Tíminn - 06.11.1964, Page 14

Tíminn - 06.11.1964, Page 14
14 TÍMINN FÖSTUDAGUR 6. nóvember 1964 Karl Kristjánsson: Trausti Árnason var Þingeyíngur að uppruna, fædd ur 7. ágúst 1888. Hann ólst upp á Hólmavaði í Aðaldal. Fór all- víða, var fiskmatsmaður norðan- lands lengi, búsettur á Akureyri og Siglufirðí og um skeið bóndi á Skaga. Hann var vel gefinn mað- ur, fríður sýnum, vinsæll, skáld- mæltur. Hann unni æskustöðvum sínum heitt og kom þangað oft til funda. Eitt sinn á seinni árum orti hann þessa vísu staddur á Hólmavaði: Hér við Laxár hörpuslátt hryggð er létt að gleyma. Ég hef — finnst mér — aldrei átt annarstaðar heima. Trausti andaðist 5. september s.l. Ástvinir hans fluttu hann á æskustöðvarnar til jarðsetningar að Nesi í Aðaldal. Það var nær- gætnislegt og fallegt af þeim. Steingrímur Baldvinssson, skáld í Nesi heilsaði honum og kvaddi hann við útförina fyrir hönd æsku vina og héraðs með þessu frumorta, fagra kvæði: Ungur fórstu heiman úr æsku dalnum, Trausti, ----innsta þráin kvaddi sinn draum við gatnamót. Reykdal Nú vitjar þú hans aftur, eins og litverpt lauf á hausti leitar hinstu hvíldar við ættar meiðsins rót. Viðkvæmnin og tryggðín í sálu þinni sungu söngvana um dalinn, er alltaf var þér kær. Á hreinu, fögru máli J)ér liðu ljóð af tungu — lind þíns sanna eðlis — svo björt og kristaltær. Einkum var þér hjartfólginn einn bær hjá bláum straumi, — hin bjarta elfur sveitarinnar hug þinn til sín dró — Kallaði í vöku og kom til þín í draumi kæra æskuheimilið og fólkið, sem þar bjó. Æskuvinir þakka þér minning morgunbjarta og milda, eins og vorið, sem nýjum gróðri ann, minningarnar kæru um heitt og göfugt hjarta, um hugsjónír og fórnarlund og tryggð við sannleikann. MINNING Pétur Jónsson Hann lézt hinn síðasta dag sept embermánaðar, 72 ára að aldri, fæddur 6. apríl 1892. Hér verður eigi skráð æviminn ing Péturs Jónssonar frá Nauta- búi. Þar verða efaláust aðrir til, sem kunnugri voru störfum hans og ferli eftir að hann hvarf til Reykjavíkur á miðjum aldri og gerðist starfsmaður Tryggingar- stofnunar ríkisins. En votta vildi ég honum látnum þakkir fyrir gömul kynni, þótt með færri orð- um verði og einkum fátæklegri, en hæfa mundi minningu þvílíks öðlingsmanns. Við vorum saman á Hólum ung ir menn. Við vorum saman einn vortíma á Akureyri. Seinna unn- um við saman, ungir og áhugasam ir, að ýmsum félagsmálum, sam- vinnumálum, stjórnmálum. Á vin- áttu okkar og samstarf allt á þeim árum bar aldrei skugga. Ég dáðist að Pétri, leit upp til hans. Ég var honum lítið yngri að árum, hann var mér til muna eldri að öllum þroska. Pétur Jónsson var míkill atgerv ismaður, vel gefinn og gerður sem þau systkini og ættmenn aðrir. Hár og íturvaxinn, afreksmaður um afl og fimi, bjartur yfirlitum, fríður sýnum og sviphreinn, mað urinn allur drengilegur og alltaf bjart í kringum hann. Hann var skarpgreindur, hugsaði mikið og kafaði stundum djúpt, braut heil- ann um lífið og tilveruna á tvítugs aldri. Hann var fátækur framan af ævi, hafði og fyrir mörgum að sjá. En hann hefði aldrei getað orðið þræll — hvorki fátæktar né fé- hyggju, hvorki örbirgðar né auðs. Til þess var hanp of sannur höfð- ingi. Við fráfall Péturs Jónssonar á ég einum fornvini færra. Hann er minnisstæður fyrir marga hlott. En hugstæðastur verður mér hann fyrir karlmannlega, æðru- lausa skapgerð, óbrigðula góðvild og öðlingslund. Það er gott að mega minnast hans sem gamals vinar. Konu hans og börnum bið ég allrar blessunar. Gísli Magnússon. Til sölu fiskibátur 100 rúml. fiskibátur 3ja ára gamall, með öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum, ásamt síldarnót. Útborgun og greiðsluskilmálar óvei.ju hagstæðir. SKIPA- OG VERÐBRÉFA. SALAN __ . 