Tíminn - 18.10.1964, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 18. október 1964
H JðN OPNfl MYNP-
USTARSVNINGU
GB-Keykjavík, 17. október.
Myndlistarsýning verður opnuð
í Listamannaskálanum í dag, fjöl
breytileg sýning á myndum úr
margskonar efni eftir hjónin
Kristínu H. og Jóhann K. Eyfells.
Frúin sýnir 50 andlitsmyndir úr
olíulit á léreft og viðarkoli á
pappír, ljósmyndir, raderingar og
skúlptúr, en Jóhcnn eingöngu
skúlptúrmyndir. Þetta er önnur
sýning Jóhanns hérlendis, en
fyrsta sýning Kristínar, og fyrsta
sinn, sem þau sýna saman.
Kristín er frá Siglufirði, dóttir
Halldórs fyrrv. héraðslæknis Krist
inssonar og konu hans Kennýar
Jónasdóttur. Hún hóf nám í tízku
teikningu 1945 í San Francisco
og giftist nokkru síðar Jóhanni K.
Eyfells, sem var þá við nám í
bygginga-, höggmynda og málara
list við Kaliforníuháskóla í Berke
ley, sem stendur við San Franc-
iscoflóann. Kristín byrjaði að lesa
sálfræði í New York 1957, fluttist
þrem árum síðar með manni sín
um til Florida, hélt þar áfraim
sálfræðináminu við ríkisháskólann
og lauk prófi. Jafnframt lagði hún
stund á fagrar listir og brautskráð
ist „Bachelor of Fine Arts“ í
árslok 1963. Myndir eftir Kristínu
hafa verið á samsýningum í ýms-
um borgum vestra, og sérsýningu
hélt hún í Gainesville í Florida í
apríl s. 1. Ein radering Kristínar
var valin á landsýningu amerískra
svartlistarmanna, sem haldin var
í Oklahoma í vor.
Jóhann K. Eyfells er Reykvík-
ingur og foreldrar hans Eyjólfur
TBIVIgNN ...... .................. 9
Kristín oq Jóhann Eyfells að Ijúka vlð uppstillingu myndanna i Listamannaskálanum. T. v. er skúlptúrmynd
eftlr Jóhann, og t. h. annað eftir Kristínu. Tímamynd-KJ.
listmálari Eyfells og Ingibjörg
kona hans. Að loknu verzlunar-
skólanámi hér fór hann til Kali-
forníu og hóf þar nám í byggingar
list og myndlist J945, fluttist til
Florida 1950 og lauk námi í
byggingarlist 1953. Starfaði síðan
sem arkitekt og listamaður í
New Jersey og New York, en
sneri aftur til Florida 1960 og
stundaði framhaldsnám í listadeild
ríkisháskólans. Kom heim árið
eftir og hélt sérsýningu á skúlp-
túr og málverkum seint í nóv-
ember. Jóhann átti og verk á
samsýningu íslenzkra myndlistar-
manna í Louisiana-safninu í Dan-
mörku 1962. Skólaárið 1962—63
kenndi hann við listadeild Florida
háskólans, hélt tvær skúlptúrsýn-
ingar þar vestra og átti verk á
samsýningu myndhöggvara í
Florida. Og í sumar tók hann
meistarapróf í fögrum listum við
Floridaháskóla og hélt sérsýningu
þar í ríkinu.
Sýning hjónanna í Listamanna
skálanum verður opin kl. 14—22
til 26. okt.
Guðmundur Sveinsson, skólastjóri:
Skuld okkar og skylda
Hugleiðingar á baráttudegi Landsamb. gegn áfengisbölinu
„Landssambandið gegn áfeng-
isbölinu“ nefnast samtök er leita
áheyrnar á þessum degi 18. októ-
ber að koma á framfæri viðvörun
og hvatningu.
Viðvörunin felzt í því að gera
grein fyrir hörmum og böli, sem
leiðir af áfengisneyzlu.
Hvatningin er sú að vekja metn
að þjóðarinnar, að lagt sé lið heil
brigðum hugsunarhætti, glædd til
finning fyrir ábyrgð og skyldum.
Þeim mun flestum ljóst, sem
standa að þessum samtökum, að
fordæming og forboð eru lítt væn
leg að tryggja árangur
Bindindis boðskapur a ekki mík
inn hljómgrunn með þjóð okkar.
