Tíminn - 06.11.1964, Side 12

Tíminn - 06.11.1964, Side 12
12 TIMINN FÖSTUDAGUR G. nóvember 19Ci Síðhærðir eru móðin HINN síðhærði refur hefur fengið að hlaupa svo að segia óáreitt- ur um skógana síðustu árin, en nú er sá sælutími iiðinn. Refaskyttur um allan heim eru önnum kafnar við að hlað'a byssurnar, því hinn sfðhærði refur er orðinn móðins hjá kvenþjóðinni. Pelsfyrirtælki A. C. Bangs Kaupmannahöfn, hélt tízkusýn- Þessa ynd af Theimu Ingvarsdótt- ur rákumst við á í dönsku blaði. — Pelsar eru mikið móðins í ár og er Thelma að stilla sér upp til mynda- töku fyrir Ijósmyndara tízkublaðs í Kaupmannahöfn. ingu fyrir skömmu og voru þar sýndir pelsar í öllum litum, hing- að til höfum við látið okkur nægja einlita pelsa, en nú eiga þeir að vera rauðir, svartir. og gráir. — Mikla athygli á sýningunni hefur rauði, rússneski úlfurinn vakið. FRÁ AFRÍKU TIL ÍSLANDS. Öll pelsdýr eru notuð til klæða- gerðar í ár og af þeim lítið þekktu má nefna Fjallageithafur frá Suð- vestur-Afríku, flekkóttan leóparð frá Thailandi og kríthvítan kálf frá Danmörku. Úr honum er saum aður pels fyrir telpur með drengja kraga og berustykki. íslenzka sel- skinnið er vinsælt í jakka, og hef- ur brúni liturinn í því vakið mikla eftirtekt. Mikla athygli vöktu grennandi pelskápur úr dýrum skinnum, og mikilúðlegur pels úr refaskinni, sem var saumaður á breiddina og einkum gerður fyrir háar og grannar týpur, sem geta borið uppi slíka flík. SPORTPELSAR OG SILKI BUXUR. Sportpelsarnir, sem voru marg- ir hverjir úr íslenzku selskinni, voru einungis sýndir í sambandi við síðbuxur úr silki eða rússkinni. Þetta er sportklæðnaður, sem er mjög hentugur hvort seci; viðkom andi fer í gönguferðir í vetur, á skauta eða út að keyra, þó er ég hrædd um að einhverjum yrði kalt í silkibuxunum. Hin sígildu skinn eins og pers- ian, minkur, moldvarpa og fleiri, sem við kunnum vart að nefna, voru notuð í glæsilegar síðkápur, GRHIN SU, sem hér fer á eftir, átti að birtast á meðan Olympíu- leikarnir stóðu yir í Tokíó, en sökum verkfalls prentara gat ekki orðið af því. En hinir jap- önsku réttir eiga erindi ti» allra þrátt fyrlr að Olympíuloikarnir séu afstaðnir. HVAÐ fá íslenzku Olympíu- fararnir að borða í Japan? — Með tilliti til Olympíuleikanna höfuoi við valið nokkra jap- anska rétti. Japanir tilreiða mat sinn af mikilli nákvæmni og alúð. Þeir iíta á matreiðslu fæðunnar sem eina stærstu ánægju lífsins. Matur í augum Japana, er ekki einungis til þess að nærast á, heldur er hann tistasköpun Japanskur kokkur þarf að hafa næmt auga fyrir litasamsetningu, og geta lagað mat úr hráum fiski, svo að það fær vatnið til þess að koma fram í munninn á vesturlandabúa. Fyrst verður fyrir okkur SHOYU, en það er sósa úr soia baunum. Shoyu hefur þægilegt, en sérkennilegt bragð og lykt. Hún er sölt, og er því oft notuð í staðinn fyrir salt í matinn. Annað krydd, sem er vinsælt meðal þeirra er AJI-NO-MOTO eða „Þriðja kryddið", eins og við myndum kalla það. Á kín- versku heitir það Mei yen og ameríkanar kalla það Accent. Aji-No-Moto er algjörlega lit- laust, lyktarlaust óg bragðlaust, en hefur þann eiginleika að það skerpir hið upprunalega bragð matarins. Það er ýmist notað, þegar rétturinn er mat- reiddur, þegar hann er tilbúinn eða borið fram með matnum. Að sjóða hrísgrjónin á rétt- a.n hátt, er mjög þýðingarmikið alriði hjá Japönum. Hrísgrjónin ^eiga að vera snjóhvít, og vel formuð eins og perlur. Og að síðustú, með öllum mat er drukkið grænt te. Margir af vinsælustu matar- réttunum, sem eru lagaðir í Japan í dag, eru ævafornir og þá er að finna í hinni gömlu matreiðslubók KOJI RUIEN. SUKIYAKI. Þetta er ein af dýrustu og Ijúffengustu réttunum sem japönsk matsöluhús hafa á boð stólum. 