Tíminn - 11.11.1964, Page 7

Tíminn - 11.11.1964, Page 7
ÞINGFRETTIR ÞINGFRETTIR MHWBKUDAGUR 11. nóvember 1964 TlMINW 7 JARDRÆKTARFRAMLOCIN HAFA FARIÐ SÍLÆKKANDI Ágúst Þorvaldsson hafSi í| gær framsögu fyrir frumvarpi œn breytingu á lögum um jarð | rækt, en frumvarp þetta flytur | hann ásamt Birni Pálssynij Halldóri E. Sigurðssyni, Jónij Skaftasyni, Halldód Ásgríms- syni, Sigurvin Einarssyni og Gfsia Guðmundssyni. Ef frum varpið yrði að lögum myndi það hafa í för með sér þessar breytingar: TU jarðræktar er nú kr. 1223, 60 á ha. eða um 10% af kostnaði, en samkv. frv. 25% eða rúmlega kr. 3000,00 á ha. Til girðinga er nú kr. 1,84 á metra eða nálægt 11% kostnað- ar, en verður samkv. frv. 25% eða nálægt 5 krónum á metra. Til þurrheyshlaða er nú á rúm- m. kr. 6,12 á steyptar lilöðui, en kr. 4,59 á hlöður úr öðru efni, og er þetta talið vera um 2,3% af kostnaði. Samkv. frumv. verður framlagið 15% eða sennilega ná- lægt 50 kr. á rúmm. Til votheyshlaða er nú á rúm- m. kr. 33,65 eða um 8,5%, en verður samkv. frv. 25% eða um 125 kr. á rúmm. Til áburðargeymsla er nú rém- m. á kr. 30,59 á áburðarhús og kr. 18,35 á haugstæði eða um 8,5% kostnaðar. Samkv. frv. verður framlagið 25% eða um 50 kr. á rúmm. í áburðarhúsi. Til súgþurrkunarkerfa miðað við gólfflöt er nú á ferm. kr. 91,77, og er það talið að vera um 10% af kostnaði við súg- þurrkunarkerfi með fasttengd- um blásara. Samkv. frv. verður framlagið 40% af kostnaði. Til garðávaxtageymsla er nú á rúmm. kr. 33,65 eða 8,5% kostn- aðar, en verður samkv. frv. 15%, eða nálægt 50 kr. á rúmm. Ágúst Þorvaldsson sagði,. að eins og kunnugt væri hefðu fram- lög til þeirra framkv. í iarðrækt og húsbótum, sem taldar væru í frv. staðið í stað síðan 1959, en áður höfðu framlögin verið greidd samkvæmt vísitölu. Síðan 1959 hafa farið fram tvennar gengis- breytingar til mjög mikillar verð- lagshækkunar og kostnaðir við framkvæmdir vaxið gífurlega — Hluti sá, er framlög skv. jarðrækt- arlögunum hefur því farið mjög verulega lækkandi og er orðinn lítils virði fyrir þá, sem íramkv. ráðast í miðað við það, sem áður var. í túnræktinni hefur þó verið komið verulega til móts við þá, sem minnstu túnin hafa ,;g hafa þeár, sean hafa minna en 25 ha. tún sérstakt aukaframlag þai til þeirri túnstærð er náð. Á það verður hins vegar að líta, að bónd inn þarf sífellt stærra og stærra tún og meiri framleiðslu til að geta notið nútímaþæginda og tækni og ennfremur til að hafa við hinni sífellt vaxandi dýrtíð og er því mikil nauðsyn að hækka hið almenna jarðræktarframlag eins og gert er ráð fyrir í þessu frum- varpi. Þetta er nauðsynlegt, í 1. lagi til að styðja bændurna fjárhags- lega við framkvæmdirnar og í öðru lagi til að reyna að koma í veg fyrir að ræktunin og umbæturn ar í sveitunum dragist saman, en slíkt væri þjóðhagslega hættulegt. Hér á landi munu nú vera um 90 þús. ha. ræktaðs lands. Talið er að bændur séu tæplega 6000 eða um 15 ha. ræktaðs lands á hvern bónda í landinu að meðaltali Nú er tala landsmann um 187 þús. Er þá tæplega ræktaður hekt ari fyrir hverja 2 menn. Eftir 40 ár er talið lí'klegt, að íbúar lands- ins verði 400 þús. Þá má ekki vera búið að rækta minna en 110 þús. ha. til að halda sama hlut- falli. Það þýðir ð rækta þarf til jafnaðar 2750 ha. á hverju ári til þess að líklegt væri að þörf þjóð- arinnar fyrir kjöt og mjólk væri fullnægt um næstu aldamót. Hér þarf þó að setja markið hærra svo þjóðin geti flutt út land búnaðarafurðir, kjöt, ull, ullarvör- ur og fl. Kindakjötsframleiðslan var á s. 1. ári 12,201 tonn og er það nálægt 65 kg. á hvern mann í landinu. Ef þessi framleiðsla stendur í stað yrði framleiðslan á hvern mann komin niður í 30 kg. um næstu aldamót miðað við að íbúar í landinu verði þá um 