Tíminn - 11.11.1964, Qupperneq 9
I
taltJ v m(JDAGTTR 11. nóvember 1964
TÍMINN
Austurátt:
Erich Mende varakanslari (lengsf fil hægrl) rsðir við nokkra blaðamenn. Jónas Kristjánsson, biaðamað-
ur Tímans er þriðji frá hægri á myndlnní
HORFA í SENN Í
AUSTUR OG VESTUR
stæðs ríkis, og samkvæmt við
tölum mínum við Mende og
Willy Brandt eru allir þing-
flokkarnir sammála um þá
afstöðu. Óbeitin á Ulbright og
þjónustu hans við Rússa er
sterk. Mende segir: Munurinn
á Gomulka og Ulbright ei sá,
að Gomulka er í fyrsta lagi
Pólverji og i öðru lagi komm
únisti, en UlbricIU er í fyrsta
lagi kommúnisti. Ákvarðanirn-
ar eru ekki teknar í Austur-
Berlín heldur i Moskvu
Samkomulag og sameining
ríkjanna varð sífellt fjarlægari,
og báðar ríkisstjórnirnar unnu
að þeirri þróun. Vesturstjómin
leit stöðugt fram hjá austur-
stjórninni til Moskvu sem
stjómanda Austur-Þýzkalands
og austurstjórnin barðist stöð
ugt fyrir alþjóðlegri viðurkenn
ingu.
Þegar Frjálslyndi flokkurinn
komst í stjórn 1961, var hliðr-
að til um stefnu í ÞýzKalands
málunum, og skriður komst á
nýju stefnuna, þegar Adenau
er var vikið til hliðar tveimur
árum síðar. Mende varakansl-
Frá stofnun Sambandslýðveld
isins Þýzkalands eftir stríðið
hefur stjórn þess stöðugt kraf-
izt sameiningar alls Þýzka-
lands í orði, en á borði hefur
hún unnið dag og nótt að þvi
að tengja Vestur-Þýzkaland
tryggilega hinum vestræna
heimi.
Árið 1952 var Stalín reiðu-
búinn til að leyfa sameiningu
Þýzkalands á svipuðum grund
velli og Austurriki var sam-
einað, með frjálsum kosning-
um í öllu landinu og hlutleysi í
alþjóðamálum. Sovétríkin sendu
nokkrar yfirlýsingar um þetta
vorið 1952, en Vesturveldin
vísuðu tillögunum á bug að
ráði Adenauers. Því varð saga
Þýzkalands önnur en saga hins
hlutlausa en frjálsa Austur-
ríkis.
Síðan fór samkomulagið milli
Vestur- og Austur-Þýzkalands
hríðversnandi og náði lágmarki
begar Berlinarmúrinn var reist
ir. Uppreisnin i Austur-Þýzká-
'andi 17 júni 1953 hafði sýnt
íbúunum þar, að þeir gátu ekki
vænzt hjálpar vestan að Þá
flúðu milljónir og aftur milljón
ir manna vestur yfir. Múrinn
1961 batt endi á flóttann og
þá urðu aftur þáttaskil í sam-
bandinu milli iandshlutanna.
Vestur-Þýzkalands, sagði í við
tali við mig og nokkra er-
lenda blaðamenn fyrir nokkr-
um dögum, að hann áliti þrjú
Erich Mende, varakanslari
skref marka þróunina frá upp-
reisninni 1953, sem hafði sýnt,
að kommúnistastjómin í Aust
ur-Þýzkalandi gat lafað fyrir
tilstilli rússnesku herjanna í
landinu og í trássi við vilja al-
mennings. Fyrsta skrefið eftir
uppreisnina var, að Rússar við
urkenndu austur-þýzku stjórn
ina og færðu lögregluvald og
landamæravörzlu í hennar hend
ur. Annað sikrefið var Berlínar
-hótun Krústjoffs árið 1958 og
loks hið þriðja múrinn 1961.
Allt miðaði þetta að þvi að
festa tilveru aðskilds Austur-
Þýzkalands.