'SKIPA- LEIGA VESTURGÖTU 5 Vesturgötu 5 — sími 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiskiskipa. TIL SÖLU Til sölu er 4ra herbergja íbúð í Álftamýri, félagsmenn hafa forkaupsrétt lögum sam- kæmt. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Látið okkur stilla bifreið- ina fyrir veturinn. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32. • Sími 13 100 RYÐVÖRN Grensásveg 18 sími 19945 Nú er rétti tíminn að ryðverja bifreiðina fyrir veturinn með Tectyl Hl LOGTAK Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtökin látin fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þess arar auglýsingar, fyrir eftirtöldum giöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miða- gjaldi, gjöldum af innlendum tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, bifreiða- skatti, skoðunargjaldi af bifreiðum cg tryggingaið gjaldi ökumanna bifreiða fyrir árið 1964, sölu- skatti 3. ársfjórðungs 1964 og hækkunum á sölu- skatti eldri tímabila, útflutnings- og aflatrygging- arsjóðsgjaldi, svo og tryggingaiðgjöldum af skips- höfnum ásamt skráningargjöidum. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 4. nóv. 1964 Kr. Kristjánsson. EIGNASALAN Ingólfsstrætj 9. Til sölu Nýleg 6 herb. íbúð á 1. hæð við Hvassa- leiti ásamt einu herb. í kjallara. Vönduð 140 ferm. 6 herb. íbúð við Sóiheima, teppi fylgja, hagstæð lán. 4ra herb. íbúð á 1. hæð í Skjólunum, sér hiti, bílskúr fylgir. 110 ferm 4ra herb. íbúð við Kleppsveg, teppi fylgja. Glæsileg ný 3ja herbergja endaíbúð í fjölbýlishúsi við Fellsmúla harðviðarinnréttingar, mosaik á baði og eldhúsi, teppi fylgja, tvöfalt gler. 3ja herb. íbúð á 1. hæð í miðbænum. Vönduð 3ja herb. íbúð á III. hæð við Hjarð arhaga. Lítið niðurgrafin 3ja herb. kjallaraíbúð við Njörvasund sér inng. nýlegar ínnrétting ar. 2ja herb. efri hæð í Norðurmýri. 2ja herb. íbúð i háhýsi við Ljósheima selst tilb. undir tréverk, hagstætt lán áhvílandi. Ennfremur einbýlishús og íbúð ir í 8míðum í miklu úrvali. ö‘,fhurðir *. EIGNASAIAN HHKJAVIK jJóróur (§. cllalldórÁ6on l6eqlltur fa*Mgna*aU fngöltsstræt) 8. Símai 19540 og 1919É eftii kL 1. Sími 36191. Járnsmíðavélar útvegum vér frá Spáni með stuttum fyrirvara- RENNIBEKKIR — BORVÉLAR — PRESSUR, FRÆSIVÉLAR — HEFLAR o. fl. Verðin ótrúlega hagkvæm. Mynda- og verðlistar fyrirliggjandi FJALAR H.F. Skólavörðustíg 3, símar 17975 og 17976. Starf Ijósameistara við Þjóðleikhúsið er laust frá 1. janúar 1965. Laun samkvæmt launakerfi op- inberra starfsmanna- Umsóknir sendist þjóðleik- hússtjóra fyrir 1. desember 1964. TIL SÖLU Sjálfvirkt olíukyndingar- tæki WINKLER, miðstöðv arketill 6 ferm., 2 heita- vatnsdunkar og kolakynnt- ur þvottapottur er til sölu að Nesvegi 51 — sími 1-49-73. FASTEIGNAVAL Skólavörðustíg 3. II hæB. Sími 22911 og 19255 TIL SÖLU itt A.: 134 ferm. nýtískuleg hæð við Bugðu- læk. fbúðin er 2 stofur, 3 svefnherb. húsbóndaherb., baðherh., og eldhús. Allt teppalagt. Laust fljótlega. 5 herb íbúð ásamt 1 herb., i kjall- ara í sambýlishúsi við Skip- holt. 4ra herb. 110 fenm. íbúð á 3ja hæð við Kleppsveg. 4ra herb. 110 ferm. íbúð við Öldugötu 4ra herb. 100 ferm íbúð við Grettis- götu. 4ra herb. góð efri hæð 110 ferm. ásamt bílskÁ- við Kvisthaga 4ra herb. íbúðarhæð í sambýlishúsi við Háaleitisbraut, 3ja herb. íbúð ásamt sér þvottahúsi við Kleppsveg. 3ja herb. íbúð ásamt 1 herb. í risi í nýlegu húsi við Langholts- veg.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.