúsund krónur áriðj 1952? Fyrir þremur árum, 1949,1 hafði þessi útgjaldaliður veriði fjórar milljónir og sjö hundruð! þúsund og þá þótt nógu hár. — En af þessu sjá menn, að kostn- aðurinn við skrifstofubákn þetta hefur HÆKKAÐ um hvorki meira né minna en tvær milljónir og sjö hundruð þús- und á einum þremur árum. Ætli þetía sé ekki eítthvað ná- lægt heimsmeti? Sagan endurtekur ssg« En því miður virðist sama sagan endurtaka sig um öll önnur skrifstofubákn Reykja- víkurbæjar. Framfærslumálaskrifstofan kostaði tæpa hálfa milljón fyr- ir þremur árum og blöskraði mörgum, en í fyrra kosíaði hún 850 þúsundir. Kostnaðurinn við hana hækkaði þannig um þrjú hundruð sjötíu og fimm þúsund krónur á þremur árum. Skrifstofur Áhaldahúss Reykjavíkur kostuðu rúma hálfa milljón árið 1949. Á árinu 1952 var kostnaðurinn við hana 649 000. Skrífstofukestuað- ur tvöfaldast á 3 árum. Skrifstofukosínaður hiíaveit- unnar gerir þó betur, því að hann hefur rúmlega tvöfaldazt á þremur árunum frá 1949— 1952. Sama er að segja um kostnaðinn við skrífsíofur . upprætt, nema með falli íhalds strætisvagna. Hann hefur ins. I Kvennadeiid Sfysav.fél. í Reykiavík heldur skemmtifund fimmtudaginn 14. þ. m. kl. 8,80 í Sjálfstæðishúsinu. — Til skemmtunar: Smárakvartettinn symgur. ■— Upplestur: Frú Guð_ ný Sigurðardóttir. — Dans. — Fjölmennið. Stjórnin. aammmmaKmmmmmmmmmmmmmrnimmmmmmmmmmmmmi meira en tvöfaldazt á þremur árum. Kostna’ð-urinn við skrifstofu- hald Rafmagnsveitu Reykja- víkur var _árið 1949 tvær millj- ónir, tvö hundruð fimmtíu og átta þúsund, en í fyrra var hann orðinn tvær milljónir, níu hundruð og sextíu þúsund. — Hækkun á þremur árum sjö hundruð þúsund krónur. Fjórföldun á 3 árum En sennilega hefur Inn- kaupastofnun Reykjavíkur þó metið í útþenslu skrifstofu- kostnaðar, því að hjá henni hef ur tekizt að fjórfalda skrif- stofukostnaðinn á árunum 1949 —1952. — Hvar skyldi eyðsl- an, stjórnleysið og glundroðinn hafa komizt á hærra stig? íhaldiö móti rann- sókn. En þegar Magnús Ástmars- son lagði til, að skipuð væri nefnd til að athuga allan þenn- an ótrúlega skrifstofukostnað Reykjavíkurbæjar og gera þannig tilraun til að draga úr skriffinnskunni og minnka kostnaðinn við þessi mál með fastari stjórn og betra skipu- lagi, mátti íhaldið ekki heyra það nefnt og taldi það óþarft með öllu. Eru kjósendurnir á móti sparEiaÖi? En hvað segja skattgreiðend- ur og kjósendur í bæniim? Telja þeir óþarft að þessi mál verði tekin föstum tökum, svo að hægt væri t. d. að verja meira fé til útrýmingar bragga- ræksnunum og öðríi heilsuspill andi húsnæði í höfuðborginni? Nei, bað er víst, að meirihluti Reykvíkinga er þeirrar skoðun- ar, áð það þurfi að koma í veg fyrir áframhaldandi stjórn- leysi, sukk og glundroða, með^ því að svipta íhaldið meirihluta aðstöðu sinni og hreinsa til í í-( haldsbælinu. j SrkkiÖ 0«?; spillingin' v^rst í Reykfsvík. í engu bæjarfélagi á landinu er óþarfaeyðslan, sj)illingin og óstjórnin nærri því eins inikil, og í Reykjavík, þar sem íhaldið hefur haft alræði í meira en 30 ár. — Sú spilling verður aldrei HAMARK ÓSVÍFNINN- AR í yfirstandandi kosninga baráttu er tvímælalaust sú staðhæfing Tímans, að Fram sóknarflokkurinn hafi á hendi forustuhlutverkið í baráttunni gegn íhaldinu í Reykjavík. Þórarinn Þórar- insson endurtakur þessa blekkihgu dag eft'r dág og . gefur í skyn, ,að það sé ,;yiá- mannfeg köllun sín að kom- ast í þæjarstjórn. Út af fyr- ir sigler ekkert við það að athugá, þó að Þórarinn biðji fólk að kjósa sig. Hitt nær engri átt að viðhafa í kosn- ingabaráttu aðferðir Tímans og Framsóknarflokksins. STAÐREYNDIRNAR Lítum á staðreyndirnar varðandi „forustu“ Fram- sóknarflokksins í baráttunni gegn íhaldinu. ITann situr í ríkisstiórn ásamt íhaldinu með Ólaf Thors í forsæti. Stefna ríkisstjórnarinnar er öll lærð á kennslubók íhalds ins. Stjórnarflokkarnir eru í dag eins og samvaxnir tví burar. Á alþingi gengnr varla hnífurinn á milli þing manna Framsóknarflokksins og íhaldsins. Og Tíminn er svo hrifinn af ást.um Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæð isflokksins, að hann var að montast af því á sunnudag, að Framsóknar'.’istir' væri ccðin helzta skemmtiatriði ihaldsins í Holstein! Þó hef- ur honum hingað til verið sárara um Framsóknarvist- ina en nokkurt af stefnumál um. Framsóknari! okksins. RÖKSEMDIR JÓNS. Þessir kærleikar 'Fram- sóknarflokksins og íhaldsins háfa leitt til þess, að í út- varpsumra iðunum fyrir jól- in bar Jón Pálmason frain þá hugmynd, að stjórnár- flokkarnir rynnu saman í einn flokk og helzt sem fvrst. Þó hefur Jón ver- ið einn af svörnustu and- stæðingum Framsóknar- flokksins í herbúðum í- haldsins undanfarna ára- tugi. Hann varð og fyr;r persónulegu mótlæti í sam- bandi við endureisn rikis- stjórnarinnar í haust, þar eð hann varð áð víkja sem forseti sameinaðs þings að kröfu Framsóknarflokksins. En Jón varð að loka augun- um fyrir öllu þessu vegna þeirrar staðreyndar, að sam- búð flokkanna er svo náin og góð, að honum finnst tví- býlið á íhaldsjörðinni ástæðu laUiSt og aðeins til bölvunar. Miklu betra að rífa Fram- sóknartorfbæinn og timbur- hús íhaldsins og láta Thors arana bygg.ia í amerískum stíl yfir báða flokkana. ÞÖGNIN OG ÓPIN. Tíminn hefur vsrið fáorð ur um þessa athyglisverðu hugmynd Jóns Pálmasonar. En Þórarinn Þórarinsson og Þórður Björnsson æpa hins vegar að Alþýðuflokknum, bera honum á brýn sam- vinnu við íhaldið í bæjar- stjórn Reykjavíkur og taka sér í munn marghraktar blekkingar kommúnista. Sjálfir tala þeir um forustu hlutverk sitt í baráttunni gegn íhaldinu og spámann- ■ lega köllun í bæjarstjórn. En samtímis hjúfra forustu menn Framsóknarfokksms' sig upp að íhaldinu í flat- sæng stjórnarsamvinnunnar og hafa sennilega begar sam ið um það við Ólaf Tfiors og Bjarna Benediktsson að senda Þórð Biörnsson upp í til Gunnars Thoroddsens og Jóhanns Hafsteins, ex bæjar stjórnarihaldið barf á full- tingi, að halda. Tíminn seg- ir, að fhaldinu sé illa víð Þórð. En ætli það taki nær sér að notast við harm en allan Framsóknarflokk'nn, ef nauðsyn krefur? Herjölfur. Benedikt Gröndal: ærinn REYKJAVÍK er ung borg, og hún á mikla framtíð fyrir sér. Hún er nú á gelgjuskeiði, vex hröðum skrefum, en er hvergi nærri fullsmíðuð á neinu sviði. Það er því mikilvægt, að Reykvíkingar geri sér grein fyrir þeim vandamálum, sem munu hafa mesta þýðingu fyr- ir framtíð borgarinnar og eiga mestan þátt í því, hvernig tekst að skapa úr henni hei'stevpt og fagurt samfélag, þar sem kom andi kynslóðir geti' lifað hollu og góðu lífi. í þessum fáu línum, og nokkr um, sem munu síðar koma, verður rætt um hinn ytri ramma borgarinnar, sem at- vinnulífið, borgarlífið allt, hreyfist í. Það verður rætt stuttlega um hjarta