Spurningarnar eru þvert á móti
harla áleitnar: Er bindindis boð-
skapur til nokkus nýtur? Er hann
ekki beinlínis til bölvunar? Fer
það ekki í fíni taugar manna að
vera fræddir um það, sem allir
vita?
Hvers vegna að vera að efna
til blaðaskrifa og stofna til ræðu
halda um efni, sem hverjum
manni er meira eða minna ljóst?
Alla munu að minnsta kosti gruna
að hvaða niðurstöðu komizt verð-
ur.
Er það ekki líka staðreynd, sem
ekki verður móti mælt, að for-
boðnu ávextirnir eru alltaf eft-
irsóknarverðastir?
Það er engin ástæða til að dylja
sjálfan sig þess, að flest virðist i
fljótu bragði mæla með því, að
öllum fyrrgreindum spurnmgum
sé svarað játandi. Það er stað-
reynd, að bindindisræðurnar og
bindindisboðskapurinn einn sam-
an virðist hafa borið næsta lítinn
árangur. Um það er almennings-
álitið á íslandi óljúgfróðast.
Eitt má þó ekki gleymast. Það
er líka aðalatriði þessa máls:
Hvernig stendur á því. að bind-
indisgreinar pru skrifaðar, bind-
indisræður fluttar?
Er það aðeins af löngun höf-
undanna og ræðumanna til að
vilja vera leiðinlegir? Er það af
sérvizku? Eða er það bara hneigð-
in til að vekja athygli á eigin
ágæti, þ.e.a.s. hugsunarháttur Fari
seans, sem þakkar Guði fyrir, að
hann er ekki eins og aðrir menn?
Til munu þeir, sem þannig mæla.
Nei, því miður er ekki svo. Ástæð
an er önnur, einföld ástæða, en
miklu ömulegri og sorglegri en
bindindisgreinarnar og bindindis-
ræðumar. Það er sú staðreynd.
sem leiddi til stofnunar þeirra
landssamtaka á Íslandí, sem valið
hafa 18. október sem sérstakan
baráttudag: Áfengisneyzla er
þjóðarböl.
2.
Neyðarkall
Hér mun engin tilraun gerð að
þreyta lesendur með löngum lýs-
ingum og útlistunum á áfengisböl-
inu. Við getum heldur aldrei
með rökræðum eða orðum kom-
izt að kjama þessa máls.
Það er hjartans fremur en heil-
ans að fjalla um, meta og dæma
meinsemdir mannlífsins. Áfengis-
málin skýrskota miklu tremur til
geðlags og tilfínninga heldur en
rökhyggju og heilabrota.
Einfalt dæmi og nærtækt sann-
ar þetta: Drukkinn maður ósjálf-
bjarga. Hugsun okkar og skilning
ur hefur fátt um þennan mann
annað að segja en bað að hann
er broslegur, skýringin er ofur eðli
leg: Hinn dauðadrukkni hefur glat
að sjálfstjórn, reyndar flestu því.
sem skilur milli manns og dýrs.
— Tilfinningin, r.jartað fellir ann
an dóm: Hér er harmleikur að,
gerast. Hér er sonur eða faðir,
hér er dóttii eða móðir. hér er
um mennskan ósigur að ræða. Til
finningin finnur ótal þætti og
þráði, sem tengja má þessu eina
atviki: Hún skynjar, að hér er
fremur hjálpar þörf en fordæm-
íng.
Að minni hyggju er það ein-
mitt þetta, sem Landssamtökin
gegn áfengisbölinu, vilja undir-
strika: Vandamál vínsins vekur
neyðarkall. Það er þess vegna,
sem í dag er leitað til allra,
ungra jafnt sem gamalla og beðið
um hjálp en ekki dóm.
3.
Samkvæmisleikur — Sorgarefni.
Áfengisneyzla hefur tvær hlið-
ar. Því skal ekki neitað. Áfengis-
neyzla er samkvæmisleikur, sak-
laus að því er virðist, meira að
segja orf örvandi og hressandi.
Þess vegna á áfengið líka marga
formælendur, menn, sem í glöð-
um hópi bergja lífsins veig. Þar
af eru orð skáldsíns:
Guð lét fögur vínber vaxa
vildi gleðja dapran heim.
Því segir líka i ævafornu orðs-
kviðasafni, sem Gyðingar eignuðu
Salómon konungi: „Hóflega drukk
ið vín gleður mannsins hjarta.“
— Þessu má engan veginn gleyma.
