Tíminn - 11.11.1964, Síða 1

Tíminn - 11.11.1964, Síða 1
Myndin hér að ofan er tekin, þegar verið var að grafa f skrlðunni í gæ r. Byrjað var að moka upp ruðnlngnum með ýtuskóflu, þar sem eng- inn vissi að drengirnir hefðu lent undir ruSningnum, þegar hrundj úr bakkanum. Þarna eru verkamennirnir farnir að grafa við Ijósin frá ýtuskóf lunni. 2 DRENGIR GRÓFUST UNDIR M0LDAR3IISS Annar lézt samstundis,hinn höfuðkúpubrotinn KJ-IGÞ—Reykjav. 10. nóv. í dag varð aftur banaslys á svæðinu við gatnamót Miklubrautar og Grensás- vegar, þar sem götur eru nú allar uppgrafnar vegna ýmiskonar framkvæmda. ! þetta sinn grófust tveir drengir undir moldarbakka með þeim afleiðingum, að annar lézt, en hinn liggur stórslasaður í sjúkrahúsi Þetta slys varð aðeins nokkrum tugum metra frá þeim stað, þar sem barn drukknaði í skurði um há- degisbilið í gær Þessir tveir hörmulegu atburðir. sem hafa orðið á litlu svæði og með skömmu millibili, vekja óhjákvæmilega þá spurn, hvort öryggisráðstöf unum sé ekki alvarlega á- bótavant, þar sem verkleg- ar framkvæmdir eiga sér stað hér í bænum. Verður að krefjast skýringar á því, hvernig á því getur staðið að þannig er búið um þessi framkvæmdasvæði, að þau eru lífshættuleg. Enginn vitni urðu að slysinu í dag, frekar en í gær, þegar óviti einn var til frásagnar um drukknaðan leikbróður sinn. Slysið í dag gerðist, þegar verkamenn voru í kaffi, eða milli kl. þrjú og hálf fjögur. Hagar þannig til á slysstað, að Miklabrautin hefur verið graf in niður um eina fjóra metra, og standa háir moldarbakkar að henni að norðan og sunnan í dag var unnið að því að malbika nyrðri akreinina, en að henni eru bakkarnir sýnu Framhald á 15. siðu. 2 DAUÐASLYS I HAFNARFIRDI OG SILFURTÚNI EJ—Reykjavík, 10. nóv. Tvö banaslys urðu í Hafnar firði og í Silfurtúni í dag. Á Arnarhrauni ók bifreið yfir 3ja ára gamlan dreng, sem var þar að leika sér á þríhjóli og ná- lægt biðskýli við Ásgarð á Hafnarfjarðarvegi>num var ekið á fullorðna konu, sem lézt af áverkunum. Fyrra slysið varð um hádegis leytið í dag á veginum á Arn arhrauni. Þriggja ára gamall drengur var þar að leika sér á þríhjóli. Að þvi er talið er, mun hann hafa verið fyrir aft an bifreið, sem lagt hafði verið við vegarbrúnina, en síðan skyndilega hjólað af stað og út á veginn. í sömu svipan kom „station-bifreið“ akandi á sömu vegarbrún og hún ók yfir dreng inn. Talið er, að hann hafi lát- izt samstundis. Hitt dauðaslysið varð síðar í dag, en lögreglunni í Hafnar- firði var tilkynnt um það kl. 18,25. Sjúkrabifreið var þegar send á vettvang, og kom þá í Framhald á 14 síðu. var tekin skömmu áSur en hrundi úr bakkanum sem ber i ruðninginn milli akbraut- anna. Tveir drengir sjást standa uppl á honum. (Tímamynd KJ).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.