Tíminn - 11.11.1964, Side 5
HIÐVIKUDAGUR 11. nóvember 1964
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Stejngrimur Gíslason.
Ritstjórnarskrifstofur j Eddu-húsinu, símar 18300—18305 Skrif-
stofur, Bankastr. 7 Afgreiðslusimi 12323. Augl.stmi 19523 Aðrar
skrifstofur, slmi 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Forgangsréttur
peningavaldsins
Ef lýsa ætti íslenzku efnahagsástandi i fáum orðum
verður það naumast gert réttara en með því að segja,
að það einkennist af öngþveiti og skipulagsieysi. Hinar
nauðsynlegustu framkvæmdir mæta afgangi og undir
stöðuatvinnuvegina skortir víða vinnuafl meðan keppzt
er við framkvæmdir, sem vel mega oíða- Aðkallandi fram-
kvæmdir 1 þágu aukinnar framleiðni og afkasta atvinnu-
veganna eru stöðvaðar vegna lánsf járskorts meðan pen-
ingamenn og bankar reisa hinar stærstu skrifstofuhallir.
Öngþveitið í efnahagsmálunum blasir við svo að segja
hvert sem litið er.
Hvað er það, sem veldur þessu öngþveiti sem hvergi
á sinn líka í nálægum löndum? Því er fljótsvarað. Öng-
þveitið stafar af því, að hér drottnar ómenguð íhalds
stefna, er setur hagsmuni peningamanna ofar öllu. Þeir,
sem eiga peninga eða geta tryggt sér lánsfé. skulu fá að
fara sínu fram, eins og þeim bezt líksr. Þeim skal tryggt
sem takmarkaminnst olnbogarými Vilji þeirra skal ráða
því, hvað er gert og hvað ekki. Þjóðarhagsmunir koma
í annarri röð.
Hér er fylgt fram til hins ítrasta boðorði leiðtoga Sjált-
stæðisflokksins, er lét ummælt á þá leið, að fyrst
kæmu eiginhagsmunir, síðan flokkshagsmunir og loks
þ j óðarhagsmunir.
Meðan nógur afli berst að landi og verðlag er hátt á
útflutningsvörunum, verður þjóðiu þess minna vör en
ella, hve dýrt það er að búa við þessa stiórnarstefnu
þótt hún gjaldi þess þegar á margan hátt En hún mun
gera sér þess betur grein síðar, þegar það kemur í ljós,
hvílíkt tjón hefur hlotizt af því, að margvísleg uppbygg
ing hefur orðið að bíða vegna þess að peningavaldið hafði
forgangsrétt.
Sókn í skólamálum
I gær birtist hér í blaðinu miög athyglisverð grein
eftir Ingvar Gíslason alþm. í grein þessari var sýnt fram
á að þjóðin þyrfti að hefja sókn í skólamálunum, ef hún
ætti ekki að dragast aftur úr. Það þarf bæði að au'ca
skólana stórlega og endurskoða allt skólakerfið með til-
liti til breyttra aðstæðna. Tvímælalaust er þetta nú eitt
stærsta mál þjóðarinnar í því upplausnarástandi fjármála
öngþveitisins, sem nú ríkir, er þvi alltof lítill gaumur
gefinn.
Hvarvetna í nágrannalöndum okkar á sér stað hin stor-
íeldasta framsókn í kennslu- og menntamálum Ef við
fylgjumst ekki með í þessari þróun verður hlutur okkar
illa kominn eftir tiltölulega stuttan tíma-
Mikið fræðslutæki
í útvarpserindi um daginn og veginn, er Sigurður Jónas
son flutti í fyrradag, sýndi hann fram á með mjög glögg
um tölum, að sjónvarp er hægt að nota til margvíslegrht
fræðslustarfsemi, t d. ekki sízt til að otbreiða ýmsa vinnu-
þekkingu. Þetta er nú gert í vaxandi mæli víða erlendis
Hér á landi er ýmis fræðslustarfsemi dýr og erfið, m.a.
vegna fámennis og strjálbýlis. Sjónvarpið gæti leyst þenn
an vanda á mörgum svi,ðum- Það hvetur m a til þess að
hraðað verði að koma upp íslenzku sjónvarpi, er nái til
landsins alls.