Ulbricht, leiðtogi austur-
þýzkra kommúnista, varð smám
saman að Quisling í augum
vestur-þýzkra stjórnmála-
manna, og sérhverri tilraun
hans til að festa sig og gervi-
ríki sitt í sessi var svarað með
hörku vestan að. Fræg er Hall
stein-kenningin, en samkvæmt
henni slítur Vestur-Þýzkaland
stjórnmálasambandi við þau
lönd, sem viðurkenna Austur-
Þýzkaland. Það er hægt að líta
á þessa stefnu sem þrjózku, en
í reynd er hún stöðugt hróp
gegn skiptingu Þýzkalands, sem
erlendir stjórnmálamenn verða
að taka eftir og hafa gert. Hall
stein-keningin hefur borið ár-
angur, einkum eftir að Berlín
armúrinn opnaði augu manna
um allan heim fyrir hinum
óeðlilegu aðstæðum í Þýzka-
landi.
Það varð smám saman
að trúarsetningu stjórnmál-
anna í Bonn að reyna at öll-
um mætti að hindra viðurkenn
ingu austurhlutans sem sjálf-
ari tók sjálfur að sér Sam-
þýzka ráðuneytið. Menn voru
orðnir óþægilega varir við
gjána milli landshlutanna
tveggja. Valdapólitíkin vék um
set.
Þá hófst hin ævintýralega
jafnvægislistarganga stjórnar
innar í Bonn. Hafnir voru
samningar í leyni við austpr-
þýzka embættismenn um gagn
kvæma tilhliðranir en þess
jafnframt vandlega gætt, að
í samningunum leyndist hvergi
viðurkenning á austur-þýzku
stjórninni, hvorki „de jure“
né „de facto“.
Mende varakanslari er
mjög ánægður með fyrstu lotu
hinnar nýju stefnu tilhliðrana.
Samið hefur verið um, að veitt
verði leyfi til um tveggja millj
ón heimsókna milli landshluta
á þessu ári, verzlunin milli
austur- og vesturhlutans nem-
ur samtals nærri 20 milljörðum
ísl. króna í ár, miklar sam-
göngur eru á sviði íþrótta og
menntamála og hundruð póli
tískra fanga i Austur-Þýzka-
landi hafa verið keyptir laus-
ir. Daglega hittast vestur- og
austur-þýzkir embættismenn við
samningaborðið.
Mende segir, að þetta sé
þróun til sameiningar Þýzka
lands, en það sé langur og erf
iður vegur með tíðum áning-
um. Gagnrýnendur segja, að til
hliðranirnar leiði óhjákvæmi-
lega til viðurkenningar á aust-
ur-þýzku stjórninni, og margir
Vestur-Þjóðverjar óska nú orð
ið jafnvel eftir slíkri viður-
kenningu, en Mende vísaði báð-
um þessum sl'oðunum á bug.
Mende játaði í viðtalinu, að
í sameiningarviðleitninni væri
verið að berjast við tímann.
Fjölskyldu- og ættatengsl milli
fólks í báðum hlutunum dofna
æ meðan tíminn liður. Því
sagði Mende, að leyfin, sem
veitt hafa verið Vestur-Þjóð-
verjum til að heimsækja ætt
ingja sína eystra, og bau, sem
veita öldruðum Austur-Þjóð-
verjum leyfi til að skreppa vest
ur yfir, væru ómetanlegur
styrkur í baráttunni við tim-
ann. Við verðum að notfæra
okkur þessi leyfi, sagði Mende,
ferðast austur yfir og sýna, að
við í ríka hlutanum höfum ekki
gleymt frændunum í fátæka
hlutanum. Við viljum örva
verzlunina milli austur- og
vesturhlutans eins og unnt er,
því verzlanasamböndin leiða
af sér mannleg sambönd Við
keyptum fangana lausa í haust
og við erum reiðubúnir til að
kaupa fleiri. En alla þessa við
leitni okkar reynir stjórnir í
Austur-Berlín að nota sér til
framdráttar til þess að reyna
að afla sér viðurkenningar.
Þeir hafa gefið eftir í von um,
að þetta leiddi smám saman
til viðurkenningar, en þai er-
um við á verði, sagði Mende.
Eftir því sem Willy Brandt,
borgarstjóri Berlínar, sagði
mér, er næsta skrefið i sam-
þýzkum málurum að reyn? að
koma á símasambandi milli
borgarhluta í Berlín.
Þannig hefur margt breytzt
í stefnu vestur-þýzku stjórnar
innar síðustu mánuðina en
þessar breytingar hafa einnig
skapað miklar þverstæður, sem
verða erfiðar viðureignar í
framtíðinni.
Frá því segir nánar í næstu
og síðustu grein.
