Tíminn - 11.11.1964, Qupperneq 3
3
MIÐVnOJDAGUR 11. nóvember 1964
TÍMINN
Þessar fögpu yngismeyjar taka þátt í Miss World- fegurðarsamkeppninni í London, og er þar fulltriii
fslands Rósa Einarsdóttir, sem sézt sitjandi í sófanum nr. 2 frá hægri. Standandi f. v.: Ann
Sydney, Bretlandi, Jeanne Marie Quinn, USA, Lyivdal Gruickshank, Nýja Sjálandi, Yvonne Mort-
ensen, Danmörku, og Mary Lousie Farrell, Kanada. Sitiandi f. v.: Renske van der Berg, Hollandi,
Norma Chin-Ten-Funrg, Surinam, Julianc Herm, Þýzkalandi, Rósa, íslandi, Vedra Karamitas, S-
Afríku, og Maila Maria Ostring, Finnlandi.
I brezka sjónvarpinu BBC er
vinsæll þáttur, sem kallast
„Hjónabandið í dag“. Nýlega
komu / þar fram tvö 6 ára
hjónaleysi, sem ræddu um fyr
irhugað hjónaband sitt. Þau
segjast vera trúlofuð, og for-
eldrar þeirra hafa leyft „trú-
t«flininí>“>.
Þau hittust fyrst þegar þau
gengu í undirbúningsskóla sam
an fyrir einu ári síðan, cn þá
lentu þau við sama borð. í
sjónvarpsþættinum ræddu þau
af mikilli alvöru um trúlofun
sína, sögðu hversu mörg börn
þau ætluðu að eignast og
ræddu um hjónabandið al-
mennt.
•k
Læknar í ríkinu Victoria í
Ástralíu hafa náð merkilegum
árangri í sambandi við nýja
töflu, sem hindrar stúlkur í
því að verða of háar. Kallast
tafla þessi Stilboestrol og er
gerð úr hormónaefni. Ef árang
ur á að nást, þarf meðhöndlun
stúlknanna að hefjast þegar
þær eru 8—10 ára gamlar.
Sá sérfræðingur í Melbourne
sem fyrstur notaði Stilboestrol
aðferðina, tilkynnti nýlega, að
honurn hefði tekizt að hindra
vöxt 30 stúlkna, sem óttast var
að yrðu hærri en 168 em. En
hann lagði líka áherzlu á. að
hér væri um miög vandmeð-
farna aðferð að ræða, og væri
því ekki rétt að venjulegir lækn
ar hefðu slíka lækningu með
höndum.
★
Nokkuð hefur verið vætt um
það hér að setja flúor í drykkj
arvatn til þes að varna tann-
skemmdum. Þetta hefur verið
gert víða, m. a. í Canberra,
höfuðborg Ástralíu, en bar létu
yfirvöldin setja flúor í allt
neyzluvatn nýlega.
En íbúar Canberra voru
ekki allir yfir sig hrifuir af
þessu uppátæki yfirvaldanna,
og töldu það óhæfu, að yfir-
völdin væru þannig að þvinga
lyfi sem þessu inn á borgar-
búa. Andstæðingar flúorsins
létu ekki standa við orðin tóm:
— Þeir keyptu sér vélar fyrir
2000 krónur stykkið, sem fjar
lægia flúorið úr vatninu'
•k
Þióðþin-g Fílabeinsstrandar-
innar samþykkti nýlega bylting
arkennd lög um hjónaband, þar
sem fjölkvæni og kvennakaup
eru bönnuð. Er þetta algjör-
lega andstætt venjum og sið-
um Afríkumanna, og róttæk-
ustu lögin á þesu sviði, sem hin
nýfrjálsu ríki Afríku hafa sam
þykkt til þessa.
Samkvæmt liinum nýju lög
um er giftingaraldurinn fyrir
pilta 18 ár en 16 ár fyrir stúlk
ur. Einnig eru í lögun im ná-
kvæmar reglur um hjónaband,
hjónaskilnað, erfðarréttindi og
margt fleira.
♦
HL J ÓMPLÖTU-f y rirtækið
brezka, Electrical and Musical
Industries Ltd. græðir heldur
betur um þessar mundir. —
Tekjuafgangurinn frá 1. júlí
1963 til 30. iúní 1964 var
hvorki méira né minna en 480
milljónir íslenzkra króna!
★
Hin'ir hvítu íbúar Suður-
Afríku æfa sig nú af mikilli
kostgæfni í vopnaburði til þess
að geta skotið s«m flesta
blökkumcnn, ef þeim skyldi
detta í hug að gera uppreisn
gegn hinum hvítu kúgurum.
Venja er, að hvítir menn beri
ávallt á sér vopn, og nú hafa
tízkumenn þar syðra tekið til-
lit til þessa í nýjustu kven-
tízku sinni. Þeir eru nefnilega
farnir að framleiða brjósta-
höld með „innbyggðu“
hulstri fyrir skammbyssu, og
seljast þeir eins og heitar
lummur.
Drengirnir fimm á myndinni eru allir bræður og myndin af þ eim er tekin fyrir framan Péturskirkjuna í Róm, en þangað fóru
þeir ásamt móður sinni, lengst t. v., og prestinum sínum, Salvatore Buccoleri, til þess að fá áheyrn páfans. Drengirnir voru
allir fæddir blindir, en nú nýlega gegnust þeir allir undir uppsburð og árangurinn varð sá, að þeir fengu allir sjón í fyrsta
sinn.
3 herb. eldhúr. með öllum
þægindum er til sölu nú
þegar. Upplýsingar gefur.
Magaus Árnason, lögfr..
Búnaðarbankahúsinu.
Atvinna
j
- Matstofa
Kona vön störfum á veit-
ingastofu óskast, til að veita
kaffi og matsölu forstöðu.
( Þarf að vera reglusöm.
Tilboð óskast sent af-
I greiðslu Tímans, Banka-
stræti 7 fyrir 18. þ. m.
i Auðkennt: Forstöðukona.
IddF
////'/'.
m
Einangrunargler
Framleitt einungis úr
úrvals gleri — 5 ára
ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiöjan h. f.
Skúlagötu 57. Sími 23200
TRULOFUNAR
HRINGIR
AMTMANNSSTIG 2
I HALLDÖR KRiSTINSSON
jguilsmiður. — Sími 16979
BÍLALEIGAN BlLLINN
RENT-AN ICECAR.
Símj 18833.
C'onSut C'ortinei
Con,"
fáfdMa -feppa.
2.Pkv. v
BÍLALEIGAN B9LLINN
HöFPATÚN 4
Simi 18833
SUÐMUNDAR
Bergþárugötu 3 SJmar 19032, 20070
Hefui ávatli ti) sölu allai teg
undii bifreiða.
Tökuro bifreiðai I umboðssölu
Öruggasta bíönustan.
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3. Símar 19032, 20010.