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Tekur Lechin völdin í Bolivíu?
Hann er einn rótfækasti stjórnmálaleiófoginn í Suffu^Ameríkw,
FYRIR framan forsetahöll-
ina í La Paz, höfuðborg Boli-
víu, stendur mikill Ijósastaur,
sem vekur athygli ferSamanna
sökum þess, að hermenn standa
við hann heiðursvörð dag og
nótt. Ástæðan er sú, að í
ljósastaur þessum hengdu
hægrimenn Villarroel forseta
í júlí 1946. Villarroel
sem var liðsforingi, hafði þá
nýlega brotist til valda sem leið
togi þjóðlega byltingarflokks
ins. Hann hafði mjög rótæk
áform á prjónunum, en hægri
menn gerðu gagnbyltingu og
hengdu hann áður en þau komu
til framkvæmda. Margir ráð-
herrar hans voru einnig drepn
ir, en fjármálaráðherrann, Vict
or Paz Estensoro, komst úr
landi.
Þótt hægrimönnum tækist
að hengja Villaroel, tókst þeim
ekki að vina bug á stefnu hans.
Þjóðlegi byltingarflokkurinn
hlaut stöðugt meira fylgi meðal
almennings, einkum þó meðal
námumanna. sem eru eina
félagslega skipulagða stétt
landsins. í árslok 1951 gerðu
námumenn stjórnbyltingu und-
ir forustu hins vinsæla leið-
toga síns, Juan Lechin. Victor
Paz varð hvaddur heim úr út
legðinni og falin forusta. Hinir
nýju valdhafar létu strax fara
fram kosningar og vann þjóð-
legi byltingarflokkurinn glæsi
legan sigur. Paz var kjörinn
forseti og Lechin varð námu-
málaráðherra. Það gerðist 1952
STJÓRN þeirra Paz og Lec
hin lét ekki bíða lengi eftir
róttækum aðgerðum. Tinnám
urnar, sem eru mesta auðlind
landsins, voru þjóðnýttar. Stór
jörðum var skipt meðal bænda
Lýðræði var lögleitt og skyldi
enginn mega vera forseti meira
en fjögur ár í senn.
Með öllum þessum aðgerð
um, sem vafalaust voru rétt-
mætar, skapaði stjórnin sér
hins vegar öllu meiri vanda en
hún hafði bolmagn til að ráða
við. Bolivia er stórt land. 25
sinnum stærra en Danmörk, en
íbúarnir rúmar 4 milljónir
Landið hefur ekki aðgang að
sjó, er hálent og sundurskorið
af fjallgörðum. Höfuðborgin.
La Paz, sem hefur um hálfa
millj. íbúa, er í 4000 m. hæð
yfir sjávarmál Samgöngukerfið
var mjög lélegt og gerði það
alla stjórn erfiða. Alþýðumennt
un var mjög léleg, en 86%
íbúanna eru Indíánar eða kyn-
blendingar sem lítt hafði verið
hirt um að mennta. Mennta
menn tilheyrðu aðallega yfir
stéttinni og fóru mjög margir
úr landi vegna andstöðu við
byltinguna Rekstur tinnám
anna, en 90% útflutningsins
byggist á þeim, lenti i ólestri
og einnig fór búskapurinn á
stórjörðunum. eftir að þeim
hafði verið skipt, í handaskol
um. Ofan á þetta allt bættist,
að tinverðið féll á heimsmark-
aðinum. Seinnilega hefði bylt
ingin í Bólivíu farið út um
þúfur, ef Bandaríkin hefðu
ekki veitt stjórninni mikla efna
hagsaðstóð eða hlutfallslega
meiri en nokkru öðru ríki í
Suður-Ameríku.