3/4 kg. nautafilet, 4 msk. matarolía, 11/2 dr. japönsk soia, 11/2 dl. súpukraftur, 3/4 dl. sherry eða öl, 3 msk. sykur, 1/4 tsk. pipar, 3/4 tsk. Aji-No-Moto, sem voru með frakkasniði eða með sléttu og einföldu sniði. VATNSHELDUR SÆLJÓNAPELS. Til nýlundu má teljast að fyrir- tæki A. C. Bang, sýndi í fyysta skipti vatnsheldan sæljónapels. — Eftir margar tilraunir hefur þeim tekizt að verka skinnið þannig, að hárin hrinda frá sér vatninu án þess að litur skinnsins breitist eða að vatnið hafi önnur áhrif. Þetta gerir það kleift að nú má finna á markaðinum vatnshelda pelsa fóðraða með alsilki. Þessir pelsar sem sýndir voru eru að verðmæti taldir vera 2 mill jóna danskra króna virði, og því ekki líklegt að við munum geta efnt til slíkrar sýningar á fslandi, ekki nema refaskyttur okkar herði róðurinn. ■Fyrst er leoparðskápa, með svörtum minki í hálsinn og að neðan. Hún er sett 3 spæium einnig úr minki. Hattur úr minki. í miðið er grá uilarkápa brydduð með persian, við hana er borinn grár persian-hattur. — Og að síðustu er pels úr þvottabirni og hattur úr sama, taklð eftir því að hatturinn er með eyrnarhlífum. Myndvefnaiur í Bogasalnum GB-Reykjavík, 4 nóvember. Ásgerður Búadóttir opnaði í dag sýningu á myndvefnaði í Bogasal Þjóðminjasafnsins, þar sem hún sýnir átján myndir, og er þetta önnur sérsýning frúarinnar, en hina fyrstu hélt hún í vinnustofu sinni að Karfavogi 22. Myndvefnaður ér undarlega lítt stunduð listgrein hér á landi, það er einungis að slíkt' listafólk verði talið ó fingrum annarrar handar, í rauninni eru varla fleiri en tvær konur hérlendis, sem leggja þetta fyrir sig í alvöru. Ásgerður vakti fyrst athygli fyrir listaverk sín svo um munaði á merkri listvörusýn- ingu erlendis, og síðan eru hart- nær tíu ár, að vefnaðarmyndir eftir hana hlutu gullverðlaun á alþjóðasýningu í Miinchen vetur- inn 1955—6, og hefur hin gull- verðlaunaða mynd hennar „Stúlka með fugl“, komið út í hinu lit- prentaða listaverkasafni Helga- fells. Verk Ásgerðar hafa verið á fleiri stórum sýningum erlendis, og er þeirra frægust Norræna list- iðnaðarsýningin í París 1957, á Norðurlandasýningu í Gautaborg, en hér heima sýndi hún fyrst á- samt Benedikt Gunnarssyni list- málara í Sýningarsalnum við Hverfisgötu, sællar minningar. Myndir Ásgerðar í Bogasalnum eru allar ofnar úr íslenzkri ull, margar í sauðalitum, einstöku þó í sterkari litum, sólgulum og roða- gylltum. Þetta er ýmist sléttvefn- aður eða með loðnu, röggvarvefn- aður, sem kunnur er víða um lönd undir skandinaviska heitinu „rya“. Myndirnar bera margar nöfn; beint gegnt dyrum blasa við Krdssfarar og Flagðafeldur; þá er Regnskógur og Sól í Siena, Völ- undarhús, Glóð, Vængblik og Húm, Þöll og Sitra. Þessi sýning er mörgum karji augnayndi, auk þess sem hún hlýt- ur að vera sér í Jagi kærkomin kvenfólkinu. Hún verður opin að- eins til sunnudags, kl. 2—10 síð- degis daglega. Hér á myndinni stendur Ásgerður hjá einu lista- verki sínu í Bogasalnum . 5 dl. fínskorinn laukur, 2 1/2 dl. fínskorið selleri, 1 lítil dós af bambusskottum, sem eru skorin í þunnar sneiðar, 250 gr. champignon (sveppir) 1—2 púrrulaukar (blaðlauk- ar) skomir í þunnar sneið- ar. Blandið saman soiasósunni, súpukraftinum, sherryinu (öl), sykri, pipar og Aji-No-Moto. — Kjötinu og grænmetinu er rað- að smekklega á fat og borið inn. Matinn á nefnilega að mat- reiða inni hjá gestunum. Til þess þarf hitapönnu, eða rafmagnsplötu og steikarpönnu. Hitið olíuna á pönnunni, helm- ingurinn af kjötinu brúnað. — Kjötinu ýtt til hliðar á pönn- unni og hellið 1/4 af soiasós- unni og helmingnum af græn- metinu nema blaðlauknum, á pönnuna, og allt látið steikj- ast ásamt grænmetinu og látið steikjast 3 mín. í viðbót. Þessi réttur er borinn fram í heitum skálum, með soðnum hrísgrjónum og flaska af soiu er sett á borðið, Þeir, sem vilja hafa réttinn meira kryddaðann, bæta við kryddi eftir eigin smekk. Á meðan gestirnir borða fyrri umferð, er sú næsta sett á pönnuna og matreidd eins og hin fyrri. RITSTJÓRI: OLGA ÁGÚSTSDÓTTIR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.