bæjarins, um bQddarskipulag hans og ef til vill einstök atriði fleiri. LÁGREISTUR KJARNI. Miðbærinn í kvosinni milli hafnarinnar og Tjarnarinnar verður hjarta Reykjavíkur um alllanga framtíð, enda þótt mið depill byggðarinnar, verzlun og atvinnufyrirtæki færist aust ur á bóginn. Þess vegna verður ur að byggja miðbæinn upp, og það er þegar óhætt að fella þann dóm, að það befur dreg- izt óhóflega, að byrjað væri á því verki og bæjarsvipurinn í heild Iíður mjög fyrir þennan drátt. Þá vaknar sú spuming: Af hverju hefur miðbærinn ekki verði byggður upp? Það hefur verið reist geysimikið af alls konar byggingum í bænum, en á hinum miklu peningaárum eftir stríðið hefur aðeins risið Framfíð Reykjavíkur ein bygging í miðbænum og tvær eru í smíðum. Hvers vegna ekki fleiri? Það er haft eftir einum af borgarstjórum íhaldsins, að senr^ilega verði að draga úr dugnaði brunaliðsins til að hraða endurbyggingu. miðbæj- arins (hvort sem það er rétt eftir haft eða ekkik En j.afnvel á brunarústunum hafa ekki ris ið nýjar byggingar? Hvers vegna? Skýringin á þessu fyrirbrigði er hið óhóflega báa lóðaverð. Það er ekki efnilegt að þurfa að byrja á því að greiða á aðra milljón fyrir lóðina eina, þeg- ar reisa á miðlimgs skrifstofu- J byggingu. Það er von, að þá sé beldur byggt úti á jaðri bæj arins, þar sem hægt er. að fá leigulóðir. Það er ekki eðlilegt, að menn sem af tilviljun eiga lóðaskika í miðbænum, eða hafa erft þá, verði milljóna- mæringar af því 'einu. Hér er um að ræða einn óréttlát- asta agnúann á eignaréttin- um, agnúa, sem þegar er orðinn Reykjavík dýr. Ekki þarf svipta menn eign- ura. Þeir eiga að fá sann- gjarnt verð fyrir þessar lóð- ir, §n ekki uppskrúfað brask verð, eins og nú er á lóðun- um. Það hafa verið gerðar marg- ar tilraunir til þess að skera kúfirt' af lóðaverðinu og skapa legur og fagur miðbær geti ris ið og þar verði hægt að leggja umferðaræðar, sem bera hina miklu umferð. En frumvörp í þessa átthafa jafnan gufað upp, sálazt einhvers staðar í völund arhúsi nefnda, ráða, stjórna, álitsgerða — og hreinnar and- stöðu. Kjarni þessa máls er. sá, að íhaldið vill ekki breyta þessu ástandi og þess vegna hefur ekkert verið gert til þess að hrófla við því. Þetta er frá sjónarmiði íhaids manna eðlilegt. Þeir telja það sjálfsagt, að maður geti orðið milljónamæringur án þess að hreyfa hönd eða fót, og þess vegna halda þeir verndarhendi ófremdarástandinu í þessurn lóðamálum. Þeim er sama, þó að Reykjavík sé kollóttari og verri bær fvrir bragðið. Þeim er sama, þótt bæjarsjóður verði að eyða milljónum af út- svörum borgarbúrt í hvern skika sem. þarf að kaupa undir götu. Þeim er sam.a þótt bæjarbúar verði að greiða milíjónir fyrir nýjar götur, vatn. frárennsli og rafmagn í ný hverfi fyrir byggingar, sem hefðu átt að rísa í miðbænum. Þeim er meira áhugamál að vernda hinn helga rétt peningamann- anna. Annar Þrándur í Götu þró- unar miðbæjarins er skipulag- ið. Það er enn ekki buið að samþykkja endaníegt skipul.ag nema fyrir hluta af miðbænum. Og hvaða hluti ætli bað sé. Það er svæ'ðið, sem Morgunblaðs- höllin stendur á, og næsta um- hverfi. Þegar Morgunblaðið þurfti að byggja, var rokið til og gengið frá skipulagi Aðal- strætis og Grjótaþorpsins, hvað sem tautaði. Ætli þeir hefðu flýtt sér að samþykkja skipu- Framháíd á 6. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.