Það er fyllsta ástæða að gera sér
ljóst, að neyðarkallið, sem berst,
fer þess á leit við okkur menn-
ina, að við endurskoðum afstöðu
okkar til þess, sem margír meta
yndi sitt og ánægju.
Hér hljóta spurningar enn að
vakna: Hvaða vit er í því að am-
ast við yndi manna og ánægju?
Er nú orðið of mikið af sliku í
heiminum? Eru þær of margar
stundirnar, er menn una kátir og
glaðir? Ekki skal því haldið fram.
Hitt má ekki gleymast aftur
á móti. að áfengið og áfengis-
neyzlan hefur aðra hlið en þá,
sem við blasir i skrautsölunum
eða á gildaskálunum.
Það reynist stundum svo stutt
milli skrautsalanna og rennusteins
ins, milli kætinnar og harmsins.
„Þess bera menn sár
um ævilöng ár,
sem aðeins var stundarhlátur.
Þau orð hafa hvergi sannazt
betur en í samskiptum mannanna
við áfengið.
Það er vegna þess, sem neyð-
arkallið berst, að kætin, sem vín-
ið veitti, hefur oft verið greidd
með tárum mæðranna, harmi eig-
inkvennanna og sulti bamanna.
Siík kæti hefur sannast sagna þótt
dýru verði keypt. Því hafa menn
í fullri alvöru lagt böl heímil-
anna, uppgjöf ástvinanna og fram
tíð barnanna í vogarskál móti
gleði augnabliksins og hrifningu
stundarinnar, sem vínið vakti.
Þau viðbrögð era auðskilin og
mennsk.
4
Hvers þú böl kannt . ..
Undirritaður bjó einu sinní ár-
langt í húsi í fátækrahveri í
Kaupmannahöfn. I húsinu bjuggu
margar fjölskyldur. fátækar flest-
ar, verkamenn og iðnaðarmenn,
sem á þeim árum, er hér um ræð-
ir höfðu ekki ýkjaháar tekjur í
Danmörku. Þetta > ar miðaldra
fólk og barnafólk sumt af því.
Ekki urðu kynni undirritaðs af
þessu fólki náin. Þó nægðu þau
tíl þess að komast að raun um,
að næstum hver einasta fjölskylda
í húsinu háði, því miður vonlitla
baráttu við vanda áfengisneyzl-
unnar.
Á efstu hæðinni hvarf húsbónd-
inn með vissu millibili meðan
þorstinn var sárastur og tekjurn-
ar entust í það eða það skiptið. Á
hæðlnni fyrir neðan voru átökin
stundum svo mikil, að heilsu konu
og barna var hætta búin. En dapur
legust var þó vistin á neðstu hæð-
inni. Þar bjó áfengissalinn sjálf-
ur. Það var þó maðurinn, sem
ætlaði sér að uppskera arð, gera
þorsta annarra að tekjulind. Hlut-
verkið varð heilsu hans um megn.
Hann kaus sjálfur að láta gasið
stytta sér aldur
Ef til vill var ástandíð í þessu
húsi fátæktarinnar óvenjulega
slæmt. Um það skal ekkert full-
yrt, þvi að samanburður er ekki
fyrir hendi. Hitt er sannleikur-
inn sjálfur, að enginn getur gert
sér í hugarlund mannlega eymd
eins og hún birtist þarna, sem
ekki hefur sjálfur séð. — í henni
er vissulega fólgið neyðarkall, sem
erfitt er að skeyta ekkert um og
láta sem það hljómi ekki.
Hún er heldur ekki tilbúning-
ur einn, sagan af manninum, sem
stóð fyrir framan dyr veitingar-
krárinnar og heyrðist tauta fyrir
munni sér: „Þetta eru einkenni-
legar dyr. Þær eru að engu leyti
stærrí en venjulegar dyr, en samt
hefur jörðin mín, húsið mitt, eig-
ur mínar allar horfið mér inn
um þær..“
Slíkt er vandamálið, sem vak-
in er athygli á. Það er talað til
mín, það er ^alað til þín. Vera
má, að hjartað skynji atvik og
ástæður, sem heilinn fær ekki
skilið.
Brunatrygglngar FerSatlytalrygglngar Sklpalrygglngar
Slysatrygglngar Farangurslrygglngar íflalrygglngar
Abyrgiarlrygglngar Helmlllslrygglngar VelSarfœralrygglngar
Vörulrygglngar Innbúslrygglngar Glerlrygglngar
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR"
IINDARGATA 9 REYKJAVlK SlMI / 1 260 SlMNtPNI rSURETY