Alþýðublaðið - 27.04.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.04.1920, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Athugiö þettal Undirritaður tekur að sér að %era við og hreinsa rnótor-vélar af öllum tegundum, lakkhúða járn- -rúm og aliskonar muni Rösk af- greiðsla á öllu. ;•' Jón Brynjólfsson. Laugaveg 12. Sonsku seílarnir, Ýmsum getum er leitt að þvf í bænum þessa dagana, hvað valdi því, að íslands banki hafi sett i umferð hér á landi minst 2 milj. kr. f dönskum seðlum. Bankinn er skyldur að sjá Iandinu fyrir hæfiiegum seðlafjöida, eftir viðskíftaþörfinni, og er þá auð- vitað átt við ísIenEka seðla, en ekki danska. Hvers vegna hefir íslands banki flutt inn danska seðla? Lfk- legustu ástæðurnar eru þessar .* Því hefir verið hreyft opinberlega, að hætta væri á þvf, að bankinn hefði aukið dýrtíð í landinu með of mikilli seðiaútgáfu. Jafnframt þessu voru seðlar íslands banka farnir að slitna svo mjög, að þörf var á nýjum seðlum í stað þeirra gömlu. Bankinn rirðist hafa horft í kostnaðinn við prentun nýrra fslenzkra seðla, ef til vill Ifka vegna þess, að hann vildi vera óbundinn af seðlabirgðum, er nýir samningar yrðu næst gerðir við Alþingi um seðiaút- gáfuréttinn. Islands banki hafi svo tekið úr umferð um 2 milj. kr. ónothæfra íslenzkra seðla, en í þeirra stað fiutt inn sömu upp- hæð í seðlum Þjóðbankans danska, til þess að spara sér prentunar- kostnað íslenzkra seðla, og jafn- framt láta Ifta svo út í banka- reikningunum, sem seðlaútgáfan hefði minkað. í sjálfu sér hefir slík breyting engin áhrif á seðla- umferðina i landinu og verðlagið, en dönsku seðlarnir sæjust hvergi í reikningunum. Hverjar eru afleiðingarnar af innflutningi dönsku seðlanna? Is- lands banki hefir fyrst og fremst, til þess að fá dönsku seðlana, orðið að fá lán erlendis fyrir þeim, >og hefir eytt til þess 2 anilj. kr. af fé, sem annars væri handbært nú til að kaupa fyrir frá útlönd- um matvörur, kol og salt. í öðru lagi er Þjóðbankanum danska með þessu gefinu seðlaútgáfurétt- ur á ísiandi vegna framtakaleysis í-ibnds banka, sem einn hefir rétt til þess að gefa út seðla fram yfir 3/4 milj. kr. seðlaútgáfu Lands- bankans. Því er fleygt nú f bæn- um, að banna eigi útflutning danskra' seðla frá íslandi og eigi að halda þeim hér í umferð. Það er ótrúlegt. Það liggur í augum uppi, að það sem gera á í þessu máli, er að flytja sem fyrst út aftur döhsku seðlana og afla land inu með þeim inneignar erlendis. Eðlilegt væri, að íslands banki gæfi nánari skýringu á þessu máli. Hédinn Valdimarsson. Um daginn og vegii, Veðrið í dag. Reykjavfk.... NNA, -í- 2,5. fsafjörður . . . . N, -^- 3,4. Akureyri . . ., . NNV, rf- 4,0. Seyðisfjörður . . N, ~=- 3,0. Grímsstaðir ... N, -^- 6,o. Þórsh., Færeyjar NA, hiti 2,7. Stóru stafirnir merkja áttina. -f- þýðir frost. Loftvog hæst fyrir norðvestan land og stígandi. Norðanátt með nokkru 'frosti. Hríð víða á Norður- landi. Borg fer héðan um miðja vík- una til ísafjarðar, Vestmannaeyja og Bretlands. Fiskiskipin. Hafstein kom inn fyrir helgína með 15 þús. fiskjar. Luneta og Clothilde fiska nú í ís og sigia \ með aflann til Eng- lands. Coline leggur ut á morgun, fiskar einnig í is. Suðurland fer á morgun kl. 6 suður og austur um land. Engar skipaferðir hafa verið að norðan í langan tíma og ekki, fyrirsjáanlngt að svo verði í bráð. Var sagt í símtali við Akureyri nýlega, að menn, sem þyrftu að komast suður, væru í þanh veginn að leggja áf stað gangandi. TerKlunarmenn hér í bæ hafa tvisvar ritað kaupmannafélaginvt og óskað eftir því, að kjör þeirra, sem eru mjög bagborin, margra hverra, ýrðu bætt, en félagið hefir enn ekki svarað þeim. Vonandi verða kaupmenn ekki svo grunn- hyggnir, nú á þessum tfmum, að virða að vettugi sanngjarnar kröf- ur starfsmanna sinna. Og þeim ber skylda til þéss, að sjá þeim fyrir svo háu kaupi, að þeir geti lifað af því. Eagin þægð er við- skiftamönnunum í því, að verzl- unarmenn verði að svelta. En hverjir greiða kaupið, efekkiþeirí Siíleysi. Eg býst við þvf, að mörgum manni renni í skap við að sjá siðleysi það, sem sumir skipsmenn af „Islands Falk" hafa í frammi á opinberum stöðum, ekki hvað' sízt liðs/oringjarnir. A dansleik,. sem haldinn var siðastliðna sunnu- dagsnótt voru þeir margir drukkn- ir og fóru þar með hávaða og fíflskap. Ekki veit ég, hvort það' hefir verið í banni þeirra manna, sem dansleiknum stjórnuðu, en vona þó þeirra vegna, að svo" hafi verið.. Þessir menn eru ekki síður háðir lögum hér en aðrir, og vart hafa þefr komist hjá þvf' að brjóta á einhvern hátt bann- lögin. Drukknir menh eiga ekkí að lfðast á skemtunum. Það ei skýlda állra góðra borgara að sjá um það, að þeim sé varpað ut tafarlaust og þeir kærðir, því nú> mun' varla mögulegt að neyta áfengis, nema það komi í bága við bannlögin. Borgarar! Tökum höndum saman um það, að gæta bannlaganna engn sídur en antt" ara laga, kærum miskunnarlaust alla sem hrjóta þau. Q. Smávegis. Heyrst heitr, að Knud Zim- sen hafi meðal kaupmanna og spekulanta þeirra sem honum fylgja» sagt að Sig. Eggerz styddu tóva" ir sociahstar, en í K. F. U. M--* að hann styddu tómir guðleys- ingjar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.