400 þúsund. Á s. 1. ári er talið að öll mjólk- urframleiðslan hafi verið 113,5 milljón kg. og kom þá á hvern íbúa 605 kg. Ef stöðnun kæmi í mjólkurframleiðsluna þá yrði með altalið á íbúa eftir 40 ár um 280 kg. Af þessu er ljóst, að ekki má slaka á klónni. Eðlilegasta form til stuðnings af hálfu hins opinbera við landbún- aðinn er einmitt að veita fjárfram lög til ræktunar og bygginga í sveitum meö fyrirgreiðslu um hent ug peningalán til slíkra fiamkv. og hjálpa ungu fólki við bústofnun. í sveit, en fátt mun landbúnaðin- um nauðsynlegra nú en einmitt að frumbýlingar fái nauðsynlega hjálp, því síðan tæknin kom til sögunnar með öll hin dýru tæki, sem nú þarf við búskap og dýr- tíðin og fjármagnskos’tnaðurinr óx eins og raun ber vitni þá er ungu fólki gert ómögulegt að hefja bú- skap í sveit nema þeim fáu sem eru svo heppnir að erfa slíkt. Fjárframlög, sem hið opinbera veitir til stuðnings við jarðrækt og byggingar í sveitum eru alveg eins í þágu hins almenna borgara í landinu eins og bóndanum, sem umbæturnar gerir, því að þau hjálpa til að tryggja næga fram- leiðslu nauðsynlegrar og hollrar vöru, sem allir þurfa á að halda jafnframt sem þau stuðla á hóf- legu verðlagi á þessum nauðsynja- vörum. Alþingi og ríkisvald á að hafa þá stefnu í landbúnaðarmálum að veita all ríflega aðstoð v:ð jarð- rækt og aðra þá þætti í starfi bænda, sem miða að aukinni og bættri framleiðslu og þetta frum- varp er í þeim anda. Það fyrir- komulag er úrelt orðið, að miða framlögin við ákveðna krónutölu þar sem gengi og verðlag peninga er mjög óstöðugt á þessum tímum og þess vegna sjálfsagt að breyta þessu í það horf sem frumv. gerir ráð fyrir í ákveðinn hundraðshluta af kostnaði. Ingólfur .Jóivsson, landbún&ðar- ráðherra, sagði, að ríkisstjórnin myndi innan skamms leg^ja fram frumvarp til jarðræktarlága. sem byggt væri á samkomulagi, sem Eramhald a 15. siðu Hækka verður til hafnargerðanna Gísli Guðmundsson hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi um hækkun ríkisframlags til hafnar gerða. Frumvarp þetta flytur hann ásamt þeim Jóni Skaftasyni, Hall dóri E. Sigurðssyni, Halldóri Ás- grímssyni, Óskari Jónssyni, Sigur- vin Einarssyni og Birni Pálssyni. Gísli minnti á að 1958 fól Al- þingi með þingsályktun ríkisstjórn inni að láta endurskoða hafnalög in og gera 10 ára áætlun um hafn argerðir. Nefndin sem verkið vann skilaði áliti haustið 1961 og afhenti ríkisstjórninni frumvarp; til nýrra hafnalaga. Síðan hefur! ekkert frá ríkisstjórninni heyrzt og ekkert tilkynnt um að slíkt frumvarp verði lagt fyrir Alþingi það er nú situr. Þetta frumvarp sem einnig var flutt í fyrra er um bráðabirgðaákvæði meðan beð ið er eftir nýjum hafnalögum, ákvæði til bráðabirgða til lagfær- ingar á fjármálum hafnanna þann-j ig að t'ramlög 'ríkisins til helztu hafnarmannvirkja, sem að jafnaði eru mest aðkallandi verði hækkuð úr 40% í 65% af kostnaði. Gísli sagði að í iögum frá 1946, um hafnargerðir og lendingabæt ur væru taldii upp 113 hafnarstað ir, þar sem gert er ráð fyrii að ríkissjóður leggi fram fé til hafn arframkvæmda Fram til ársloka 1960 hafði ríkissjóður lagt fram fé til framkvæmda nál. 90 af þess um 113 stöðum (sums staðar þó mjög lágar upphæðir), og hefur víst engin teljandi breyting orðið á þeirri tölu síðan. Þessum 113 stöðum, sem taldir eru upp lög- unum, er skipt í tvo flokka Á 35 stöðum eru kallaðar hafnir, en á 78 stöðum lendingarbætur. Rík- ísframlagið er í lögum ákveðið 40% af framkvæmdakostnaði nema um sé að ræða „lendingar bót“, sem hefui ekki kostað meira en 1.6 millj. kr þá er ríkisfram lagið 50%. Ríkisstjórninni er heim ilað að ábyrgjast lán allt að þeirri upphæð, sem hafnar- og lendingar bótasjóði ber að greiða. þ.e. 50 eða 60% af stofnkostnaðinum. Lengst