Tíminn - 08.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.11.1964, Blaðsíða 8
8 TÍMINN SUNNUDAGUR 8. nóvember 1964 VIÐTAL UM BÍLANA OG VEGINN Hringakstur á tilraunasvæðinu. (Allar myndirnar eru frá Crowthorne). Umferðin hættu mama en styrjaldir Hvað kostar að eiga bíl? Lauslega áætlað 60 þúsund krónur árlega miðað við sterk an rúmgóðan fólksbíl, tæki sem kostar hátt á þriðja hundr að þúsund krónur nýtt. Miðað við afskriftir, bankavexti, brennslu, smurning, trygg- ingagjöld, skatta o.s.frv. verð- ur árlegur kostnaður af bíln- um eins og fyrr segir. Þetta er laglegur skilding- ur, sem margir inna af hendi með glöðu geði að því er virð- ist, þar sem bílar landsmanna smáir og stórir, eru nú um 30 þúsund talsins. í þessu sambandi væri fróð- legt að gera sér grein fyrir, hvað hægt væri að aka mikið í leigubíl fyrir fyrrnefnda upp- hæð, en það yrði flókið reikn- ingsdæmi. Viðhlítandi svar fengist ekki nema reiknað væri með misháum töxtum leigu- bíla, samkvæmt einhverjum lík indum, biðtaxta og svo fram vegis. Þó má benda á eftirfar andi: Maður tekur leigubíl einu sinni til tvisvar hvern virk an dag ársíns, eða 300 daga ríflega áætlað, og eyðir til þess 100 krónum á dag að meðal- tali. Þetta gerir samtals 30 þúsund krónur, og þá eru eft- ir aðrar 30 þúsundir, sem við- lcomandi má eyða í leigubíla á helgum, ef hann vill losna við jafnháa fjárhæð og hann þyrfti að greiða fyrir sambæri- legan bíl á ári hverju, ef hann ætti hann sjálfur. Þrátt fyrir þessa einföldu staðreynrl vilja margir, kannski flestir, eiga bíl. Menn segja, að bíllinn tákni stöðu eigandans I þjóðfélagsstigan- um, og þar af leiðandi freist- ist margur til að kaupa dýr- ari bíl en hann hefur ráð á, til að hafa forskot. Bíllinn er tengdur samdrætti kynjanna í nútíma þjóðfélagi, enda höfða framleiðendur óspart til þess. Hann gerir eigandanum kleift að hreyfa sig úr stað, þegar honum dettur það í hug, eða eins og Haukur Pjetursson mælingaverkfræðingur komst að orði í viðtali við blaðið: — Þetta er eins og að eiga sinn hest. Bíllinn losar mann víð þá tilfinningu að vera bund inn í stað og geta ekki hreyft sig. Hann er líka orðinn vinnu dýr nútímans, eins og vagn- hesturinn fyrr meir. Haukur Pjetursson á sæti í stjórn Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda, og hann sagði okkur dæmisögu um það, hvernig bíllinn styrkir móral inn og hvetur tíl dáða: — í bragga hér á Skóla vörðuholtinu bjó maður með konu sinni. Þau áttu tvö börn. Maðurinn hélt sig lítið að vinnu en var þó sjaldan heima. Hann flæktist úti daga og næt ur og drakk brennivín. Einn góðan veðurdag tókst honum þó að komast yfir bíl, gamlan og slitinn. Þá brá svo við, að maðurinn hætti að drekka, var heima flestum stundum, og mánuðmn saman gerði hann lítið annað en snúast kringum bílinn og gera við hann. Bíll- inn varð logandi fínn, og mað- urinn keyrði fjölskyldu sína i honum. Konan og börnin höfðu lengst af verið illa til fara, en nú brá svo við, að þau sýndu sig í nýjum og betri fötum. Maðurínn varð líka fínn í tauinu. Hann var hættur að drekka brennivín, og þar af leiðandi varð meira afgangs til fatakaupa. Sömu- leiðis fór hann að vinna reglu- bundið eftir að bíllinn komst í lag. Danir kalla bílinn „stat- ur — syrnból" eða