Tíminn - 08.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.11.1964, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 8. nóvember 1964 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gislason Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-búsinu, símar 18300—18305 Skrif- stofur, Bankastr. 7. Afgreiðslusimi 12323. Augl.sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. L0UIS HARRIS: BX Þriðjungur Ameríkumanna trúir ekki niðurstöðu Warrenskýrslu Lækkun álaganna Skattaálagningin, sem fór fram á síðastliðnu sumri, kom mörgum á óvart. I stjórnarblöðunum hafði verið hamrað á því dag eftir dag, að skattarnir heíðu verið lækk aðir. Þótt menn tækju þeim áróðri með gætni, munu margir hafa lagt þann trúnað á þennan áróður, að skatt- arnir myndu þó ekki hækka. Skattaálagningin sjálf leiddi annað í ljós. Skattarnir stórhækkuðu á flestiím og gengu 1 fjölmörgum tilfellum langt úr hófi fram. Jafnhliða þessu kom í ljós, að skattar sumra aðila virt- ust ótrúlega lágir'og styrktist sá grunur, að viðleitni til skattsvika færi mjög vaxandi. Svo fór, að þetta var ekki aðeins staðhæft í blöðum stjórnarandstæðinga, heldur engu síður í blöðum stjórn- arinnar, er mest höfðu áður hælt skattalækkuninni. Það var í samræmi við þetta, að Framsóknarflokkur- inn sneri sér til ríkisstjórnarinnar með áskorun um eftir- farandi aðgerðir: 1. Skattarnir, sem hafa verið lagðir á 1964, verði lækk- aðir, þar sem þeir eru mörgum óbærilega þungir og hafa reynst mun hærri en Alþingi ætlaðist til. 2- Ráðstafanir verði gerðar til að herða eftirlit með skattframtölunum 1964. 3. Skipuð verði nefnd allra flokka til að endurskoða skattalöggjöfina með það fyrir augum, að skattabvrðar verði hóflegar í framtíðinni. Ríkisstjórnin hafnaði þessum tillögum, en frumkvæði Framsóknarflokksins leiddi til þess. að aðrir aðilar komu í slóðina og sá ríkisstjórnin þá þarm kost vænstan að taka upp viðræður við launþegasamjökin um þessi mál. Þegar Alþingi kom saman, höfðu þessar viðræður eng- an árangur borið og hafa ekki gert það enn, svo kunn- ugt sé. Framsóknarflokkurinn taldi því óhjákvæmilegt til þess að ýta eftir framgangi þessara mála að leggja fyrir þingið frumvarp, er felur í sér öll framangreind megin- atriði, sem komu fram í bréfi hans til ríkisstjórnarinnar á síðastliðnu sumri, þ.e. að skattaálögur þessa árs verði lækkaðar, skattaframtölin í ár verði tekin til sérstakrar rannsóknar og hafist verði strax handa um endurskoðun skatta- og útsvarslaganna. í snjallri framsöguræðu, sem Einar Ágústsson flutti er hann mælti fyrir þessu frumvarpi, sagði hann tillögur Framsóknarflokksins um skattalækkun m.a miðaðar við það, að þær væru einfaldar í framkvæmd. Aðrar leiðir gætu komið til athugunar. Það gæti einnig verið mats atriði, hve miklar lækkanirnar yrðu. Hitt væri hins vegar sýnilegt, að þær yrðu að verða nokkrar, þai sem skatta- byrðarnar væru mörgum óbærilegar og Alþingi hefði held ur ekki ætlazt til, að þær yrðu eins miklar og raun varð á. Hærri en til var ætlazt Eftir að kunnugt varð um skattaálagninguna á síðast liðnu sumri, lögðu stjórnarblöðin mikla áherzlu á, að (skattarnir hefðu orðið hærri en til var ætlazt. Þanmg sagði Mbl. í forustugrein 14. ágúst „Það er nú Ijóst að almennar launatekjur eru miklu hærri, en menn þá gerðu sér grein tyrir :be. þegar nýju skattalögin voru sett) og fjöldi launamanna fær því hærri skatt en tilætlunin var.“ Ef stjórnarsinnar meina það alvarlega, að skattarnir hafi orðið hærri en tilætlunin var, ber þeim vitanlega að lækka þá og það því frekar, að þeir reynast mörgum alltof þungbærir. Þess vegna er ótrúlegt, að ekki verði fallist á tillögur um skattalækkun, eins og Framsóknarmenn hafa lagt til á Alþingi. Athylglisverð skoðanakönnun, sem er nýlokið í Banöaríkjunum. Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki enn sannfærður um, að í leitirnar sé kominn allur sannleikur um árásina á John F. Kennedy, þrátt fyrir skýrslu Warren-nefndarinnar. Nýlokið er skoðanakönnun meðal al- mennings og leiddi hýn með- al annars í ljós, það sem hér fer á eftir: 31 af hundraði trúir enn, að Lee Harvey Oswald hafi haft aðstoðarmenn í vitorði með sér, þrátt fyrir að fullyrt er í skýrslunni, að hann hafi verið einn um árásina á hinn látna forseta. 