af hafa flestir hafnar sjóðir orðið að taka lán til að greiða sinn hluta framkvæmda- kostnaðar að inestu i>ða öllu leyti. enda um svo háar upphæðir að ræða, að engin von er ti! að hægt sé að greiða tiema mjög lít inn hluta þeirra af tekjum sveitar félaga, þegar framkvæmdir eiga sér stað Slík lán eru tekin með ríkisábyrgð Við þetta bætist svo, að ríkissjóður hefui ekki haft tok á að standa skil á sínum hluta að fullu jafnóðum, og hafa þá safnazt skuldir til bráðabirgða, sem engin ríkisabyrgð er fyrir, en bráða- lán tekin út á væntanlegt lögboð ið ríkisframlag. Höfnunum er yfirleitt hvergi nærri lokið og hafa því ekki enn, þá tekjuöflunarmöguleika, sem þær kunna að hafa síðar, þegar áhrifa af hafnargerðinni er farið að gæta á þróur. atvinnulífs og íbúafjölda Gangur málsins er þá sá. að hafnarsjóðirnir hafa komizt i vanskil vegna lána, sem fyrir- sjáanlega voru þeim um megn, og ríkissjóður hefur orðið að greiða vexti og afborganir. Ekki verður lengur h.iá því kom izt að viðurkenna að á- kvæði nafnariaga um ríkisframlag til hafnargerða eru úrelt orðin Þau verða að hækka til mikilla muna Þá fjmst kann að verða von til þess. að hafnarsjóðir geti stað ið straum af lánum sínum Þetta er nauðsynja og sanngirnismál, eins og nú er ástatt og þolir ekki bið Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráðherra, sagði að frumvarp at- vinnutækjanefndar og vitamála stjóra væri enn til athugunar hjá ríkisstjórninni og þeim aðilum, sem málið skipti Ræddi ráðherr- ann síðan um þá erfiðleika, sem við væri að etja í þessum málum og gat þess meðal annars. að á mörgum stöðum, þar sem hafr.ar bætur væru nauðsynlegar hefðu sveitarfélögin ekkert fjármagn til framframkvæmda. Ráðherrann taldi, að tæplega myndi verða langur dráttur á því að frumvarp til nýrra hafnarlaga yrði lagt fyr- ir Alþingi. Gísli Guðmundsson sagðist vil.ia vænta þess, ef svo færi að iangur dráttur yrði á því að nýtt frum varp um heildarendurskoðun hafnalaga kæmi fram. þá myndi ráðherrann ljá þessu frumvarpi um bráðabirgðaákvæði lið, því að mjög aðkallandi væri að breyta kostnaðarákvæðum laganna Ekki kvaðst Gísli hissa á þvi, þótt sveit arstjórnir hefðu tjáð ráðherran- um. að þær hefðu ekkert fjármagn en vildu bæta hafnir. Þannig er ástandið víða, að svéitarfélögin hafa ekkert fé handbært til hafn arframkvæmda enda tekjumögu- leikar hinna fámennari staða litl- ir. en hafnarbætur eru víða spurn ing um líf eða dauða þessara staða og menn hafa þá trú, að bætt hafnaskilyrði hafi í för með sér eflingu atvinnulífsins, er leiði aft ur til verulegra tekna hafnarsj. j -á- JÓHANN IIAFSTEIN, dómsmálaráðherra, hafði í gær framsögu 1 fyrir frumvarpi ríkisstiórnarin'nar um hreppstjóra og tveim fylgi- frumvörpum um meðferð einkamála og skipti dánarbúa. j ÖLAFUR JÓHANNESSON taldi ekki seinna vænna að setja heild- arlöggjöf um hreppstjóraembættin, því núgildandi Iöggjöf ei orð- in úrelt og í molum. Rakti Ólafur stuttlega sögu hreppstjóraem- bættisins og þróun löggjafar um þau efni. Hann sagðist ’ afa kosið að í frumvarpinu væru fyljri ákvæði og viðameiri um verkefni og valdsvið hreppstjóra, en frumvarpið gerði ráð fyrir að ráðherra ákveði það að vcrulegu leyti með reglugerð, einnig taldi Ólafur vafasamt að launabætur hreppstjóra skv, frumvarpinu gætn talizt nægar, þar væri ekki nógu vel við hreppstjóranna gert. ■ ÁSGEIR BJARNASON bar þá fyrirspurn fram til dómsmálaráð- herra við umræðn um skipti dánarbúa, hvað liði endurskoðun skiptalaga, sem Alþingi liefði mælt fyrir um á síðasta þingi. að fram skyldi ,fara. Ráðherrann kvaðst ekki geta svarað því á þessu stigi, en myndi koma upnlýsingum um málið til bingdeildarmanna. TÖMÁS KARLSSON RITAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.