frama- merki, og fjölskyldan á Skóla- vörðuholtinu blómstraði undír því. Þetta var sagan um bílinn, sem vakti reykvískan heimilis- föður af svefni og dró hann, konu og krakka upp úr skítn- um. En bílar eru ekki jafn- góðir við alla. Þeir krefjast mannslífa, drepa marga og lim lesta ennþá fleiri. — Því er þannig varið, að umferðin krefst stærri fórna í mannslífum en jafnvel styrj- aldir, sagði Haukur Pjeturs son. — Síðan heimstyrjöldinni síðari Iauk hafa fleiri mann- eskjur dáið í umferðinni en þær, sem féllu í hernaðarað- gerðum frá 1939 til 1945. Það er því ekki furða, að mikið er reynt til að draga úr þessari hættu víða í heiminum, stofn- anir settar á leggirnar til að rannsaka þessi mál, og ráð- stefnur haldnar. Haukur var á ferð í Lohd- on í september s.l. og sat þar alþjóðlega ráðstefnu um um- ferðarmál sem fulltrúi Félags íslenzkra bifreiðaeigenda: — Þar voru haldin tvö mót á vegum World Touring and Automobile Organisation, sem Félag íslenzkra bifreiðaeig enda er aðili að, og fleíri stofn ana og alþjóðasambanda um vegabyggingu. Þessi mót voru haldin samtímis, en þau — Þar sem við Einar B. Páls son vorum, var fjallað um tæknileg atriði, gatna- og vega gerð, götulýsingu, og ennfrem ur um öryggismál umferðar- innar. Margvíslegar upplýsing ar um orsakír slysa komu fram, og fjöldinn allur af skýrslum var birtur. — Hvað fannst yður athygl- isverðast þarna? — Mér fannst sérstaklega gaman að skoða tilraunastöð Breta í Crowthorne í Berks- hire, en þar eru umferðar- og öryggismál til rannsóknar. Þetta er gríðarstórt svæði með mörgum vegum og afar- stórum tilraunafleti. Þegar við komum þangað, var verið að gera tilraun með hringakstur á torgi, fjöldi bíla var í hring akstri samkvæmt ákveðnum umferðarreglum. Árangurínn var ljósmyndaður, kvikmyndað ur og skráður með rafreikni- vélum, allt í senn. Síðan um daginn sáum við, að breytt var um fyrirrkomulag á torginu og keyrt með nýjum hætti. Þarna voru gerðar tilraunir með ýmis ökutæki, ýmsan hémlabúnað og margt fleira. Tilraunir með öryggisgirðingar meðfram veg um og millí akbrauta vöktu athygli mína sérstaklega. Þeir voru að reyna léttar girðing- ar með tveimur margþættum stálstrengjum. Endarnir voru Tilraunadúkka faliin fram í bílsætinu. nefndust International Study Week In Traffic Engeenering, alþjóðlegt viku-námskeið í umferðartækni, og Road Saf- ety Congress, eða ráðstefna um öryggi á vegum. Fjórir íslendingar sóttu mót in, ég og Einar B. Pálsson mótið, sem fjallaðí um umferð artækni, Aribjörn Kolbeinsson formaður FÍB, og Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, mót ið um öryggismál. — Hvað bar helzt á góma á þessum mótum? festir í jörð niður beggja vegna og strengirnir bornir uppi með frekar léttum alúm- íníumstólpum. Við sáum, hvað gerðirst, þegar bifreið var ek- ið á gírðinguna með 57 km. hraða á klst. Stólparnir brotn- uðu, en strengirnir gáfu eftir, teygðust þangað til bifreiðin stöðvaðist, og síðan ýttu þeir henni aftur inn á veginn. Mað ur stjórnaði bifreiðinnl við þessa tilraun, en þegar keyrt er á girðinguna með meir en 57 km. hraða á klst., er höfð Hér eru bremsur reyndar á vegi, sem löðrar í vatni. Vatnið sprautast stöðugt yfir veginn. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.