13 af hundraði í við- bót eru ekki vissir um, hvort Oswald hafi verið einn að verki eða ijotið annarra við. 87 af hundraði eru nú orðn- ir sannfærðir um, að Oswald hafi framið morðið. Tveir af hundraði telja að hann hafi ekki framið morðið og 11 af hundraði eru enn á báðum átt- um. Ályktun sú, að Oswald hafi notið aðstoðar, er á þeirri sho? - un byggð, að undirbúningur árásarinnar hafi verið of um fangsmikill og framkvæmdin of snurðulaus tíl þess að einn maður geti hafa verið að verki. Enn kemur til sannfæring margra um, að Jack Ruby hafi verið keyptur til að myrða Os- wald, svo og Rússlandsför ár- ásarmannsins og fyrri tengsl hans við kommúnista. Þá líta margir svo á, að Oswald hafi ekki verið fær um að leysa verkið af hendi einn og að- stoðarlaus. Skoðanakönnun fór fram nokkru áður en skýrslan var birt og önnur könnun var gerð skömmu eftir að skýrsla Warren-nefndarinnar var gef- in út. Unnt er því að skýra frá skoðunum manna á árás- inni áður en skýrslan var birt og sýna jafnframt fram á, að hve miklu leyti birting skýrsl- unnar breyttist viðhorfum þeirra. Skýrsla Warren-nefndarinn- ar var mjög víðkunn meðal al mennings. 94 af hundraði var kunnugt um hana. Spurt var: „Alítið þér, út frá því, sem þér hafið heyrt eða lesið, að sagan sé öll sögð í skýrslu Warren-nefndarinnar? Eða haldið þér. að enn sé ósvar^ð ýmsum spurningum um, hver myrti John F. Kennedy for- seta og hvernig það var gert?“ Og svörin voru: Öll sagan sögð í skýrslunni 45 % Spurningum enn ósvarað 45 % Á báðum áttum 10 % Langsamlega flestir Bande- ríkjamanna eru sannfærðir um, að Oswald hafi framið morðið. Það kemur fram í svör unum við eftirfarandi spum- íngu: „Teljið þér, að Lee Harvey Oswald hafi verið — eða ekki verið árásarmaðurinn, sem skaut Kennedy forseta?" Svör- in: /t>FN F. KENNHDY Eftir Fyrir birtingu birtingu skýrsl- skýrsl- unnar unnar Oswald framdi morðið morðið 87 % 76 % Oswald ekki morðinginr. 2 % 3 % Óvissir 11 % 21 % Sannleikurinn kemur aldrei aldrei allur í Ijós 11 % io % Ruby var keyptur «1 að myrða Oswald 5 % 8 % Oswald ekki nógu nógu kænn til að gera þetta einn 4 % 5 % Oswald sást í næturklúbb Rubys 3 % 2 % Oswald var þjálf- aður í Rúss- landi 3 % Kommúnistar stóðu að baki Oswalds 3 % Verið einn að verki: Trúi Warren- skýrslunni 27 % Oswald ekki heill andlega 16 % Yfirvöldin hafa þrautkannað málið 5 % Oswald hataði yfirráð annarra 4 % Qswald þannig úr 7 % 13 % 3 % 4 % garði gerður 4 . % 4 % Heyrt það og séð í blöðum, sjóvarpi og út- varpi — 22 % Ekki vissir 13 %16 % Flestir efast um það atrið- ið, hvort Oswald hafi notið að- stoðar eða ekki. Eftirfarandi spurning var borin fram bæði áður en skýrslan var' bírt og eftir það: „Haldið þér, að Lee Harvey Oswald hafi haft aðstoðar- menn eða verið einn að verki?“ Svörin voru: I Eftir Fyrir birtingu birtingu . skýrsl- skýrsl- unnar unnar Haft samverka- menn ' 31 % 40 % Verið einn að verki 56 % 45 % Óvissir 13 % 15 % Birting Warren-skýrslunnar losaði 11% manna við grun- semdir um það atriði, að Os- wald hefði notið aðstoðar ann arra. Meiri hluti þeirra, sem áður trúði því, að Oswald hefði ekki getað verið einn um verk ið, skiptu þó ekki um skoðun fyrir niðurstöður nefndarinn- ar. Ástæður efasemdanna eru eftirtektar verðar. Spurt var: ,,Af hverju haldið þér, 1. að Oswald hafi notið aðstoðar, 2. verið eínn að verki?“ Og svörin voru: Eftir Fyrir birtingu birtingu skýrsl- skýrsl- unnar unnar Notið aðstoðar: Ekki mögulegt fyrir einn mann að fram- kvæma verkið 11 % 21% (Sumir gáfu upp fleiri en eina ástæðu og því er hvor dálkur um sig samtals meira en 100. Skýrsla Warren-nefndarinnar fækkaði um helming þeim, sem áður töldu árásina of marg- brotna og flókna til þess að einn maður hefði getað verið að verkí. Þó leynist þessi efi enn í brjósti níunda hvers manns. Sennilega eru álíka margir ólæknandi efasemda- menn, sem hneigjast ávallt að því að halda, að sannleikur- inn um meiri háttar atburði komi aldrei allur í Ijós. Margir, eða 8%, eru þeirrar skoðunar, að lausn gátunnar velti á skýringunni á því, hvers vegna Ruby skaut Oswald. Sumir halda, að Ruby hafi verið keyptur til þess, en aðr- ir muna eftir fyrstu sjónvarps sögunni um, að Oswald hafi sézt í næturklúbb Rubys, áður en morðið var framið. Nefnd- in kannaði þetta sérstaklega og komst að vísu að þeirri nið urstöðu, að það væri ekki satt. Svo getur auðvitað farið, að í framtíðinni komi fram vitn- eskja, sem Warren-nefndin komst ekki á snoðir um. Hitt er þó sennilegra, að almenn- ingur í Bandaríkjunum haldi áfram að velta vöngum yfir morðárásinni á John F. Kenne dy, eins og almenningur hvar vetna um heim virðist gera. (Skoðanakönnun sú, sem hér um ræðir, var gerð á veg- um Ho Louis Harris-stofnun arínnar, en hún þykir hafa reynzt éinna bezt af þeim stofnunum, er annast skoðana kannir í Bandaríkjunum).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.