Smfónmhliáin-
sveit Pittshorgar
Með komu Sinfóníuhl.iómsveit
ar Pittsborgar, hefir iangþráð
ur draumur orðið að verrdeika,
eða sá að fá hingað stóra
hljómsveit með tlO manns
Þótt stærðin segi ekki allt
um gæðin, var þessi fjolmenna
sveit í hópi þeirra hljómsveíta
sem telja má mjög góðar
Stjórnandinn Steinberger er
einbeittur og viljafastur og
virðist hann nafa tileinkað sér
vinnubrögð sem nálgast vinnu
vísindi. Hann néfir föst tök
á tónsprotanum, og hefii í
hendi sér alla þræði. sem gera
„precision’- og „dynamik1' að
hinni eðlilegu uppistöðu, sem
einkennir leik hljómsveitar-
innar.
Á efnisskránni voru þrjú
verk, og átti fiðluleikarinn
Charles Treger, þar stóran
hlut. með einleik sínum í
fiðlukonsert eftir ameríska höf
undinn Walter Piston. Verkið
er áheyrilegt,, ng aðgengilegt og
túlkaði Treger það með skiln-
ingi og yfirburðum, hins trausta
og vandaða listamanns Tónn
hans er breiður, og tæknin er
byggð á traustum grundvelli.
Túlkun hans og samlei'kur þess
arar stóru hljómsveitar, var
bæði ánægjuleg og lærdómsrík
Hámark þessara tónleika var
flutningur 3ju sinfóníu Beeth-
ovens, sem var framsett af hár
nákvæmu samspili. og beim
karlmannlega prótti, sein ein
kennir hin stuttu en meitluðu
temu verksins. T. d. var hrað
inn í scherzo-kaflanum og yfir
gangurinn í lokakaflann eftir-'
minnilegur.
Stjórnanda og hljómsveit var i
afar vel tekið, og var aukalag .
þeirra forleikur eftir R Wagn-
er, líkast kröftugum hvirfilbyl, ,
og komu þar allir beztu kostir
hinnar fjölmennu hljórnsveitar
vel i ljós.
Siníóníutónleikar
Aðrir tónleikar - Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, fóru fram
þ. 22. okt. s. 1 undir stjórn
Páls P. Pálssonar og cellóein-
leik lék þýzka ústakonan Anja
Thauer. Þessi unga stúlka sem
er einungis 19 ára að aldn. býr
yfir þeim neista. sem örugg-
lega á eftir að skipa henní á
bekk með beztu cellóleikuium
Anja Thauer sem lék fantasíu
fyrir celló og hljómsveit eftir
Francaix er búin mörgum
kostum, sem prýða mega góð-
an cellóleikara Óvenjuleg
heiðríkja birta og mýkt ein-
kenna tón hennar, og boga-ör-
yggi hennar er mikið Heildar
yfirsýn hennar og skilningur á
viðfangsefninu er ótrúlega sjálf
stæður. Samleikur einleikara
og hljómsveitar var vfirleitt
jafn og góður.
Tvö fyrstu verk efnisskrár-
innar voru forleikur eftir Hand
el í hljómsveitarútfærslu Eigar
og sinfónía í d moll eftir
Haydn. Heldur eru þetta dauf
og aðgerðalítil verk, þótt góðir
höfundar standi að þeim Sin-
tónían er óvenju líflítil o^ var
flutningur hennar all sundur-
laus
Verk Leifs Þórarinssor.ar,
sem hann nefnir Epitaph setti
sinn svip á þessa tónleika. Verk
ið er hugsað sem þáttuv í sin-
fóníu og var nann nú fluttur
hér í fyrsta sinn. Það er viss 1
spenna og eitthvað ferskt og
hressandi í þessu verki. Höf-
undur kann vel til verka og er
sjálfum sér sam'kvæmui í
þessum stutta þætti. Leikur
hljómsveitarinnar var ágætur
og gaf all góða hugmynd um
verkið.
Myndasýning Mussorgskys,
er nú orðin góðkunningi kons-
ertgesta, þótt nú kæmu mynd
irnar í hljómsveitarútfærslu
Maurice Ravel. Efni þeirra sem
er hrein „Program-musik1, hef
ir ýmis skilyrði til að njóta sín
í þessu formi, og hvílir þai all
verulegur þáttur á herðum blás
aranna. Þó er reyndin sú að
píanóið verður sú undirstaða
sem þetta verk miðast við.
Stjórn Páls P. Pálssonar á
þessum tónleíkum og þó sér í
lagi á lokaverkinu var örugg
og sýndi hánn glögglega stjórn
anda-hæfileika og það að hon
um er fullkomlega treystandi
fyrir fleiri verkefnum.