BARRIENTOS
PAZ
ÞRÁTT tyrir þá erfiðleika,
sem stjórn þjóðlega byltingar
flokksins átti við að stríða,
vann hann glæsilegan sigur í
kosningunum 1956. Þá lagði
Victor Paz niður forsetastörf í
samræmi víð ákvæði stjórnar-
innar, en félagi hans, Hernon
Siles Juazo var kosinn forseti,
en áður fyrr höfðu þeir báðir
verið háskólakennarar. Siles
lagði svo niður forsetavald
1960 þegar kjörtimabili hans
var lokið, en Paz bauð sig fram
i annað sinn Lechin var boð
in fram sem varaforsetaefni.
Þeir sigruðu auðveldlega i kosn
ingunum.
Samvinna þeirra þriggja
leiðtoga þjóðlega byltingar
flokksins gekk mjög sæmilega,
unz Jíða tók á síðara kjörtíma
bil Paz. Þá kom í Ijós að hann
vildi ekki leggja niður forseta
völd í lok kjörtímabilsins, þótt
að stjórnarskráin mælti svo
fyrir, að enginn mætti gegna
forsetastörfum nema eitt kjör-
timabil í einu. Gegn vilja
þeirra Siles og Lechin kom
hann því svo fyrir, að þessu
ákvæði var breytt og jafnframt
bauð hann sig fram að nýju. Sil
es fór úr landi í mótmælaskyni,
en Lechin snerist tli fullrar
andstöðu við Paz. Um skeið
gekk orðrómur um, að Lechin
myndi bjóða sig fram gegn Paz
en af því varð ekki, heldur
urðu andstæðingar hans sam-
mála um að taka ekki þátt í
kosningunum. Þær fóru fram í
sumar og varð þátttaka ekki
mikil.
Fleira varð þeim Paz og Lech
in að ágreiningsefni, og þá |
einkum það, að Paz vildi láta *
endurbæta vinnubrögð við tin- i
námurnar. Þetta leiddi til D
harðra árekstra við námumenn,
og virtist svo um skeið, að
Paz hefði borið sigur úr býtum,
svo reyndist þó ekki. í haust
hefur hvað eftir annað kom-
ið til mikilla mótmælaaðgerða
gegn stjórninni af hálfu stúd-
enta og námumanna. Eftir að
þessi átök höfðu leitt til mann-
falls, ákvað herinn að grípa
í taumana og víkja Paz frá
völdum. Það gerðist í seinustu
viku. Paz fékk að fara til Perú
og þykir vafasamt að hann
eigi afturkvæmt til Bolivíu
NOKKUÐ er það óljóst,
hvemig brottvikning Paz hefur
borið að. Sá. sem, nú fer með
forsetavaldið, er Barrientos
flugforingi, sem var kosinn
varaforseti með Paz í sumar.
Paz þóttist tryggja sér fylgi
hersins með því að gera Barri-
entos að varaforseta, en svo
reyndist ekki. Barrientos telur
sig þó ekki ætla að fara með
völd nema skamma hríð eða
þangað til nýjar kosriingar
hafa farið fram Hann hefur
ekki áður haft afskipti af
stjórnmálum, en þjókunnur i
Bolivíu vegna atburðar sem
gerðist fyrir nokkrum árum.
Fallhlífar, sem voru sýndar á
flugsýningu, reyndust sumar
illhæfar og fórust þvi fjórir
fallhlífarmenn. Barrientos
sætti mikilli gagnrýni fyrir
þetta, en hann var þá orðinn
yfirmaður flughersins. Svar
hans varð það, að efna til nýrr
ar flugsýningar og reyndi hann
þá sjálfur persónulega fjórum
sinnum fallhlífartegund þá,
sem sýnd hafði verið á fyrri
sýningunni þetta gekk klakk-
laust hjá honum og þótti hann
meiri maður eftir en áður.
Álit margra er það, að það
sé Lechin, sem hafi átt mest-
an þátt í talli Paz, og hann
muni brátt taka völdin í Boli-
víu. Lechin nýtur meiri almenn
ingshylli í Boliviu en nokkur
maður annar, einkum þó hjá
námumönnunum. Hann er enn
tiltölulega ungur. 49 ára, en
hefur þó orðið hinn söguleg-
asta feril að baki. Hann er
Arabi í aðra ættina, en Indíáni
í hina Talið er, að hann hafi
jafnan staðið mun lengra til
vinstri en Paz. Þ.Þ.